Sólveig Anna: Nú gefst tækifæri til að leiðrétta „mistökin“

Formaður Eflingar leggur til að allir þeir milljarðar sem greiddir hafa verið í arð til eigenda fyrirtækja á síðustu árum verði gerðir upptækir af ríkinu og notaðir til að fjármagna íslenskt samfélag.

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Auglýsing

Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, for­maður Efl­ing­ar, fjallar um ástandið sem ríkir um þessar mundir í stöðu­upp­færslu á Face­book í dag.

Hún segir að vinn­andi fólk hafi skapað ómældan auð fyrir íslenskt sam­fé­lag. Bæði efna­hags­legan auð og sam­fé­lags­legan auð. Þetta viti Íslend­ing­ar. „Vinn­andi fólk heldur uppi grunn­kerf­unum á land­inu. Þetta vitum við öll. Verka og lág­launa­fólk hefur síð­asta ára­tug þrælað sér út. Til að kom­ast undan hrun­inu sem hafði hræði­leg áhrif á líf okkar þurftum við að vinna og vinna og vinna; í enda­lausum yfir­vinnum og auka­vinn­u,“ skrifar hún.

„Lág­launa­konur eru búnar að þræla sér út; í umönn­un­ar­störfum inn í fjársveltu kerfi. Þær hafa eytt síð­asta ára­tug í að hlaupa hraðar og hrað­ar, til að halda öllu gang­andi. Rútu­bíl­stjórar hafa unnið 24/7 árum sam­an, í ferða­manna-brans­an­um, til að kom­ast upp í eitt­hvað sem hægt væri að kalla sæmi­leg laun. Þeir hafa borið þann fórn­ar­kostnað sem því fylgir að vera alltaf í vinn­unni. Fólkið sem vinnur við að þrífa og ræsta á hót­el­unum hefur breytt sjálfu sér í vél­ar, unnið hraðar og meira en nokkur mann­eskja ætti að vinna, til að kom­ast yfir þau verk­efni sem á þau hafa verið lögð inn á vinnu­stöð­un­um. Þetta fólk hefur stundað „back-br­eak­ing“ vinnu fyrir lág­marks­laun.“ Sól­veig Anna segir að svona mætti lengi telja.

Auglýsing

Þá gagn­rýnir hún harð­lega við­brögð Við­skipta­ráðs við ástand­inu. „Nú ber­ast okkur fregnir af því að útsend­arar rík­asta fólks Íslands, Við­skipta­ráð, krefj­ist þess að svokölluð hag­ræð­ing­ar­krafa verði gerð á opin­berar stofn­an­ir, sam­stund­is, í upp­hafi krís­unn­ar. Að tæki­færið verði notað þegar far­sótt gengur yfir heims­byggð­ina og nið­ur­skurð­ar­hníf­ur­inn brýndur og brúk­að­ur. Vegna þess að það sé „sann­gjarnt“.“

Telur hug­mynda­fræð­ina bull

Sól­veigu Önnu er ekki um Við­skipta­ráð gef­ið. „Allt sem þetta fólk hefur lagt til síð­ustu ár og ára­tugi er bull. Hug­mynda­fræðin er bull. Hún er sam­fé­lags­legt eit­ur. Hug­mynda­fræðin sem Við­skipta­ráð aðhyllist býr til ástand þar sem sumt fólk þarf að hlaupa enda­laust til að hafa í sig og á meðan annað fólk færir sjálfu sér millj­arða á ári hverju. Millj­arða sem verða til vegna vinnu þeirra sem eiga að kom­ast af á litlu sem engu. Millj­arða sem verða til vegna vinnu þeirra sem geta aldrei lagt fyr­ir, aldrei tryggt afkomu sína, aldrei lagst til svefns án þess að áhyggj­urnar taki sitt pláss í rúm­inu. Millj­arða sem verða til vegna grimmi­legs arð­ráns.“

Fyrst Við­skipta­ráð hafi stigið fram, sem og ýmsir fleiri á borð við Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi sem vilja sleppa við veiði­gjaldið í eitt ár, og „notað orðið „sann­girni“ um firr­ingu og þvað­ur“, þá leggur hún til að í nafni sann­girn­innar verði allir þeir millj­arðar sem greiddir hafi verið í arð til eig­enda atvinnu­tækj­anna á síð­ustu árum, þeir millj­arðar sem fámennur hópur hafi talið sig mega taka til sín, gerðir upp­tækir af rík­inu og not­aðir til að fjár­magna kerfin og sam­fé­lagið á Íslandi, félags­lega end­ur­fram­leiðslu og mann­sæm­andi lífs­skil­yrði.

„Allir þessir millj­arðar áttu auð­vitað alltaf að fara í að gera það en runnu í vas­ann á fólk­inu sem öllu hefur fengið að ráða í sam­fé­lag­inu. Nú gefst tæki­færi til að leið­rétta „mi­s­tök­in“. Við hljótum að vilja grípa það tæki­færi frekar en að leyfa auð­stétt­inni að láta sína hug­mynda­fræði­legu óra rætast, á kostnað okkar allra.

Það skal eng­inn láta sér detta það í hug að vinn­andi fólk ætli að láta eitt­hvað sví­virði­legt rugl fjár­magns­eig­enda yfir sig ganga, í nafni sam­stöð­unn­ar. Það kemur ekki til greina og mun aldrei gera það.

Bara svo að það sé sag­t,“ skrifar hún að lok­um.

Vinn­andi fólk hefur skapað ómældan auð fyrir íslenskt sam­fé­lag. Bæði efna­hags­legan auð og sam­fé­lags­legan auð. Þetta...

Posted by Sól­veig Anna Jóns­dóttir on Sat­ur­day, March 28, 2020


Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Um 500 skólar í Suður-Kóreu hafa frestað því að hefja starfsemi á ný vegna fjölgun smita undanfarna daga.
Suður-Kórea stígur skref til baka
Fjölgun nýrra smita í Suður-Kóreu síðustu daga þykir sýna þá hættu sem getur skapast þegar takmörkunum á samkomum fólks er aflétt. Yfirvöld hafa aftur gripið til aðgerða til að hefta útbreiðslu veirunnar.
Kjarninn 29. maí 2020
Védís Hervör Árnadóttir, Ásdís Kristjánsdóttir og Anna Hrefna Ingimundardóttir.
Ásdís Kristjánsdóttir ráðin aðstoðarframkvæmdastjóri SA
Þrjár konur hafa tekið við nýjum stöðum innan Samtaka atvinnulífsins.
Kjarninn 29. maí 2020
Ólafur Marteinsson
Ólafur Marteinsson nýr formaður SFS
Mjótt var á munum í kosningum til formanns stjórnar Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Kjarninn 29. maí 2020
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að von sé á góðum tíðindum frá Noregi líka.
Danmörk opnuð fyrir Íslendingum 15. júní og von á góðum fréttum frá Noregi
Danmörk opnar landamæri sín fyrir Íslendingum, Norðmönnum og Þjóðverjum 15. júní. Fyrst um sinn verður ferðamönnum þó bannað að gista í Kaupmannahöfn og þeir beðnir um að sýna fram á að þeir hafi sex nátta dvöl bókaða í landinu.
Kjarninn 29. maí 2020
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata.
Tímasetning kosninganna ekki einkamál ríkisstjórnarinnar
Þingmaður Pírata telur að nú sé kominn tími til að ríkisstjórnin greini frá því hvenær kosningar verða á næsta ári, það sé mikilvægt lýðræðismál. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir sjálfsagt að meirihlutinn starfi saman til loka október 2021.
Kjarninn 29. maí 2020
Arngrímur Brynjólfsson
„Við gerðum bara gott úr þessu“
Skipstjórinn á Heinaste sem var handtekinn og settur í farbann í Namibíu um síðustu jól segist hafa viljað vera þar í landi á öðrum forsendum. Hann hafi þó ekki látið það trufla sig en hann og eiginkona hans notuðu tækifærið og ferðuðust um landið.
Kjarninn 29. maí 2020
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra lagði frumvarpið fram í mars.
Frumvarp ráðherra mun gera framkvæmd upplýsingalaga „flóknari og óskilvirkari“
Úrskurðarnefnd um upplýsingamál gagnrýnir frumvarp forsætisráðherra um breytingar á upplýsingalögum í umsögn sem birtist í gær. Verði frumvarpið að lögum muni það valda enn tíðari og lengri töfum á afgreiðslu erinda á grundvelli upplýsingalaga.
Kjarninn 29. maí 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Heimajarðgerð
Kjarninn 29. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent