Vilhjálmur Birgisson segir af sér sem varaforseti ASÍ

Formaður Verkalýðsfélags Akraness hefur sagt af sér embætti varaforseta Alþýðusambands Íslands.

Vilhjálmar Birgisson - Fundur ASÍ 28. febrúar 2018
Auglýsing

Vil­hjálmur Birg­is­son, for­maður Verka­lýðs­fé­lags Akra­ness, hefur sagt af sér emb­ætti sem 1. vara­for­seti Alþýðu­sam­bands Íslands (ASÍ). Þetta stað­festir Drífa Snædal, for­seti ASÍ, í sam­tali við Kjarn­ann.

Mið­stjórn ASÍ fundar núna en hvorki Vil­hjálmur né Ragnar Þór Ing­ólfs­son, for­maður VR, verða við­staddir á þeim fund­i. 

Vil­hjálmur birti stöðu­upp­færslu á Face­book í gær þar sem hann sagði þá stöðu sem væri að teikn­ast upp á ís­lenskum vinnu­mark­aði vera væg­ast sagt hroll­vekj­andi enda væri alltof stór­hluti tann­hjóla atvinnu­lífs­ins við það að stöðvast. „Þessi staða á vinnu­mark­aðnum er orðin nú þegar mun verri en hún varð í hrun­inu og það er ljóst að við verðum að finna leiðir til að verja störf­in, verja kaup­mátt­inn og verja heim­il­in. Við verðum að finna leiðir til að verja lífs­við­ur­væri og síð­ast en ekki síst atvinnu­ör­yggi launa­fólks eins og kostur er á meðan þessi far­aldur gengur yfir.“

Vil­hjálmur sagði að það lægi fyrir að fjöl­margir atvinnu­rek­endur hefðu óskað eftir við stétt­ar­fé­lögin að við þessar for­dæma­lausu aðstæður sem væru við lýði með beiðni um að fresta þeim launa­hækk­unum sem eiga að koma til fram­kvæmda í dag, 1. apr­íl. „Ég hef alltaf sagt að það komi ekki til greina, enda þarf launa­fólk á þessum launa­hækk­unum á að halda. Hins vegar er ég til­bú­inn að fara aðra leið vegna þess skelf­ingar ástands sem ríkir á vinnu­mark­aðnum vegna far­ald­urs­ins. Sú leið bygg­ist á því að í stað þess að fresta launa­hækk­un­inni þá verði mót­fram­lag atvinnu­rek­enda í líf­eyr­is­sjóð lækkað úr 11,5% í 8% tíma­bundið meðan far­ald­ur­inn gengur yfir. En mark­miðið með þess­ari leið væri að verja atvinnu­ör­yggi launa­fólks og tryggja um leið að launa­hækk­anir skili sér til launa­fólks.“

Auglýsing
Sam­tök atvinn­u­lífs­ins (SA) og ASÍ hafa átt í ófor­m­­legum við­ræðum um nokk­­urt skeið um mála­­leitan sam­tak­anna um að leita leiða til að draga tíma­bundið úr launa­­kostn­aði fyr­ir­tæki. Á mánu­dag sendi SA for­m­­legt erindi þess efnis til samn­inga­­nefndar ASÍ, sem var í dag hafnað með því afdrátt­­ar­­lausa svari að verka­lýðs­hreyf­­ingin ljái ekki máls á tíma­bund­inni lækkun launa­­kostn­að­­ar. 

Í for­m­­lega erind­inu sem sent var á mán­u­dag segir meðal ann­­ars að heims­far­ald­­ur­inn COVID-19 hafi lamað íslenskt sam­­fé­lag og atvinn­u­líf. „Stór hluti atvinn­u­­starf­­semi um heim allan hefur stöðvast. Tekju­grund­­völlur fjöl­margra íslenskra fyr­ir­tækja hefur algjör­­lega brost­ið. Stjórn­­völd grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir fjölda­gjald­­þrot fyr­ir­tækja og for­­dæma­­lausa fjölgun atvinn­u­­lausra.“

Í bréf­inu, sem Hall­­dór Benja­mín Þor­bergs­­son fram­­kvæmda­­stjóri SA og Eyjólfur Árni Rafns­­son for­­maður SA skrifa und­ir, var óskað eftir því að mót­fram­lag atvinn­u­rek­enda í líf­eyr­is­­sjóði starfs­­manna yrði tíma­bundið lækkað úr 11,5 í átta pró­­sent, eða um 3,5 pró­­sent­u­­stig. Það er sama leið og Vil­hjálmur lýsti sig fylgj­andi að fara. Lækk­­unin átti að gilda í sex mán­uði en sam­komu­lagið myndi fram­­lengj­­ast í þrjá mán­uði ósjálf­krafa ef því yrði ekki sagt upp.

Í kjöl­far þess að ASÍ hafn­aði leið­inni sagði Vil­hjálmur af sér emb­ætti 1. vara­for­seta.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rósa Björk Brynjólfsdóttir er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins, sem myndi gera afneitun helfararinnar refsiverða á Íslandi.
Vilja gera það refsivert að afneita helförinni
Tveggja ára fangelsi gæti legið við því að afneita eða gera gróflega lítið úr helförinni gegn gyðingum í seinni heimstyrjöldinni, ef nýtt frumvarp sem lagt hefur verið fram á þingi nær fram að ganga.
Kjarninn 19. janúar 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Enn reynt að banna verðtryggð lán án þess að banna þau að fullu
Fjármála- og efnahagsráðherra hefur lagt fram frumvarp sem á að banna veitingu 40 ára verðtryggðra jafngreiðslulána til flestra. Þeir sem eru undanskildir eru hóparnir sem líklegastir eru til að taka lánin. Íslendingar hafa flúið verðtryggingu á methraða.
Kjarninn 19. janúar 2021
Sveinbjörn Indriðason forstjóri Isavia segir hlutafjáraukninguna gera Isavia kleift að ráðast í framkvæmdir til að auka samkeppnishæfni Keflavíkurflugvallar.
Ríkið spýtir fimmtán milljörðum inn í Isavia
Hlutafé í opinbera hlutafélaginu Isavia hefur verið aukið um 15 milljarða króna. Þetta er gert til að mæta tapi vegna áhrifa COVID-faraldursins og svo hægt verði að ráðast í framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli, sem eiga að skapa störf strax á þessu ári.
Kjarninn 19. janúar 2021
Boeing 737 MAX-vélar hafa ekki mátt fljúga í evrópskri lofthelgi frá því í mars 2019.
Evrópsk flugmálayfirvöld ætla að hleypa MAX-vélunum í loftið í næstu viku
Stjórnandi Flugöryggisstofnunar Evrópu boðaði á blaðamannafundi í morgun að Boeing 737 MAX-vélarnar, sem hafa verið kyrrsettar frá því í mars 2019, fái heimild til flugs í evrópskri lofthelgi í næstu viku.
Kjarninn 19. janúar 2021
Nafn Joe Manchin verður það fyrsta sem flýgur upp í huga fréttamanna þegar umdeild þingmál eru lögð fyrir öldungadeild Bandaríkjaþings. Íhaldssamasti demókratinn mun hafa mikið um að segja hvort þau komist í gegn.
Maðurinn sem Biden þarf að semja við
Sá þingmaður sem talinn er verða með mest ítök í öldungadeild Bandaríkjaþings á komandi misserum er demókratinn Joe Manchin frá Vestur-Virginíu. Ætli demókratar að ná 51 atkvæði með sínum málum þarf að komast að samkomulagi við hann.
Kjarninn 19. janúar 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – „Hvað hefurðu eiginlega á móti lestri?“
Kjarninn 19. janúar 2021
Svartá er vatnsmesta lindá landsins.
„Heita kartaflan“ sem mun „kljúfa samfélagið í Bárðardal“
Þingeyjarsveit hefur áður skipst í fylkingar í virkjanamálum. Laxárdeilan er mörgum enn í fersku minni en í þessari sömu sveit hyggst fyrirtækið SSB Orka reisa Svartárvirkjun sem engin sátt er um.
Kjarninn 19. janúar 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Ný könnun: Næstum tveir af hverjum þremur treysta ekki Bjarna til að selja Íslandsbanka
Tekjulægri vantreysta fjármála- og efnahagsráðherra mun frekar til að einkavæða annan ríkisbankann en þeir sem eru með hærri tekjur.
Kjarninn 18. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent