Farsóttarspítali verður opnaður ef Landspítali ræður ekki við álagið

Alma Möller landlæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna í dag að ef svartsýnustu spár rætist verði opnaður sérstakur farsóttarspítali ef álagið á Landspítalann verður of mikið. Smit hafa greinst hjá 409 manns hér á landi.

Upplýsingafundur almannavarna í dag.
Upplýsingafundur almannavarna í dag.
Auglýsing


Alma Möller land­læknir sagði á upp­lýs­inga­fundi almanna­varna í dag að ef svart­sýn­ustu spár ræt­ist verði opn­aður sér­stakur far­sótt­ar­spít­ali ef álagið á Land­spít­al­ann verður of mik­ið. . Reiknað er með að 600 verði smit­aðir fyrstu vik­una í apríl en mögu­lega 1.200. Í dag hefur veiran greinst hjá 409 manns hér á landi.

Víðir Reyn­is­son, yfir­lög­reglu­þjónn hjá almanna­varna­deild ­rík­is­lög­reglu­stjóra, sagði það áhyggju­efni að aðeins á fimmta degi sam­komu­banns væru strax farin að sjást þess merki að menn væru að slaka á kröfum og til­mæl­um. Þá væri gríð­ar­lega mik­il­vægt að fólk héldi reglur í sótt­kví og að á vinnu­stöðum og í skól­um, þar sem búið er að skipta fólki í hópa, yrði að geta þess að skipt­ingin tæki einnig til frí­tíma. Börn sem eru saman í hóp í skól­an­um ­mega umgang­ast sömu börn utan skóla, en helst ekki önn­ur.

Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir fór á fund­inum yfir stöð­u far­ald­urs­ins hér á landi. Hann sagði veiruna hafa greinst í öllum lands­hlut­u­m. Benti hann á að 392 væru nú í ein­angrun vegna veirunnar en að sautján hefð­u losnað úr ein­angrun og náð bata. Sex liggja á Land­spít­al­anum vegna veirunn­ar. Einn er á gjör­gæslu en ekki í önd­un­ar­vél.

Auglýsing

Þrettán pró­sent sýna sem tekin hafa verið á sýkla- og veiru­fræði­deild Land­spít­al­ans hafa reynst jákvæð en um eitt pró­sent sýna sem ­Ís­lensk erfða­grein­ing hefur tek­ið.

„Ég held að þessar tölur sýni það að far­ald­ur­inn er í vext­i, ekki miklum vexti, við bjugg­umst alveg eins við því að aukn­ingin yrði meiri,“ ­sagði Þórólf­ur. „Við munum halda áfram þeim aðgerðum sem við höfum beitt; ­greina snemma, ein­angra og beita í sótt­kví. Þetta eru mik­il­væg­ustu aðgerð­irn­ar ­sem við getum beitt til að hefta útbreiðsl­una.“

Sótt­kví skilar miklum árangri

Þórólfur ítrek­aði að sótt­kvíin væri mjög mik­il­vægt úrræð­i því að 50 pró­sent af þeim ein­stak­lingum sem greinst hafa verið með veiruna höfðu verið í sótt­kví. „Þessir ein­stak­lingar hefðu ann­ars getað verið að smita aðra.“

Margir eru nú að biðja um und­an­þágur frá sótt­kví að sögn Þór­ólfs sem bendir á að ef tekið væri til­lit til allra þeirra beiðna mynd­i að­gerðin missa marks. „Þá fengjum við meiri dreif­ingu út í sam­fé­lag­in­u.“ Biðl­aði hann til fólks og fyr­ir­tækja að vera ekki að fá und­an­þágur frá sótt­kví ­nema að brýna nauð­syn beri til.

Þórólfur sagði að farið væri að „örla á því“ að það stefnd­i í skort á sýna­tökupinn­um. „Þetta þýðir ekki það að við þurfum að hætta ­sýna­tök­um, eða breyta eitt­hvað stór­kost­lega, en þar til við fáum nýja send­ing­u af pinnum þurfum við að hugsa vel um hverja við erum að taka sýni frá, aðal­lega ­fólk með ein­kenn­i.“

Til þessa hafi yfir­völd hér á landi „verið frjáls­leg við að ­taka sýni og þess vegna höfum við greint svona marga,“ sagði Þórólf­ur. „Ég vona að það komi ekki til alvar­legs skorts, þangað til við fáum næstu send­ing­u. Þannig að von­andi mun þetta ekki koma niður á þess­ari öfl­ugu gagna­öflun sem við viljum hafa. En það gæti hugs­an­lega gerst.“

Engum sem hefði verið í tengslum við smit­aða eða sýnt ein­kenni hafi verið vísað frá.

Sagði hann það gríð­ar­lega mik­il­vægt að þeir sem færu í sýna­töku færu í ein­angrun þar til nið­ur­staðan væri ljós.

Mögu­lega verða 1.200 smit í byrjun apríl

Alma Möller land­læknir sagði að vegna aukn­ingar á smitum úr ­sýna­tökum í fyrra­dag hafi spá um þróun far­ald­urs­ins nokkuð breyst. Núna er gert ráð fyrir því að hámark greindra náist fyrstu vik­una í apr­íl. Reiknað er með að 600 verði þá smit­aðir en mögu­lega 1.200. Gert er ráð fyrir að sex­tíu myndu þá þurfa inn­lögn á spít­ala en allt að 200 sam­kvæmt svart­sýn­ustu spám. Hvað ­gjör­gæslu­þörf varðar er talið að í besta falli þurfi 11 að leggj­ast inn á gjör­gæslu­deild en í versta falli 50.

„Þetta getur auð­vitað breyst mjög mik­ið, bæði vegna fámenn­is­ins og að við erum snemma í far­aldr­in­um,“ sagði Alma.  En von­ast er til þess að spálíkanið verð­i ­stöðugra eftir því sem á líð­ur.

Alma sagði að aug­ljóst væri að áhættan sé mest hjá eldra ­fólki en að ungt fólki geti þó veikst alvar­lega og vís­bend­ingar um það eru ­meðal ann­ars frá Ítalíu og Norð­ur­lönd­um. „Það má vera að yngra fólk drag­i frekar að leita læknis og því viljum við hvetja yngra fólk, þá sem eru und­ir­ fimmtugu, og hafa verið með flensu­lík ein­kenni, ef þau fá ný ein­kenn­i, ­sér­stak­lega mæði, að hafa sam­band við heilsu­gæsl­una.“

Alma ræddi einnig um und­ir­bún­ing heil­brigð­is­kerf­is­ins. „Nú erum við auð­vitað að búa okkur undir þessa verstu sviðs­mynd og þá er verið að skoða núna hvernig þjón­ustan verður útfærð og skipu­lögð og að hvar verði opn­að­ur­ far­sótt­ar­spít­ali ef að Land­spít­al­inn ræður ekki við þann fjölda sem þarf að ­sinna.“

Sótt­varna­læknir og land­læknir voru spurðir hvort að aukn­ing smita núna væri í takti við fyrri svart­sýn­ustu spár og hvort að bregð­ast þyrft­i ­sér­stak­lega við því. „Við erum núna að bregð­ast við verstu sviðs­mynd og vinn­um að því að tryggja það sem hægt er,“ sagði Alma.

Þórólfur sagði að of snemmt væri að full­yrða að svart­sýnust­u ­spár væru að ræt­ast. Sjá þurfi til á næstu dögum hvernig smitið þró­ast.

Víðir Reyn­is­son, yfir­lög­reglu­þjónn hjá almanna­varna­deild ­rík­is­lög­reglu­stjóra, sagði að til skoð­unar væri að herða á skil­yrð­u­m ­sam­komu­banns­ins, lækka t.d. þrösk­uld­inn um þann fjölda sem má koma sam­an. Þá eru frek­ari lok­anir á starf­semi og öðru slíku til skoð­unar og verður kynnt á næstu dög­um. Það er þó ekki þannig að slíku verði komið skyndi­lega á held­ur verður gef­inn fyr­ir­vari.  

Spurður af hverju ekki væri gripið til lok­ana líkt og í ná­granna­lönd­unum svar­aði Víðir að yfir­völd teldu aðgerðir sem þegar hafi ver­ið ­gripið til, að rekja, ein­angra og setja í sótt­kví, væru að skila árangri. „Það eru mjög fáir og jafn­vel engir í Evr­ópu að gera þetta en lönd á borð við S­ingapúr og Suð­ur­-Kóreu hafa unnið eftir svip­aðri aðferða­fræði og náð góð­u­m ár­angri og við erum að reyna að fara þá leið.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hrina hópuppsagna í tengslum við COVID-19 faraldurinn virðist gengin niður
Stærst þeirra þriggja hópuppsagna sem áttu sér stað í júní er uppsögn PCC á Bakka sem sagði upp nálægt 85 manns af þeim tæplega 150 manns sem starfa hjá fyrirtækinu.
Kjarninn 4. júlí 2020
Tæplega 35 þúsund hafa látist af völdum COVID-19 á Ítalíu
Dánartíðni vegna COVID-19 hærri hjá ómenntuðum en menntuðum á Ítalíu
Kórónuveirufaraldurinn hefur leikið Ítalíu grátt en það var fyrsta Evrópulandið til að glíma við mikla útbreiðslu veirunnar. Í marsmánuði jókst munur á dánartíðni menntaðra og ómenntaðra þar í landi vegna veirunnar.
Kjarninn 4. júlí 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra skrifaði undir reglugerð um útlendinga sem tók gildi 15. júní.
Hægt að senda á brott útlendinga í „ólögmætri dvöl“ þrátt fyrir tilslökun gagnvart öðrum
Skortur á beinum flugum, flugsamgöngum til heimalands eða hár kostnaður við ferðalög eru ekki ástæður sem íslensk stjórnvöld taka gildar fyrir dvöl hérlendis án dvalarleyfis eða áritunar.
Kjarninn 4. júlí 2020
Flennistór mynd af þáttastjórnandanum Tucker Carlson á höfuðstöðvum Fox News.
„Tucker Carlson 2024?“
Áhrifamenn meðal repúblikana og íhaldssamir álitsgjafar í Bandaríkjunum telja raunhæft að Tucker Carlson, þáttastjórnandi á Fox News sem milljónir fylgjast með á hverju kvöldi, gæti náð langt ef hann kysi að fara í forsetaframboð árið 2024.
Kjarninn 4. júlí 2020
Ríkisstjórnin sem vill halda áfram, en mun mögulega ekki geta það
Stjórnmálaflokkarnir vega nú og meta hvenær þeir eru líklegir til að hámarka árangur sinn í kosningum. Og eru fyrir nokkuð löngu síðan farnir að máta sig í næstu ríkisstjórn. Þar virðast, eins og er, aðallega vera tveir skýrir valkostir á borðinu.
Kjarninn 4. júlí 2020
„Keyrt á sama fólkinu sem fær aldrei frídag“
Í nýrri skýrslu Rannsóknamiðstöðvar ferðamála um aðstæður erlends starfsfólks í ferðaþjónustu kemur margt varhugavert fram, m.a. að fólk þurfi að vinna margar vikur í röð og að vikulegur frídagur hafi ekki verið virtur.
Kjarninn 4. júlí 2020
Kortið sýnir útbreiðslu hita í hluta Síberíu 20. júní.
Hitamet staðfest á einum kaldasta stað jarðar
Hæsti hiti: 38°C. Lægsti hiti: -67,8°C. Mismunur: 105,8 gráður. Norðurslóðir eru að hlýna þrisvar sinnum hraðar en önnur svæði í heiminum. Hlýnunin er að eiga sér stað mörgum áratugum fyrr en spár gerðu ráð fyrir.
Kjarninn 3. júlí 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra.
Menntamálaráðuneytið synjar Kjarnanum um aðgang að lögfræðiálitunum sem Lilja aflaði
Mennta- og menningarmálaráðuneytið neitar að afhenda Kjarnanum lögfræðiálitin sem Lilja D. Alfreðsdóttir aflaði í aðdraganda þess að hún ákvað að stefna skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu til að fá úrskurði kærunefndar jafnréttismála hnekkt.
Kjarninn 3. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent