Bjarni: Ríkisstjórnin vinnur dag og nótt

Fjármála- og efnahagsráðherra var á spurður út í það hvort hann teldi ekki æskilegt að allir flokkar á Alþingi ynnu í nánara samstarfi en þeir gera núna. Honum hugnast að samtalið eigi sér stað í gegnum þinglega meðferð málanna sem lögð verða fram.

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra, í pontu Alþingis í morgun.
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra, í pontu Alþingis í morgun.
Auglýsing

Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, sagði í óund­ir­búnum fyr­ir­spurna­tíma á Alþingi í morgun að þau í rík­is­stjórn­inni hefðu þurft að vinna dag og nótt und­an­farnar tvær vikur til þess að fylgj­ast með þró­un­inni frá degi til dags og leggja mat á raun­hæfar aðgerðir til að bregð­ast við afleið­ingum COVID-19 far­ald­urs­ins. 

„Það eru nokkrir hlutir sem standa upp úr. Það er gríð­ar­legt tekju­fall í einka­geir­an­um, sem auð­vitað mun brjót­ast fram í tekju­falli hjá rík­inu og hinu opin­bera sömu­leið­is,“ sagði hann.

Ráð­herr­ann sagði jafn­framt að mál væru komin inn í þingið þar sem tek­ist hefði vel til með góðu sam­starfi allra flokka. 

Auglýsing

Æski­legt að allir flokk­arnir vinni sam­an?

­Logi Ein­ars­son, for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, spurði Bjarna hvort hann teldi ekki æski­legt að allir flokkar á Alþingi ynnu nánar en nú væri gert að vinnu við stóra aðgerða­pakk­ann eða sæi hann ein­hverja aug­ljósa van­kanta eða hindr­anir á því.

Bjarni svar­aði og sagði að hann sæi þetta í grófum dráttum þannig að þær aðgerðir sem stjórn­völd myndu kynna – sem rík­is­stjórnin myndi jafn­framt vilja leggja fyrir þingið – væru í öllum meg­in­at­riðum nokkuð fyr­ir­sjá­an­leg­ar. „Það er að segja; við þurfum að bregð­ast við vegna tekju­falls­ins, við þurfum að huga að atvinnu­ör­yggi fólks, við þurfum að huga að því að þegar fyr­ir­tæki tapa lausu fé þá þarf að vera til eitt­hvað fjár­magn til þess að brúa tíma­bilið sem við von­umst til að verði sem styst,“ sagði ráð­herr­ann.

Sömu­leiðis væri orðið tíma­bært að huga að því hvernig Íslend­ingar myndu haga við­spyrn­unni við ástand­inu. „Það verður reyndar við­var­andi verk­efni sem verður ekki leyst á næstu sól­ar­hringum en við getum byrjað það sam­tal. Þannig að í grófum dráttum þá myndi ég vilja leggja fram þá sýn mína á þetta að þetta sam­tal geti mjög vel farið fram í gegnum þing­lega með­ferð mál­anna.“

Seg­ist opinn fyrir því að mynda breiða sam­stöðu um við­brögð stjórn­valda

Bjarni sagð­ist enn fremur vilja taka það fram við til­efnið að þetta ástand sem nú hefur skap­ast á und­an­förnum sól­ar­hringum legði skyldur á herðar rík­is­stjórn­inni að færa fram hug­myndir að við­brögð­um. „Og ég hygg að þegar þessi fyrstu við­brögð verða orðin skýr­ari þá skap­ist betra svig­rúm, bæði undir þing­legri með­ferð þeirra mála en ekki síður vegna næstu skrefa sem verða óhjá­kvæmi­leg til þess mögu­lega að dýpka þetta sam­tal eitt­hvað og ég ætla að lýsa mig alveg opin fyrir því að ná að mynda breiða sam­stöðu um meg­in­línur við­bragða stjórn­valda,“ sagði hann.

Þá telur Bjarni langa leið vera framund­an, ekki sé gott að spá fyrir um það nákvæm­lega en „við höfum ekki séð í botn­inn á þess­ari krísu. Við getum það von­andi á þessu ári og það verða mörg mál sem eiga eftir að koma hér til umræðu milli flokka, bæði hér á þing­inu og mögu­lega áður en mál koma til þings­ins.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kvótaþak óbreytt í tillögum – sem og hvað aðilar þurfi að eiga hvor í öðrum til að teljast tengdir
Lokaskýrsla verkefnastjórnar um bætt eftirlit með fiskveiðiauðlindinni hefur litið dagsins ljós og hefur hún verið afhent Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegsráðherra. Einn stjórnarmeðlimur setur sérstakan fyrirvara við skýrsluna.
Kjarninn 10. júlí 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 39. þáttur: Naumlega sloppið!
Kjarninn 10. júlí 2020
Ingimundur Bergmann
Hótelhald, búfjárhald og pólitík
Kjarninn 10. júlí 2020
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans.
„Allir eru á dekki“ við að tryggja áfram landamæraskimun
Starfsfólk Landspítalans hefur brugðist við „af ótrúlegri snerpu og atorku“ með það að markmiði að tryggja að skimun á landamærum geti haldið áfram eftir 13. júlí. „Allir eru á dekki,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri spítalans.
Kjarninn 10. júlí 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Börnin
Kjarninn 10. júlí 2020
Félag leikskólakennara skrifar undir nýjan kjarasamning
Þrjú aðildarfélög KÍ hafa skrifað undir kjarasamninga við samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga: Félag leikskólakennara, Skólastjórafélag Íslands og Félag stjórnenda leikskóla.
Kjarninn 10. júlí 2020
Farþegaskipið Boreal heldur frá Reykjavíkurhöfn á morgun. Það tekur um 200 farþega en í fyrstu siglingunni verða á bilinu 50 til 60 farþegar sem allir koma með flugi frá París á morgun.
Ekki fást upplýsingar um sóttvarnaráðstafanir frá umboðsaðila Boreal
Fyrsta farþegaskip sumarsins heldur frá Reykjavíkurhöfn á morgun. Starfsfólk skipafélags tjáir sig ekki um sóttvarnaráðstafanir sem gerðar hafa verið vegna farþega sem hyggjast sigla, en þeir koma með flugi frá París á morgun.
Kjarninn 10. júlí 2020
Farandverkamenn í haldi lögreglumanna í lok maí.
„Blaðamennska er ekki glæpur“
Yfirvöld í Malasíu hafa ítrekað yfirheyrt fréttamenn sem fjallað hafa um aðstæður farandverkamanna í landinu í faraldri COVID-19. Hópur fréttamanna Al Jazeera var yfirheyrður í dag vegna heimildarmyndar sem varpar ljósi á harðar aðgerðir gegn verkamönnum.
Kjarninn 10. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent