Lífeyrissjóður fer fram á skýringar á því að Samherji fékk að sleppa við yfirtökutilboð

Einn þeirra lífeyrissjóða sem á stóran hlut í Eimskip ætlar að krefjast þess að Fjármálaeftirlitið skýri betur ákvörðun sína um að sleppa Samherja við því að gera yfirtökutilboð í félagið. Í rökstuðningi eftirlitsins var vísað í „sérstakar aðstæður“.

Kristján Vilhelmsson og Þorsteinn Már Baldvinsson eru helstu stjórnendur og eigendur Samherja.
Kristján Vilhelmsson og Þorsteinn Már Baldvinsson eru helstu stjórnendur og eigendur Samherja.
Auglýsing


Lífeyrissjóðurinn Birta ætlar að fara fram á það við Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands að það veiti frekari rökstuðning fyrir þeirri ákvörðun sinni að sleppa Samherja við yfirtökuskyldu í Eimskip. 

Frá þessu er greint í Viðskiptablaðinu í dag þar sem Ólafur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Birtu, segir að sjóðurinn sé fyrst og fremst að hugsa um fordæmisgildið sem felist í því að veita Samherja undanþágu frá yfirtökuskyldunni, framtíðartúlkun á henni og hugtakinu „sérstakar aðstæður“ sem notað var til að rökstyðja ákvörðunina. „Í ljósi þess að fordæmin eru mjög fá og ólík finnst okkur að það þurfi að veita markaðinum fyllri upplýsingar.“

Birta á sex prósent hlut í Eimskip. 

Hættu við á tíu dögum

Kjarninn hefur fjallað ítarlega um málið eftir undanfarnar vikur. Það snýst um að Samherji Holding, annar hluti Samherjasamstæðunnar, keypti 3,05 prósent hlut í Eimskip 10. mars síðastliðinn. Við það fór eignarhlutur félagsins í flutningarisanum yfir 30 prósent og lögum samkvæmt myndaðist þá skylda á Samherja að gera öðrum hluthöfum yfirtökutilboð. 

Auglýsing
Ástæða þess er sú að þegar einn fjárfestir er farinn að ráða yfir meira en 30 prósent í félagi þá eru tök hans á því orðin svo mikil að þær aðstæður geta skapast að hann geti tekið ákvarðanir, og hrint þeim í framkvæmd, sem þjóna hagsmunum fjárfestisins, ekki félagsins eða annarra hluthafa. Því er um lykilskilyrði í lögunum sem ætlað er að vernda minni hluthafa fyrir því að stórir fjárfestar geti valdið þeim skaða. 

Ástæða þess er sú að þegar einn fjárfestir er farinn að ráða yfir meira en 30 prósent í félagi þá eru tök hans á því orðin svo mikil að þær aðstæður geta skapast að hann geti tekið ákvarðanir, og hrint þeim í framkvæmd, sem þjóna hagsmunum fjárfestisins, ekki félagsins eða annarra hluthafa. Því er um lykilskilyrði í lögunum sem ætlað er að vernda minni hluthafa fyrir því að stórir fjárfestar geti valdið þeim skaða. 

Tíu dögum síðar, 20. mars, hafði staðan í heiminum breyst hratt. Þann dag sendi Samherji Holding Fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands erindi þar sem félagið óskaði eftir að fá undanþágu frá yfirtökuskyldunni sem hafði myndast. Sú undanþágubeiðni var rökstudd vegna þeirra „sér­stöku aðstæðna sem hefðu skap­ast á fjár­mála­mark­aði vegna útbreiðslu Covid-19. Í lögum um verð­bréfa­við­skipti er fjár­mála­eft­ir­lit­inu veitt heim­ild til að veita slíka und­an­þágu ef sér­stakar ástæður mæla með því.“

Þremur dögum síðar seldi Samherji 2,93 prósent hlut í Eimskip. Sú sala gerði það að verkum að atkvæðavægi Samherja í Eimskip fór niður í 29,99 prósent, eða í hæsta mögulega fjölda atkvæða sem halda má á án þess að mynda yfirtökuskyldu. Ekki liggur fyrir keypti þann hlut. 

Vísuðu í tvö ólík fordæmi

Daginn eftir að Samherji seldi sig undir viðmiðunarmörk ákvað Eimskip að fella afkomuspá sína fyrir árið 2020 úr gildi vegna óvissunnar sem væri uppi vegna COVID-19. 

Um síðustu mánaðamót ákvað Fjármálaeftirlitið svo að samþykkja beiðni Samherja Holding um að sleppa við yfirtökuskyldu. Virði bréfa í Eimskip voru í lok þess dags voru 2,2 prósent minna en það var þegar yfirtökuskyldan skapaðist. Síðan að undanþágan var veitt hefur verðið haldið áfram að falla og var í lok viðskipta á í gær var það 5,5 prósent lægra en 10. mars. Alls hefur um þriðjungur af virði Eimskips þurrkast út frá áramótum.

Kjarninn spurði Fjármálaeftirlit Seðlabankans hvort að ákvörðun sem þessi, að hleypa fjárfesti undan yfirtökuskyldu, ætti sér fordæmi. Í svari þess segir að áður hafi verið veitt tvívegis undanþága frá yfirtökuskyldu, en að þau mál séu ekki að öllu leyti sambærileg við mál Samherja. Bæði þau mál snerta Icelandair og snúast um sitt hvorn endann á endurskipulagningarferli þess þjóðhagslega kerfislega mikilvæga fyrirtækis eftir bankahrunið haustið 2008.

Fjármálaeftirlitið sagðist enn fremur ekki hafa upplýsingar um „huglæga afstöðu annarra hluthafa“ í Eimskip til ákvörðunar þess að heimila Samherja að losna undan yfirtökuskyldunni.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Við mölunina eru notuð tæki sem eru búin hnífum eða löngum plastþráðum sem snúast hratt og sjálfvirkt. Afköstin skulu vera, að því er fram kemur í svari MAST við fyrirspurn Kjarnans, nægilega mikil til að tryggja að öll dýrin séu deydd samstundis.
Mölun karlkyns hænuunga „er hryllileg iðja“
Á Íslandi er heimilt að beita tveimur aðferðum við aflífun hænuunga; gösun og mölun. Báðum aðferðum er beitt á tugþúsundir unga á ári. „Allir karlkyns ungar sem fæðast í eggjaiðnaði eru drepnir eftir að þeir klekjast út,“ segir formaður Samtaka grænkera.
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent