Loftbrú frá Kanaríeyjum – sækja þúsundir Íslendinga

Íslenskar ferðaskrifstofur og Icelandair hafa skipulagt fjölmörg flug næstu fjóra daga til að sækja þá Íslendinga sem staddir eru á Las Palmas og Tenerife.

Sólarströnd strönd Kanarí
Auglýsing

Ferða­skrif­stof­urnar VITA, Ferða­skrif­stofa Íslands og Heims­ferð­ir, í sam­starfi við Icelanda­ir, hafa skipu­lagt loft­brú frá Kanarí­eyjum til Íslands, í gegnum Las Palmas og Tenerife, til að flýta för þeirra fjöl­mörgu Íslend­inga sem staddir eru á eyj­unum og áttu bókað flug heim fyrir páska. 

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá Icelanda­ir. 

Alls hefur félagið sett upp 15 flug á næstu fjórum dögum til að sækja far­þeg­anna, sem eru á milli tvö til þrjú þús­und. Stefnt er að því að allir far­þeg­arnir verði komnir heim til Íslands á föstu­dag. 

Búið er að setja útgöngu­bann á alla sem staddir eru á eyj­unum og hótel eru að loka eitt af öðru.

Í til­kynn­ing­unni segir einnig að vegna fjölda fyr­ir­spurna hafi Ferða­skrif­stofan VITA hafið almenna sölu á flug­ferðum sem áætl­aðar séu seinni­part­inn á föstu­dag frá Tenerife og Kanarí. „Flugi verður bætt við ef mikil eft­ir­spurn verð­ur. Mark­mið Icelanda­ir, ferða­skrif­stof­anna og Ferða­mála­stofu er að gefa öllum þeim sem ekki hafa þegar gert ráð­staf­anir til að kom­ast aftur heim til Íslands tæki­færi til þess á næstu dög­um.“

Stjórn­­völd biðl­uðu í gær­kvöldi til Íslend­inga erlend­is, sem tvö af fjórum eft­ir­far­andi atriðum eiga við, að íhuga heim­­ferð til Íslands. Atriðin fjögur eru að vera yfir 60 ára gam­all, vera með und­ir­liggj­andi sjúk­­dóm, vera fjarri vinum og fjöl­­skyldu eða eiga ekki rétt á heil­brigð­is­­þjón­­ustu í land­inu þar sem við­kom­andi dvelst eða heil­brigð­is­­kerfið þar annar ekki álag­inu.

Hvatn­ing­unni var beint sér­­stak­­lega til Íslend­inga sem annað hvort eru á ferða­lagi erlendis eða dvelj­­ast þar tíma­bundið og eiga rétt á heil­brigð­is­­þjón­­ustu á Ísland­i. 

Auglýsing
Í til­­kynn­ingu á vef utan­­­rík­­is­ráðu­­neyt­is­ins sagði að sér­­­stök athygli væri vakin á því að fólk sem sýnir sjúk­­dóms­ein­­kenni gæti átt á hættu að vera synjað um inn­­­ritun í flug og því er óráð­­legt að bíða of lengi. „Sótt­varna­læknir hefur meðal ann­­ars skil­­greint Spán sem svæði með mikla smitá­hættu og búast má við að álag verði tals­vert á heil­brigð­is­­kerfið þar í landi. Íslend­ingar sem koma frá Spáni skulu fara í sótt­­­kví í fjórtán daga eftir heim­komu. Þetta tekur til allra hluta Spán­­ar, þ.m.t. Kanarí­eyja (Gran Can­­aria ,Tenerife og aðrar eyj­­ar).“

Þetta var önnur for­m­­lega hvatn­ingin sem íslensk stjórn­­völd senda til Íslend­inga sem eru á ferða­lagi erlendis til að flýta heim­­­för. Sú fyrri, sem var almenn og ekki beint að ákveðnum hópum var send á laug­­ar­dag. Í henni var haft eftir Guð­laugi Þór Þórð­­ar­­syni utan­­­rík­­is­ráð­herra að víða ættu Íslend­ingar á hættu að verða inn­­­lyksa eða lenda í sótt­­­­­kví við erf­iðar aðstæð­­­ur. „Ekki er víst hvaða aðgang og rétt­indi Íslend­ingar munu hafa að heil­brigð­is­­­þjón­­­ustu auk þess sem heil­brigð­is­­­kerfi í mörgum ríkjum anna ekki álag­i[...]Í því ljósi höfum við ákveðið að ráða Íslend­ingum gegn ferða­lögum erlendis og þeim sem eru á ferða­lagi erlendis að íhuga að snúa heim fyrr en ella.“

Ljóst er að erf­ið­­ara verður með hverjum deg­inum að koma sér á milli landa, enda bæði þorri Evr­­ópu og Banda­­ríkin búin að loka landa­­mærum sínum og setja á ferða­­bann. Fyrir vikið hafa flest flug­­­fé­lög dregið veru­­lega úr fram­­boði sínu og búist er við því að far­þega­flug á svæð­unum muni leggj­­ast að stóru leyti af í nán­­ustu fram­­tíð.  

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hrina hópuppsagna í tengslum við COVID-19 faraldurinn virðist gengin niður
Stærst þeirra þriggja hópuppsagna sem áttu sér stað í júní er uppsögn PCC á Bakka sem sagði upp nálægt 85 manns af þeim tæplega 150 manns sem starfa hjá fyrirtækinu.
Kjarninn 4. júlí 2020
Tæplega 35 þúsund hafa látist af völdum COVID-19 á Ítalíu
Dánartíðni vegna COVID-19 hærri hjá ómenntuðum en menntuðum á Ítalíu
Kórónuveirufaraldurinn hefur leikið Ítalíu grátt en það var fyrsta Evrópulandið til að glíma við mikla útbreiðslu veirunnar. Í marsmánuði jókst munur á dánartíðni menntaðra og ómenntaðra þar í landi vegna veirunnar.
Kjarninn 4. júlí 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra skrifaði undir reglugerð um útlendinga sem tók gildi 15. júní.
Hægt að senda á brott útlendinga í „ólögmætri dvöl“ þrátt fyrir tilslökun gagnvart öðrum
Skortur á beinum flugum, flugsamgöngum til heimalands eða hár kostnaður við ferðalög eru ekki ástæður sem íslensk stjórnvöld taka gildar fyrir dvöl hérlendis án dvalarleyfis eða áritunar.
Kjarninn 4. júlí 2020
Flennistór mynd af þáttastjórnandanum Tucker Carlson á höfuðstöðvum Fox News.
„Tucker Carlson 2024?“
Áhrifamenn meðal repúblikana og íhaldssamir álitsgjafar í Bandaríkjunum telja raunhæft að Tucker Carlson, þáttastjórnandi á Fox News sem milljónir fylgjast með á hverju kvöldi, gæti náð langt ef hann kysi að fara í forsetaframboð árið 2024.
Kjarninn 4. júlí 2020
Ríkisstjórnin sem vill halda áfram, en mun mögulega ekki geta það
Stjórnmálaflokkarnir vega nú og meta hvenær þeir eru líklegir til að hámarka árangur sinn í kosningum. Og eru fyrir nokkuð löngu síðan farnir að máta sig í næstu ríkisstjórn. Þar virðast, eins og er, aðallega vera tveir skýrir valkostir á borðinu.
Kjarninn 4. júlí 2020
„Keyrt á sama fólkinu sem fær aldrei frídag“
Í nýrri skýrslu Rannsóknamiðstöðvar ferðamála um aðstæður erlends starfsfólks í ferðaþjónustu kemur margt varhugavert fram, m.a. að fólk þurfi að vinna margar vikur í röð og að vikulegur frídagur hafi ekki verið virtur.
Kjarninn 4. júlí 2020
Kortið sýnir útbreiðslu hita í hluta Síberíu 20. júní.
Hitamet staðfest á einum kaldasta stað jarðar
Hæsti hiti: 38°C. Lægsti hiti: -67,8°C. Mismunur: 105,8 gráður. Norðurslóðir eru að hlýna þrisvar sinnum hraðar en önnur svæði í heiminum. Hlýnunin er að eiga sér stað mörgum áratugum fyrr en spár gerðu ráð fyrir.
Kjarninn 3. júlí 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra.
Menntamálaráðuneytið synjar Kjarnanum um aðgang að lögfræðiálitunum sem Lilja aflaði
Mennta- og menningarmálaráðuneytið neitar að afhenda Kjarnanum lögfræðiálitin sem Lilja D. Alfreðsdóttir aflaði í aðdraganda þess að hún ákvað að stefna skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu til að fá úrskurði kærunefndar jafnréttismála hnekkt.
Kjarninn 3. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent