„Ef þið eruð pirruð þarna úti, ekki láta það bitna á starfsfólki verslana“

Fjölmargar ábendingar hafa borist yfirlögregluþjóni þess efnis að viðskiptavinir verslana komi illa fram við starfsfólkið.

Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn
Auglýsing

Víðir Reyn­is­son yfir­lög­reglu­þjónn sagði á dag­legum blaða­manna­fundi í dag að hann hefði fengið mikið af ábend­ingum síð­asta sól­ar­hring­inn frá starfs­fólki í versl­unum sem kvarti undan fram­komu við­skipta­vin­anna.

„Ef þið eruð pirruð þarna úti, ekki láta það bitna á starfs­fólki versl­ana. Það eru ekki þau sem setja regl­urn­ar. Þau eru að fram­fylgja því sem við segj­um. Látið það þá frekar bitna á okk­ur, við getum reynt að útskýra það ef fólk er ekki að skilja það. Ekki láta það bitna á sak­lausi starfs­fólki sem er bara að reyna að gera sitt besta til þess að sinna okkar þörf­um,“ sagði Víð­ir.

Hann ítrek­aði jafn­framt að fólk ætti að forð­ast það að ferð­ast inn­an­lands um páskana, og reyna að versla tím­an­lega til þess að lenda ekki í örtröð.

Auglýsing

„Og að lokum þetta sem við erum alltaf að segja: Ef þér líður eitt­hvað illa vertu heima. Ef þú ert með ein­hvers konar ein­kenni; háls­bólgu eða eitt­hvað nef­rennsli, vertu heima. Verum örugg á þessu, tal­aðu við lækn­inn þinn og athug­aðu hvort þú megir fara út eða ekki. Ekki fara út – ekki íslenska vík­ing­inn á þetta – með kvef­ið, háls­bólg­una og bein­verk­ina og ætla að mæta í vinn­una. Ekki gera það,“ sagði Víð­ir.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórður Snær Júlíusson
50.876 Íslendingar
Kjarninn 1. mars 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Það þarf að fremja jafnrétti strax
Kjarninn 1. mars 2021
Krjúpa skal úti í horni við burðarvegg eða undir borði, skýla höfði og halda sér í.
KRJÚPA – SKÝLA – HALDA – er orðaröð sem rétt er að leggja á minnið
Almannavarnir hvetja fólk til að kynna sér varnir og viðbúnað vegna jarðskjálfta vegna kröftugrar jarðskjálftahrinu sem nú stendur yfir á Reykjanesskaga.
Kjarninn 1. mars 2021
Bensíndropinn er dýr um þessar mundir.
Bensínverð ekki verið hærra frá því í nóvember 2019
Hlutur olíufélaganna í hverjum seldum bensínlítra hefur ekki verið minni frá því í janúar 2020. Viðmiðunarverð á bensíni hefur þrátt fyrir það ekki verið hærra í 15 mánuði og hefur hækkað um 14 prósent frá því í maí.
Kjarninn 28. febrúar 2021
Barokkbandið Brák safnar fyrir útgáfu plötu sem skilur eftir sig menningarleg verðmæti
Ný hljómplata Barokkbandsins Brákar nefnist Tvær hliðar/ Two Sides og verður tvöföld. Hljómsveitin safnar nú fyrir upptökum og útgáfu hennar á Karolina Fund og áætlar að platan komi út í lok árs 2021.
Kjarninn 28. febrúar 2021
Freyr Eyjólfsson
Hring eftir hring
Kjarninn 28. febrúar 2021
Halla Bergþóra Björnsdóttir.
Lögreglustjóri vill ekki tjá sig um símtöl Áslaugar Örnu til sín
Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir ástæðu þess að hún vilji ekki tjá sig um símtöl dómsmálaráðherra eftir að Ásmundarsalsmálið kom upp vera þá að málið sé komið til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
Kjarninn 28. febrúar 2021
„Mér leið alveg ömurlega yfir að hafa smitast“
Víðir Reynisson hefur lært „ótrúlega margt“ um mannleg samskipti frá upphafi faraldursins og hefði viljað gera sumt öðruvísi, m.a. Facebook-færsluna sem hann skrifaði um aðdraganda þess að hann smitaðist sjálfur af COVID-19.
Kjarninn 28. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent