Þrír starfsmenn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins (SHS) eru í einangrun og ellefu í sóttkví. Þetta kemur fram í stöðuuppfærslu þeirra á Facebook í dag. SHS sér meðal annars um sjúkraflutninga á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt samningi við velferðarráðuneytið
Þá kemur fram í færslunni að þau hafi verið vel undirbúin undir þetta og hafi til að mynda tekið í notkun fleiri starfsstöðvar til að minnka áhrif sem smit hefur á vaktirnarnar.
„Það er mikil samstaða hjá okkar starfsfólki á þessum undarlegu tímum, til dæmis hefur starfsfólk sem eru í fæðingarorlofi boðist til að koma fyrr til starfa. Einnig hafa fyrrverandi starfsmenn haft samband og boðið fram aðstoð sína,“ segir í færslunni.
Jafnframt kemur fram að þau haldi áfram að gera allt sem þau geta til að koma í veg fyrir frekara smit „og þar treystum við á ykkur. Það er mikilvægt að þið gefið mjög nákvæmar upplýsingar til 112 ef um alvarleg veikindi er að ræða og þið þurfið sjúkrabíl. Allur okkar viðbúnaður er meiri og annar ef um smit er ræða.“
Við höfum því miður fengið okkar skerf af COVID veirunni en í dag eru 3 starfsmenn okkar í einangrun og 11 í sóttkví....
Posted by Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins bs. on Monday, March 23, 2020