Loftbrú frá Kanaríeyjum – sækja þúsundir Íslendinga

Íslenskar ferðaskrifstofur og Icelandair hafa skipulagt fjölmörg flug næstu fjóra daga til að sækja þá Íslendinga sem staddir eru á Las Palmas og Tenerife.

Sólarströnd strönd Kanarí
Auglýsing

Ferðaskrifstofurnar VITA, Ferðaskrifstofa Íslands og Heimsferðir, í samstarfi við Icelandair, hafa skipulagt loftbrú frá Kanaríeyjum til Íslands, í gegnum Las Palmas og Tenerife, til að flýta för þeirra fjölmörgu Íslendinga sem staddir eru á eyjunum og áttu bókað flug heim fyrir páska. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair. 

Alls hefur félagið sett upp 15 flug á næstu fjórum dögum til að sækja farþeganna, sem eru á milli tvö til þrjú þúsund. Stefnt er að því að allir farþegarnir verði komnir heim til Íslands á föstudag. 

Búið er að setja útgöngubann á alla sem staddir eru á eyjunum og hótel eru að loka eitt af öðru.

Í tilkynningunni segir einnig að vegna fjölda fyrirspurna hafi Ferðaskrifstofan VITA hafið almenna sölu á flugferðum sem áætlaðar séu seinnipartinn á föstudag frá Tenerife og Kanarí. „Flugi verður bætt við ef mikil eftirspurn verður. Markmið Icelandair, ferðaskrifstofanna og Ferðamálastofu er að gefa öllum þeim sem ekki hafa þegar gert ráðstafanir til að komast aftur heim til Íslands tækifæri til þess á næstu dögum.“

Stjórn­völd biðluðu í gærkvöldi til Íslend­inga erlend­is, sem tvö af fjórum eft­ir­far­andi atriðum eiga við, að íhuga heim­ferð til Íslands. Atriðin fjögur eru að vera yfir 60 ára gam­all, vera með und­ir­liggj­andi sjúk­dóm, vera fjarri vinum og fjöl­skyldu eða eiga ekki rétt á heil­brigð­is­þjón­ustu í land­inu þar sem við­kom­andi dvelst eða heil­brigð­is­kerfið þar annar ekki álag­inu.

Hvatn­ing­unni var beint sér­stak­lega til Íslend­inga sem annað hvort eru á ferða­lagi erlendis eða dvelj­ast þar tíma­bundið og eiga rétt á heil­brigð­is­þjón­ustu á Ísland­i. 

Auglýsing
Í til­kynn­ingu á vef utan­rík­is­ráðu­neyt­is­ins sagði að sér­stök athygli væri vakin á því að fólk sem sýnir sjúk­dóms­ein­kenni gæti átt á hættu að vera synjað um inn­ritun í flug og því er óráð­legt að bíða of lengi. „Sótt­varna­læknir hefur meðal ann­ars skil­greint Spán sem svæði með mikla smitá­hættu og búast má við að álag verði tals­vert á heil­brigð­is­kerfið þar í landi. Íslend­ingar sem koma frá Spáni skulu fara í sótt­kví í fjórtán daga eftir heim­komu. Þetta tekur til allra hluta Spán­ar, þ.m.t. Kanarí­eyja (Gran Can­aria ,Tenerife og aðrar eyj­ar).“

Þetta var önnur form­lega hvatn­ingin sem íslensk stjórn­völd senda til Íslend­inga sem eru á ferða­lagi erlendis til að flýta heim­­för. Sú fyrri, sem var almenn og ekki beint að ákveðnum hópum var send á laug­ar­dag. Í henni var haft eftir Guð­laugi Þór Þórð­ar­syni utan­rík­is­ráð­herra að víða ættu Íslend­ingar á hættu að verða inn­­lyksa eða lenda í sótt­­­kví við erf­iðar aðstæð­­ur. „Ekki er víst hvaða aðgang og rétt­indi Íslend­ingar munu hafa að heil­brigð­is­­þjón­­ustu auk þess sem heil­brigð­is­­kerfi í mörgum ríkjum anna ekki álag­i[...]Í því ljósi höfum við ákveðið að ráða Íslend­ingum gegn ferða­lögum erlendis og þeim sem eru á ferða­lagi erlendis að íhuga að snúa heim fyrr en ella.“

Ljóst er að erf­ið­ara verður með hverjum deg­inum að koma sér á milli landa, enda bæði þorri Evr­ópu og Banda­ríkin búin að loka landa­mærum sínum og setja á ferða­bann. Fyrir vikið hafa flest flug­fé­lög dregið veru­lega úr fram­boði sínu og búist er við því að far­þega­flug á svæð­unum muni leggj­ast að stóru leyti af í nán­ustu fram­tíð.  

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorkell Helgason
Kominn er tími á umbætur á kosningakerfinu
Kjarninn 3. ágúst 2021
Minnsti álútflutningur í átta ár
Þrátt fyrir hækkandi álverð á heimsvísu hefur magn útflutts áls minnkað á síðustu mánuðum. Heildarútflutningur á síðasta árshelmingi hefur ekki verið minni síðan árið 2013.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Katrín Baldursdóttir og Símon Vestarr
Katrín Baldursdóttir og Símon Vestarr efst hjá Sósíalistaflokknum í Reykjavík suður
Listi Sósíalistaflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður hefur verið kynntur. „Þetta er fjölbreyttur listi og kraftmikill. Fólk sem vill breyta samfélaginu þannig að allir hafi tækifæri til blómstra, hafi öruggt og gott húsnæði og góð laun,“ segir oddvitinn.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Sigmundur Ernir ráðinn ritstjóri Fréttablaðsins
Jón Þórisson, sem hefur ritstýrt blaðinu frá því haustið 2019 ætlar að snúa sér að öðrum störfum. Sigmundur Ernir verður einnig aðalritstjóri Torgs.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Bólusetningin hafi ekki skapað það hjarðónæmi sem vonast var til
Flest smit að undanförnu má rekja til hópatburða en delta afbrigði veirunnar hefur breiðst út á ótrúlegum hraða að sögn sóttvarnalæknis. Til stendur að bjóða þeim sem fengu Janssen bóluefni upp á aðra bólusetningu sem og að bólusetja 12 til 15 ára börn.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir
Náttúruspjöll í Vatnajökulsþjóðgarði
Kjarninn 3. ágúst 2021
Eggert Þór Kristófersson forstjóri Festis segir félagið ekki ætla að reyna fyrir sér í byggingargeiranum.
30 þúsund fermetra uppbygging í stað bensínstöðva
Samkvæmt samkomulagi Festis við Reykjavíkurborg á Festi byggingarrétt á lóðum þar sem til stendur að loka bensínstöðvum N1. Félagið hyggst selja byggingarréttinn í stað þess að byggja. „Það er ekki okkar bissness, það eru aðrir í því,“ segir forstjórinn.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 5. þáttur: „Vits er þörf þeim er víða ratar“
Kjarninn 3. ágúst 2021
Meira úr sama flokkiInnlent