Aðeins eitt jákvætt sýni hjá Íslenskri erfðagreiningu

Í dag er 1.021 einstaklingur með virkt COVID-19 smit en í gær voru þeir 1.096. Alls hafa 559 náð bata.

Landspítalinn
Auglýsing

Stað­fest smit af kór­ónu­veirunni eru orðin 1.586 hér á landi. Í gær voru þau 1.562 og hefur þeim því fjölgað um 24 á einum sól­ar­hring. Í dag eru 4.407 manns í sótt­kví og hefur þeim fækkað veru­lega síðan í gær. Alls hefur 13.531 ein­stak­lingur lokið sótt­kví.

Í dag er 1.021 ein­stak­lingur með virkt COVID-19 smit en í gær var fjöld­inn 1.096. Alls hafa 559 ­náð bata.

23 ný smit ­greindust í þeim 235 sýnum sem tekin voru á sýkla- og veiru­fræði­deild Land­spít­ala í gær. Af 877 sýnum sem tekin voru hjá Íslenskri erfða­grein­ingu fann­st eitt nýtt smit. Alls hefur 28.991 sýni verið tekið hér á landi frá upp­hafi far­ald­urs­ins.

Enn er yfir helm­ingur þeirra sem grein­ast með sýk­ingu í sótt­kví sem sótt­varna­læknir hefur sagt sýna mik­il­vægi þeirrar aðgerðar við að hefta úbreiðslu veirunn­ar. 

Auglýsing

Á sjúkra­hús­i liggja 39 sjúk­lingar vegna COVID-19 sjúk­dóms­ins, þar af þrettán á gjör­gæslu, ­sam­kvæmt því sem fram kemur á vefnum covid.­is.

Af þeim sem ­greinst hafa með COVID-19 á Íslandi eru sex lát­in.

Spá því að 140 þurfi að leggj­ast inn á sjúkra­hús

Nú er gert ráð fyrir því að rúm­lega 2.100 manns muni grein­ast með COVID-19 hér á landi í þess­ari bylgju far­ald­urs­ins, en talan gæti náð 2.600 sam­kvæmt svart­sýnni spá. Þetta kemur fram í upp­færðri for­spá vís­inda­manna Háskóla Íslands, Land­spít­ala og land­lækn­is­emb­ætt­is­ins, sem mið­ast við gögn til og með 5. apr­íl.

­Gert er ráð ­fyrir því að fjöldi þeirra sem eru með virkan sjúk­dóm nái hámarki í þess­ari viku og að þeir verði um 1.400 tals­ins. Sam­kvæmt svart­sýnni spá gæti þó farið svo að toppnum verði ekki náð fyrr en í næstu viku og að 1.700 ein­stak­lingar hafi þá ­virkan sjúk­dóm á sama tíma.

Sam­kvæmt nýj­ustu gögnum er gert ráð fyrir því að á meðan þessi bylgja far­ald­urs­ins fer ­yfir þurfi 140 manns að leggj­ast inn á sjúkra­hús, en fjöld­inn gæti náð hátt í 170 manns. Mest álag á heil­brg­iðis­þjón­ustu verður fyrir miðjan apr­íl, en þá er ­gert ráð fyrir að um það bil 70 ein­stak­lingar geti verið inniliggj­andi á sama tíma, en svart­sýnni spá er 90 ein­stak­ling­ar.

Upp­færð ­for­spá gerir ráð fyrir því að á tíma far­ald­urs­ins muni 28 ein­stak­lingar veikjast al­var­lega og þurfa gjör­gæslu­inn­lögn, en svart­sýnni spá gerir ráð fyrir því að þessir sjúk­lingar verði allt að 41 tals­ins.

Mestu álag­i á gjör­gæslu­deildir er spáð í annarri viku apr­íl, en þá er búist við því að 11 ­sjúk­lingar liggi á gjör­gæslu á sama tíma, en sam­kvæmt svart­sýnni spá gætu það verið 19 manns.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ný útlán banka til fyrirtækja umfram uppgreiðslur voru um átta milljarðar í fyrra
Ný útlán til atvinnufyrirtækja landsins á nýliðnu ári voru innan við tíu prósent þess sem þau voru árið 2019 og 1/27 af því sem þau voru árið 2018.
Kjarninn 24. janúar 2021
Býst við að 19 þúsund manns flytji hingað á næstu fimm árum
Mannfjöldaspá Hagstofu gerir ráð fyrir að fjöldi aðfluttra umfram brottfluttra á næstu fimm árum muni samsvara íbúafjölda Akureyrar.
Kjarninn 24. janúar 2021
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra.
Áfram gakk – En eru allir í takt?
Fulltrúar atvinnulífsins taka vel í skýra stefnumörkun utanríkisráðherra í átt að eflingu utanríkisviðskipta. Þó er kallað eftir heildstæðari mennta- og atvinnustefnu sem væri grundvöllur fjölbreyttara atvinnulífs og öflugri útflutningsgreina.
Kjarninn 24. janúar 2021
Pylsuvagn á Ráðhústorginu árið 1954.
Hundrað ára afmæli Cafe Fodkold
Árið 1921 hafði orðið skyndibiti ekki verið fundið upp. Réttur sem íbúum Kaupmannahafnar stóð þá, í fyrsta sinn, til boða að seðja hungrið með, utandyra standandi upp á endann, varð síðar eins konar þjóðareinkenni Dana. Og heitir pylsa.
Kjarninn 24. janúar 2021
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
„Birtingarmynd af eindæma skilningsleysi stjórnvalda“
Þingmaður Samfylkingarinnar segir að félags- og barnamálaráðherra hafi tekist að hækka flækjustigið svo mikið varðandi sérstakan styrk til íþrótta- og tómstundastarfs barna frá tekjulágum heimilum að foreldrar geti ekki nýtt sér styrkinn.
Kjarninn 23. janúar 2021
Jón Baldvin Hannibalsson
Fimm hundruð milljarða spurningin – Í næstu kosningum
Kjarninn 23. janúar 2021
Freyja Haraldsdóttir
Baráttunni ekki lokið á meðan fólk gleymist og situr eftir
Freyja Haraldsdóttir segist vera þakklát fyrir að vera bólusett og að heilbrigðisyfirvöld hafi sett hópinn sem hún tilheyrir í forgang. Hún bendir þó á að fatlað fólk með aðstoð heima hafi gleymst í bólusetningarferlinu.
Kjarninn 23. janúar 2021
Húsnæðismarkaðurinn hefur verið á fleygiferð undanfarna mánuði. Ódýrt lánsfjármagn er þar helstu drifkrafturinn.
Bankar lána metupphæðir til húsnæðiskaupa og heimilin yfirgefa verðtrygginguna
Viðskiptabankarnir lánuðu 306 milljarða króna í ný húsnæðislán umfram upp- og umframgreiðslur í fyrra. Fordæmalaus vöxtur var í töku óverðtryggðra lána og heimili landsins greiddu upp meira af verðtryggðum lánum en þau tóku.
Kjarninn 23. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent