Meira en tíu þúsund manns í sóttkví – 88 ný smit

Staðfest smit af kórónuveirunni eru nú orðin 890 hér á landi og hefur fjölgað um 88 á einum sólarhring. Sex smit greindust hjá Íslenskri erfðagreiningu.

Kórónaveiran
Auglýsing

Stað­fest smit af kór­ónu­veirunni eru nú orðin 890 hér á landi. Í gær voru þau 802 og hefur þeim því fjölgað um 88 á einum sól­ar­hring. Í dag eru yfir tíu þús­und manns í sótt­kví en í gær var fjöld­inn 9.889.

Rúm­lega 3.209  manns hafa lokið sótt­kví.

Nú liggja átján sjúk­lingar á sjúkra­húsi vegna COVID-19 sjúk­dóms­ins, og sam­kvæmt frétt á vef Land­spít­ala liggja sex á gjör­gæslu­deild og eru þeir allir í önd­un­ar­vél.  

Auglýsing

Á síð­unn­i Covid.is kemur fram að 82 hafi náð sér af sjúk­dómnum til þessa.

Í dag hafa 12.613 sýni verið tekin frá upp­hafi far­ald­urs­ins. ­Síð­asta sól­ar­hring­inn voru 606 sýni tekin hjá Íslenskri erfða­grein­ingu og 383 hjá sýkla- og veiru­fræði­deild Land­spít­al­ans. Sex ný smit greindust hjá ÍE.

Þess skal getið að mis­munur getur verið á tölum um sýna­tök­ur ann­ars vegar og fjölda smita hins vegar sem birtar eru á hverjum degi á Covid.­is. Skýr­ingin er sú að birt­ing upp­lýs­inga um smit taka mið af því hvenær ­sýnið var tekið en ekki hvenær það var greint.

Helstu nið­ur­stöður spálík­ans vís­inda­manna við Háskóla Ís­lands, með gögnum til og með 24. mars, eru þær að á meðan far­ald­ur­inn gang­i ­yfir muni rúm­lega 1.500 manns á Íslandi grein­ast með COVID-19 en talan gæti náð nær 2.300 manns sam­kvæmt svart­sýn­ustu spá.

Þá er gert ráð fyrir að far­ald­ur­inn nái hámarki fyrst­u vik­una í apr­íl.

Tveir af þeim sem greinst hafa með COVID-19 hér á landi hafa lát­ist, rúm­lega sjö­tug íslensk kona og ástr­alskur karl­maður á fer­tugs­aldri.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Um 500 skólar í Suður-Kóreu hafa frestað því að hefja starfsemi á ný vegna fjölgun smita undanfarna daga.
Suður-Kórea stígur skref til baka
Fjölgun nýrra smita í Suður-Kóreu síðustu daga þykir sýna þá hættu sem getur skapast þegar takmörkunum á samkomum fólks er aflétt. Yfirvöld hafa aftur gripið til aðgerða til að hefta útbreiðslu veirunnar.
Kjarninn 29. maí 2020
Védís Hervör Árnadóttir, Ásdís Kristjánsdóttir og Anna Hrefna Ingimundardóttir.
Ásdís Kristjánsdóttir ráðin aðstoðarframkvæmdastjóri SA
Þrjár konur hafa tekið við nýjum stöðum innan Samtaka atvinnulífsins.
Kjarninn 29. maí 2020
Ólafur Marteinsson
Ólafur Marteinsson nýr formaður SFS
Mjótt var á munum í kosningum til formanns stjórnar Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Kjarninn 29. maí 2020
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að von sé á góðum tíðindum frá Noregi líka.
Danmörk opnuð fyrir Íslendingum 15. júní og von á góðum fréttum frá Noregi
Danmörk opnar landamæri sín fyrir Íslendingum, Norðmönnum og Þjóðverjum 15. júní. Fyrst um sinn verður ferðamönnum þó bannað að gista í Kaupmannahöfn og þeir beðnir um að sýna fram á að þeir hafi sex nátta dvöl bókaða í landinu.
Kjarninn 29. maí 2020
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata.
Tímasetning kosninganna ekki einkamál ríkisstjórnarinnar
Þingmaður Pírata telur að nú sé kominn tími til að ríkisstjórnin greini frá því hvenær kosningar verða á næsta ári, það sé mikilvægt lýðræðismál. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir sjálfsagt að meirihlutinn starfi saman til loka október 2021.
Kjarninn 29. maí 2020
Arngrímur Brynjólfsson
„Við gerðum bara gott úr þessu“
Skipstjórinn á Heinaste sem var handtekinn og settur í farbann í Namibíu um síðustu jól segist hafa viljað vera þar í landi á öðrum forsendum. Hann hafi þó ekki látið það trufla sig en hann og eiginkona hans notuðu tækifærið og ferðuðust um landið.
Kjarninn 29. maí 2020
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra lagði frumvarpið fram í mars.
Frumvarp ráðherra mun gera framkvæmd upplýsingalaga „flóknari og óskilvirkari“
Úrskurðarnefnd um upplýsingamál gagnrýnir frumvarp forsætisráðherra um breytingar á upplýsingalögum í umsögn sem birtist í gær. Verði frumvarpið að lögum muni það valda enn tíðari og lengri töfum á afgreiðslu erinda á grundvelli upplýsingalaga.
Kjarninn 29. maí 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Heimajarðgerð
Kjarninn 29. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent