Sextíu ný smit og yfir átta þúsund í sóttkví

Staðfest smit af nýju kórónuveirunni eru nú orðin 648 hér á landi. Í gær voru þau 588 og hefur þeim því fjölgað um sextíu á einum sólarhring. Í dag eru 8.205 manns í sóttkví en í gær var fjöldinn 6.816.

sólarlag
Auglýsing

Stað­fest smit af nýju kór­ónu­veirunni eru nú orðin 648 hér á landi. Í gær voru þau 588 og hefur þeim því fjölgað um sex­tíu á ein­um ­sól­ar­hring. Í dag eru 8.205 manns í sótt­kví en í gær var fjöld­inn 6.816.

Tæp­lega 1.600 manns hafa lokið sótt­kví. Flest smitin eru svokölluð inn­an­lands­smit, eða 270 tals­ins. ­Stað­fest er að 206 smit­anna má rekja beint til dvalar í útlönd­um. Upp­runi 172 smita er óþekkt­ur.

Nú liggja þrettán á sjúkra­húsi vegna COVID-19 sjúk­dóms­ins. Á síð­unni Covid.is kemur fram að 51 hafi náð sér af sjúk­dómn­um.

Í dag hafa 10.658 sýni verið tekin frá upp­hafi far­ald­urs­ins,  þar af 357 síð­asta ­sól­ar­hring­inn.

Auglýsing

Færri sýni hafa verið tekin síð­ustu daga vegna yfir­vof­and­i skorts á sýna­tökupinnum sem nauð­syn­legir eru til rann­sókn­anna. Þórólf­ur Guðna­son sagði á upp­lýs­inga­fundi almanna­varna í gær að unnið væri að því hörð­u­m höndum að fá fleiri sýna­tökupinna til lands­ins. Í gær kom svo einnig fram í fréttum að fyr­ir­tækið Össur ætti pinna og að verið væri að kanna hvort að þeir ­séu not­hæfir til rann­sókn­anna.

Þórólfur hefur sagt að ýmis­legt geti skýrt af hverju fjöld­i nýrra smita sveiflist milli daga. Ein skýr­ingin gæti verið sú að færri sýni eru nú tekin og önnur sú að fyrir nokkrum dögum komu upp nokkur hópsmit. Hann hef­ur einnig sagt að far­ald­ur­inn sé enn í vexti og að því sé spáð að hann nái ekki há­marki fyrr en um miðjan apr­íl.

Sam­kvæmt spálík­ani sem upp­fært var í gær er búist er við því að fyrir lok apríl  hafi lík­lega um 2.500 ­manns á Íslandi verið greindir með COVID-19, en talan gæti náð tæp­lega 6000 ­manns sam­kvæmt svart­sýn­ustu spá.

Af þeim sem greinst hafa með Covid-19 á Íslandi eru tvö­ lát­in. Í gær lést rúm­lega sjö­tug kona á Land­spít­al­an­um. Hún hafði und­ir­liggj­andi sjúk­dóm. Konan er fyrsti Íslend­ing­ur­inn sem deyr úr COVID-19 sjúk­dómnum sem nýja kór­ónu­veiran veld­ur. Fyrir rúmri viku lést ástr­alskur ferða­maður á heil­brigð­is­stofnun Norð­ur­lands á Húsa­vík.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur aðsetur í Húsi verslunarinnar
Tæp tíu prósent útistandandi sjóðfélagalána LIVE í greiðsluhléi
Sjóðfélagalán í greiðsluhléi nema samtals um ellefu milljörðum króna. Til samanburðar námu útistandandi sjóðfélagalán Lífeyrissjóðs verzlunarmanna við lok árs 2019 rúmum 120 milljörðum. Ávöxtun sjóðsins á fyrstu fjórum mánuðum ársins áætluð 3,5 prósent.
Kjarninn 3. júní 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Twitter tekur á rugli og Síminn sektaður
Kjarninn 3. júní 2020
Ástþór Ólafsson
Árið 1970 og upp úr
Kjarninn 3. júní 2020
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins.
Sjálfstæðisflokkurinn áfram nærri kjörfylgi í nýrri könnun Gallup
Afar litlar breytingar urðu á fylgi flokka á milli mánaða, samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup. Sjálfstæðisflokkurinn er áfram nærri kjörfylgi sínu og stuðningur við ríkisstjórnina mælist tæp 60 prósent á meðal þeirra sem taka afstöðu.
Kjarninn 3. júní 2020
Sex sakborningar í málinu, þeirra á meðal Bernhard Esau og Sacky Shanghala fyrrverandi ráðherrar í ríkisstjórn Namibíu, verða í gæsluvarðhaldi til 28. ágúst.
Namibísk yfirvöld hafa óskað liðsinnis Interpol vegna Samherjamálsins
Sex menn sem hafa verið í haldi namibískra yfirvalda vegna rannsóknar á Samherjaskjölunum verða áfram í haldi til 28. ágúst. Rannsókn málsins hefur reynst flókin og haf namibísk yfirvöld beðið Interpol um aðstoð.
Kjarninn 3. júní 2020
Fólk hefur flykkst á markaði víðsvegar um Indland eftir að útgöngubanni var aflétt.
Smitum á Indlandi fjölgar ört
Stjórnvöld á Indlandi eru að hefjast handa við að aflétta umfangsmesta útgöngubanni sem sett var á í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Sjúkrahús í Mumbai hafa vart undan við að sinna sýktum en fellibylurinn Nisarga herjar nú á nágrenni borgarinnar.
Kjarninn 3. júní 2020
Samtök ferðaþjónustunnar telja að um 250 þúsund ferðamenn gætu komið hingað til lands það sem eftir lifir árs.
Ferðamenn greiði kostnað af skimun
Með greiðslu ferðamanna fyrir sýnatöku má stuðla að því að þeir sem sækja landið heim séu efnameiri ferðamenn sem eyði meiru og dvelji lengur, segir í greinargerð fjármálaráðuneytisins um hagræn áhrif þess að aflétta ferðatakmörkunum til Íslands.
Kjarninn 3. júní 2020
Ekkert pláss fyrir íhald í stjórnmálum næstu árin
Alvarlegt ástand er nú komið upp í íslensku efnahagslífi. Mörg hundruð milljarða króna tap í ríkisrekstri er fyrirsjáanlegt, tugir þúsunda verða án atvinnu að öllu leyti eða hluta og þúsundir fyrirtækja standa frammi fyrir algjörri óvissu.
Kjarninn 3. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent