Vill tífalda listamannalaun

Þingmaður Samfylkingarinnar leggur til að ríkissjóður auki framlag sitt til listamannalauna úr 650 milljónum króna í 6,5 milljarða króna.

Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar.
Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar.
Auglýsing

Ágúst Ólafur Ágústs­son, þing­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, leggur til að lista­manna­laun verði látin ná til tíu sinnum fleiri lista­manna en þau gera nú, eða alls um 3.500 manns í stað 325 manns. 

Lista­manna­launin eru rúm­lega 407 þús­und krónur á mán­uði og þeim er úthlutað að mestu í þrjá til tólf mán­uði til tón­list­ar­flytj­enda, tón­skálda, rit­höf­unda, sviðs­lista­fólks, mynd­list­ar­manna og hönn­uða. Í ár sóttu 1.544 um launin en 325 fengu þau, líkt og áður sagði.

Kostn­aður rík­is­sjóðs við greiðslu lista­manna­launa er nú um 650 millj­ónir króna á ári. Í grein sem Ágúst Ólafur skrif­ar, og birt­ist á Vísi í morg­un, leggur hann til að launin verði marg­földum með því að þau nái til tíu sinnum fleiri en þau gera nú. Sá fjöldi, alls um 3.500 manns, er svip­aður fjöldi og heild­ar­um­fang þeirra sem starfa sjálf­stætt í menn­ingu á Ísland­i. 

Auglýsing
Í grein­inni segir að til­lagan muni kosta um 6,5 millj­arða króna, sem sé svipað og eitt pró­sentu­stig af atvinnu­leysi. „Þessi til­laga mín mun spara hinu opin­bera með minna atvinnu­leysi, auk þess sem aukin umsvif lista­manna skilar miklu fjár­munum í rík­is­sjóð. Einnig væri hægt að hækka lista­manna­launin þannig að þau næðu mið­gild­is­launum í land­inu upp í 650 þús­und á mán­uði. Að auki yrði til mikil list­sköpun öllum hags­bóta og það er ómet­an­legt, ekki síst á þessum tím­um.“

Segir starfs­grund­völl lista­manna far­inn

Ágúst Ólafur bendir á í grein­inni að Íslend­ingar hafið notið fjöl­margra streym­is­tón­leika tón­list­ar­fólks og segir að án listar sé mann­fólk „ná­lægt því að upp­fylla ein­ungis ein­föld­ustu kröfur dýra­rík­is­ins“.

Nú sé staðan þannig að lista­fólkið sé í hættu þar sem búið sé að banna  nær alla við­burði sem stétt lista­manna reiði sig á. „Á þetta við leik­sýn­ing­ar, tón­leika, árs­há­tíð­ir, upp­tök­ur, bíó­sýn­ingar og lista­sýn­ingar en einnig ýmsan rekstur veit­inga­húsa og ann­arra staða sem bjóða upp á lif­andi list af öllu tagi. Tak­mark­anir eru jafn­vel á jarð­ar­förum og brúð­kaup­um. Sam­kvæmt nýj­ustu fréttum verður bann á við­burðum hugs­an­lega langt eftir árinu og þar með talið bæj­ar- og menn­ing­ar­há­tíðum sum­ars­ins. Það yrði gíf­ur­legt fjár­hags­legt tjón fyrir tug­þús­undir lands­manna.“

Lista­menn þurfi því á hinu opin­bera að halda þar sem starfs­grund­völlur þeirra sé far­inn. „Ef listin á að lifa þurfum við hin því að gera eitt­hvað.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Ekki talin þörf á að skima tónleikagesti aftur síðar í vikunni
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að það sé ekki alveg öruggt, en þó mjög líklegt, að ef einhver tónleikagestur hafi smitast í Hörpu á föstudag myndi smitið finnast í skimun í dag. Ekki er talin þörf á tvöfaldri skimun hópsins.
Kjarninn 8. mars 2021
Færeyska Kringvarpið birtir annað kvöld heimildaþátt sem ber nafnið Teir ómettiligu og fjallar m.a. um hvernig rannsókn á meintum brotum Samherjasamstæðunnar í Namibíu teygir sig til Færeyja.
Íslenskir rannsakendur hafa aflað upplýsinga um þrjú félög tengd Samherja í Færeyjum
Færeyski skatturinn staðfestir við Kringvarpið að íslenskir rannsóknaraðilar hafi óskað eftir liðsinni vegna rannsóknar á Samherjaskjölunum. Félögin sem íslensk yfirvöld spurðust fyrir um eru öll í slitameðferð.
Kjarninn 8. mars 2021
Ólafur Arnalds
Ljósglæta í þokumóðu sauðfjárstyrkja
Kjarninn 8. mars 2021
Taka þurfi af vafa um nýtingarrétt á náttúruauðlindum í stjórnarskrárfrumvarpi
Að mati ASÍ þarf að gera breytingar á frumvarpi um stjórnarskrárbreytingar til þess að taka af allan vafa um nýtingarrétt auðlinda náttúru Íslands. Sambandið sér hvorki ástæðu til að stytta kjörtímabil forseta né takmarka embættistíma.
Kjarninn 8. mars 2021
Tvær milljónir barna í Englandi sneru aftur í skólann í morgun.
Börn í Englandi aftur í skólann en hluti ítalskra barna sendur heim
Faraldurinn sendir ýmist kaldar eða hlýjar kveðjur um Evrópu nú í upphafi nýrrar viku. Í sumum löndum er verið að aflétta takmörkunum en í öðrum er enn verið að herða.
Kjarninn 8. mars 2021
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Skiptir máli hvernig fæðingarorlofi er háttað?
Kjarninn 8. mars 2021
Lítið eftir af veiðigjöldunum þegar búið er að standa straum af eftirliti og rannsóknum
Heildarútgjöld ríkissjóðs vegna eftirlits og rannsókna vegna fiskveiða og -vinnslu munu líklega nema um 7 milljörðum króna á þessu ári. Árin 2015-2020 voru álögð veiðigjöld að meðaltali 7,4 milljarðar á verðlagi ársins 2020.
Kjarninn 8. mars 2021
Fjöldi fólks sem var á tónleikum í Hörpu á föstudagskvöld verður skimaður í dag.
107 í sóttkví – sjö í einangrun
Á næstu klukkustundum mun það skýrast hvort að tekist hafi að koma í veg fyrir hópsýkingu í kringum tvo einstaklinga sem greindust með veiruna og voru utan sóttkvíar. Nokkrir dagar geta liðið frá smiti og þar til veiran finnst í fólki við sýnatöku.
Kjarninn 8. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent