Farsóttarspítali verður opnaður ef Landspítali ræður ekki við álagið

Alma Möller landlæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna í dag að ef svartsýnustu spár rætist verði opnaður sérstakur farsóttarspítali ef álagið á Landspítalann verður of mikið. Smit hafa greinst hjá 409 manns hér á landi.

Upplýsingafundur almannavarna í dag.
Upplýsingafundur almannavarna í dag.
Auglýsing


Alma Möller land­læknir sagði á upp­lýs­inga­fundi almanna­varna í dag að ef svart­sýn­ustu spár ræt­ist verði opn­aður sér­stakur far­sótt­ar­spít­ali ef álagið á Land­spít­al­ann verður of mik­ið. . Reiknað er með að 600 verði smit­aðir fyrstu vik­una í apríl en mögu­lega 1.200. Í dag hefur veiran greinst hjá 409 manns hér á landi.

Víðir Reyn­is­son, yfir­lög­reglu­þjónn hjá almanna­varna­deild ­rík­is­lög­reglu­stjóra, sagði það áhyggju­efni að aðeins á fimmta degi sam­komu­banns væru strax farin að sjást þess merki að menn væru að slaka á kröfum og til­mæl­um. Þá væri gríð­ar­lega mik­il­vægt að fólk héldi reglur í sótt­kví og að á vinnu­stöðum og í skól­um, þar sem búið er að skipta fólki í hópa, yrði að geta þess að skipt­ingin tæki einnig til frí­tíma. Börn sem eru saman í hóp í skól­an­um ­mega umgang­ast sömu börn utan skóla, en helst ekki önn­ur.

Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir fór á fund­inum yfir stöð­u far­ald­urs­ins hér á landi. Hann sagði veiruna hafa greinst í öllum lands­hlut­u­m. Benti hann á að 392 væru nú í ein­angrun vegna veirunnar en að sautján hefð­u losnað úr ein­angrun og náð bata. Sex liggja á Land­spít­al­anum vegna veirunn­ar. Einn er á gjör­gæslu en ekki í önd­un­ar­vél.

Auglýsing

Þrettán pró­sent sýna sem tekin hafa verið á sýkla- og veiru­fræði­deild Land­spít­al­ans hafa reynst jákvæð en um eitt pró­sent sýna sem ­Ís­lensk erfða­grein­ing hefur tek­ið.

„Ég held að þessar tölur sýni það að far­ald­ur­inn er í vext­i, ekki miklum vexti, við bjugg­umst alveg eins við því að aukn­ingin yrði meiri,“ ­sagði Þórólf­ur. „Við munum halda áfram þeim aðgerðum sem við höfum beitt; ­greina snemma, ein­angra og beita í sótt­kví. Þetta eru mik­il­væg­ustu aðgerð­irn­ar ­sem við getum beitt til að hefta útbreiðsl­una.“

Sótt­kví skilar miklum árangri

Þórólfur ítrek­aði að sótt­kvíin væri mjög mik­il­vægt úrræð­i því að 50 pró­sent af þeim ein­stak­lingum sem greinst hafa verið með veiruna höfðu verið í sótt­kví. „Þessir ein­stak­lingar hefðu ann­ars getað verið að smita aðra.“

Margir eru nú að biðja um und­an­þágur frá sótt­kví að sögn Þór­ólfs sem bendir á að ef tekið væri til­lit til allra þeirra beiðna mynd­i að­gerðin missa marks. „Þá fengjum við meiri dreif­ingu út í sam­fé­lag­in­u.“ Biðl­aði hann til fólks og fyr­ir­tækja að vera ekki að fá und­an­þágur frá sótt­kví ­nema að brýna nauð­syn beri til.

Þórólfur sagði að farið væri að „örla á því“ að það stefnd­i í skort á sýna­tökupinn­um. „Þetta þýðir ekki það að við þurfum að hætta ­sýna­tök­um, eða breyta eitt­hvað stór­kost­lega, en þar til við fáum nýja send­ing­u af pinnum þurfum við að hugsa vel um hverja við erum að taka sýni frá, aðal­lega ­fólk með ein­kenn­i.“

Til þessa hafi yfir­völd hér á landi „verið frjáls­leg við að ­taka sýni og þess vegna höfum við greint svona marga,“ sagði Þórólf­ur. „Ég vona að það komi ekki til alvar­legs skorts, þangað til við fáum næstu send­ing­u. Þannig að von­andi mun þetta ekki koma niður á þess­ari öfl­ugu gagna­öflun sem við viljum hafa. En það gæti hugs­an­lega gerst.“

Engum sem hefði verið í tengslum við smit­aða eða sýnt ein­kenni hafi verið vísað frá.

Sagði hann það gríð­ar­lega mik­il­vægt að þeir sem færu í sýna­töku færu í ein­angrun þar til nið­ur­staðan væri ljós.

Mögu­lega verða 1.200 smit í byrjun apríl

Alma Möller land­læknir sagði að vegna aukn­ingar á smitum úr ­sýna­tökum í fyrra­dag hafi spá um þróun far­ald­urs­ins nokkuð breyst. Núna er gert ráð fyrir því að hámark greindra náist fyrstu vik­una í apr­íl. Reiknað er með að 600 verði þá smit­aðir en mögu­lega 1.200. Gert er ráð fyrir að sex­tíu myndu þá þurfa inn­lögn á spít­ala en allt að 200 sam­kvæmt svart­sýn­ustu spám. Hvað ­gjör­gæslu­þörf varðar er talið að í besta falli þurfi 11 að leggj­ast inn á gjör­gæslu­deild en í versta falli 50.

„Þetta getur auð­vitað breyst mjög mik­ið, bæði vegna fámenn­is­ins og að við erum snemma í far­aldr­in­um,“ sagði Alma.  En von­ast er til þess að spálíkanið verð­i ­stöðugra eftir því sem á líð­ur.

Alma sagði að aug­ljóst væri að áhættan sé mest hjá eldra ­fólki en að ungt fólki geti þó veikst alvar­lega og vís­bend­ingar um það eru ­meðal ann­ars frá Ítalíu og Norð­ur­lönd­um. „Það má vera að yngra fólk drag­i frekar að leita læknis og því viljum við hvetja yngra fólk, þá sem eru und­ir­ fimmtugu, og hafa verið með flensu­lík ein­kenni, ef þau fá ný ein­kenn­i, ­sér­stak­lega mæði, að hafa sam­band við heilsu­gæsl­una.“

Alma ræddi einnig um und­ir­bún­ing heil­brigð­is­kerf­is­ins. „Nú erum við auð­vitað að búa okkur undir þessa verstu sviðs­mynd og þá er verið að skoða núna hvernig þjón­ustan verður útfærð og skipu­lögð og að hvar verði opn­að­ur­ far­sótt­ar­spít­ali ef að Land­spít­al­inn ræður ekki við þann fjölda sem þarf að ­sinna.“

Sótt­varna­læknir og land­læknir voru spurðir hvort að aukn­ing smita núna væri í takti við fyrri svart­sýn­ustu spár og hvort að bregð­ast þyrft­i ­sér­stak­lega við því. „Við erum núna að bregð­ast við verstu sviðs­mynd og vinn­um að því að tryggja það sem hægt er,“ sagði Alma.

Þórólfur sagði að of snemmt væri að full­yrða að svart­sýnust­u ­spár væru að ræt­ast. Sjá þurfi til á næstu dögum hvernig smitið þró­ast.

Víðir Reyn­is­son, yfir­lög­reglu­þjónn hjá almanna­varna­deild ­rík­is­lög­reglu­stjóra, sagði að til skoð­unar væri að herða á skil­yrð­u­m ­sam­komu­banns­ins, lækka t.d. þrösk­uld­inn um þann fjölda sem má koma sam­an. Þá eru frek­ari lok­anir á starf­semi og öðru slíku til skoð­unar og verður kynnt á næstu dög­um. Það er þó ekki þannig að slíku verði komið skyndi­lega á held­ur verður gef­inn fyr­ir­vari.  

Spurður af hverju ekki væri gripið til lok­ana líkt og í ná­granna­lönd­unum svar­aði Víðir að yfir­völd teldu aðgerðir sem þegar hafi ver­ið ­gripið til, að rekja, ein­angra og setja í sótt­kví, væru að skila árangri. „Það eru mjög fáir og jafn­vel engir í Evr­ópu að gera þetta en lönd á borð við S­ingapúr og Suð­ur­-Kóreu hafa unnið eftir svip­aðri aðferða­fræði og náð góð­u­m ár­angri og við erum að reyna að fara þá leið.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent