Vonbrigði með brot á samkomubanni síðasta sólarhring

Staðfest smit eru nú orðin 963 hér á landi en 79 nýir einstaklingar greindust með smit í gær. Enn er ekki um veldisvöxt að ræða sem er mjög jákvætt. Aftur á móti varð yfirlögregluþjónn fyrir vonbrigðum með brot á samkomubanni en það er talið bera árangur.

Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn
Auglýsing

Víðir Reyn­is­son yfir­lög­reglu­þjónn sagð­ist á dag­legum blaða­manna­fundi í dag hafa orðið fyrir von­brigðum með brot á sam­komu­banni síð­asta sól­ar­hring. „Við erum kannski enn að átta okkur á alvar­leika máls­ins, það getur vel ver­ið. Og við þurfum kannski bara aðeins lengri tíma til þess.“

Hann sagði að von­andi værum við öll að kom­ast í þann gír að átta okkur á því að lífið okkar væri ekki eðli­legt eins og er. „Við getum ekki ætl­ast til þess að á meðan við erum í svona ástandi að við getum hegðað okkur eins og við gerðum áður en þetta kom upp.“

Allir þyrftu að breyta hegðun sinni og lifa öðru­vísi. „Ef við gerum það og ef við gerum það saman eins og við erum búin að vera að gera að stærstu leyti hingað til þá komumst við miklu hraðar í gegnum þetta. Og komumst betur í gegnum þetta og lang­tíma­á­hrifin verða miklu minn­i,“ sagði Víð­ir.

Auglýsing

Hann hvatti því Íslend­inga – og sér­stak­lega unga fólkið – sem hefði verið ábyrgir og frá­bærar fyr­ir­myndir að hjálpa „okkur hinum sem eru mið­aldra að kom­ast í gegnum þetta með því að minna okkur á þegar við erum ekki að standa okk­ur“ og beina okkur á rétta braut. „Við hin sem erum að gleyma okkur þurfum að taka til­mæl­unum vel og við treystum á það að við hjálp­umst öll með þetta,“ sagði Víð­ir.

End­ur­skoðuð spá kemur eftir helgi

Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir sagði að áhuga­vert væri út frá veiru­fræð­inni að af 504 sýnum hefðu 14 pró­sent þeirra verið jákvæð, þ.e. sýnt merki um sýk­ingu en hjá Íslenskri erfða­grein­ingu hefði af 518 sýnum verið ein­ungis 0,6 pró­sent jákvæð. „Þetta er ákveð­inn speg­ill á sam­fé­lags­smit,“ sagði sótt­varna­lækn­ir.

Hann greindi frá því að á Lands­spít­ala lægju nú 19 ein­stak­lingar inn með COVID-­sýk­ing­una og þannig væru alls fjöldi inn­lagna 33, fyrir utan þá tvo sem lágu inni á sjúkra­hús­inu á Akur­eyri en eru nú útskrif­að­ir. Á gjör­gæslu eru nú ell­efu ein­stak­ling­ar, sam­kvæmt Þórólfi, og af þeim eru sex í önd­un­ar­vél.

„Matið á far­aldr­inum núna er nú í hægum vexti – hann er ekki í veld­is­vexti, getur maður sagt. Og eins og við töl­uðum um í gær þá virð­ist hann ennþá vera að fylgja bestu spá eða lík­leg­ustu spá við fjölda til­fella. En varð­andi alvar­legar inn­lagn­ir, inn­lagnir á gjör­gæslu, þá er svona heldur að fylgja verstu spánn­i,“ sagði hann.

Þá kom fram í máli Þór­ólfs að end­ur­skoðuð spá myndi koma eftir helgi.

„Þannig að ég held að við getum enn sagt að aðgerð­irnar virð­ast vera að skila árangri og stór hluti af þeim sem greindust síð­ast­lið­inn sól­ar­hring var í sótt­kví eða yfir 60 pró­sent. Sem sýnir mik­il­vægi sótt­kvíar og hversu mik­il­vægt það er að halda fólki áfram í sótt­kví og greina það þannig fljótt,“ sagði hann.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Björn Leví: Höfum hjakkað í sama farinu
„Á undanförnum árum höfum við verið að hjakka í sama farinu. Við höfum verið að nýta okkur þennan enn eina hvalreka sem ferðaþjónustan hefur verið,“ segir þingmaður Pírata.
Kjarninn 6. júní 2020
Leikhópurinn Lotta: Bakkabræður
Bakkabræður teknir í samfélagssátt
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Bakkabræður í uppsetningu Leikhópsins Lottu.
Kjarninn 6. júní 2020
Heil vika án nýrra smita
Nýgreind smit síðasta sólarhringinn: Núll. Greind smit síðustu sjö sólarhringa: Núll. Í dag eru tímamót í baráttu Íslendinga gegn COVID-19. Í baráttunni gegn litla gaddaboltanum, veirunni sem virðist ekki hafa tekist að finna líkama að sýkja í viku.
Kjarninn 6. júní 2020
Jói Sigurðsson, sem sést hér fyrir miðju á myndinni og Þorgils Sigvaldason, sem stendur lengst til hægri, fengu hugmyndina að CrankWheel árið 2014.
Hafa tekist á við vaxtarverki vegna heimsfaraldursins
CrankWheel er íslenskt nýsköpunarfyrirtæki sem hefur vaxið nokkuð að undanförnu vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins, enda gerir tæknilausn fyrirtækisins sölufólki kleift að leysa störf sín af hendi úr fjarlægð.
Kjarninn 6. júní 2020
180⁰ Reglan
180⁰ Reglan
180° Reglan – Viðtal við Christof Wehmeier
Kjarninn 6. júní 2020
Víða í Bandaríkjunum standa yfir mótmæli í kjölfar morðsins á George Floyd.
Vöxtur Antifa í Bandaríkjunum andsvar við uppgangi öfgahægrisins
Bandarískir ráðamenn saka Antifa um að bera ábyrgð á því að mótmælin sem nú einkenna bandarískt þjóðlíf hafi brotist út í óeirðir. Trump vill að hreyfingin verði stimpluð sem hryðjuverkasamtök en það gæti reynst erfitt.
Kjarninn 6. júní 2020
Hugmyndir um að hækka vatnsborð Hagavatns með því að stífla útfall þess, Farið, eru ekki nýjar af nálinni.
Ber að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu Hagavatnsvirkjunar
Íslenskri vatnsorku ehf. ber að sögn Orkustofnunar að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu fyrirhugaðrar Hagavatnsvirkjunar í frummatsskýrslu. Þá ber fyrirtækinu einnig að bera saman 9,9 MW virkjun og fyrri áform um stærri virkjanir.
Kjarninn 6. júní 2020
Telur stjórnvöld vinna gegn eigin markmiðum með hagræðingarkröfu á Hafró
Forstjóri Hafrannsóknastofnunar segir að stjórnvöld gangi gegn eigin markmiðum um eflingu haf- og umhverfisrannsókna með því að gera sífellda hagræðingarkröfu á Hafró. Hann segir stofnunina sinna hættulega litlum grunnrannsóknum.
Kjarninn 5. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent