Aukin hætta á heimilisofbeldi við aðstæður eins og nú eru

Tvö andlát kvenna undanfarna rúma viku má sennilega rekja til ofbeldis inni á heimilum. Framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins minnti þjóðina á að úrræði fyrir bæði gerendur og þolendur eru í boði, á daglegum upplýsingafundi almannavarna.

Sigþrúður Guðmundsdóttir framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins
Sigþrúður Guðmundsdóttir framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins
Auglýsing

Bæði rann­sóknir og reynsla land­anna í kringum okkur sýnir að hættan á heim­il­is­of­beldi eykst í ástandi eins og núna er í sam­fé­lag­inu, sagði Sig­þrúður Guð­munds­dóttir fram­kvæmda­stýra Kvenna­at­hvarfs­ins á dag­legum upp­lýs­inga­fundi yfir­valda vegna heims­far­ald­urs kór­ónu­veiru.

Hún sagði að því miður væri ýmis­legt sem benti til þess að svo væri hér líka, en tvö and­lát kvenna, eitt í Sand­gerði fyrir mán­aða­mót og annað í Hafn­ar­firði um helg­ina, eru til rann­sóknar sem saka­mál.

Sig­ríður Björk Guð­jóns­dóttir rík­is­lög­reglu­stjóri sagði í morg­un­þætti Rík­is­út­varps­ins í morgun að útlit væri fyrir að í báðum til­fellum væri um hræði­leg heim­il­is­of­beld­is­mál að ræða.

Auglýsing

Sig­þrúður beindi orðum sínum til ger­enda, þeirra sem hefðu áður í lífi sínu beitt ofbeldi í nánu sam­bandi.

„Hvert okkar sem þekkir sig í þeim aðstæðum að hafa ekki fundið aðra leið til að leysa ágrein­ing eða koma óánægju sinni á fram­færi eða halda stjórn­inni á heim­il­inu eða eitt­hvað slíkt, enga aðra leið nema að beita sví­virð­ingum eða hót­unum eða lík­am­legu ofbeldi, að leita sér hjálp­ar. Vegna þess að hafi það gerst einu sinni eru líkur á að það ger­ist aftur og við erum í áhættu varð­andi þetta, akkúrat nún­a,“ sagði Sig­þrúður og benti meðal ann­ars á úrræðið Heim­il­is­frið, sem sér­hæfir sig í með­ferð fyrir karla og konur sem beita ofbeldi.

Úrræðin standa galopin

Hún tal­aði einnig til þolenda og benti þeim á þau úrræði sem eru í boði. Kvenna­at­hvarfið er opið, glað­legt, hreint og smit­frítt líka, sagði Sig­þrúð­ur, en áætl­anir eru til staðar um hvað skuli gera ef það breyt­ist.

Sig­þrúður sagði að þau sam­tök sem starfa fyrir þolendur ofbeldi, eins og Kvenna­at­hvarf­ið, Bjarka­hlíð, Bjarma­hlíð, Aflið á Akur­eyri, Dreka­slóð og Stíga­mót, hafi áhyggjur af því að fólk veigri sér við að leita í úrræðin á þessum tím­um.

„Við höfum áhyggjur af því að okkur tak­ist ekki að hjálpa þeim sem helst þurfa á hjálp­inni að halda, en ég vil láta vita að þessi úrræði eru galopin sem fyrr, þó að þau hafi ef til vill þurft að breyta þjón­ustu sinni eitt­hvað. Öll erum við af vilja gerð til að leysa vand­ann,“ sagði Sig­þrúð­ur.

Mik­il­vægt að börn búi ekki við ofbeldi

„Við erum öll barna­vernd,“ sagði Alma Möller land­læknir á fund­inum og Sig­þrúður ræddi einnig um stöðu barna á ofbeld­is­heim­il­um.

„Það er mik­il­vægt að hafa í huga að börn á ofbeld­is­heim­ilum hafa ekk­ert val, þau eru bara þar sem börn eiga að ver­a,“ sagði Sig­þrúður og bætti við að flestir for­eldrar í ofbeld­is­sam­böndum stæðu í þeirri trú að börnin þeirra yrðu ekki fyrir áhrifum af ofbeld­inu á heim­il­inu. Það væri rangt.

Hún sagði mik­il­vægt að börn hefðu ein­hvern sem þau treystu og gætu leitað til og kannski væri erfitt fyrir þau núna, á tíma sam­komu­banns, að nálg­ast þá mann­eskju. Það mik­il­væg­asta sem við gætum gert núna, væri að koma í veg fyrir að börn séu stað­sett á ofbeld­is­heim­il­um.

 „Ef við sjáum eitt­hvað þá segjum við eitt­hvað og látum vita af því,“ sagði Víðir Reyn­is­son yfir­lög­reglu­þjónn, sem minnti á að í þessum efnum eins og öðrum yrði þjóðin að standa saman og passa upp á næsta mann.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ný útlán banka til fyrirtækja umfram uppgreiðslur voru um átta milljarðar í fyrra
Ný útlán til atvinnufyrirtækja landsins á nýliðnu ári voru innan við tíu prósent þess sem þau voru árið 2019 og 1/27 af því sem þau voru árið 2018.
Kjarninn 24. janúar 2021
Býst við að 19 þúsund manns flytji hingað á næstu fimm árum
Mannfjöldaspá Hagstofu gerir ráð fyrir að fjöldi aðfluttra umfram brottfluttra á næstu fimm árum muni samsvara íbúafjölda Akureyrar.
Kjarninn 24. janúar 2021
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra.
Áfram gakk – En eru allir í takt?
Fulltrúar atvinnulífsins taka vel í skýra stefnumörkun utanríkisráðherra í átt að eflingu utanríkisviðskipta. Þó er kallað eftir heildstæðari mennta- og atvinnustefnu sem væri grundvöllur fjölbreyttara atvinnulífs og öflugri útflutningsgreina.
Kjarninn 24. janúar 2021
Pylsuvagn á Ráðhústorginu árið 1954.
Hundrað ára afmæli Cafe Fodkold
Árið 1921 hafði orðið skyndibiti ekki verið fundið upp. Réttur sem íbúum Kaupmannahafnar stóð þá, í fyrsta sinn, til boða að seðja hungrið með, utandyra standandi upp á endann, varð síðar eins konar þjóðareinkenni Dana. Og heitir pylsa.
Kjarninn 24. janúar 2021
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
„Birtingarmynd af eindæma skilningsleysi stjórnvalda“
Þingmaður Samfylkingarinnar segir að félags- og barnamálaráðherra hafi tekist að hækka flækjustigið svo mikið varðandi sérstakan styrk til íþrótta- og tómstundastarfs barna frá tekjulágum heimilum að foreldrar geti ekki nýtt sér styrkinn.
Kjarninn 23. janúar 2021
Jón Baldvin Hannibalsson
Fimm hundruð milljarða spurningin – Í næstu kosningum
Kjarninn 23. janúar 2021
Freyja Haraldsdóttir
Baráttunni ekki lokið á meðan fólk gleymist og situr eftir
Freyja Haraldsdóttir segist vera þakklát fyrir að vera bólusett og að heilbrigðisyfirvöld hafi sett hópinn sem hún tilheyrir í forgang. Hún bendir þó á að fatlað fólk með aðstoð heima hafi gleymst í bólusetningarferlinu.
Kjarninn 23. janúar 2021
Húsnæðismarkaðurinn hefur verið á fleygiferð undanfarna mánuði. Ódýrt lánsfjármagn er þar helstu drifkrafturinn.
Bankar lána metupphæðir til húsnæðiskaupa og heimilin yfirgefa verðtrygginguna
Viðskiptabankarnir lánuðu 306 milljarða króna í ný húsnæðislán umfram upp- og umframgreiðslur í fyrra. Fordæmalaus vöxtur var í töku óverðtryggðra lána og heimili landsins greiddu upp meira af verðtryggðum lánum en þau tóku.
Kjarninn 23. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent