„Þetta hefur nú sinn sjarma“

Frá því að Nína Huld Leifsdóttir greindist með kórónuveiruna hefur hún verið í einangrun á heimili sínu í Mosfellsbæ og aðrir í fjölskyldunni í sóttkví undir sama þaki. Faðir hennar segir þurfa „dass“ af þolinmæði við þessar aðstæður.

Fjölskyldan: Helga Kristjánsdóttir, Nína Huld, Leifur Guðjónsson og Ísak Orri.
Fjölskyldan: Helga Kristjánsdóttir, Nína Huld, Leifur Guðjónsson og Ísak Orri.
Auglýsing

Fjög­urra manna fjöl­skylda í Mos­fellsbæ hefur und­an­far­ið verið í ein­angrun og sótt­kví á heim­ili sínu. Nína Huld Leifs­dótt­ir, nítján ára dóttir hjón­anna Leifs Guð­jóns­sonar og Helgu Krist­jáns­dótt­ur, smit­að­ist af nýju kór­ónu­veirunni á æfingu hjá leik­fé­lag­inu í bænum fyrir rúm­lega tveimur vik­um. Félag­i hennar í leik­fé­lag­inu reynd­ist hafa smit­ast af fólki sem hafði verið erlend­is og í kjöl­farið þurftu allir sem voru í nánum sam­skiptum við hann að fara í sýna­töku. Er í ljós kom að Nína hafði smit­ast fór hún þegar í stað í ein­angrun og aðrir í fjöl­skyld­unni í sótt­kví. Öll eru þau þó inni á sama heim­il­inu.

Leifur segir að svo vel vilji til að dóttirin geti verið í for­stofu­her­bergi og hafi aðgang að sér kló­setti. Aðstæð­urnar séu því nokk­uð ­góðar og eins og best verði á kosið til ein­angr­unar í heima­húsi.

„Það eru svo spritt­brúsar og tuskur út um allt,“ seg­ir ­Leif­ur. „Hún fær mat þarna fram og getur aðeins farið út á tröpp­ur.“ Hann seg­ir að þrátt fyrir allt líði öllum vel. Eng­inn hafi veikst og dóttir hans hafi allan tím­ann verið ein­kenna­laus.

Auglýsing

Frá upp­hafi fengu þau öll góðar og nákvæm­legar leið­bein­ing­ar um hvernig skuli haga sér í sótt­kví og ein­angr­un. Allir í fjöl­skyld­unni mæla ­sig tvisvar á dag og eng­inn hefur fengið hita. Sótt­varnateymi hefur svo sam­band við Nínu Huld annan hvern dag og athugar með líðan henn­ar.

En hvernig eru dag­arnir hjá heilli fjöl­skyldu í sótt­kví?

Leifur hlær dátt áður en hann svar­ar. „Það þarf „dass“ af þol­in­mæði og umburð­ar­lyndi en þetta er að haf­ast.“

Fengu ket­il­bjöllur sendar heim

­Fjöl­skyld­unni hefur tek­ist að halda ágætri rútínu. Þau æfa öllu ­jafna í lík­ams­rækt­ar­stöð­inni Kett­lebells Iceland sem Vala Mörk og Guð­jón Svans­son reka skammt frá Reykja­lundi í Mos­fells­bæ. „Á öðrum degi í sótt­kví ­fengum við ket­il­bjöllur sendar hingað heim og sett var af stað fjar­pró­gramm. Mjög s­nið­ugt. Þannig að við höfum getað hreyft okkur hér í stof­unni. Sóf­inn hef­ur því ekki átt okkur alveg.“

Engin þörf reynd­ist á því að hamstra mat enda á fjöl­skyld­an marga góða að sem hafa rétt fram hjálp­ar­hönd síð­ustu daga. Þannig hafa syst­ur ­Leifs til dæmis keypt í mat­inn fyrir þau.

Sam­fé­lagið í Mos­fellsbæ haldi einnig vel utan um þau.

„Svo unnum við í nágranna­lottó­inu, það býr kokkur hérna við hlið­ina á okk­ur,“ segir Leifur fullur þakk­læt­is. „Hann hefur steikt kleinur og ­gert fiski­boll­ur, er algjör meist­ari. Í kvöld fáum við steik frá hon­um, það verður síð­asta kvöld­mál­tíð­in,“ segir Leifur og hlær en sótt­kvínni lýkur á morg­un.

Trygg­ingar ná ekki yfir COVID-19

Leifur og Helga eru bæði sjálf­stæðir atvinnu­rek­end­ur. Helga á blóma­búð og Leifur starfar hjá verk­taka­fyr­ir­tæki fjöl­skyld­unn­ar. Eftir að ­sótt­kví lýkur á morgun á hann ekki von á öðru en að snúa aftur til starfa. Dótt­ir hans verður þó áfram í ein­angr­un. Ákvörðun um fram­haldið verði tekin eft­ir ­sýna­töku í lok vik­unn­ar.

Hann segir tím­ann verða að leiða það í ljós hver fjár­hags­leg á­hrif ástands­ins vegna veirunnar verði á fjöl­skyld­una. Hann hafi talið sig ver­a ­með „belti og axla­bönd“ þegar komi að trygg­inga­málum og keypt bæði rekstr­ar­stöðv­un­ar­trygg­ingu og líf- og sjúk­dóma­trygg­ingu. Trygg­inga­fé­lagið seg­i hins vegar að rekstr­ar­stöðv­un­ar­trygg­ingin nái ekki til áfalla af völd­um COVID-19. Sama gildi um sjúk­dóma­trygg­ing­una. Leifur seg­ist þó ekki ætla að hafa ­miklar áhyggjur af þessu í augna­blik­inu.

En er hann með ein­hver ráð til þeirra sem eru að hefja ­sótt­kví í dag?

„Um­burð­ar­lyndi er nú það hel­sta,“ svarar hann. Einnig sé ­gott að halda góðri rútínu, vaka ekki fram eftir nóttu og snúa sól­ar­hringn­um við. Svo sé mik­il­vægt að finna sér eitt­hvað skemmti­legt til dund­urs. Dóttir hans sé farin að prjóna og púslu­spil hafi verið dregin fram á heim­il­inu. „Þetta er tæki­færi til að kynn­ast aft­ur, svo þetta hefur nú sinn sjarma.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Borgaralaun eða ekki borgaralaun?
Yfirvöld á Spáni vilja lögleiða grunnframfærslu til fólks þar í landi – og ekki einungis vegna þess ástands sem nú ríkir heldur vilja þau festa hana varanlega í sessi. Sumir hafa kallað þetta borgaralaun en líklegast er það ofsögum sagt.
Kjarninn 8. apríl 2020
Þorsteinn Víglundsson
Þorsteinn tekur aftur við BM Vallá
Þorsteinn Víglundsson hefur verið ráðinn forstjóri eignarhaldsfélagsins Hornsteins, sem á og rekur félögin BM Vallá, Björgun og Sementsverksmiðjuna. Þorsteinn var áður forstjóri BM Vallá frá 2002 til 2010.
Kjarninn 8. apríl 2020
Ráðherrar í ríkisstjórn Íslands fá myndarlega launahækkun.
Laun þingmanna og ráðherra hækkuðu um 6,3 prósent í byrjun árs 2020
Launahækkun sem þingmenn, ráðherrar og aðrir háttsettir embættismenn frestuðu í fyrra í tengslum við gerð Lífskjarasamninganna tók gildi 1. janúar. Laun ráðherra hækkuðu um vel yfir hundrað þúsund krónur.
Kjarninn 8. apríl 2020
Þorsteinn Víglundsson.
Þorsteinn Víglundsson segir af sér þingmennsku
Varaformaður Viðreisnar hefur tilkynnt forseta Alþingis að hann segi af sér þingmennsku frá 14. apríl næstkomandi til taka að sér „spennandi verkefni á vettvangi atvinnulífsins“.
Kjarninn 8. apríl 2020
Grímur Atlason
To be or not to be inspired by Iceland
Kjarninn 8. apríl 2020
Eyrún Magnúsdóttir
Af fréttum og klósettpappír – má lýðræðið bíða?
Kjarninn 7. apríl 2020
Klikkið
Klikkið
Klikkið – Viðtal við Héðinn Unnsteinsson
Kjarninn 7. apríl 2020
Snjólaug Ólafsdóttir
Hvað getum við lært af COVID-19 um sjálfbærni og loftslagslausnir?
Kjarninn 7. apríl 2020
Meira úr sama flokkiInnlent