Bjarni: „Það er langur tími í að við finnum botninn“

Fjármála- og efnahagsráðherra segir sviðsmyndir benda til þess að kreppan nú verði af svipaðri stærðargráðu og eftir bankahrunið. Hann segist hafa miklar væntingar til fjármálakerfisins um viðbrögð við stöðunni og að það hjálpi fyrirtækjum að lifa af.

Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Auglýsing

Sam­kvæmt sviðs­myndum sem unnið er með, sem eru þó í stans­lausri upp­færslu, litur út fyrir að Ísland gæti verið á leið í svip­aða nið­ur­sveiflu og eftir banka­hrun­ið, eða sex til sjö pró­sent sam­drátt.  Þetta sagði Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, í við­tali á RÚV í morg­un. 

Í sviðs­mynd­unum væri talið að meðal atvinnu­leysi gæti orðið um átta pró­sent en Bjarni ítrek­aði hversu mikið óvissa væri um allt fram­hald. „Við erum í dálítið mik­illi þoku í augna­blik­in­u.“ 

Hann sagði ekki gott að segja hvenær við myndum finna botn efna­hagslægð­ar­inn­ar. „Ég held að það sé lang­best að vera hrein­skilin með það að við erum á leið­inni inn í krís­una. Þetta er bara rétt að byrja vegna þess að áhrifin af því að það komi ekki ferða­menn til dæmis smit­ast víða um sam­fé­lagið og birt­ast okkur ekki síður í apríl og maí heldur en menn hafa séð í dag og inn í sum­ar­ið. Það er langur tími í að við finnum botn­inn ef við tölum um þetta í ein­hverjum vik­um, og mögu­lega í mán­uð­u­m.“

Miklar vænt­ingar til fjár­mála­kerf­is­ins um við­brögð

Bjarni ræddi þær leiðir sem rík­is­stjórnin kynnti á laug­ar­dag sem við­spyrnu fyrir íslenskt efna­hags­líf, og voru í þeirri kynn­ingu metnar sem 230 millj­arða króna ráð­staf­an­ir. Hann sagði að það hefði skipt miklu máli að fresta strax greiðslu opin­bera gjalda og sam­þykkja hluta­bóta­leið­ina, sem gerir fyr­ir­tækjum kleift að setja starfs­menn á bætur fyrir allt að 75 pró­sent af launum þeirra án þess að segja upp ráðn­ing­ar­sam­bandi.

Auglýsing
„Ég er líka með miklar vænt­ingar til fjár­mála­kerf­is­ins,“ sagði Bjarni. Það væri búið að skapa svig­rúm fyrir það að bregð­ast við með. Seðla­bank­inn hafi lækkað vexti og afnumið sveiflu­jöfn­un­ar­auka. Ríkið að koma með þessi við­bót­ar­brú­ar­lán ofan á það. „Þetta veitir fjár­mála­kerf­inu gríð­ar­legt svig­rúm til að styðja við sína við­skipta­menn og eftir atvikum gæti maður séð fyrir sér að gjald­dögum af afborg­unum yrði frestað og þeim bætt aftan við lán og þannig bara sett brú yfir þetta tíma­bil og þessu bara frestað þar til að hlut­irnir eru komnir aftur í rétt horf.“

Hann var þó alveg skýr með að það þyrfti að end­ur­meta stöð­una reglu­lega og grípa til fleiri aðgerða, til dæmis varð­andi hluta­bóta­leið­ina. Hún væri nú sett upp í tvo og hálfan mánuð en mögu­lega þyrfti að fara fram end­ur­mat á þeim gild­is­tíma. 

Hafnar því að aðgerðir séu gam­alt vín á nýjum belgjum

Stjórn­ar­and­staðan hefur gagn­rýnt aðgerða­pakka rík­is­stjórn­ar­innar fyrir að fela ekki í sér mikið af nýjum rík­is­út­gjöld­um. Af þeim 230 millj­örðum króna sem kynntir voru eru á bil­inu 60 til 70 millj­arðar króna ný rík­is­út­gjöld. Bjarni sagði að Ísland sé á mjög svip­uðum slóðum og Norð­ur­lönd­unum hvað varðar umfang. 

Ein af þeim leiðum sem hefur verið gagn­rýnt að sé talin til aðgerða rík­is­stjórn­ar­innar sé heim­ild fyrir fólk að nýta sér­eign­ar­sparnað sinn, en af honum þarf að greiða skatt. Því er hún í raun tekju­öfl­un­ar­leið fyrir rík­is­sjóð. Bjarni svar­aði þeirri gagn­rýni svona: „Ef að fólk á sparn­að, og vill sækja hann þá á ríkið ekki að standa í vegi fyrir því að það geti gert það.“ 

Hann sagði að í aðgerð­unum fælust líka skatta­lækk­anir og fjár­fest­inga­á­tak. Það síð­ar­nefnda feli í sér að nýjar fjár­fest­ingar upp á 20 millj­arða króna verði færðar inn á árið 2020. „Menn segja að þetta sé gam­alt vín á nýjum belgjum en það er bara allur munur á því að færa þessar fjár­fest­ingar inn á árið 2020 en að hafa ætlað að fara í þær á næstu árum. Auð­vitað ætlum við að fylgja þessu eftir með frek­ari fjár­fest­ingum 2021, 2022 og 2023 og svo fram­veg­is.“

Rík­is­á­byrgðin ætti að tryggja lægri kjör

Aðspurður um stöðu lít­illa og með­al­stóra fyr­ir­tækja sem eru ekki í ferða­þjón­ustu, en eru að verða fyrir miklum búsifjum núna, eins og t.d. hár­greiðslu­stofur og lík­ams­rækt­ar­stöðv­ar, þá sagði Bjarni að þau úrræði sem kynnt voru á laug­ar­dag ættu að gagn­ast þeim líka. Auk þess væri við­skipta­bönkum slíkra fyr­ir­tækja bein­línis skylt að hjálpa þeim. „Ef við tökum til dæmis þessi brú­ar­lán, þá vegna rík­is­á­byrgð­ar­inn­ar, ættum við að sjá lægri kjör en við höfum áður séð og hafa þau þó verið að lækka meira en við höfum dæmi um í sög­unni. Við erum með lægstu vexti sem hafa sést á Ísland­i.“

Auglýsing
Hann við­ur­kenndi að skil­yrðin sem sett eru fyrir brú­ar­lánum og frestun á greiðslu opin­berra gjalda væru við­kvæm. Til að fá brú­ar­lán með rík­is­á­byrgð þarf til að mynda að hafa átt sér stað 40 pró­sent tekju­fall, en á hinum Norð­ur­lönd­unum væri sú líka dregin við 50 pró­sent. „Þetta er allt saman mats­at­riði. Það má alltaf spyrja sig: hvað með fyr­ir­tæki sem hefur séð 37 pró­sent tekju­fall. Það kemst ekki yfir þrösk­uld­inn. Það er ein­fald­lega um mjög vöndu að ráða.“ Auð­vitað sé einnig búist við því að þeir sem standa í fyr­ir­tækja­rekstri leggi allt sem þeir geti af mörkum líka. „Menn þurfa bara að hald­ast í hendur og leið­ast í gegnum þetta.“

Ýmsir hafa lýst yfir áhyggjum af getu þeirra fyr­ir­tækja sem munu þurfa að fresta opin­berum greiðslum eða taka brú­ar­lán til að greiða upp þann skafl sem skap­ast þegar ástand­inu er lok­ið. Bjarni sagði að það væri ástæða til að hafa áhyggjur af því. „Þeim mun meiri líkur eru á þessu eftir því sem krísan dregst lengur og verður dýpri og alvar­legri[...]Þess vegna kann það að vera að upp­setn­ingin á þessu reyn­ist sumum ofviða og það er eðli­legt að við tölum um það hreint út, við munum bregð­ast við því.“

Icelandair mik­il­væg­asta fyr­ir­tækið sem starfar á Íslandi í dag

Að lokum ræddi Bjarni stöðu Icelanda­ir. „Það sem blasir við í mínum huga er að ef það verður röskun í alþjóða­flug­inu til og frá Íslandi og sam­göngum og vöru­flutn­ingum vegna þess er ógnað þá höfum við skyldu til þess að stíga inn í þá mynd. Enn sem komið er þá er fyr­ir­tækið að vinna með sínar eigin áætl­anir og byggja á sinni sterku lausa­fjár­stöðu en ég hef heyrt það beint frá stjórn­endum fyr­ir­tæk­is­ins að þeir þurfa að vera í stöð­ugu end­ur­mati á stöð­unni vegna þess að það eru að birt­ast aðgerðir ein­stakra þjóð­ríkja.“

Í hans huga væri þó eng­inn vafi um mik­il­vægi Icelandair fyrir íslenskt efna­hags­líf. „Ég er sam­mála því að þetta er eitt mik­il­væg­asta ef ekki mik­il­væg­asta fyr­ir­tækið sem starfar á Íslandi í dag.“



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent