Sextíu ný smit og yfir átta þúsund í sóttkví

Staðfest smit af nýju kórónuveirunni eru nú orðin 648 hér á landi. Í gær voru þau 588 og hefur þeim því fjölgað um sextíu á einum sólarhring. Í dag eru 8.205 manns í sóttkví en í gær var fjöldinn 6.816.

sólarlag
Auglýsing

Staðfest smit af nýju kórónuveirunni eru nú orðin 648 hér á landi. Í gær voru þau 588 og hefur þeim því fjölgað um sextíu á einum sólarhring. Í dag eru 8.205 manns í sóttkví en í gær var fjöldinn 6.816.

Tæplega 1.600 manns hafa lokið sóttkví. Flest smitin eru svokölluð innanlandssmit, eða 270 talsins. Staðfest er að 206 smitanna má rekja beint til dvalar í útlöndum. Uppruni 172 smita er óþekktur.

Nú liggja þrettán á sjúkrahúsi vegna COVID-19 sjúkdómsins. Á síðunni Covid.is kemur fram að 51 hafi náð sér af sjúkdómnum.

Í dag hafa 10.658 sýni verið tekin frá upphafi faraldursins,  þar af 357 síðasta sólarhringinn.

Auglýsing

Færri sýni hafa verið tekin síðustu daga vegna yfirvofandi skorts á sýnatökupinnum sem nauðsynlegir eru til rannsóknanna. Þórólfur Guðnason sagði á upplýsingafundi almannavarna í gær að unnið væri að því hörðum höndum að fá fleiri sýnatökupinna til landsins. Í gær kom svo einnig fram í fréttum að fyrirtækið Össur ætti pinna og að verið væri að kanna hvort að þeir séu nothæfir til rannsóknanna.

Þórólfur hefur sagt að ýmislegt geti skýrt af hverju fjöldi nýrra smita sveiflist milli daga. Ein skýringin gæti verið sú að færri sýni eru nú tekin og önnur sú að fyrir nokkrum dögum komu upp nokkur hópsmit. Hann hefur einnig sagt að faraldurinn sé enn í vexti og að því sé spáð að hann nái ekki hámarki fyrr en um miðjan apríl.

Samkvæmt spálíkani sem uppfært var í gær er búist er við því að fyrir lok apríl  hafi líklega um 2.500 manns á Íslandi verið greindir með COVID-19, en talan gæti náð tæplega 6000 manns samkvæmt svartsýnustu spá.

Af þeim sem greinst hafa með Covid-19 á Íslandi eru tvö látin. Í gær lést rúmlega sjötug kona á Landspítalanum. Hún hafði undirliggjandi sjúkdóm. Konan er fyrsti Íslendingurinn sem deyr úr COVID-19 sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur. Fyrir rúmri viku lést ástralskur ferðamaður á heilbrigðisstofnun Norðurlands á Húsavík.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Það liggur ekki fyrir hvort Ísland geti gert tvíhliða samning til að tengja krónu við evru
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um það sé mögulegt fyrir Ísland að gera samkomulag við Seðlabanka Evrópu um að tengja krónuna við evru.
Kjarninn 23. september 2021
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent