Ríkisendurskoðun vill skýrara orðalag um endurgreiðsluskyldu á brúarlánum

Orðalagið „að tryggja eftir föngum endurgreiðslu“, getur mögulega falið í sér að skuldari sem fái brúarlán tryggt af hinu opinbera líti svo á að í lánveitingunni felist ekki fortakslaus krafa um endurgreiðslu ef greiðslufall verður hjá honum.

Skúli Eggert Þórðarson ríkisendurskoðandi skrifar undir umsögn stofnunarinnar.
Skúli Eggert Þórðarson ríkisendurskoðandi skrifar undir umsögn stofnunarinnar.
Auglýsing

Rík­is­end­ur­skoðun telur að ákveðið orða­lag í fjár­auka­laga­frum­varpi, sem lagt var fram sem hluti af aðgerð­ar­pakka rík­is­stjórn­ar­innar vegna COVID-19 far­ald­urs­ins, geti falið í sér að við­tak­endur svo­kall­aðra brú­ar­lána gætu talið að þeir þyrftu ekki að borga þau til baka.

Brú­ar­lánin fela í sér að hið opin­bera gengur í ábyrgð fyrir helm­ing lána sem geta í heild numið allt að 70 millj­örðum króna. Með því að Seðla­bank­inn, fyrir hönd rík­is­ins, gangi í ábyrgð fyrir lán­unum þá er þess vænst að kjörin á þeim verði lægri en áður hafi sést í Íslands­sög­unn­i. 

Í fjár­auka­laga­frum­varp­inu segir um þessi lán: „„Samn­ingur ráð­herra við Seðla­bank­ann skal eftir föngum tryggja end­ur­greiðslu slíkra við­bót­ar­lán­veit­inga og miða við að heild­ar­á­hætta rík­is­sjóðs vegna þeirra geti að hámarki numið 35 ma.kr.“

Rík­is­end­ur­skoðun telur að orða­lagið „að tryggja eftir föngum end­ur­greiðslu", geti mögu­lega falið í sér að skuld­ar­inn líti svo á að í lán­veit­ing­unni felist ekki for­taks­laus krafa um end­ur­greiðslu ef greiðslu­fall verður hjá hon­um. „Ábyrgðin á end­ur­greiðslu­skyld­unni gæti því verið skýr­ari í ákvæð­inu. Þótt aðstæður hér­lendis eigi sér ekki hlið­stæðu und­an­farna ára­tugi, verður ekki séð að slíkt eigi að fela í sér að fjár­munir rík­is­sjóðs séu ekki að fullu tryggðir þegar rekstr­ar­að­ilum er veitt tíma­bundin lána­fyr­ir­greiðsla,“ ­segir í umsögn Rík­is­end­ur­skoð­un­ar.

Auglýsing
Stofnunin telur því mik­il­vægt að settar verði hlut­lægar við­mið­anir um hvernig fyr­ir­greiðslu sé hátt­að. „Þá þarf að vera skýrar orðað að lána­fyr­ir­greiðsla sé ekki heim­il, ef rekstr­ar­að­il­inn á þegar í rekstr­ar­vanda vegna ann­arra atvika. Með öðrum orðum vekur Rík­is­end­ur­skoðun athygli á að orða­lagið gæti verið ótví­ræð­ara um ætl­unin sé að end­ur­heimta hlut­að­eig­andi láns­fé.“

Það sé þó mat Rík­is­end­ur­skoð­unar að fyrr­greindar til­lögur séu settar fram sem neyð­ar­ráð­stöfun á ein­stökum tímum og þess vegna sé rétt­læt­an­legt að grípa til þeirra enda sé stefnt að fullri end­ur­greiðslu og að það komi fram í nefnd­ar­á­liti að svo sé.

Umdeild skil­yrði

Brú­ar­lána­að­gerðin er ein helsta aðgerðin í pakk­anum sem rík­is­stjórnin kynnti í Hörpu síð­ast­lið­inn laug­ar­dag. Í henni felst að auð­velda við­bót­ar­lán lána­stofn­ana til fyr­ir­tækja. Þetta verður gert þannig að ríkið semur við Seðla­banka Íslands um að færa lána­stofn­unum aukin úrræði til að veita við­bót­ar­fyr­ir­greiðslu til fyr­ir­tækja, í formi brú­ar­lána, sem orðið hafa fyrir veru­legu tekju­tapi vegna yfir­stand­andi aðstæðna.

Seðla­bank­inn mun því veita ábyrgðir til lána­stofn­ana sem þær nýta til að veita við­bót­ar­lán upp að um 70 millj­arða króna. Aðal­við­skipta­bankar fyr­ir­tækja munu veita þessa fyr­ir­greiðslu og aðgerðin er í heild metin á um 80 millj­arða króna að teknu til­liti til auk­innar útlána­getu banka vegna lækk­unar á banka­skatti, sem mun aukast um tæp­lega 11 millj­arða króna. Hún kemur til við­bótar við svig­rúmið sem Seðla­bank­inn hefur þegar gef­ið, sem nemur um 350 millj­örðum með lækkum sveiflu­jöfn­un­ar­aukans síð­ast­lið­inn mið­viku­dag.

Til að fá bru­ár­lán þarf fyr­ir­tæki að hafa upp­lifað 40 pró­­sent tekju­­fall. Þessi skil­yrði hafa verið umdeild. Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, ræddi skil­yrðin í morg­un­út­varp­inu RÚV í vik­unni. „Þetta er allt saman mats­at­riði. Það má alltaf spyrja sig: hvað með fyr­ir­tæki sem hefur séð 37 pró­­sent tekju­­fall. Það kemst ekki yfir þrösk­uld­inn. Það er ein­fald­­lega um mjög vöndu að ráða.“ 

Stjórn­völd búast við því að allt af helm­ingur af þeim lánum sem þau muni gang­ast í ábyrgðir fyrir muni ekki end­ur­greið­ast. 

Við­skipta­ráð hefur í umsögnum sínum um frum­vörpin sem mynda aðgerð­ar­pakka rík­is­stjórn­ar­innar lagt til að í stað lána verði ráð­ist í að veita fyr­ir­tækjum bein fjár­fram­lög úr rík­is­sjóði sem þau þyrftu ekki að end­ur­greiða. „­Tak­mörk eru fyrir hversu miklar skuldir fyr­ir­tæki geti tekið á sig án þess að það bitni á getu þeirra til að spyrna við fót­um. Því gæti líka verið nær­tækara að leggja áherslu á bein rík­is­út­gjöld eða nið­ur­fell­ingu skatta til að hjálpa fyr­ir­tækjum og sam­fé­lag­inu yfir erf­ið­asta hjall­ann, sem aftur kallar á meiri skuld­setn­ingu rík­is­ins til skemmri tíma,“ segir í einni umsögn Við­skipta­ráðs. Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Verksmiðjutogarinn Heinaste er búinn að fara í slipp og heitir nú Tutungeni.
Árs kyrrsetningu lokið og togari seldur en andvirðinu haldið eftir í Namibíu
Samherji sagði frá því í vikunni að togarinn Heinaste væri laus úr vörslu namibískra yfirvalda og hefði verið seldur í þokkabót. Ekki fylgdi þó fréttatilkynningu fyrirtækisins að söluandvirðinu yrði haldið sem tryggingu á bankareikningi í Namibíu.
Kjarninn 5. desember 2020
Magn kókaíns í frárennsli höfuðborgarinnar fjórfaldaðist milli áranna 2016 og 2018. Í sumar hafði verulega dregið úr því miðað við apríl í fyrra.
Mun minna kókaín í skólpinu í kórónuveirufaraldri
Kórónuveirufaraldurinn hefur breytt mynstri fíkniefnanotkunar í Reykjavík, segir doktorsnemi sem hefur í fimm ár rannsakað magn ólöglegra fíkniefna í frárennsli borgarinnar. Magn kókaíns í skólpinu var 60 prósent minna í júní en í apríl í fyrra.
Kjarninn 5. desember 2020
Rússneska bóluefnið Spútnik V er á leið í dreifingu. Um helgina geta Moskvubúar í forgangshópum fengið fyrri sprautu sína.
Spútnik sprautað í Rússa: Hefja bólusetningu í stórum stíl eftir helgi
Um helgina hefjast bólusetningar á forgangshópum í Moskvu með bóluefninu Spútnik V. Tvær milljónir skammta eru sagðar til. Reuters-fréttastofan segir suma ríkisstarfsmenn upplifa þrýsting um að taka þátt í klínískum tilraunum á virkni bóluefnisins.
Kjarninn 4. desember 2020
Sigurjón Njarðarson
Fullveldið
Kjarninn 4. desember 2020
Haukur Logi Karlsson
Innansveitarkronikan og evrópska réttarríkið
Kjarninn 4. desember 2020
Notkun reyktóbaks og rafrettna ekki tengd við alvarlegri einkenni COVID-19
Niðurstöður nýrrar rannsóknar á Íslandi sýna ekki fram á aukið algengi eða alvarleika COVID-19 sjúkdóms meðal notenda reyktóbaks eða rafrettna en benda til tengsla lungnasjúkdóma við alvarlegri einkenni.
Kjarninn 4. desember 2020
Konur ættu að hafa rétt til þess að hverfa frá störfum sínum eftir 36 vikna meðgöngu að mati Félags íslenskra fæðinga- og kvensjúkdómalækna.
Læknar ítreka að þeim finnst að konur ættu að geta farið í orlof eftir 36 vikur án skerðinga
Fæðinga- og kvensjúkdómalæknar telja að konur ættu að hafa rétt til að fara í orlof eftir 36 vikna meðgöngu, án þess að orlof eftir fæðingu skerðist. Starfshópur heilbrigðisráðherra um stefnumótun í barneignarþjónustu er einróma á sömu skoðun.
Kjarninn 4. desember 2020
Tólf ný smit – allir í sóttkví
Allir sem greindir voru með kórónuveiruna í gær innanlands voru í sóttkví. Eftir fjölgun smita í síðustu viku hefur þeim fækkað jafnt og þétt síðustu daga.
Kjarninn 4. desember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent