Von á hertari aðgerðum – takmarkanir á starfsemi þar sem nánd er mikil

Hertar aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins verða kynntar nú um helgina og taka gildi í næstu viku. Netverslun og heimsendingar munu vega þyngra á næstunni, segir Víðir Reynisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn.

Víðir Reynisson, Alma Möller og Páll Matthíasson á upplýsingafundinum í dag.
Víðir Reynisson, Alma Möller og Páll Matthíasson á upplýsingafundinum í dag.
Auglýsing

Alma Möller land­læknir til­kynnti það á upp­lýs­inga­fundi í dag að verið væri að end­ur­skipu­leggja þjón­ustu heil­brigð­is­kerf­is­ins og í und­ir­bún­ingi er að láta af val­kvæðum skurð­að­gerðum og öðrum inn­grip­um, s.s. spegl­un­um, ­sem ekki eru brýn. „Þetta er vegna þess að auð­vitað er smit­hætta í slíkum nán­um ­sam­skiptum en líka vegna þess að ef koma upp fylgi­kvillar þá getur það leitt til koma á bráða­mót­töku og jafn­vel sjúkra­húsinn­lagn­ar.“

Nú yrði að for­gangs­raða en Alma ítrek­aði að allar aðgerð­ir ­sem ekki þola bið verði að sjálf­sögðu gerð­ar.

Miðað við dán­ar­tíðni frá Ítalíu í gær mætti gera ráð fyr­ir­ að tutt­ugu dauðs­föllum af völdum sjúk­dóms­ins hér á landi nú þeg­ar. Hins veg­ar er að sögn Ölmu enn ekki búið að upp­færa spálíkan íslenskra heil­brigð­is­yf­ir­valda hvað þetta varð­ar. Hún sagði það hafa komið sér á óvart hvernig far­ald­ur­inn þró­að­ist á Ítalíu og á Spáni. „Við erum að vona að far­ald­ur­inn fari örlít­ið mild­ari höndum um okk­ur.“

Sagð­ist hún vona að þær aðgerðir sem gripið hefur verið til hér á landi geri það að verkum að það tak­ist að hægja meira á far­aldr­in­um, „en ég ætla svo sann­ar­lega ekki að hrósa happi fyrr en það liggur fyr­ir.“

Auglýsing

„Þetta eru risa­vaxin verk­efni og flókin sem [fjöl­margir að­il­ar] eru að fá í fangið á hverjum degi og fólk tekst á við af æðru­leysi og fag­mennsku,“ sagði Alma er hún þakk­aði starfs­fólki heil­brigð­is­kerf­is­ins, Kára Stef­áns­syni, for­stjóra Íslenskrar erfða­grein­ingar og starfs­fólki hans, fyr­ir­ vel unnin störf.

Mun færri sýni voru tekin í gær en síð­ustu daga þar sem skortur er á sýna­tökupinn­um. „Við erum með allar klær úti,“ sagði Alma spurð um hvenær von væri á fleiri pinn­um. Sagð­ist hún eiga von á send­ingu fljót­lega og í kjöl­farið von­andi stærri send­ingu.

Land­læknir sagði að vissu­lega væri eldra fólk í mestri á­hættu að veikj­ast alvar­lega af völdum veirunnar „en það eru vís­bend­ingar um það frá Norð­ur­lönd­unum og Ítalíu að ungt fólk sé að veikj­ast og lenda á gjör­gæslu. Við viljum því hvetja ungt fólk, og við miðum við fimm­tugt, sem er búið að ver­a ­með flensu­lík ein­kenni en fær ný ein­kenni, og þar erum við fyrst og fremst að hugsa um and­þyngsli, að það hafi sam­band við heilsu­gæsl­una, Heilsu­veru eða hringja í 1700.“

Alma sagði margar spurn­ingar ber­ast um óléttar kon­ur. ­Rifj­aði hún upp að svínaflensan hafi lagst þungt á þær en ekk­ert bendi til að það sama gildi um þessa veiru.

Loka þarf nudd- og hár­greiðslu­stof­um 

Hertar aðgerðir vegna kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins verða kynnt­ar um helg­ina og taka gildi í næstu viku. Net­verslun og heim­send­ingar munu vega ­þyngra á næst­unni, sagði Víðir Reyn­is­son, aðstoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjónn al­manna­varn­ar­deild­ar, á fund­in­um. Hann sagði að verið væri að skoða að þrengja enn að fjölda­tak­mörk­unum sem gæti haft áhrif á versl­an­ir, svo dæmi sé tek­ið. Einnig er verið að skoða ein­staka starf­semi þar sem ekki er hægt að upp­fylla skil­yrði um fjar­lægð­ar­tak­mark­an­ir, þ.e. tvo metra á milli fólks.

Það myndi t.d. eiga við um hár­greiðslu­stof­ur, nudd­stofur og aðra ­starf­semi þar sem nánd er mikil og snert­ing jafn­vel sömu­leið­is. Starf­semi af þessum toga verður að hætta tíma­bund­ið. „Þetta er hluti af stærri aðgerða­pakka en ég vil nefna þetta sér­stak­lega. [...] Þegar við erum farin að lækka fjölda þeirra sem mega fara inn í versl­anir á sama tíma þá er aug­ljóst að sumar þeirra munu eiga erfitt með að sinna sinni starf­semi áfram og þurfa að end­ur­skipu­leggja sig.“

Tryggja verður heil­brigð­is­starfs­fólki for­gang að skóla­kerf­inu

Þá er verið að ­skoða frek­ari tak­mark­anir á skóla­starf­i. „Í þess­ari veiru veikj­ast miklu færri börn. [...] Þannig að við erum fyrst og fremst að skoða að herða aðgerð­irnar varð­andi skól­ana fyrst og fremst til að tryggja það að fram­línu­starfs­menn­irn­ir, og þá erum við ­sér­stak­lega að horfa til heil­brigð­is­starfs­manna, að þeir fái fullan for­gang [að ­skól­un­um]. Við erum að lenda allt of mikið í því núna að heil­brigð­is­starfs­menn ­geti ekki mætt í vinnu vegna þess að þeir fá ekki pláss á leik­skólum eða grunn­skólum fyrir börnin sín. Þannig að við þurfum að bregð­ast við þessu nún­a um helg­ina.“

Páll Matth­í­as­son, for­stjóri Land­spít­al­ans, greindi frá því á fund­inum að 24 starfs­menn sjúkra­húss­ins væru í ein­angrun og 266 í sótt­kví.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent