Spurt og svarað um efnahagsaðgerðir stjórnvalda vegna COVID-19

Munu lánin mín hækka? Hvað með verðbólguna? Erum við komin aftur til ársins 2008? Það vakna margar spurningar í tengslum við heimsfaraldur COVID-19 og stjórnvöld hafa kynnt miklar efnahagsaðgerðir til að bregðast við vandanum.

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, kynnti aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar ásamt formönnum Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins í Hörpu í dag.
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, kynnti aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar ásamt formönnum Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins í Hörpu í dag.
Auglýsing


Efna­hags­að­gerðir rík­is­stjórn­ar­innar vegna COVID-19 eru án hlið­stæðu, segir í sam­an­tekt um þær á vef stjórn­ar­ráðs­ins. Heild­ar­um­fang aðgerð­anna gæti numið yfir 230 milljöðrum króna, sem fel­st ann­ars vegar í frestun greiddra gjalda og hins vegar auknum útgjöld­um, skatta­lækk­un­um og lána­fyr­ir­greiðslu með rík­is­á­byrgð. Auk þess mun rík­is­sjóður styðja við hag­kerf­ið ­með lægri skatt­tekjum og auknum útgjöldum sem leiða af verri efna­hags­að­stæð­u­m. Þessar aðgerðir leggj­ast á sveif með lækkun Seðla­banka Íslands á stýri­vöxt­um, bindi­skyldu og sveiflu­jöfn­un­ar­auka.

Aðgerð­unum er fyrst og fremst ætlað að vinna gegn atvinnu­leysi og tíma­bundnum tekju­missi ein­stak­linga með hluta­at­vinnu­leys­is­bót­um, aðgengi að ­sér­eign­ar­sparn­aði, frestun skatt­greiðslna fyr­ir­tækja og fyr­ir­greiðslu vegna ­rekstr­ar­lána til þeirra. 

Þegar bein áhrif far­ald­urs­ins verða í rénun verð­ur­ ­stutt mynd­ar­lega við end­ur­reisn hag­kerf­is­ins með auknum opin­berum fram­kvæmd­um ­sem stuðla að lang­tíma­hag­vexti, skatta­af­slætti vegna vinnu á verk­stað og átaki í mark­aðs­setn­ingu Íslands fyrir ferða­menn.

Auglýsing

Hér að neðan er að finna svör við algengum spurn­ingum sem kunna að vakna og fengin eru af vef stjórn­ar­ráðs­ins.

Hver eru áhrif COVID-19 á efna­hags­líf­ið?

COVID-19 far­ald­ur­inn hefur nei­kvæð áhrif á efna­hags­lífið um allan heim. Búast má við tölu­verðri fækkun ferða­manna sem koma hingað til lands á næstu mán­uð­um. Vegna far­ald­urs­ins fara Íslend­ingar einnig sjaldnar í búðir og á veit­inga­staði og þá hefur þurft að fella niður ýmsa við­burði. Fram­leiðsla ­getur einnig dreg­ist sam­an. Tekjur fjölda fyr­ir­tækja skerð­ast vegna ástands­ins, ekki síst í ferða­þjón­ustu. Lík­legt er að mörg fyr­ir­tæki grípi til upp­sagna til­ að bregð­ast við þessu, en aðgerðir stjórn­valda miða að því að verja störf eins og kostur er. Far­ald­ur­inn hefur því tölu­verð áhrif á efna­hags­lífið á Íslandi en ­bú­ist er við því að áhrifin gangi til baka þegar far­ald­ur­inn er geng­inn yfir­, enda eru und­ir­stöður hag­kerf­is­ins traust­ar.

Hvernig aðgerða eru stjórn­völd að grípa til?

Að­gerðir stjórn­valda eru afar umfangs­miklar og veita öfl­ug­t ­mót­vægi við efna­hags­á­hrif far­ald­urs­ins. Aðgerð­irnar miða fyrst og fremst að því að auð­velda heim­ilum og fyr­ir­tækjum að takast á við það tíma­bundna tekju­tap sem þau kunna að verða fyr­ir. Þannig minnkum við óvissu og höldum hjólum atvinnu­lífs­ins ­gang­andi ásamt því að koma í veg fyrir fjár­hags­erf­ið­leika eftir því sem frekast er unnt. Það má ekki gleyma því að ástandið er tíma­bundið og aðgerð­ir ­stjórn­valda munu styðja vel við efna­hags­lífið þegar far­ald­ur­inn er geng­inn ­yf­ir.

Mun verð­bólga hækka?

Verð­bólga er núna 2,4% sem er nálægt mark­miði Seðla­banka Íslands­ um 2,5% verð­bólgu. Eins og sakir standa er ekki búist við því að hún hækk­i veru­lega á næstu mán­uð­um. Seðla­banki Íslands hefur það hlut­verk að tryggja ­stöðuga og lága verð­bólgu og mun grípa til aðgerða til að tryggja það ef þess ­ger­ist þörf.

Munu lánin mín hækka?

Ekki er búist við því að verð­bólga hækki veru­lega á næst­u ­mán­uðum og því er ekki gert ráð fyrir að verð­tryggð lán hækki meira en í venju­legu árferði. Vextir á íbúða­lánum hafa farið lækk­andi og eru nú mjög lágir í sam­an­burði við hvernig þeir hafa verið sögu­lega. Ekki er gert ráð fyr­ir­ ­vaxta­hækkun á næst­unni.

Mun atvinnu­leysi aukast?

Aðgerðir stjórn­valda miða að því að draga úr aukn­ing­u at­vinnu­leysis eins og unnt er en það er fyr­ir­sjá­an­legt að aðstæður á vinnu­mark­aði verði erf­iðar á meðan COVID-19 far­ald­ur­inn veldur fækkun ferða­manna og minni umsvifum í hag­kerf­inu. Þegar far­aldr­inum linnir er engin ástæða til að ætla annað en að hag­kerfið taki við sér og þá mun atvinnu­leysi minnka á ný.

Erum við komin aftur til árs­ins 2008?

Nei, ástandið er mjög ólíkt því sem var þá. Í kjöl­far ­banka­hruns­ins gripu stjórn­völd til veiga­mik­illa aðgerða til að treysta stoð­ir efna­hags­lífs­ins og koma í veg fyrir að álíka ástand geti skap­ast aft­ur. Skuld­ir hafa lækkað mikið og stjórn­völd hafa mun meira svig­rúm til að styðja við efna­hags­lífið í þess­ari nið­ur­sveiflu. Það sama gildir um bank­ana sem standa afar traustum fót­um. Ólík­legt er að verð­bólga og lán hækki mikið eins og þau ­gerðu í kjöl­far banka­hruns­ins. Einnig er ólík­legt að kaup­máttur minnki mikið eins og hann gerði í hrun­inu.

Hvað má búast við að nið­ur­sveiflan vari lengi?

Það er erfitt að segja en miðað við þær upp­lýs­ingar sem við höfum núna er lík­leg­ast að hag­kerfið muni taka við sér á næsta ári.

Fleiri spurn­ingar og svör má nálg­ast hér.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þriðjungsfjölgun í Siðmennt á rúmu einu og hálfu ári
Af trúfélögum bætti Stofnun múslima á Íslandi við sig hlutfallslega flestum meðlimum á síðustu mánuðum. Meðlimum þjóðkirkjunnar heldur áfram að fækka en hlutfallslega var mesta fækkunin hjá Zúistum.
Kjarninn 11. júlí 2020
Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og bæjarstjóri Hveragerðis.
„Við þurfum fleiri ferðamenn“
Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga telur nauðsynlegt að fleiri ferðamenn komi til Íslands sem fyrst og vill breytingar á fyrirkomulagi skimana á Keflavíkurflugvelli.
Kjarninn 11. júlí 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Frekju og yfirgangi Ísraels engin takmörk sett
Kjarninn 11. júlí 2020
Sjávarútvegurinn hefur bætt við sig störfum á meðan hart hefur verið í ári hjá ferðaþjónustunni.
Ferðaþjónustan skreppur saman en sjávarútvegurinn er í sókn
Rúmlega helmingi færri störfuðu í ferðaþjónustu á síðasta ársfjórðungi miðað við árið á undan. Störfum í sjávarútvegi hefur hins vegar fjölgað um helming.
Kjarninn 11. júlí 2020
„Þegar dætrum mínum var ógnað, náðu þeir mér“
Þegar Guðrún Jónsdóttir gekk inn í Kvennaathvarfið árið 1988 til að taka sína fyrstu vakt mætti henni kasólétt kona með glóðarauga. Hún hafði gengið inn í heim sem hafði fram til þessa verið henni gjörsamlega hulinn. „Ég grét í heilan sólarhring.“
Kjarninn 11. júlí 2020
Eldishús með Aviary Pro 10 varpkerfi frá Hellmann sambærilegt kerfum sem verða í notkun að Vallá.
Stjörnuegg vill fjölga fuglum í allt að 95 þúsund að Vallá
Fyrirtækið Stjörnuegg hf. áformar breytingar á eldishúsum sínum að Vallá á Kjalarnesi sem yrðu til þess að hægt væri að koma þar fyrir 95 þúsund fuglum í stað 50 þúsund nú. Slíkum fjölda fylgja um 3.500 tonn af hænsnaskít á ári.
Kjarninn 11. júlí 2020
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kvótaþak óbreytt í tillögum – sem og hvað aðilar þurfi að eiga hvor í öðrum til að teljast tengdir
Lokaskýrsla verkefnastjórnar um bætt eftirlit með fiskveiðiauðlindinni hefur litið dagsins ljós og hefur hún verið afhent Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegsráðherra. Einn stjórnarmeðlimur setur sérstakan fyrirvara við skýrsluna.
Kjarninn 10. júlí 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 39. þáttur: Naumlega sloppið!
Kjarninn 10. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent