Aukin hætta á heimilisofbeldi við aðstæður eins og nú eru

Tvö andlát kvenna undanfarna rúma viku má sennilega rekja til ofbeldis inni á heimilum. Framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins minnti þjóðina á að úrræði fyrir bæði gerendur og þolendur eru í boði, á daglegum upplýsingafundi almannavarna.

Sigþrúður Guðmundsdóttir framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins
Sigþrúður Guðmundsdóttir framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins
Auglýsing

Bæði rann­sóknir og reynsla land­anna í kringum okkur sýnir að hættan á heim­il­is­of­beldi eykst í ástandi eins og núna er í sam­fé­lag­inu, sagði Sig­þrúður Guð­munds­dóttir fram­kvæmda­stýra Kvenna­at­hvarfs­ins á dag­legum upp­lýs­inga­fundi yfir­valda vegna heims­far­ald­urs kór­ónu­veiru.

Hún sagði að því miður væri ýmis­legt sem benti til þess að svo væri hér líka, en tvö and­lát kvenna, eitt í Sand­gerði fyrir mán­aða­mót og annað í Hafn­ar­firði um helg­ina, eru til rann­sóknar sem saka­mál.

Sig­ríður Björk Guð­jóns­dóttir rík­is­lög­reglu­stjóri sagði í morg­un­þætti Rík­is­út­varps­ins í morgun að útlit væri fyrir að í báðum til­fellum væri um hræði­leg heim­il­is­of­beld­is­mál að ræða.

Auglýsing

Sig­þrúður beindi orðum sínum til ger­enda, þeirra sem hefðu áður í lífi sínu beitt ofbeldi í nánu sam­bandi.

„Hvert okkar sem þekkir sig í þeim aðstæðum að hafa ekki fundið aðra leið til að leysa ágrein­ing eða koma óánægju sinni á fram­færi eða halda stjórn­inni á heim­il­inu eða eitt­hvað slíkt, enga aðra leið nema að beita sví­virð­ingum eða hót­unum eða lík­am­legu ofbeldi, að leita sér hjálp­ar. Vegna þess að hafi það gerst einu sinni eru líkur á að það ger­ist aftur og við erum í áhættu varð­andi þetta, akkúrat nún­a,“ sagði Sig­þrúður og benti meðal ann­ars á úrræðið Heim­il­is­frið, sem sér­hæfir sig í með­ferð fyrir karla og konur sem beita ofbeldi.

Úrræðin standa galopin

Hún tal­aði einnig til þolenda og benti þeim á þau úrræði sem eru í boði. Kvenna­at­hvarfið er opið, glað­legt, hreint og smit­frítt líka, sagði Sig­þrúð­ur, en áætl­anir eru til staðar um hvað skuli gera ef það breyt­ist.

Sig­þrúður sagði að þau sam­tök sem starfa fyrir þolendur ofbeldi, eins og Kvenna­at­hvarf­ið, Bjarka­hlíð, Bjarma­hlíð, Aflið á Akur­eyri, Dreka­slóð og Stíga­mót, hafi áhyggjur af því að fólk veigri sér við að leita í úrræðin á þessum tím­um.

„Við höfum áhyggjur af því að okkur tak­ist ekki að hjálpa þeim sem helst þurfa á hjálp­inni að halda, en ég vil láta vita að þessi úrræði eru galopin sem fyrr, þó að þau hafi ef til vill þurft að breyta þjón­ustu sinni eitt­hvað. Öll erum við af vilja gerð til að leysa vand­ann,“ sagði Sig­þrúð­ur.

Mik­il­vægt að börn búi ekki við ofbeldi

„Við erum öll barna­vernd,“ sagði Alma Möller land­læknir á fund­inum og Sig­þrúður ræddi einnig um stöðu barna á ofbeld­is­heim­il­um.

„Það er mik­il­vægt að hafa í huga að börn á ofbeld­is­heim­ilum hafa ekk­ert val, þau eru bara þar sem börn eiga að ver­a,“ sagði Sig­þrúður og bætti við að flestir for­eldrar í ofbeld­is­sam­böndum stæðu í þeirri trú að börnin þeirra yrðu ekki fyrir áhrifum af ofbeld­inu á heim­il­inu. Það væri rangt.

Hún sagði mik­il­vægt að börn hefðu ein­hvern sem þau treystu og gætu leitað til og kannski væri erfitt fyrir þau núna, á tíma sam­komu­banns, að nálg­ast þá mann­eskju. Það mik­il­væg­asta sem við gætum gert núna, væri að koma í veg fyrir að börn séu stað­sett á ofbeld­is­heim­il­um.

 „Ef við sjáum eitt­hvað þá segjum við eitt­hvað og látum vita af því,“ sagði Víðir Reyn­is­son yfir­lög­reglu­þjónn, sem minnti á að í þessum efnum eins og öðrum yrði þjóðin að standa saman og passa upp á næsta mann.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Björn Leví: Höfum hjakkað í sama farinu
„Á undanförnum árum höfum við verið að hjakka í sama farinu. Við höfum verið að nýta okkur þennan enn eina hvalreka sem ferðaþjónustan hefur verið,“ segir þingmaður Pírata.
Kjarninn 6. júní 2020
Leikhópurinn Lotta: Bakkabræður
Bakkabræður teknir í samfélagssátt
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Bakkabræður í uppsetningu Leikhópsins Lottu.
Kjarninn 6. júní 2020
Heil vika án nýrra smita
Nýgreind smit síðasta sólarhringinn: Núll. Greind smit síðustu sjö sólarhringa: Núll. Í dag eru tímamót í baráttu Íslendinga gegn COVID-19. Í baráttunni gegn litla gaddaboltanum, veirunni sem virðist ekki hafa tekist að finna líkama að sýkja í viku.
Kjarninn 6. júní 2020
Jói Sigurðsson, sem sést hér fyrir miðju á myndinni og Þorgils Sigvaldason, sem stendur lengst til hægri, fengu hugmyndina að CrankWheel árið 2014.
Hafa tekist á við vaxtarverki vegna heimsfaraldursins
CrankWheel er íslenskt nýsköpunarfyrirtæki sem hefur vaxið nokkuð að undanförnu vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins, enda gerir tæknilausn fyrirtækisins sölufólki kleift að leysa störf sín af hendi úr fjarlægð.
Kjarninn 6. júní 2020
180⁰ Reglan
180⁰ Reglan
180° Reglan – Viðtal við Christof Wehmeier
Kjarninn 6. júní 2020
Víða í Bandaríkjunum standa yfir mótmæli í kjölfar morðsins á George Floyd.
Vöxtur Antifa í Bandaríkjunum andsvar við uppgangi öfgahægrisins
Bandarískir ráðamenn saka Antifa um að bera ábyrgð á því að mótmælin sem nú einkenna bandarískt þjóðlíf hafi brotist út í óeirðir. Trump vill að hreyfingin verði stimpluð sem hryðjuverkasamtök en það gæti reynst erfitt.
Kjarninn 6. júní 2020
Hugmyndir um að hækka vatnsborð Hagavatns með því að stífla útfall þess, Farið, eru ekki nýjar af nálinni.
Ber að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu Hagavatnsvirkjunar
Íslenskri vatnsorku ehf. ber að sögn Orkustofnunar að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu fyrirhugaðrar Hagavatnsvirkjunar í frummatsskýrslu. Þá ber fyrirtækinu einnig að bera saman 9,9 MW virkjun og fyrri áform um stærri virkjanir.
Kjarninn 6. júní 2020
Telur stjórnvöld vinna gegn eigin markmiðum með hagræðingarkröfu á Hafró
Forstjóri Hafrannsóknastofnunar segir að stjórnvöld gangi gegn eigin markmiðum um eflingu haf- og umhverfisrannsókna með því að gera sífellda hagræðingarkröfu á Hafró. Hann segir stofnunina sinna hættulega litlum grunnrannsóknum.
Kjarninn 5. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent