„Algjör gæfa að þessi stefna hafi verið tekin hérna“

Skimunartíðni á COVID-19 er hæst á Íslandi og í Færeyjum. Þrátt fyrir þennan fjölda greiningarprófa þá er hlutfallsleg aukning COVID-19 tilfella á síðustu vikum einna lægst hér í samanburði við aðrar Evrópuþjóðir.

Thor Aspelund og Þórólfur Guðnason á upplýsingafundi almannavarna í dag.
Thor Aspelund og Þórólfur Guðnason á upplýsingafundi almannavarna í dag.
Auglýsing

„Að­gerð­irnar eru að skila árangri. Gögnin sýna heftan vöxt – ekki veld­is­vöxt. Ald­urs­sam­setn­ing þeirra sem eru með greind smit er okk­ur hag­stæð núna. Minnsta breyt­ing yfir í smit hjá eldra fólki leiðir til meira á­lags á heil­brigð­is­kerf­ið. Við getum saman hægt á þróun far­ald­urs­ins og frestað hliðrun í ald­urs­dreif­ingu með því að taka þátt í aðgerð­u­m.“

Þetta sagði Thor Aspelund, pró­fessor í líf­töl­fræði við Há­skóla Íslands, á upp­lýs­inga­fundi almanna­varna í dag, þar sem hann rædd­i ­reikni­líkanið sem töl­fræð­ingar og vís­inda­menn við HÍ hafa þróað vegna far­ald­ur­s COVID-19 hér á landi. „Við trúum því að það verði við­snún­ingur auð­vitað og að lífið fari í gang eftir páska,“ sagði Thor og að von­ast væri til að mest allt verði um garð gengið í júlí.

Líkön sem þessi eru við­ur­kennd aðferð í smit­sjúk­dóma­fræð­u­m til að leggja mat á far­aldra sem þessa.

Auglýsing

Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir sagði á fund­inum að ­spálíkanið væri mjög mik­il­vægt tæki til að meta þróun far­ald­urs­ins og árang­ur þeirra aðgerða sem gripið hefur verið til. „Þetta er eina tækið sem við höf­um til að meta þró­un­ina á vís­inda­legan hátt og losna þannig við hug­lægt og ­til­finn­inga­legt mat,“ sagði Þórólf­ur.

Hann bað fólk að hafa það í huga að um stærð­fræði­líkan væri að ræða og minnti á að „þetta er ekki raun­veru­leik­inn“.

Hollt að horfa jákvæðum augum á fram­tíð­ina

„Ég held að við höfum verið að gera rétt hér. Við höf­um verið að taka ákvarð­anir sem fræðin hafa sagt okkur að gera, við höfum reynt að ­taka það besta úr þeim og verið fljót til. Og ég held að það sé að skila okk­ur ár­angri. Ég held líka að það sé hollt fyrir alla á þessum tíma­punkti að horfa á það og horfa jákvæðum augum á fram­tíð­ina. Þetta mun taka sinn tíma, þetta mun verða ákveðið álag en við munum kom­ast vel út úr þessu ef við höldum áfram að ­feta þá leið sem við höfum gert fram að þessu.“

Við­brögð þjóða við far­aldr­inum hafa verið mjög mis­mun­and­i, allt frá algjöru útgöngu­banni og lokun landamæra til nokk­urs and­vara­leysis í upp­hafi, en þó hafa flestar þeirra þurft að grípa til umfangs­mik­illa aðgerða þegar á hólm­inn er kom­ið, segir í sam­an­tekt vís­inda­mann­anna á vefnum covid.hi.is þar sem nið­ur­stöður spálík­ans­ins eru nú birtar reglu­lega.

Mynd: Skjáskot covid.hi.is

Að mati vís­inda­mann­anna hafa við­brögð íslenskra yfir­valda frá upp­hafi ein­kennst af yfir­vegun og fag­mennsku, en þar hafa ­sótt­varna­lækn­ir, land­læknir og almanna­varna­deild rík­is­lög­reglu­stjóra ráðið för ­með reynslu sinni og fræði­legri þekk­ingu.

Frá fyrsta þekkta smiti á Íslandi hefur verið reynt að hefta út­breiðslu veirunnar með því að taka sýni úr ein­stak­lingum með þekkta smitá­hættu og ein­kenni önd­un­ar­færa­sýk­ing­ar, ein­angra stað­fest til­felli, rekja ­sam­skipti smit­aðra og beita sótt­kví meðal vensla­að­ila smit­aðra og þeirra sem koma frá skil­greindum áhættu­svæð­um.

Sveigt af braut veld­is­vaxtar

Nú er svo komið að meiri­hluti nýrra stað­festra smita er ­meðal fólks í sótt­kví sem minnkar lík­urnar á áfram­hald­andi smiti. Jafn­fram­t hefur verið lögð mikil áhersla á að vernda eldri borg­ara og fólk með­ und­ir­liggj­andi sjúk­dóma fyrir smiti með öllum til­tækum ráðum – en það mun lík­lega verða ein mik­il­væg­asta aðgerðin í að stemma stigu við alvar­leg­um af­leið­ingum far­ald­urs­ins.  Þá hef­ur ­sam­komu­bann verið sett á frá 16. mars til 13. apríl með enn frek­ari tak­mörk­un­um frá 24. mar­s. 

T­hor sagði að tek­ist hefði að sveigja út af braut veld­is­vaxtar og til betri veg­ar. „Ís­land er raun­veru­lega að standa sig mjög vel. Með­al­aukn­ing [smita] er með því lægsta sem þekk­ist í Evr­ópu. Þessar aðgerðir eru greini­lega að skipta máli. Þær skipta máli því við vitum lang­mest miðað við aðrar þjóð­ir hvað er að ger­ast. Það er ekki eins og við séum með lokuð augun og höldum að það sé ekki sjúk­dómur hérna.“

Í sam­an­tekt vís­inda­mann­anna kemur fram að þetta séu „vissu­lega ­for­dæma­lausar aðstæður og vís­inda­leg þekk­ing á þessum nýtil­komna vágesti þar að ­leið­andi tak­mörk­uð“.

Sótt­varna­læknir kall­aði því núverið til liðs vís­inda­menn frá­ Há­skóla Íslands, Emb­ætti Land­læknis og Land­spít­ala til að gera spálíkan um lík­lega þróun COVID-19 far­ald­urs­ins á Íslandi á næstu vikum sem gæti nýst við á­kvarð­ana­töku um sam­fé­lags­leg við­brögð og skipu­lag heil­brigð­is­þjón­ustu.

Hóp­ur­inn kynnti fyrstu nið­ur­stöður vinnu sinnar á upp­lýs­inga­fundi með almanna­vörnum 18. mars og á fundi með for­sæt­is­ráð­herra, heil­brigð­is­ráð­herra og dóms­mála­ráð­herra degi síð­ar. Spálíkanið hefur síð­an verið upp­fært tví­vegis og helstu nið­ur­stöður eru eft­ir­far­andi (mið­ast við gögn birt í gær):

  • Gert er ráð fyrir því að á meðan far­ald­ur­inn gengur yfir­ muni rúm­lega 1.500 manns á Íslandi verið greindir með COVID-19, en talan gæt­i ­náð nær 2.300 manns sam­kvæmt svart­sýn­ustu spá.
  • Gert er ráð fyrir að fjöldi greindra ein­stak­linga með virkan ­sjúk­dóm nái hámarki í fyrstu viku apríl og verði senni­lega um 1.200 manns, en ­gæti náð 1.700 manns sam­kvæmt svart­sýn­ustu spá.
  • Gert er ráð fyrir að á meðan að far­ald­ur­inn gengur yfir mun­i ­rúm­lega 100 manns þarfn­ast inn­lagnar á sjúkra­húsi, en gæti náð yfir 160 manns ­sam­kvæmt svart­sýn­ustu spá.
  • Mesta álag á heil­brigð­is­þjón­ustu vegna sjúkra­húsinn­lagna verður um eða eftir miðjan apríl en þá er gert ráð fyrir að tæp­lega 60 ein­stak­lingar geti verið inniliggj­andi á sama tíma. Svart­sýn­asta spá er nær 90 ein­stak­ling­ar.
  • Gert er ráð fyrir því að á tíma far­ald­urs­ins muni um 13 ein­stak­lingar veikj­ast alvar­lega, þ.e. þurfa inn­lögn á gjör­gæslu, á tíma­bil­in­u en svart­sýn­asta spá er 23 ein­stak­ling­ar.
  • Mesta álag á gjör­gæslu­deildir gæti orðið í annarri viku apr­íl, en þá er búist við því að fimm manns liggi þar inni á sama tíma, en sam­kvæmt ­svart­sýn­ustu spá gætu það verið 11 manns.

Þessi far­aldur mun ganga yfir

„Við erum að tala um að virk smit nái toppi og byrji að fara ­niður aft­ur,“ sagði Thor. „Er það raun­hæft? Já, við teljum það miðað við sög­u svona far­aldra.[..] Til­fellin munu ná toppi og þessi far­aldur ganga yfir.“

Hann sagði að í Kína væru sífellt fleiri að útskrif­ast af ­sjúkra­hús­um. „Þannig að fólk er að ná sér og það er við­snún­ing­ur.“

Spáin um fjölda ein­stak­linga sem veikj­ast alvar­lega miðast við ald­urs­dreif­ingu meðal stað­festra til­fella COVID-19 á Íslandi. Rann­sóknir á til­fellum COVID-19 í Kína benda til þess að alvar­leiki sjúk­dóms­ins sé veru­lega ald­urstengdur en há tíðni smita meðal aldr­aðra á Ítalíu er ein lík­leg skýr­ing á hárri tíðni alvar­legra veik­inda og dauðs­falla þar­lend­is. Þeir sem smit­ast hafa hér á landi eru til­tölu­lega ungir miðað við það sem hefur gerst í mörgum öðrum lönd­um. 

Mynd: Skjáskot covid.hi.is

„Ald­urs­dreif­ing á Íslandi er ennþá mjög hag­stæð, flestir hinna smit­uð­u er á miðjum aldri og fá smit hafa hlut­falls­lega greinst hjá eldra fólki. „Það er gríð­ar­lega mik­il­vægt að halda í þessa dreif­ingu sem lengst því áhættan á að ­leggj­ast inn á spít­ala eykst snar­lega með hækk­andi aldri,“ sagði Thor. „Það er mjög mik­il­vægt að hefta sem mest smit yfir í eldri hópa.“

Veru­leg breyt­ing á ald­urs­sam­setn­ingu smit­aðra hér á land­i, t.d. aukin útbreiðsla meðal aldr­aðra, gæti á stuttum tíma fært nið­ur­stöð­ur­ lík­ans­ins upp í efri mörk þess, þ.e.a.s. að svart­sýn­ustu spá. „Því má segja að þó ráð­staf­anir sótt­varna­læknis og yfir­valda til að vernda þennan hóp reynast ­mörgum erf­ið­ar, þá séu þær afar mik­il­væg­ar,“ segir í sam­an­tekt vís­inda­manna Há­skóla Íslands.

Óvissa næstu mán­uði

Þróun COVID-19 far­ald­urs­ins meðal þeirra þjóða sem hafa ­gengið í gegnum hann á undan okkur (t.d. Kína, Suð­ur­-Kórea og Ítal­ía) bend­ir til þess að með umfangs­miklum sam­fé­lags­í­hlut­unum sé unnt að hemja veld­is­vöxt far­ald­urs­ins. Það er mik­il­væg vís­bend­ing þrátt fyrir að óvissa ríki enn um hvað ­ger­ist þegar losað er um þessi miklu sam­fé­lags­höft.  „Við þessa óvissu þurfum við vænt­an­lega að ­búa næstu mán­uð­i.“

Ítrekað hefur verið bent á nauð­syn þess að þjóðir heims ­setji í for­gang grein­ingu sjúk­dóms­ins en alþjóð­legur sam­an­burður á skimun­ar­tíðn­i á COVID-19 sýnir að hún er hæst á Íslandi og Fær­eyj­um. Þrátt fyrir þenn­an ­fjölda grein­ing­ar­prófa þá er hlut­falls­leg aukn­ing COVID-19 til­fella á síðust­u vikum einna lægst hér­lendis í sam­an­burði við aðrar Evr­ópu­þjóð­ir. „Það er algjör ­gæfa að þessi stefna hafi verið tekin hérna,“ sagði Thor.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent