„Sorglegt að freista þess ekki að standa saman á þessum mjög krítísku og erfiðu tímum“

Formaður Samfylkingarinnar segir að fyrirliggjandi krísa stafi ekki af verkum ríkisstjórnarinnar, heldur af utanaðkomandi vá, og því hafi allir skilning á því að það þurfi að ráðast í stórar lausnir.

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Auglýsing

„Ég er á því að við séum að lifa svo for­dæm­lausa tíma að við þurfum að leggja fram svo stórar og for­dæma­litlar aðgerðir og þá sé eðli­leg­ast og skyn­sam­leg­ast að þær séu unnar í sem víð­tæk­astri sátt stjórnar og stjórn­ar­and­stöðu, líkt og gert var í Dan­mörku og Nor­eg­i.“

Þetta segir Logi Ein­ars­son, for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, um þá stöðu sem er uppi á þing­inu.

Hann segir stjórn­ar­and­stöð­una ítrekað hafa kallað eftir því að fá að koma að borð­inu varð­andi und­ir­bún­ing á þeim risa­pakka sem sé í far­vatn­inu og séu til­búin að koma að þeirri vinnu, en að það hafi hingað til verið afþakk­að. „Það er ekki um krísu að ræða sem stafar af verkum rík­is­stjórn­ar­inn­ar, heldur af utan­að­kom­andi vá og það hafa allir skiln­ing á því að það þurfi að bjóða upp á mjög stórar og sterkar lausnir, sem hafa ekki sést áður.“

Logi segir að hlut­verk stjórn­ar­and­stöð­unnar í því ferli sem nú er til staðar hafi aðal­lega verið að taka við málum sem rík­is­stjórnin komi með inn í þing­ið, sem tengj­ast aðgerðum vegna ástands­ins. Þar er meðal ann­ars um að ræða frum­varp um hluta­laun og laun til þeirra sem eru í sótt­kví. Stjórn­ar­and­staðan hafi mætt því að vilja og unnið málin í sam­starfi við rík­is­stjórn­ina.

Fá upp­lýs­ingar um „risa­pakk­ann“ á morgun eða um helg­ina

Nú sé hins vegar ljóst að málin muni taka breyt­ingum og til­kynnt hefur verið að þau muni koma breytt til þings­ins seinni part­inn í dag. Upp­haf­legt umfang þeirra hafi ein­fald­lega verið of lítið og auka þurfi áhrif þeirra umtals­vert. „Við teljum það hins vegar sorg­legt að freista þess ekki að standa saman á þessum mjög krítísku og erf­iðu tím­um. Auð­vitað þarf atvinnu­lífið og laun­þega­hreyf­ingin svo að taka þátt í því sam­starfi lík­a.“

Auglýsing
Logi segir að stjórn­ar­and­staðan hafi ekki fengið neinar upp­lýs­ingar um það sem risa­pakki rík­is­stjórn­ar­innar feli í sér, annað en það að hún megi reikna með að fá að sjá hann á morgun eða um helg­ina í síð­asta lagi. Fyrir liggi þó að hann snú­ist um aðgerðir fyrir fyr­ir­tækin sem séu í mestum hremm­ingum og fólkið sem verði fyrir afleið­ingum af þeim. 

Mið­flokk­ur­inn seg­ist muna styðja stjórn­völd

Mið­flokk­ur­inn sendi fyrr í dag frá sér til­kynn­ingu þar sem hann sagði að vand­inn sem þjóðir heims standi nú frammi fyrir og sú þróun sem virð­ist vera fram undan kalli á umfangs­meiri aðgerðir rík­is­ins en nokkur dæmi eru um í seinni tíma sögu. Því fyrr sem gripið verði til aðgerða þeim mun meiri áhrif muni þær hafa. „Við munum styðja stjórn­völd í öllum þeim aðgerðum sem eru til þess fallnar að ná stjórn á ástand­inu sem nú ríkir og bregð­ast við með það að mark­miði að verja íslenskt sam­fé­lag, fyr­ir­tæki og heim­il­i.“ 

Með fylgdu aðgerðir sem Mið­flokk­ur­inn vildi að gripið yrði til, bæði í efna­hags- og heil­brigð­is­mál­um, og hægt er að lesa um hér.

Katrín boð­aði frek­ari aðgerðir

Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra stað­­festi í Kast­ljósi á þriðju­dag að frek­­ari efna­hags­að­­gerðir væru í und­ir­­bún­­ingi, en Kjarn­inn greindi frá því í á mánu­dag að slíkar yrðu vænt­an­­lega kynntar í vik­unni.

Heim­ildir Kjarn­ans herma að Stein­grímur J. Sig­­fús­­son, for­­seti Alþing­is, hafi boðað það á fundi með þing­­flokks­­for­­mönnum í gær að svo­­kall­aður band­ormur frá Bjarna Bene­dikts­­syni, fjár­­­mála- og efna­hags­ráð­herra, væri vænt­an­­legur í lok viku inn á þing­ið. Slíkur band­ormur er sam­an­­safn breyt­inga á ýmsum lögum og við­­mæl­endur Kjarn­ans eru sam­­mála um að hann verði lagður fram eftir að aðgerð­­ar­­pakki rík­­is­­stjórn­­­ar­innar verður kynnt­­ur. Því sé lík­­­legt að það stytt­ist í kynn­ingu á hon­­um. 

