Tugir nýrra starfa í netverslun: Krónan stefnir á heimsendingar innan skamms

Tugir nýrra starfsmanna hafa tekið til starfa hjá Nettó og Heimkaupum vegna aukinnar eftirspurnar í netverslun. Krónan ætlar að opna snjallverslun innan skamms og byrja að senda mat heim til fólks.

Nettó og Heimkaup hafa ráðið inn tugi nýrra starfsmanna til að mæta aukinni eftirspurn í netverslun og Krónan hyggur á opnun netverslunar innan skamms.
Nettó og Heimkaup hafa ráðið inn tugi nýrra starfsmanna til að mæta aukinni eftirspurn í netverslun og Krónan hyggur á opnun netverslunar innan skamms.
Auglýsing

Nettó hefur bætt við sig tugum nýrra starfs­manna vegna mik­illar eft­ir­spurnar í net­verslun fyr­ir­tæk­is­ins og Heim­kaup, sem einnig rekur net­verslun með mat­væli, hefur gert slíkt hið sama.

Krónan vinnur nú að því að svara þess­ari auknu eft­ir­spurn og stefnir að því að opna net­verslun eins fljótt og hægt er, en Bónus ætlar ekki inn á þennan mark­að, sam­kvæmt svörum for­svars­manna versl­an­anna við fyr­ir­spurnum Kjarn­ans.

Á sjötta tug nýrra starfs­manna hafa tekið til starfa hjá Nettó vegna mik­illar eft­ir­spurnar í net­verslun fyr­ir­tæk­is­ins. Þeirra á meðal eru tutt­ugu bíl­stjórar og fyr­ir­tækið Aha, sem sér um útkeyrslu fyrir Nettó, hefur keypt tíu nýja bíla, sam­kvæmt til­kynn­ingu frá Nettó.

Allt að tveggja sól­ar­hringa bið

Gunnar Egill Sig­urðs­son, fram­kvæmda­stjóri versl­un­ar­sviðs Sam­kaupa, sem rekur Nettó og fleiri versl­an­ir, segir í til­kynn­ing­unni að við­skipta­vinir net­versl­un­ar­innar eigi hrós skilið fyrir að sýna skiln­ing á þessum óvissu­tím­um, en stundum hafi tafir orðið of miklar, þar sem inn­viðir versl­un­ar­innar hafi ekki ráðið við álag­ið.

„Á hverjum degi koma nýjar áskor­anir og okkur hefur tek­ist að aðlaga verk­ferla okkar og skipu­lag að þessum breyttu aðstæð­um. Eins og staðan er nú er allt að tveggja sóla­hringa bið eftir afgreiðslu hjá okkur en það er heldur stuttur tími sam­an­borið við Dan­mörku og Eng­land þar sem er allt að tveggja vikna bið eftir mat­vörum úr net­versl­un,“ er haft eftir Gunn­ari í til­kynn­ing­unni, en hann hrósar starfs­mönnum Sam­kaupa fyrir sín störf á þessum álags­tím­um.

Seldu meiri mat á einni viku en allan mán­uð­inn þar á undan

Guð­mundur Magna­son, fram­kvæmda­stjóri Heim­kaupa, segir að fyr­ir­tækið hafi bætt við sig um 25 bíl­stjórum og 25 manns í vöru­húsi, allt í allt um fimm­tíu manns, frá því að álagið fór að aukast. Hann seg­ist gera ráð fyrir því vöxtur verði í net­verslun til fram­tíð­ar, heims­myndin sé breytt.

Auglýsing

Fram­kvæmda­stjór­inn gerir þannig ráð fyrir að nokkur hluti þess­ara nýju starfs­manna geti unnið hjá fyr­ir­tæk­inu til fram­tíð­ar, en ekki bara tíma­bundið nú þegar far­ald­ur­inn gengur yfir.

„Ég þurfti meiri mat­vöru í síð­ustu viku en allan mán­uð­inn þar á und­an,“ segir Guð­mund­ur, spurður um hversu mikil aukn­ingin hafi verið í mat­væla­sölu Heim­kaupa að und­an­förnu. Ennþá er hægt að fá vörur afhentar sam­dæg­ur­s. 

„Ég er með svo rosa­lega gott fólk, ég er alveg hissa á því hvernig við erum að ná að halda þessu,“ segir Guð­mundur og segir blaða­manni að ef pöntun væri lögð inn um hádeg­is­bil í dag gæti hann ábyrgst að hún kæm­ist til skila á höf­uð­borg­ar­svæð­inu á milli kl. 17 og 19.

Krónan ætlar að setja snjall­verslun í loftið sem fyrst

„Við erum að vinna dag og nótt,“ segir Gréta María Grét­ars­dóttir fram­kvæmda­stjóri Krón­unnar í sam­tali við Kjarn­ann, en fyr­ir­tækið hefur und­an­farnar tvær vikur verið að vinna að því að setja upp snjall­verslun á net­inu og í appi, þar sem fólk mun geta verslað mat­vöru og ýmist sótt hana eða fengið senda heim. 

Fyr­ir­tækið hafði áætl­anir um að setja slíka verslun í loftið í sum­ar, en vinn­unni hefur verið flýtt, í ljósi aðstæðn­a. „Það er bara alveg á næstu dög­um,“ segir Gréta Mar­ía, spurð út í vænta tíma­setn­ingu á opnun net­versl­un­ar­inn­ar, en starf­semin verður kynnt nánar þegar þar að kem­ur. 

Gréta seg­ist renna nokkuð blint í sjó­inn með áætl­anir um hversu mörgum starfs­mönnum fyr­ir­tækið þurfi að bæta við sig til þess að anna væntri eft­ir­spurn í net­versl­un, en bæði þarf að ráða inn fólk til þess að tína saman vörur fyrir við­skipta­vini og bíl­stjóra til þess að keyra vör­urnar heim að dyr­um, kjósi við­skipta­vinir það.

Bónus ætlar ekki í net­verslun

Guð­mundur Mart­eins­son, fram­kvæmda­stjóri Bón­uss, segir að fyr­ir­tækið ætli sér ekki inn á net­versl­un­ar­mark­að­inn að svo stöddu. Rekstr­ar­módel fyr­ir­tæk­is­ins ein­fald­lega bjóði ekki upp á það.

„Það þarf ein­hver að borga fyrir þetta og okkar álagn­ing er það lág að hún ræður ekki við það,“ segir Guð­mundur í sam­tali við Kjarn­ann, en bætir við að ómögu­legt sé að spá fyrir um hvað fram­tíðin beri í skauti sér.

Leigu­bíl­stjórar byrj­aðir að skutl­ast með mat

Fjöldi veit­inga­staða sem alla jafna bjóða ekki upp á heim­send­ingar eru nú byrj­aðir að senda mat heim að dyrum til fólks og bregð­ast þannig við sam­komu­banni og dvín­andi eft­ir­spurn.

Sem dæmi má nefna að Grandi Mat­höll hefur opnað sam­eig­in­legan pönt­un­ar­vef fyrir alla veit­inga­stað­ina þar inn­an­húss og að veit­inga­staðir í eigu fyr­ir­tæk­is­ins Gleðip­inna (Saffran, Ham­borga­fa­brikk­an, Road­house o.fl.) eru komnir í sam­starf við leigu­bíla­stöð­ina Hreyfil um heim­send­ingar á mat. 

„Leigu­bíl­stjór­ar, líkt og aðrir í þjóð­fé­lag­inu, hafa verið áhyggju­fullir yfir stöð­unni. Þetta sam­starf kom sér því afar vel fyrir okkur og fer kröft­ug­lega af stað,“ er haft eftir Har­aldi Axel Gunn­ars­syni, fram­kvæmda­stjóra Hreyf­ils í til­kynn­ingu frá Gleðipinn­um.

Póst­ur­inn merkir mikla aukn­ingu á net­verslun almennt

Póst­ur­inn segir að 20 pró­sent aukn­ing hafi orðið á inn­lendri net­verslun almennt og sam­kvæmt frétta­til­kynn­ingu sem fyr­ir­tækið sendi út í dag hefur eft­ir­spurn eftir heim­keyrslu og notkun póst­boxa hjá Póst­inum auk­ist að und­an­förnu. Segir Póst­ur­inn að þessar leiðir hafi mikla kosti, enda lág­marki þær báðar útbreiðslu á kór­ónu­veirunni.

„Við erum strax farin að sjá tölu­verða aukn­ingu í net­verslun og búumst við að sjá jafn­vel enn meiri aukn­ingu á kom­andi vik­um. Heim­keyrslan okkar er gríð­ar­lega öflug þjón­usta sem getur hjálpað mikið í því ástandi sem nú er í þjóð­fé­lag­inu. Við teljum að heim­keyrsla sé í lyk­il­hlut­verki nú þegar lands­menn verja meiri tíma heima og forð­ast fjöl­menni. Þá höfum við talað fyrir kostum Póst­boxa áður en nú sem aldrei fyrr sýnir sig hve mik­il­væg þau eru í raun og veru. Með því að nýta sér þessa leið erum við að taka öll sam­skipti þar sem tvær mann­eskjur hitt­ast úr jöfn­unni og þar með lág­marka smit­hættu eins mikið og hægt er,“ er haft eftir Sess­elíu Birg­is­dótt­ur, fram­kvæmda­stjóra þjón­ustu- og mark­aðs­sviðs Pósts­ins í til­kynn­ingu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent