„Mér hafa borist þau ánægjulegu tíðindi að í sýni mínu væru engin merki um coronaveiru.“ Þetta segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á Facebook í dag.
Fram kom í fréttum í gær að yngsti sonur hennar og eiginmaður hefðu farið í sóttkví vegna smits í Melaskóla og hefði Katrín í framhaldi verið skikkuð í sýnatöku.
„Ég mun því halda ótrauð áfram í að vinna að því að við hér á Íslandi og samfélagið allt komumst vel í gegnum þennan skafl. Það er mér mikils virði að finna fyrir þeirri samvinnu og þeim samhug í samfélaginu öllu sem er mikilvægt að finna fyrir á svona skrýtnum tímum,“ skrifar hún.
Katrín endar færsluna á að segja að hún vilji „þakka ykkur öllum fyrir hlýjar kveðjur, mér þykir vænt um þær. Sendi ykkur sömuleiðis mínar allra bestu kveðjur“.
Mér hafa borist þau ánægjulegu tíðindi að í sýni mínu væru engin merki um coronaveiru. Eins og ég greindi frá hér í gær...
Posted by Katrín Jakobsdóttir on Tuesday, March 24, 2020