Leiðtogar ríkisstjórnarflokkanna boða til blaðamannafundar í Hörpu vegna viðbragða

Forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra munu kynna aðgerðir til að takast á við yfirstandandi aðstæður á blaðamannafundi á morgun.

Bjarni, Katrín og Sigurður Ingi
Auglýsing

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­sæt­is­ráð­herra, Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra og Sig­urður Ingi Jóhanns­son, sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráð­herra, boða til blaða­manna­fundar í Norð­ur­ljósum í Hörpu á morg­un, laug­ar­dag­inn 21. mars, klukkan 13:00.  

Fund­inum verður streymt á vef­síðu Stjórn­ar­ráðs­ins og hann verður tákn­mál­stúlk­að­ur.

Fast­lega er búist við því að á fund­inum verði kynnt um frek­ari aðgerðir til að takast á við þær efna­hags­legu afleið­ingar sem blasa við að munu verða hér­lendis vegna útbreiðslu veirunnar sem veldur COVID-19 sjúk­dómn­um.

Auglýsing

Beðið hefur verið eftir því að rík­is­stjórnin kynnti risa­pakka aðgerða til að takast á við stöð­una, líkt og mörg önnur ríki heims hafa þegar gert. Upp­haf­lega var búist við því að hann yrði á mið­viku­dag eða fimmtu­dag, en af því varð ekki. Stjórn­ar­and­staðan hefur kvartað undan því að vera ekki hleypt að borð­inu og fá að leggja sínar hug­myndir í púkk­ið. Þorri vinn­unnar sem fram hefur farið hef­ur, sam­kvæmt upp­lýs­ingum Kjarn­ans, farið fram í fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­inu og hefur upp­leggi hennar verið haldið leyndu utan mjög þröngs hóps ráð­herra og helstu ráð­gjafa þeirra. 

Þurfa að bregð­ast við vegna tekju­falls­ins

Katrín Jak­obs­dóttir for­­sæt­is­ráð­herra stað­­­festi í Kast­­ljósi á þriðju­dag að frek­­­ari efna­hags­að­­­gerðir væru í und­ir­­­bún­­­ingi, en Kjarn­inn greindi frá því í á mán­u­dag að slíkar yrðu vænt­an­­­lega kynntar í vik­unni.

Katrín sagði í þætt­inum að stjórn­­­völd þyrfti að gera fernt með aðgerðum sín­­­um. „Stóru mark­miðin í þeim eru í fyrsta lagi að tryggja lífs­af­komu fólks. Alþingi var í dag að ræða frum­varp um hluta­bæt­­­ur, það mun taka breyt­ing­­­um.[...]Við erum að tryggja að lífs­af­koma fólks sé tryggð og að það geti haldið ráðn­­­ing­­­ar­­­sam­­­band­inu við sinn vinn­u­veit­anda. 

Við þurfum að ráð­­­ast í aðgerðir til þess að styðja við fyr­ir­tækin vegna þess að þau auð­vitað halda uppi atvinn­u­líf­inu í þessu landi. Þar vinnur allt fólkið í land­inu. Við þurfum söm­u­­­leiðis að verja grunn­­­stoðir atvinn­u­lífs­ins.[...]Í fjórða lagi þurfum við að gefa í í fjár­­­­­fest­ingu til að tryggja að hag­­­kerfið nái ákveð­inni við­­­spyrn­u.“

Bjarni Bene­dikts­­son sagði í óund­ir­­búnum fyr­ir­­spurna­­tíma á Alþingi í morgun að þau í rík­­is­­stjórn­­inni hefðu þurft að vinna dag og nótt und­an­farnar tvær vikur til þess að fylgj­­ast með þró­un­inni frá degi til dags og leggja mat á raun­hæfar aðgerðir til að bregð­­ast við afleið­ingum COVID-19 far­ald­­ur­s­ins. „Það eru nokkrir hlutir sem standa upp úr. Það er gríð­­ar­­legt tekju­­fall í einka­­geir­an­um, sem auð­vitað mun brjót­­ast fram í tekju­­falli hjá rík­­inu og hinu opin­bera söm­u­­leið­­is.“ 

Fjár­magn til að brúa tíma­bilið

­Logi Ein­­ar­s­­son, for­­maður Sam­­fylk­ing­­ar­inn­­ar, spurði Bjarna hvort hann teldi ekki æski­­legt að allir flokkar á Alþingi ynnu nánar en nú væri gert að vinnu við stóra aðgerða­­pakk­ann eða sæi hann ein­hverja aug­­ljósa van­­kanta eða hindr­­­anir á því.

Bjarni svar­aði og sagði að hann sæi þetta í grófum dráttum þannig að þær aðgerðir sem stjórn­­völd myndu kynna – sem rík­­is­­stjórnin myndi jafn­­framt vilja leggja fyrir þingið – væru í öllum meg­in­at­riðum nokkuð fyr­ir­­sjá­an­­leg­­ar. „Það er að segja; við þurfum að bregð­­ast við vegna tekju­­falls­ins, við þurfum að huga að atvinn­u­ör­yggi fólks, við þurfum að huga að því að þegar fyr­ir­tæki tapa lausu fé þá þarf að vera til eitt­hvað fjár­­­magn til þess að brúa tíma­bilið sem við von­umst til að verði sem styst.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kári Stefánsson, forstjóri ÍE.
Íslensk erfðagreining heldur áfram að skima í viku í viðbót
Til stóð að dagurinn í dag ætti að vera síðasti dagurinn sem Íslensk erfðagreining myndi skima á landamærunum.
Kjarninn 13. júlí 2020
Mótefni minnkar strax á fyrstu mánuðum
Þó að mótefni sem líkaminn myndar gegn veirunni SARS-CoV-2 sem veldur COVID-19 minnki þegar á fyrstu þremur mánuðunum eftir að þau verða þarf það ekki að þýða að ónæmi viðkomandi sé ekki lengur til staðar.
Kjarninn 13. júlí 2020
Veldi Storytel stækkar
Fyrstu tíu daga júlímánaðar keypti Storytel ráðandi hluti í tveimur fyrirtækjum og eitt til viðbótar.
Kjarninn 13. júlí 2020
Icelandair skrifar undir samning við lettneska flugfélagið airBaltic
Um er að ræða samstarfssamning sem felur í sér að bæði flugfélögin geta selt og gefið út flugmiða hvort hjá öðru.
Kjarninn 13. júlí 2020
(F.v.) Richard Curtis, Jerry Greenfield og Abigail Disney eru meðal þeirra milljónamæringa sem skrifa undir bréfið.
Auðmenn vilja að ríkisstjórnir hækki skatta „á fólk eins og okkur“
„Milljónamæringar eins og við gegna lykilhlutverki í því að græða heiminn,“ segir í bréfi 83 auðmanna sem vilja skattahækkanir á ríkt fólk – eins og þá sjálfa – til að draga úr misrétti vegna COVID-19 og flýta fyrir efnahagsbata.
Kjarninn 13. júlí 2020
Dagur B. Eggertsson
Dagur: Nauðsyn­legt að hætta skot­grafa­hernaði varðandi ferðamáta
Borgarstjórinn segir að nauðsyn­legt sé að kom­ast „út úr þeim skot­grafa­hernaði að líta á að ein­hver einn ferðamáti skuli ráða“. Hann vill að Borgarlínunni verði flýtt.
Kjarninn 13. júlí 2020
Charles Michel, formaður leiðtogaráðs ESB, á blaðamannafundi síðasta föstudag.
Erfiðar viðræður um björgunarpakka ESB framundan
Aðildarríki Evrópusambandsins munu reyna að sammælast um björgunarpakka vegna efnahagslegra afleiðinga COVID-19 faraldursins næsta föstudag. Búist er við erfiðum viðræðum þar sem mikill ágreiningur ríkir milli landa um stærð og eðli útgjaldanna.
Kjarninn 12. júlí 2020
Stíflurnar loka fyrir flæði sjávar úr Adríahafi inn í Feneyjalónið.
Feneyingar prófa flóðavarnir sem beðið hefur verið eftir
Framkvæmdir við flóðavarnakerfi Feneyinga hafa staðið yfir frá því 2003. Verkefnið er langt á eftir áætlun og kostnaður við það hefur margfaldast.
Kjarninn 12. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent