Vill tífalda listamannalaun

Þingmaður Samfylkingarinnar leggur til að ríkissjóður auki framlag sitt til listamannalauna úr 650 milljónum króna í 6,5 milljarða króna.

Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar.
Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar.
Auglýsing

Ágúst Ólafur Ágústs­son, þing­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, leggur til að lista­manna­laun verði látin ná til tíu sinnum fleiri lista­manna en þau gera nú, eða alls um 3.500 manns í stað 325 manns. 

Lista­manna­launin eru rúm­lega 407 þús­und krónur á mán­uði og þeim er úthlutað að mestu í þrjá til tólf mán­uði til tón­list­ar­flytj­enda, tón­skálda, rit­höf­unda, sviðs­lista­fólks, mynd­list­ar­manna og hönn­uða. Í ár sóttu 1.544 um launin en 325 fengu þau, líkt og áður sagði.

Kostn­aður rík­is­sjóðs við greiðslu lista­manna­launa er nú um 650 millj­ónir króna á ári. Í grein sem Ágúst Ólafur skrif­ar, og birt­ist á Vísi í morg­un, leggur hann til að launin verði marg­földum með því að þau nái til tíu sinnum fleiri en þau gera nú. Sá fjöldi, alls um 3.500 manns, er svip­aður fjöldi og heild­ar­um­fang þeirra sem starfa sjálf­stætt í menn­ingu á Ísland­i. 

Auglýsing
Í grein­inni segir að til­lagan muni kosta um 6,5 millj­arða króna, sem sé svipað og eitt pró­sentu­stig af atvinnu­leysi. „Þessi til­laga mín mun spara hinu opin­bera með minna atvinnu­leysi, auk þess sem aukin umsvif lista­manna skilar miklu fjár­munum í rík­is­sjóð. Einnig væri hægt að hækka lista­manna­launin þannig að þau næðu mið­gild­is­launum í land­inu upp í 650 þús­und á mán­uði. Að auki yrði til mikil list­sköpun öllum hags­bóta og það er ómet­an­legt, ekki síst á þessum tím­um.“

Segir starfs­grund­völl lista­manna far­inn

Ágúst Ólafur bendir á í grein­inni að Íslend­ingar hafið notið fjöl­margra streym­is­tón­leika tón­list­ar­fólks og segir að án listar sé mann­fólk „ná­lægt því að upp­fylla ein­ungis ein­föld­ustu kröfur dýra­rík­is­ins“.

Nú sé staðan þannig að lista­fólkið sé í hættu þar sem búið sé að banna  nær alla við­burði sem stétt lista­manna reiði sig á. „Á þetta við leik­sýn­ing­ar, tón­leika, árs­há­tíð­ir, upp­tök­ur, bíó­sýn­ingar og lista­sýn­ingar en einnig ýmsan rekstur veit­inga­húsa og ann­arra staða sem bjóða upp á lif­andi list af öllu tagi. Tak­mark­anir eru jafn­vel á jarð­ar­förum og brúð­kaup­um. Sam­kvæmt nýj­ustu fréttum verður bann á við­burðum hugs­an­lega langt eftir árinu og þar með talið bæj­ar- og menn­ing­ar­há­tíðum sum­ars­ins. Það yrði gíf­ur­legt fjár­hags­legt tjón fyrir tug­þús­undir lands­manna.“

Lista­menn þurfi því á hinu opin­bera að halda þar sem starfs­grund­völlur þeirra sé far­inn. „Ef listin á að lifa þurfum við hin því að gera eitt­hvað.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Fjármálaráðuneytið segist ekki hafa yfirlit yfir fjársópseignirnar sem seldar voru leynilega
Fjármála- og efnahagsráðuneytið segist ekki hafa komið að ákvörðunum um ráðstöfun eigna sem féllu íslenska ríkinu í skaut vegna stöðugleikasamninga við kröfuhafa föllnu bankanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Frá brautarpalli við aðallestarstöðina í þýsku borginni Speyer. Ef til vill hafa einhverjir þessara farþega nýtt sér níu evru miðann.
Aðgangur að almenningssamgöngum í heilan mánuð fyrir níu evrur
Níu evru miðinn gildir í allar svæðisbundnar samgöngur í Þýskalandi til loka ágústmánaðar. Þetta samgönguátak er hluti af aðgerðapakka stjórnvalda vegna vaxandi verðbólgu og hækkandi orkuverðs en er einnig ætlað að stuðla að umhverfisvænni ferðavenjum.
Kjarninn 26. júní 2022
Steingrímur J. Sigfússon hætti á þingi í fyrrahaust. Síðan þá hefur hann verið skipaður til að leiða tvo hópa á vegum ríkisstjórnarinnar.
Steingrímur J., Óli Björn og Eygló skipuð í stýrihóp til að endurskoða örorkukerfið
Fyrrverandi formaður Vinstri grænna, þingmaður Sjálfstæðisflokks, fyrrverandi félagsmálaráðherra og aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar mynda stýrihóp sem á að endurskoða örorkulífeyriskerfið. Hópurinn á að skila af sér eftir tvö ár. Ingu Sæland er óglatt.
Kjarninn 26. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Veðurfræðingar án framtíðar!
Kjarninn 26. júní 2022
Heildartekjur fjarskiptafyrirtækja jukust um 6,1 milljarð í fyrra og voru 72,4 milljarðar
Farsímaáskriftum fjölgaði aftur í fyrra eftir að hafa fækkað í fyrsta sinn frá 1994 á árinu 2020. Tekjur fjarskiptafyrirtækjanna af sölu á farsímaþjónustu jukust gríðarlega samhliða þessari þróun.
Kjarninn 26. júní 2022
Anna Marsibil Clausen, ritstjóri hlaðvarpa hjá RÚV.
„Rökrétt framhald á kaffistofuumræðunni á tímum ólínulegrar dagskrár“
Svokölluð fylgivörp, hlaðvörp um sjónvarpsefni, eru rökrétt framhald á kaffistofuumræðunni á tímum ólínulegrar dagskrár að mati ritstjóra hlaðvarpa hjá RÚV.
Kjarninn 26. júní 2022
Harmsaga fílsins Happy
Hún er ekki persóna sem á rétt á frelsi segja dómstólar þrátt fyrir að henni hafi verið rænt frá fjölskyldu sinni, hún fönguð, bundin og barin. Misst einu vini sína í prísundinni og aldrei eignast afkvæmi.
Kjarninn 26. júní 2022
Fólk lagði blóm og kerti á götu í Stokkhólmi til minningar um sænska rapparann Einar sem var skotinn til bana í október í fyrra.
Sænskir ráðherrar í læri hjá Dönum
Á meðan morðum sem framin eru með skotvopnum fækkar í mörgum Evrópulöndum fjölgar þeim í Svíþjóð. Í Danmörku fækkar slíkum morðum og nú vilja Svíar læra af Dönum hvernig hægt sé að draga úr glæpum af þessu tagi.
Kjarninn 26. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent