Sextíu ný smit og yfir átta þúsund í sóttkví

Staðfest smit af nýju kórónuveirunni eru nú orðin 648 hér á landi. Í gær voru þau 588 og hefur þeim því fjölgað um sextíu á einum sólarhring. Í dag eru 8.205 manns í sóttkví en í gær var fjöldinn 6.816.

sólarlag
Auglýsing

Stað­fest smit af nýju kór­ónu­veirunni eru nú orðin 648 hér á landi. Í gær voru þau 588 og hefur þeim því fjölgað um sex­tíu á ein­um ­sól­ar­hring. Í dag eru 8.205 manns í sótt­kví en í gær var fjöld­inn 6.816.

Tæp­lega 1.600 manns hafa lokið sótt­kví. Flest smitin eru svokölluð inn­an­lands­smit, eða 270 tals­ins. ­Stað­fest er að 206 smit­anna má rekja beint til dvalar í útlönd­um. Upp­runi 172 smita er óþekkt­ur.

Nú liggja þrettán á sjúkra­húsi vegna COVID-19 sjúk­dóms­ins. Á síð­unni Covid.is kemur fram að 51 hafi náð sér af sjúk­dómn­um.

Í dag hafa 10.658 sýni verið tekin frá upp­hafi far­ald­urs­ins,  þar af 357 síð­asta ­sól­ar­hring­inn.

Auglýsing

Færri sýni hafa verið tekin síð­ustu daga vegna yfir­vof­and­i skorts á sýna­tökupinnum sem nauð­syn­legir eru til rann­sókn­anna. Þórólf­ur Guðna­son sagði á upp­lýs­inga­fundi almanna­varna í gær að unnið væri að því hörð­u­m höndum að fá fleiri sýna­tökupinna til lands­ins. Í gær kom svo einnig fram í fréttum að fyr­ir­tækið Össur ætti pinna og að verið væri að kanna hvort að þeir ­séu not­hæfir til rann­sókn­anna.

Þórólfur hefur sagt að ýmis­legt geti skýrt af hverju fjöld­i nýrra smita sveiflist milli daga. Ein skýr­ingin gæti verið sú að færri sýni eru nú tekin og önnur sú að fyrir nokkrum dögum komu upp nokkur hópsmit. Hann hef­ur einnig sagt að far­ald­ur­inn sé enn í vexti og að því sé spáð að hann nái ekki há­marki fyrr en um miðjan apr­íl.

Sam­kvæmt spálík­ani sem upp­fært var í gær er búist er við því að fyrir lok apríl  hafi lík­lega um 2.500 ­manns á Íslandi verið greindir með COVID-19, en talan gæti náð tæp­lega 6000 ­manns sam­kvæmt svart­sýn­ustu spá.

Af þeim sem greinst hafa með Covid-19 á Íslandi eru tvö­ lát­in. Í gær lést rúm­lega sjö­tug kona á Land­spít­al­an­um. Hún hafði und­ir­liggj­andi sjúk­dóm. Konan er fyrsti Íslend­ing­ur­inn sem deyr úr COVID-19 sjúk­dómnum sem nýja kór­ónu­veiran veld­ur. Fyrir rúmri viku lést ástr­alskur ferða­maður á heil­brigð­is­stofnun Norð­ur­lands á Húsa­vík.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hertar sóttvarnaaðgerðir á Vestfjörðum
Gripið hefur verið til hertra sóttvarnaaðgerða í Bolungarvík, Hnífsdal og á Ísafirði. Leik- og grunnskólum verður lokað og samkomubann miðast við fimm manns.
Kjarninn 1. apríl 2020
Dóra Björt Guðjónsdóttir
Stafræn bylting bætir líf borgarbúa
Kjarninn 1. apríl 2020
Klikkið
Klikkið
Klikkið – Starfsemi Hugarafls í samkomubanni
Kjarninn 1. apríl 2020
Steingrímur Ólafsson
Pestir, Inc. og Corp.
Kjarninn 1. apríl 2020
Alma Möller landlæknir á fundinum í dag.
Apple og Google eru að yfirfara íslenska smitrakningaforritið
Bandarísku stórfyrirtækin Apple og Google eru að yfirfara snjallsímaforritið Rakning C-19, sem heilbrigðisyfirvöld hafa látið smíða til að auðvelda smitrakningu á Íslandi. Appið verður aðgengilegt þegar þessari rýni er lokið.
Kjarninn 1. apríl 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir mun mæla með því við Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra að samkomubann verði framlengt út apríl.
Þórólfur mælir með samkomubanni út mánuðinn: „Veiran mun ekki virða páska“
„Núna reynir virkilega á úthaldið og samstöðuna,“ sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi yfirvalda í dag. Hann mun gera tillögu til heilbrigðisráðherra um framlengingu samkomubanns út apríl.
Kjarninn 1. apríl 2020
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Nú reyni á samstöðu verkalýðshreyfingarinnar sem aldrei fyrr
Miðstjórn ASÍ telur að nú reyni á samstöðu verkalýðshreyfingarinnar sem aldrei fyrr og skýra sýn. Þá sé málflutningur SA bæði rangur og villandi.
Kjarninn 1. apríl 2020
Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR hefur sagt sig úr miðstjórn ASÍ.
Ragnar Þór hættur í miðstjórn ASÍ
Formaður VR hætti í miðstjórn Alþýðusambands Íslands á mánudaginn. Hann segir að hann telji orku sinni betur varið í að leita lausna á öðrum vettvangi og að hans mati sé ASÍ að gera það versta í stöðunni, ekki neitt.
Kjarninn 1. apríl 2020
Meira úr sama flokkiInnlent