Segir þyrlukast henta illa smærri myntsvæðum

Hagfræðingur skrifar um óhefðbundna peningastefnu á krísutímum í Vísbendingu vikunnar.

þyrla
Auglýsing

Pen­inga­prentun án inni­stæðu hentar smærri mynt­svæðum illa sem leið seðla­banka til að örva hag­kerfi í krepp­um. Magn­bundin íhlutun geti hins vegar nýst íslenskum stjórn­völd­um, heim­ilum og fyr­ir­tækjum vel með lægri lang­tíma­vöxt­u­m.  Þórunn Helgadóttir, hagfræðingur hjá Compass Lexecon í Madríd.

Þetta kemur fram í grein Þór­unn­ar Helga­dótt­ur, hag­fræð­ings hjá Compass Lex­econ í Madríd, í nýjasta tölu­blaði Vís­bend­ing­ar, sem kom út síð­asta föstu­dag.

Í grein­inni fjallar Þór­unn um tvær aðgerðir sem heyra til óhefð­bund­innar pen­inga­stefnu á krísu­tím­um, magn­bundna íhlutun (Qu­antita­tive easing) og þyrlu­kast (Helicopter drop). 

Báðar aðgerð­irnar hafa verið nefndar sem hugs­an­leg úrræði til þess að koma í veg fyrir enn frek­ari sam­drátt vegna veiru­far­ald­urs­ins með því að auka pen­inga­magn í umferð.

Magn­bundin íhlutun

Magn­bundin íhlut­un, sem felur í sér kaup á rík­is­skulda­bréf­um, er ætlað að örva fjár­mála­mark­aði og hafa þannig áhrif á lang­tíma­vexti. Seðla­banki Jap­ans var fyrstur til að grípa til slíkra úrræða á árunum 2001-2006, en seðla­bankar Banda­ríkj­anna, Bret­lands og Evr­ópu­sam­bands­ins gerðu slíkt hið sama í kjöl­far fjár­málakrepp­unnar árið 2008 og efna­hags­þreng­ing­anna sem henni fylgd­i. 

Í grein sinni víkur Þór­unn sér­stak­lega að við­brögðum Mario Drag­hi, banka­stjóra evr­ópska seðla­bank­ans, sem sagð­ist munu standa vörð um evr­una „hvað sem það kostar“ í frægri ræðu sinni í miðju krepp­unnar á Evru­svæð­inu.

Auglýsing
„Orð seðla­banka­stjór­ans voru heldur ekki inn­an­tóm. Nokkrum vikum síðar hóf seðla­bank­inn að kaupa upp skuldir aðild­ar­ríkja í þeim til­gangi að lækka vexti (e. Outright Monet­ary Transact­ions) og tveimur árum síðar hóf evr­ópski seðla­bank­inn einnig að beita magn­bund­inni íhlut­un. Líkt og mynd 1 sýnir tóku lang­tíma­vextir á evru­svæð­inu dýfu í kjöl­far þess­ara aðgerða og hefur ítalski seðla­banka­stjór­inn hlotið við­ur­nefnið Super-Mario fyrir stað­festu sína í að bjarga evr­unni, sama hvað það kost­að­i,” skrifar Þór­unn.Áhrif efnda og aðgerða Mario Draghi sjást skýrt þegar langtímavextir á Evrusvæðinu eru bornir saman fyrir og eftir ræðu hans um að vernda evruna „hvað sem það kostar”. Mynd fengin úr síðasta tölublaði Vísbendingar.

Þyrlu­kast

Sam­kvæmt Þór­unni er þyrlu­kast, sem felur í sér inni­stæðu­lausa pen­inga­prentun þar sem hinir nýprent­uðu seðlar verða eftir í hag­kerf­inu, umdeild­ari aðgerð. Hún bendir þó á að Jordi Galí, einn virt­asti þjóð­hag­fræð­ingur heims, segi að efna­hags­að­stæður nú, ef ein­hvern tím­ann kalli á þyrlu­kast á Evru­svæð­inu. „Hins vegar leggur Galí áherslu á að slíkar aðgerðir séu neyð­ar­úr­ræði sem aðeins ætti að beita ef ljóst er að aðrar aðferðir verði árang­urs­lausar eða hafi óæski­legar afleið­ing­ar,“ skrifar hún. 

Einnig bætir Þór­unn við að pen­inga­prentun á stóru mynt­svæði líkt og Evru­svæð­inu sé ólík­leg til að þynna út gjald­mið­il­inn þar sem evrur hafa alþjóð­legt verð­mæti, en að smærri mynt­svæði gætu lent í greiðslu­jöfn­un­ar­vanda ef slíkum úrræðum er beitt þar. 

Fjallað er ítar­legar um málið í síð­ustu Vís­bend­ingu, sem hægt er að ger­ast áskrif­andi að hér. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent