Loftbrú frá Kanaríeyjum – sækja þúsundir Íslendinga

Íslenskar ferðaskrifstofur og Icelandair hafa skipulagt fjölmörg flug næstu fjóra daga til að sækja þá Íslendinga sem staddir eru á Las Palmas og Tenerife.

Sólarströnd strönd Kanarí
Auglýsing

Ferða­skrif­stof­urnar VITA, Ferða­skrif­stofa Íslands og Heims­ferð­ir, í sam­starfi við Icelanda­ir, hafa skipu­lagt loft­brú frá Kanarí­eyjum til Íslands, í gegnum Las Palmas og Tenerife, til að flýta för þeirra fjöl­mörgu Íslend­inga sem staddir eru á eyj­unum og áttu bókað flug heim fyrir páska. 

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá Icelanda­ir. 

Alls hefur félagið sett upp 15 flug á næstu fjórum dögum til að sækja far­þeg­anna, sem eru á milli tvö til þrjú þús­und. Stefnt er að því að allir far­þeg­arnir verði komnir heim til Íslands á föstu­dag. 

Búið er að setja útgöngu­bann á alla sem staddir eru á eyj­unum og hótel eru að loka eitt af öðru.

Í til­kynn­ing­unni segir einnig að vegna fjölda fyr­ir­spurna hafi Ferða­skrif­stofan VITA hafið almenna sölu á flug­ferðum sem áætl­aðar séu seinni­part­inn á föstu­dag frá Tenerife og Kanarí. „Flugi verður bætt við ef mikil eft­ir­spurn verð­ur. Mark­mið Icelanda­ir, ferða­skrif­stof­anna og Ferða­mála­stofu er að gefa öllum þeim sem ekki hafa þegar gert ráð­staf­anir til að kom­ast aftur heim til Íslands tæki­færi til þess á næstu dög­um.“

Stjórn­­völd biðl­uðu í gær­kvöldi til Íslend­inga erlend­is, sem tvö af fjórum eft­ir­far­andi atriðum eiga við, að íhuga heim­­ferð til Íslands. Atriðin fjögur eru að vera yfir 60 ára gam­all, vera með und­ir­liggj­andi sjúk­­dóm, vera fjarri vinum og fjöl­­skyldu eða eiga ekki rétt á heil­brigð­is­­þjón­­ustu í land­inu þar sem við­kom­andi dvelst eða heil­brigð­is­­kerfið þar annar ekki álag­inu.

Hvatn­ing­unni var beint sér­­stak­­lega til Íslend­inga sem annað hvort eru á ferða­lagi erlendis eða dvelj­­ast þar tíma­bundið og eiga rétt á heil­brigð­is­­þjón­­ustu á Ísland­i. 

Auglýsing
Í til­­kynn­ingu á vef utan­­­rík­­is­ráðu­­neyt­is­ins sagði að sér­­­stök athygli væri vakin á því að fólk sem sýnir sjúk­­dóms­ein­­kenni gæti átt á hættu að vera synjað um inn­­­ritun í flug og því er óráð­­legt að bíða of lengi. „Sótt­varna­læknir hefur meðal ann­­ars skil­­greint Spán sem svæði með mikla smitá­hættu og búast má við að álag verði tals­vert á heil­brigð­is­­kerfið þar í landi. Íslend­ingar sem koma frá Spáni skulu fara í sótt­­­kví í fjórtán daga eftir heim­komu. Þetta tekur til allra hluta Spán­­ar, þ.m.t. Kanarí­eyja (Gran Can­­aria ,Tenerife og aðrar eyj­­ar).“

Þetta var önnur for­m­­lega hvatn­ingin sem íslensk stjórn­­völd senda til Íslend­inga sem eru á ferða­lagi erlendis til að flýta heim­­­för. Sú fyrri, sem var almenn og ekki beint að ákveðnum hópum var send á laug­­ar­dag. Í henni var haft eftir Guð­laugi Þór Þórð­­ar­­syni utan­­­rík­­is­ráð­herra að víða ættu Íslend­ingar á hættu að verða inn­­­lyksa eða lenda í sótt­­­­­kví við erf­iðar aðstæð­­­ur. „Ekki er víst hvaða aðgang og rétt­indi Íslend­ingar munu hafa að heil­brigð­is­­­þjón­­­ustu auk þess sem heil­brigð­is­­­kerfi í mörgum ríkjum anna ekki álag­i[...]Í því ljósi höfum við ákveðið að ráða Íslend­ingum gegn ferða­lögum erlendis og þeim sem eru á ferða­lagi erlendis að íhuga að snúa heim fyrr en ella.“

Ljóst er að erf­ið­­ara verður með hverjum deg­inum að koma sér á milli landa, enda bæði þorri Evr­­ópu og Banda­­ríkin búin að loka landa­­mærum sínum og setja á ferða­­bann. Fyrir vikið hafa flest flug­­­fé­lög dregið veru­­lega úr fram­­boði sínu og búist er við því að far­þega­flug á svæð­unum muni leggj­­ast að stóru leyti af í nán­­ustu fram­­tíð.  

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Borgaralaun eða ekki borgaralaun?
Yfirvöld á Spáni vilja lögleiða grunnframfærslu til fólks þar í landi – og ekki einungis vegna þess ástands sem nú ríkir heldur vilja þau festa hana varanlega í sessi. Sumir hafa kallað þetta borgaralaun en líklegast er það ofsögum sagt.
Kjarninn 8. apríl 2020
Þorsteinn Víglundsson
Þorsteinn tekur aftur við BM Vallá
Þorsteinn Víglundsson hefur verið ráðinn forstjóri eignarhaldsfélagsins Hornsteins, sem á og rekur félögin BM Vallá, Björgun og Sementsverksmiðjuna. Þorsteinn var áður forstjóri BM Vallá frá 2002 til 2010.
Kjarninn 8. apríl 2020
Ráðherrar í ríkisstjórn Íslands fá myndarlega launahækkun.
Laun þingmanna og ráðherra hækkuðu um 6,3 prósent í byrjun árs 2020
Launahækkun sem þingmenn, ráðherrar og aðrir háttsettir embættismenn frestuðu í fyrra í tengslum við gerð Lífskjarasamninganna tók gildi 1. janúar. Laun ráðherra hækkuðu um vel yfir hundrað þúsund krónur.
Kjarninn 8. apríl 2020
Þorsteinn Víglundsson.
Þorsteinn Víglundsson segir af sér þingmennsku
Varaformaður Viðreisnar hefur tilkynnt forseta Alþingis að hann segi af sér þingmennsku frá 14. apríl næstkomandi til taka að sér „spennandi verkefni á vettvangi atvinnulífsins“.
Kjarninn 8. apríl 2020
Grímur Atlason
To be or not to be inspired by Iceland
Kjarninn 8. apríl 2020
Eyrún Magnúsdóttir
Af fréttum og klósettpappír – má lýðræðið bíða?
Kjarninn 7. apríl 2020
Klikkið
Klikkið
Klikkið – Viðtal við Héðinn Unnsteinsson
Kjarninn 7. apríl 2020
Snjólaug Ólafsdóttir
Hvað getum við lært af COVID-19 um sjálfbærni og loftslagslausnir?
Kjarninn 7. apríl 2020
Meira úr sama flokkiInnlent