Katrín sagði í þætt­inum að stjórn­­völd þyrfti að gera fernt með aðgerðum sín­­um. „Stóru mark­miðin í þeim eru í fyrsta lagi að tryggja lífs­af­komu fólks. Alþingi var í dag að ræða frum­varp um hluta­bæt­­ur, það mun taka breyt­ing­­um.[...]Við erum að tryggja að lífs­af­koma fólks sé tryggð og að það geti haldið ráðn­­ing­­ar­­sam­­band­inu við sinn vinn­u­veit­anda. 

Við þurfum að ráð­­ast í aðgerðir til þess að styðja við fyr­ir­tækin vegna þess að þau auð­vitað halda uppi atvinn­u­líf­inu í þessu landi. Þar vinnur allt fólkið í land­inu. Við þurfum söm­u­­leiðis að verja grunn­­stoðir atvinn­u­lífs­ins.[...]Í fjórða lagi þurfum við að gefa í í fjár­­­fest­ingu til að tryggja að hag­­kerfið nái ákveð­inni við­­spyrn­u.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jeff Bezos forstjóri Amazon
Metfjórðungur hjá Amazon
Tekjur Amazon á síðustu þremur mánuðum voru rúmlega fjórum sinnum meiri en landsframleiðsla Íslands í fyrra.
Kjarninn 30. október 2020
Guðni Bergsson er formaður KSÍ.
Íslandsmótið í knattspyrnu flautað af – efstu liðin krýnd Íslandsmeistarar
Valur er Íslandsmeistari í knattspyrnu karla og Breiðablik Íslandsmeistari kvenna.
Kjarninn 30. október 2020
Þríeykið og aðrir sérfróðir viðbragðsaðilar njóta yfirburðatrausts hjá Íslendingum – en á bilinu 94-96 prósenst segjast treysta því að fá áreiðanlegar upplýsingar um veirufjárann þaðan.
Íslendingar treysta sérfróðum yfirvöldum og fjölmiðlum vel í tengslum við COVID-19
Vinnuhópur þjóðaröryggisráðs um upplýsingaóreiðu í tengslum við COVID-19 hefur skilað af sér skýrslu. Þar kemur m.a. fram að traust til þríeykisins og annarra sérfróðra yfirvalda er afgerandi og traust til innlendra fjölmiðla sömuleiðis mjög mikið.
Kjarninn 30. október 2020
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti hertar aðgerðir vegna útbreiðslu kórónuveirufaraldursins á blaðamannafundi fyrr í dag. Efnahagsaðgerðirnar eru afleiðing af þeirri stöðu.
Tekjufallsstyrkir útvíkkaðir, viðspyrnustyrkir kynntir og rætt um áframhald hlutabótaleiðar
Ríkisstjórn Íslands boðar enn einn efnahagspakkann. Sá nýjasti er sniðinn að mestu að þeim minni fyrirtækjum og einyrkjum sem þurfa að loka vegna kórónuveirufaraldursins.
Kjarninn 30. október 2020
Höfuðstöðvar Arion banka í Borgartúni
Segir umfram eigið fé ekki hafa tengingu við úrræði stjórnvalda
Bankastjóri Arion banka segir viðskiptavini sína hafið notið góðs af minni álagningum stjórnvalda á bankakerfið og litla tengingu vera á milli þess og umfram eigin fé bankans.
Kjarninn 30. október 2020
Frá aðalmeðferð málanna í Héraðsdómi Reykjavíkur í haust.
Seðlabankinn sýknaður af kröfum Samherja en þarf að borga Þorsteini Má persónulega
Héraðsdómur Reykjavíkur kvað í dag upp dóm í skaðabótamálum Samherja og Þorsteins Más Baldvinssonar forstjóra fyrirtækisins á hendur bankanum. Seðlabankinn var sýknaður af kröfu fyrirtækisins, en þarf að borga forstjóranum skaðabætur.
Kjarninn 30. október 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þetta eru áhyggjur Þórólfs
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir tínir til margvísleg áhyggjuefni sín í minnisblaðinu sem liggur til grundvallar hertum samkomutakmörkunum sem eru þær ströngustu í faraldrinum hingað til.
Kjarninn 30. október 2020
Frá blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í dag.
Tíu manna fjöldatakmarkanir næstu vikur
Hertar sóttvarnaráðstafanir taka gildi strax á miðnætti og eiga að gilda til 17. nóvember. Einungis 10 mega koma saman, nema í útförum, matvöruverslunum, apótekum og almenningssamgöngum. Skólar verða áfram opnir.
Kjarninn 30. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent