Bjarni: Ríkisstjórnin vinnur dag og nótt

Fjármála- og efnahagsráðherra var á spurður út í það hvort hann teldi ekki æskilegt að allir flokkar á Alþingi ynnu í nánara samstarfi en þeir gera núna. Honum hugnast að samtalið eigi sér stað í gegnum þinglega meðferð málanna sem lögð verða fram.

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra, í pontu Alþingis í morgun.
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra, í pontu Alþingis í morgun.
Auglýsing

Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, sagði í óund­ir­búnum fyr­ir­spurna­tíma á Alþingi í morgun að þau í rík­is­stjórn­inni hefðu þurft að vinna dag og nótt und­an­farnar tvær vikur til þess að fylgj­ast með þró­un­inni frá degi til dags og leggja mat á raun­hæfar aðgerðir til að bregð­ast við afleið­ingum COVID-19 far­ald­urs­ins. 

„Það eru nokkrir hlutir sem standa upp úr. Það er gríð­ar­legt tekju­fall í einka­geir­an­um, sem auð­vitað mun brjót­ast fram í tekju­falli hjá rík­inu og hinu opin­bera sömu­leið­is,“ sagði hann.

Ráð­herr­ann sagði jafn­framt að mál væru komin inn í þingið þar sem tek­ist hefði vel til með góðu sam­starfi allra flokka. 

Auglýsing

Æski­legt að allir flokk­arnir vinni sam­an?

­Logi Ein­ars­son, for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, spurði Bjarna hvort hann teldi ekki æski­legt að allir flokkar á Alþingi ynnu nánar en nú væri gert að vinnu við stóra aðgerða­pakk­ann eða sæi hann ein­hverja aug­ljósa van­kanta eða hindr­anir á því.

Bjarni svar­aði og sagði að hann sæi þetta í grófum dráttum þannig að þær aðgerðir sem stjórn­völd myndu kynna – sem rík­is­stjórnin myndi jafn­framt vilja leggja fyrir þingið – væru í öllum meg­in­at­riðum nokkuð fyr­ir­sjá­an­leg­ar. „Það er að segja; við þurfum að bregð­ast við vegna tekju­falls­ins, við þurfum að huga að atvinnu­ör­yggi fólks, við þurfum að huga að því að þegar fyr­ir­tæki tapa lausu fé þá þarf að vera til eitt­hvað fjár­magn til þess að brúa tíma­bilið sem við von­umst til að verði sem styst,“ sagði ráð­herr­ann.

Sömu­leiðis væri orðið tíma­bært að huga að því hvernig Íslend­ingar myndu haga við­spyrn­unni við ástand­inu. „Það verður reyndar við­var­andi verk­efni sem verður ekki leyst á næstu sól­ar­hringum en við getum byrjað það sam­tal. Þannig að í grófum dráttum þá myndi ég vilja leggja fram þá sýn mína á þetta að þetta sam­tal geti mjög vel farið fram í gegnum þing­lega með­ferð mál­anna.“

Seg­ist opinn fyrir því að mynda breiða sam­stöðu um við­brögð stjórn­valda

Bjarni sagð­ist enn fremur vilja taka það fram við til­efnið að þetta ástand sem nú hefur skap­ast á und­an­förnum sól­ar­hringum legði skyldur á herðar rík­is­stjórn­inni að færa fram hug­myndir að við­brögð­um. „Og ég hygg að þegar þessi fyrstu við­brögð verða orðin skýr­ari þá skap­ist betra svig­rúm, bæði undir þing­legri með­ferð þeirra mála en ekki síður vegna næstu skrefa sem verða óhjá­kvæmi­leg til þess mögu­lega að dýpka þetta sam­tal eitt­hvað og ég ætla að lýsa mig alveg opin fyrir því að ná að mynda breiða sam­stöðu um meg­in­línur við­bragða stjórn­valda,“ sagði hann.

Þá telur Bjarni langa leið vera framund­an, ekki sé gott að spá fyrir um það nákvæm­lega en „við höfum ekki séð í botn­inn á þess­ari krísu. Við getum það von­andi á þessu ári og það verða mörg mál sem eiga eftir að koma hér til umræðu milli flokka, bæði hér á þing­inu og mögu­lega áður en mál koma til þings­ins.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Halldóra Mogensen er formaður þingflokks Pírata.
Píratar leggja til að launahækkanir þingmanna og ráðherra falli niður
Þingflokkur Pírata vill að 6,3 prósent launahækkun kjörinna fulltrúa og æðstu embættismanna verði endurkölluð. Laun ráðherra hækkuðu um vel yfir hundrað þúsund krónur á mánuði í byrjun árs.
Kjarninn 8. apríl 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Fellir ellikerling Pútín?
Kjarninn 8. apríl 2020
„Faraldurinn er eins og staðan er núna á niðurleið“
Toppnum í nýsmitum COVID-19 hér á landi virðist náð, að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Faraldurinn er því á niðurleið, en Alma Möller landlæknir minnir á að enn sé nokkuð í að toppi verði náð hvað álag á heilbrigðiskerfið varðar.
Kjarninn 8. apríl 2020
Vel innan við þúsund virk smit – 633 hefur batnað af COVID-19
Tæplega tvö þúsund sýni voru rannsökuð í gær og af þeim reyndust þrjátíu jákvæð. Hjá Íslenskri erfðagreiningu fannst aðeins eitt nýt smit, annan daginn í röð.
Kjarninn 8. apríl 2020
Persónuleg barátta Boris Johnson við kórónuveiruna
Samstarfsmenn Boris Johnson sögðu hann „kátan“, aðeins hafa „væg einkenni“ og áfram „stýra landinu“ jafnvel eftir að hann var lagður inn á sjúkrahús í byrjun vikunnar. Johnson er nú á gjörgæslu og fær súrefni til að hjálpa honum að ná andanum.
Kjarninn 8. apríl 2020
Borgaralaun eða ekki borgaralaun?
Yfirvöld á Spáni vilja lögleiða grunnframfærslu til fólks þar í landi – og ekki einungis vegna þess ástands sem nú ríkir heldur vilja þau festa hana varanlega í sessi. Sumir hafa kallað þetta borgaralaun en líklegast er það ofsögum sagt.
Kjarninn 8. apríl 2020
Þorsteinn Víglundsson
Þorsteinn tekur aftur við BM Vallá
Þorsteinn Víglundsson hefur verið ráðinn forstjóri eignarhaldsfélagsins Hornsteins, sem á og rekur félögin BM Vallá, Björgun og Sementsverksmiðjuna. Þorsteinn var áður forstjóri BM Vallá frá 2002 til 2010.
Kjarninn 8. apríl 2020
Ráðherrar í ríkisstjórn Íslands fá myndarlega launahækkun.
Laun þingmanna og ráðherra hækkuðu um 6,3 prósent í byrjun árs 2020
Launahækkun sem þingmenn, ráðherrar og aðrir háttsettir embættismenn frestuðu í fyrra í tengslum við gerð Lífskjarasamninganna tók gildi 1. janúar. Laun ráðherra hækkuðu um vel yfir hundrað þúsund krónur.
Kjarninn 8. apríl 2020
Meira úr sama flokkiInnlent