Sýn segir upp tuttugu manns

Deildir hafa verið sameinaðar og starfsfólk fært til milli deilda til að reyna að lágmarka uppsagnir.

Sýn - Fjölmiðlar
Auglýsing

Um tuttugu manns var sagt upp hjá Sýn í dag. Viðskiptablaðið greinir frá þessu í dag en Heiðar Guðjónsson, forstjóri Sýnar, staðfestir þetta við miðilinn. Hann segir í samtali við Viðskiptablaðið að deildir hafi einnig verið sameinaðar og starfsfólk fært til milli deilda til að reyna að lágmarka uppsagnir í því erfiða árferði sem nú er til staðar í efnahagsmálum. 

Kjarninn greindi frá því í lok febrúar að tap árs­ins hjá félaginu hefði numið 1,7 millj­örðum króna miðað við hagnað upp á 443 millj­ónir króna árið 2018. Hagn­aður árs­ins að frá­dreg­inni nið­ur­færslu á við­skipta­vild var 703 millj­ónir króna. Ein­skiptis­kostn­aður árs­ins nam 358 millj­ónum króna. 

Tap á síð­ustu þremur mán­uðum árs­ins 2019 nam tveimur millj­örðum króna sam­an­borið við 193 milljón króna hagnað á sama tíma­bili í fyrra. Við­skipta­vild var færð niður um 2,4 millj­arða króna sem skýrir tapið á síð­ustu þremur mán­uðum árs­ins. 

Auglýsing

Heiðar segir í samtali við Viðskiptablaðið að flestar uppsagnirnar séu tengdar íþróttadeildinni en einnig hafi komið til uppsagna í auglýsingadeild. Lítið sé um beinar útsendingar af íþróttum þessa dagana enda búið að fresta deildum í flestum keppnisíþróttum, bæði hér á landi og erlendis.

DV greinir frá því í dag að á meðal þeirra sem þurfa að hætta störfum sé íþróttafréttamaðurinn Arnar Björnsson. Hann hafi hafið störf á RÚV árið 1986 sem almennur fréttamaður en farið nokkrum mánuðum síðar út í íþróttafréttir og starfað við þær allar götur síðan. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jón Ormur Halldórsson
Pólitíska miðjan hennar Merkel
Kjarninn 19. september 2021
Steinar Frímannsson
Góð, en stundum þokukennd stefna – Umhverfisstefna Viðreisnar
Kjarninn 19. september 2021
Tugir innherjasvikamála órannsökuð þegar Fjármálaeftirlitið hætti rannsóknum
Fyrrverandi rannsakandi á verðbréfasviði Fjármálaeftirlitsins eftir hrun bankakerfisins segir sögu sína í bók sem brátt kemur út í Bretlandi og Bandaríkjunum. Hann segir stór mál enn hafa verið órannsökuð þegar FME slaufaði rannsóknarteymum sínum.
Kjarninn 19. september 2021
Þegar Pia Kjærsgaard var forseti danska þingsins á árunum 2015-2019 lét hún hengja upp stóran danskan fána í þingsalnum.
Uppgjör
Árlegt flokksþing Danska þjóðarflokksins fer fram nú um helgina. Það er haldið í skugga deilna um forystu flokksins og hrapandi fylgi. Háværar raddir hafa heyrst um nauðsyn þess að skipta um formann og eitt kunnuglegt nafn heyrst æ oftar: Pia Kjærsgaard.
Kjarninn 19. september 2021
Loðfílar hafa veirð útdauðir í um tíu þúsund ár.
Ætla sér að koma loðfílum á legg innan sex ára
Fyrirtækið Colossal segir loðfíla geta reynst vel í baráttunni gegn loftslagsbreytingum og ætla sér að búa þá til með því að blanda erfðaefni þeirra við frumur Asíufíls. Aðrir vísindamenn efast um ágæti verkefnisins.
Kjarninn 18. september 2021
Árni Jensson
Viðhorfskönnun Gallup – Trúmál
Kjarninn 18. september 2021
Jón Baldvin Hannibalsson
Land tækifæranna
Kjarninn 18. september 2021
Svona mun Sigurboginn líta út fram til 3. október
Sigurboginn klæddur í 25 þúsund fermetra plastklæði
Fyrsta stóra verkefni Christo og Jeanne-Claude hefur litið dagsins ljós eftir andlát Christo. Það hefur verið lengi í undirbúningi en um þúsund manns koma að uppsetningunni og kostnaður nemur rúmum tveimur milljörðum króna.
Kjarninn 18. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent