Norðurlönd leggja litla sem enga áherslu á að fjarlægja drauganet úr hafinu

Norðurlöndin hafa ófullnægjandi yfirsýn yfir það hve mikið og hvar veiðarfæri tapast. Áætlað er að um það bil 640.000 tonn veiðarfæra tapist árlega.

Norðurlöndin lítið sem ekkert í það verkefni að fjarlægja veiðarfæri esm hafa týnst.
Norðurlöndin lítið sem ekkert í það verkefni að fjarlægja veiðarfæri esm hafa týnst.
Auglýsing

Á hverju ári bæt­ast við í heims­höfin um 8 millj­ónir tonna af plasti. Einnig er áætlað að um það bil 640.000 tonn veið­ar­færa tap­ist árlega. Engar tölu­legar upp­lýs­ingar liggja ­fyrir um það hve mikið tap­ast af veið­ar­færum, verður eftir á hafs­botni eða er farg­að í sjó­inn á Norð­ur­lönd­um. Áherslan á bæði atvinnu- og tóm­stunda­fisk­veiðar er breyti­leg frá einu landi til ann­ars en það er full ástæða til að ætla að mönnum sé vand­i á höndum hvað þetta varðar á Norð­ur­lönd­um.

Þetta er með­al­ þess sem fram kemur í skýrslu nor­ræna sam­starfs­verk­efn­is­ins Clean Nor­dic Oceans. Verk­efn­inu er ætlað að miðla þekk­ingu og reynslu á aðferðum og aðgerð­u­m til að draga úr hættu á drauga­veiðum og mengun hafs­ins vegna tap­aðra veið­ar­færa.

Veið­ar­færi og leifar af veið­ar­færum sem týn­ast í hafi hafa slæm áhrif á líf­ríkið og geta stuðl­að að bæði þján­ingum og „sið­fræði­lega röngum dauða með veiðum drauga­neta,“ segir í skýrsl­unni.

Auglýsing

Norð­ur­lönd hafa aukið áherslur sínar á meng­un­ar­varnir í hafi en það er hins vegar „ekki hægt að halda því fram að jafn mikil áhersla sé á veið­ar­færi sem ástæð­u ­meng­un­ar,“ segir í inn­gangi skýrsl­unn­ar. „Frá­vik á Norð­ur­löndum hvað þetta varðar sýn­ast meiri en raun­veru­legar sveiflur í mik­il­vægi veið­anna eru. Töp­uð veið­ar­færi eru sam­svar­andi og aðrir hlutir úr plasti í haf­inu og geta stefn­t ­lífi í sjó í hættu. For­gangs­raða verður aðgerðum í sam­ræmi við það.“

Ófull­nægj­andi yfir­sýn

Ein hel­sta ­nið­ur­staða skýrsl­unnar er sú að Norð­ur­löndin hafa ófull­nægj­andi yfir­sýn yfir það hve mikið og hvar veið­ar­færi tap­ast. Jafn­vel þótt fyrir hendi sé reglu­verk með kröf­um um skýrslu­gerð ráða fá land­anna yfir virkum kerfum til skýrslu­gerðar um töp­uð veið­ar­færi við atvinnu- og tóm­stunda­veið­ar. Þetta kemur greini­lega fram í töl­u­m um týnd veið­ar­færi sem, miðað við heild­ar­afla við­kom­andi lands og fyr­ir­komu­lag ­fisk­veiða, eru ýmist mjög lágar eða hrein­lega ekki til stað­ar.

Gríðarlegt magn af plasti í fuglabjargi.

Þá leggja Norð­ur­lönd­in ­lítið sem ekk­ert í það verk­efni að fjar­lægja týnd veið­ar­færi. „Þetta er bæð­i sið­ferði­lega rangt og óheppi­legt, í ljósi þeirrar þekk­ingar sem fyrir liggur um veiðar í drauga­net og hve lengi þau eru að brotna niður í nátt­úr­unn­i,“ segir í skýrsl­unni. Aðeins eitt land­anna fer í hreins­un­ar­að­gerðir árlega.

 Það er umtals­vert meiri hætta á því að veið­ar­færi ­sem lögð eru tap­ist (t.d. lag­net og ýmsar gerðir fiski­gildra) en þau sem dreg­in eru (t.d. troll, nót og snur­voð). Hins vegar leggja skýrslu­höf­undar mikla á­herslu á það að jafn­vel þótt mestar líkur séu á að veið­ar­færi sem lögð eru tap­ist eru hlutir úr veið­ar­færum sem dregin eru miklu meira áber­andi í strandrusli frá fisk­veið­um.

Lítil áhersla á vit­und­ar­vakn­ingu

Svo virð­is­t ­sem lítil áhersla sé á það að auka vit­und fyrir vand­anum á Norð­ur­löndum í heild sinni. Það má að öllum lík­indum rekja það til blöndu með­vit­aðra og ómeð­vit­aðra aðgerða og jafn­vel við­horfum að smá­stykki úr veið­ar­færum lenda í haf­inu. „Þetta og veið­ar í drauga­net getur í raun leitt til særðra og í versta falli dauða dýra í hafi,“ ­segir í skýrsl­unni „Þessu er lít­ill gaumur gef­inn og lítið um það fjall­að, hvorki hvað varðar atvinnu- né tóm­stunda­veið­ar.“

Mik­ill mun­ur er á því hvernig nor­rænu ríkin skipu­leggja mót­töku á veið­ar­færum sem fund­ist hafa eða skal farg­að. Ríki með fáar en stórar mið­lægar fiski­hafnir hafa kom­ið ­upp góðum lausnum um mót­töku. Ríki með breið­ara umfang og fjölda hafna hafa ekki komið upp full­nægj­andi lausnum sem duga, einkum hvað varðar stað­bundn­ari hluta flot­ans.

Í skýrsl­unn­i er bent á að hægt er að end­ur­nýta veið­ar­færi sem finn­ast og hluti úr veið­ar­færum sem eru orðin úrelt. En það er almennt séð kostn­að­ar­samt að end­ur­vinna veið­ar­færi því það þarf að leysa þau í sundur og gera klár, auk þess ­sem sumar vörur er ekki hægt að end­ur­vinna.

Aðgerðir sem lagðar eru til

Nauð­syn­leg­t er að auka vit­neskju á Norð­ur­löndum öllum um afleið­ingar veið­ar­færa sem tapast hafa eða verið skilin eft­ir. Þetta á einkum við um skort á starfs­hefðum sem ­leiðir til þess að smærri hlutir úr veið­ar­færum ber­ast í haf­ið.

Almenn þörf fyr­ir­ að fara yfir það að hvaða marki reglu­setn­ing í hverju landi fyrir sig skilar til­ætl­uð­u­m ár­angri hvað þetta varð­ar. Þörf getur verið fyrir nýjar aðgerð­ir, svo sem að hafa flótta­leiðir úr fiski­gildrum og að banna fisk­veiðar við skips­flök.

Aðgerðir á hafi úti

Nauð­syn­leg­t er að gera stöðu veið­ar­fær­anna „sýni­legri“ til að draga úr hættu á að skorið sé á yfir­borðs­hluta og að veið­ar­færi rek­ist sam­an. Mælt er með lausnum til að til­kynna eða láta vita þannig að veið­ar­færin verði staf­rænt sýni­leg öðrum ­sjó­far­end­um.

Séu öll veið­ar­færi ­merkt hvetur það til auk­innar ábyrgðar á því að til­kynna þegar þau tap­ast. Þannig aukast einnig líkur á því að hægt sé að skila þeim til eig­and­ans og þannig að end­ur­nýta þau.

Mikil þörf er fyrir aukna áherslu á efnisval í veiðarfærum.

Skýrslu­höf­und­ar ­segja greini­legt að auka þarf hæfni tóm­stunda­veiði­manna við notkun á lag­net­u­m og fiski­gildr­um. Aukin hæfni dregur úr hættu á því að veið­ar­færi tap­ist. Hvað at­vinnu­fiski­menn varðar snýst aukin hæfni einkum um bættar starfs­hefðir og við­horf gagn­vart efn­is­leifum úr veið­ar­fær­um.

„Það þarf aug­ljós­lega að gera kröfu um til­kynn­ingar um stað­setn­ingu týndra veið­ar­færa með ein­földu og ­sér­hönn­uðu verk­færi fyrir fiski­menn,“ segir í aðgerða­kafla skýrsl­unn­ar. „Ekki verður betur séð en að þetta sé hag­kvæm leið til að afla nauð­syn­legra ­upp­lýs­inga og þekk­ing­ar.“

Veið­ar­færi á hafs­botni geta stefnt lífi í sjó í hættu og eru meng­andi í haf­inu með löngum nið­ur­brots­tíma. ­Mælt er með því að fjar­lægja þau af hafs­botni. Það eru til hag­nýtar aðferð­ir til hreins­unar en það þarf að aðlaga þær að aðstæðum í hverju landi fyrir sig á­samt inn­leiðslu kerfa um til­kynn­ingar um stað­setn­ingu týndra veið­ar­færa.

Aðgerðir í landi

Mælt er með­ því að skipu­leggja lausnir sem gera mönnum kleift að skila týndum veið­ar­færum ­sem hafa fund­ist og veið­ar­færum til förg­unar á fiski­höfn­um. Hvetja þarf til­ ­lausna sem stuðla að end­ur­notkun og end­ur­nýt­ingu þannig að brennsla og sorp­eyð­ing komi síð­ast til álita.

Mikil þörf er fyrir aukna áherslu á efn­is­val í veið­ar­fær­um. Það er hægt að taka full­t tillit til skil­virkni við veiðar með því að móta lausnir sem líka geta stuðl­að að minna magni plasts í veið­ar­fær­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent