Sextíu ný smit og yfir átta þúsund í sóttkví

Staðfest smit af nýju kórónuveirunni eru nú orðin 648 hér á landi. Í gær voru þau 588 og hefur þeim því fjölgað um sextíu á einum sólarhring. Í dag eru 8.205 manns í sóttkví en í gær var fjöldinn 6.816.

sólarlag
Auglýsing

Staðfest smit af nýju kórónuveirunni eru nú orðin 648 hér á landi. Í gær voru þau 588 og hefur þeim því fjölgað um sextíu á einum sólarhring. Í dag eru 8.205 manns í sóttkví en í gær var fjöldinn 6.816.

Tæplega 1.600 manns hafa lokið sóttkví. Flest smitin eru svokölluð innanlandssmit, eða 270 talsins. Staðfest er að 206 smitanna má rekja beint til dvalar í útlöndum. Uppruni 172 smita er óþekktur.

Nú liggja þrettán á sjúkrahúsi vegna COVID-19 sjúkdómsins. Á síðunni Covid.is kemur fram að 51 hafi náð sér af sjúkdómnum.

Í dag hafa 10.658 sýni verið tekin frá upphafi faraldursins,  þar af 357 síðasta sólarhringinn.

Auglýsing

Færri sýni hafa verið tekin síðustu daga vegna yfirvofandi skorts á sýnatökupinnum sem nauðsynlegir eru til rannsóknanna. Þórólfur Guðnason sagði á upplýsingafundi almannavarna í gær að unnið væri að því hörðum höndum að fá fleiri sýnatökupinna til landsins. Í gær kom svo einnig fram í fréttum að fyrirtækið Össur ætti pinna og að verið væri að kanna hvort að þeir séu nothæfir til rannsóknanna.

Þórólfur hefur sagt að ýmislegt geti skýrt af hverju fjöldi nýrra smita sveiflist milli daga. Ein skýringin gæti verið sú að færri sýni eru nú tekin og önnur sú að fyrir nokkrum dögum komu upp nokkur hópsmit. Hann hefur einnig sagt að faraldurinn sé enn í vexti og að því sé spáð að hann nái ekki hámarki fyrr en um miðjan apríl.

Samkvæmt spálíkani sem uppfært var í gær er búist er við því að fyrir lok apríl  hafi líklega um 2.500 manns á Íslandi verið greindir með COVID-19, en talan gæti náð tæplega 6000 manns samkvæmt svartsýnustu spá.

Af þeim sem greinst hafa með Covid-19 á Íslandi eru tvö látin. Í gær lést rúmlega sjötug kona á Landspítalanum. Hún hafði undirliggjandi sjúkdóm. Konan er fyrsti Íslendingurinn sem deyr úr COVID-19 sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur. Fyrir rúmri viku lést ástralskur ferðamaður á heilbrigðisstofnun Norðurlands á Húsavík.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur.
Leslistinn 8. maí 2021
Jón Sigurðsson
Ein uppsprettulind mennskunnar
Kjarninn 8. maí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Fjallað um rannsókn á Samherja í skráningarlýsingu Síldarvinnslunnar
Hlutafjárútboð Síldarvinnslunnar hefst á mánudag. Á meðal þeirra sem ætla að selja hlut í útgerðinni í því er Samherji, sem verður þó áfram stærsti eigandi Síldarvinnslunnar. Fjallað er um rannsókn yfirvalda á Samherja í skráningarlýsingu.
Kjarninn 8. maí 2021
Nornahár og nornatár
Eigendur Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal skrifa reglulega hraunmola á Kjarnann. Þetta er sá fimmti. Markmiðið er að útskýra hin ýmsu fyrirbæri íslenskrar eldvirkni á einfaldan og áhugaverðan hátt.
Kjarninn 8. maí 2021
Þögnin rofin á ný
Hundruð íslenskra kvenna hafa í vikunni stigið fram opinberlega með sínar erfiðustu minningar, í kjölfar þess að stuðningsbylgja reis upp með þjóðþekktum manni sem tvær konur segja að brotið hafi á sér. Lærði samfélagið lítið af fyrri #metoo-bylgjunni?
Kjarninn 8. maí 2021
Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka.
Arion banki að ná markmiðum sínum og ætlar að dæla fé til hluthafa á næstu árum
Umfram eigið fé Arion banka var 41 milljarður króna í lok mars síðastliðins. Bankinn ætlar að greiða hluthöfum sínum út um 50 milljarða króna á næstu árum. Hann hefur nú náð markmiði sínu um arðsemi tvo ársfjórðunga í röð.
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent