Gríðarleg eftirspurn eftir matarúthlutunum – „Þjóðarátak að enginn svelti“

Hópur sjálfboðaliða kom matvælum og nauðsynjavörum til 1.272 einstaklinga í síðustu viku og um helgina. Forsprakki verkefnisins segir mikla fátækt vera á Íslandi og að almenningur verði að fara að gera sér grein fyrir því.

Pokum í massavís voru keyrðir út í síðustu viku.
Pokum í massavís voru keyrðir út í síðustu viku.
Auglýsing

Fjöldi sjálf­­boða­liða og Fjöl­­skyld­u­hjálp Íslands, í sam­vinnu við Slysa­varna­­fé­lagið Lands­­björgu, tók höndum saman í síð­ustu viku til að koma mat­vælum og nauð­­synjum til fjöl­­skyldna og ein­stak­l­inga sem reiða sig á mat­­ar­út­­hlut­­anir í hverjum mán­uði, en vegna sam­komu­­banns sem tók gildi í byrjun vik­unnar var ekki lengur hægt að við­hafa hefð­bundnar leiðir til úthlut­un­­ar.

Ásgeir Ásgeirs­son, annar for­sprakki átaks­ins, segir í sam­tali við Kjarn­ann að mat­ar­út­hlut­an­irnar hafi gengið vel, þetta hafi verið gríð­ar­leg vinna en tek­ist á end­an­um. Hann og konan hans, Rósa Braga­dótt­ir, sem einnig tók þátt í að koma verk­efn­inu af stað, keyrðu út síð­ustu send­ing­una síð­ast­lið­inn laug­ar­dag. Alls var farið með mat­ar­poka til 1.272 kvenna, karla og barna.

Um 35 manns tóku þátt í að láta útkeyrsl­una verða að veru­leika og segir Ásgeir að allir hafi tekið þeim vel. Verk­efnið hafi verið mjög gef­andi fyrir þá sem hjálp­uðu til. Þá þakkar hann Ásgerði Jónu Flosa­dóttur hjá Fjöl­skyldu­hjálp­inni sér­stak­lega fyrir sam­starfið – það hafi verið ómet­an­legt.

Auglýsing

Beiðn­irnar fleiri en þau óraði fyrir

Matarúthlutunin gekk vel en fleiri þurfu á aðstoð að halda en búist var við. Mynd: Ásgeir ÁsgeirssonÁður en útkeyrslan hófst var skrán­ing­­ar­­síða sett á lagg­irnar með leyfi frá Almanna­vörnum og með vit­und emb­ættis sótt­­varn­­ar­lækn­­is. Þar var hægt að senda inn beiðnir um úthlutun og jafn­framt var opnað síma­ver þar sem hægt var að hringja inn í beiðn­ir. Síma­verið var mannað fólki sem talar íslensku, pólsku, spænsku og arab­ísku og var ætlað þeim sem ekki hafa aðgang að net­inu. Ásgeir segir að mikið álag hafi verið á síma­ver­inu og að beiðn­irnar hafi orðið mikið fleiri en þau óraði fyr­ir.

Engum blöðum er um það að fletta að margir þurfa á aðstoð að halda í íslensku sam­fé­lagi og bendir Ásgeir á að fólkið sem þurfi á slíkri aðstoð að halda sé ein­ungis venju­legt fólk eins og aðr­ir. Það nái ein­fald­lega ekki endum sam­an.

Hann segir enn fremur að allt hafi gengið vel er varðar sótt­varnir – enda hafi allir verið mjög með­vit­aðir um þær. Mik­ils öryggis hafi verið gætt. „Allir voru spritt­aðir og með hanska og jafn­vel með grím­ur,“ segir hann en bætir því þó við að þegar for­set­inn kom í heim­sókn hafi fólk tekið af sér grím­urnar – svona fyrir kurt­eisis sak­ir. „Það hefði kannski ekki alveg verið við­eig­andi að hylja sig fyrir for­set­an­um,“ segir hann og hlær.

Ríkið þarf að koma að verk­efnum sem þessum

Þegar Ásgeir er spurður út í það hvort hóp­ur­inn ætli að end­ur­taka leik­inn og flytja mat­vörur aftur til þeirra sem þurfa á því að halda segir hann að nú vand­ist mál­in. Aðgerð sem þessi kosti pen­inga. Eini mögu­leik­inn á að halda þessu áfram, sam­kvæmt Ásgeiri, er að ef stjórn­völd komi að þessu með ein­hverjum hætti. „Við getum ekki sett þetta álag á venju­legt fólk – það þyrfti að þjálfa fólk til að vinna þessa vinnu viku eftir viku.“

En hvernig er þá hægt að hjálpa þessu fólki áfram? Ásgeir segir að svarið liggi í rík­is­stuðn­ingi. Fara þurfi vel yfir hvaða fjár­magn sé nauð­syn­legt og gera góða áætl­un. „Það sem þyrfti að ger­ast væri að fá ein­hvern sem ræður sem er til­bú­inn að skella pen­ingum í þetta og heim­ila leigu­bílum að taka þátt í þessu.“ Sem sagt að vita hvaða fjár­magn þurfi og fá síðan gott og reynslu­mikið fólk til að stýra þessu. Þannig gæti átak sem þetta gengið í tvo mán­uði. Þá þurfi að fara í þjóð­ar­á­tak svo eng­inn svelti í þessu ástandi.

Mikil vinna liggur að baki matarúthlutun sem þessari og útkeyrslu. Mynd: Ásgeir Ásgeirsson

Spilum ekki útdeilt jafnt

Ásgeir segir frá því þegar hann fór með pakka síð­ast­lið­inn laug­ar­dag til manns sem hafði verið að bíða eftir honum en hann hafði ekki haft mat alla síð­ustu viku.

„Maður fór að skilja betur að spil­unum sé ekki útdeilt jafnt. Það virð­ist vera vanda­mál sem ekki er tekið á og fólk virð­ist ekki vilja ræða. Það er rosa­lega erfitt að horfa upp á það þegar fólk talar vanda­málið niður þegar það er aug­ljós­lega til stað­ar. Það er mikil fátækt og erf­ið­leikar í gangi í sam­fé­lag­inu okk­ar. Það fólk sem talar vanda­málið niður ætti að koma í eina dreif­ingu og segja augliti til auglitis því fólki að ekk­ert vanda­mál sé til stað­ar,“ segir hann.

Hann seg­ist þó ekki hafa grunað að vanda­málið væri af þess­ari stærð­argráðu áður en verk­efnið hófst en hann bjóst við að um 300 til 400 manns þyrftu á aðstoð að halda en eins og áður segir keyrðu sjálf­boða­lið­arnir út mat­væli og nauð­synja­vörum til um 1.300 manns á þessum nokkru dög­um.

Þannig hafi þau í sjálf­boða­liða­hópnum verið ofur­liði borin þegar þau sáu við­brögðin við ákalli þeirra enda ósk­uðu mikið fleiri eftir aðstoð en þeim hafði nokkurn tím­ann grun­að.

Ásgeir lýkur máli sínu á að benda á að fólk sé ekki tölur á blaði og ef eitt barn sveltur þá sé það einu barni of mik­ið. Það sama megi auð­vitað segja um allt annað fólk, til að mynda eldri borg­ara og öryrkja sem margir eru í vanda. „Það er hræði­legt að sjá að fólk sem búið er að vinna alla ævi – búið að skila sínu til sam­fé­lags­ins – að það sé bara skilið eft­ir.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent