Lífeyrissjóður fer fram á skýringar á því að Samherji fékk að sleppa við yfirtökutilboð

Einn þeirra lífeyrissjóða sem á stóran hlut í Eimskip ætlar að krefjast þess að Fjármálaeftirlitið skýri betur ákvörðun sína um að sleppa Samherja við því að gera yfirtökutilboð í félagið. Í rökstuðningi eftirlitsins var vísað í „sérstakar aðstæður“.

Kristján Vilhelmsson og Þorsteinn Már Baldvinsson eru helstu stjórnendur og eigendur Samherja.
Kristján Vilhelmsson og Þorsteinn Már Baldvinsson eru helstu stjórnendur og eigendur Samherja.
Auglýsing


Lífeyrissjóðurinn Birta ætlar að fara fram á það við Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands að það veiti frekari rökstuðning fyrir þeirri ákvörðun sinni að sleppa Samherja við yfirtökuskyldu í Eimskip. 

Frá þessu er greint í Viðskiptablaðinu í dag þar sem Ólafur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Birtu, segir að sjóðurinn sé fyrst og fremst að hugsa um fordæmisgildið sem felist í því að veita Samherja undanþágu frá yfirtökuskyldunni, framtíðartúlkun á henni og hugtakinu „sérstakar aðstæður“ sem notað var til að rökstyðja ákvörðunina. „Í ljósi þess að fordæmin eru mjög fá og ólík finnst okkur að það þurfi að veita markaðinum fyllri upplýsingar.“

Birta á sex prósent hlut í Eimskip. 

Hættu við á tíu dögum

Kjarninn hefur fjallað ítarlega um málið eftir undanfarnar vikur. Það snýst um að Samherji Holding, annar hluti Samherjasamstæðunnar, keypti 3,05 prósent hlut í Eimskip 10. mars síðastliðinn. Við það fór eignarhlutur félagsins í flutningarisanum yfir 30 prósent og lögum samkvæmt myndaðist þá skylda á Samherja að gera öðrum hluthöfum yfirtökutilboð. 

Auglýsing
Ástæða þess er sú að þegar einn fjárfestir er farinn að ráða yfir meira en 30 prósent í félagi þá eru tök hans á því orðin svo mikil að þær aðstæður geta skapast að hann geti tekið ákvarðanir, og hrint þeim í framkvæmd, sem þjóna hagsmunum fjárfestisins, ekki félagsins eða annarra hluthafa. Því er um lykilskilyrði í lögunum sem ætlað er að vernda minni hluthafa fyrir því að stórir fjárfestar geti valdið þeim skaða. 

Ástæða þess er sú að þegar einn fjárfestir er farinn að ráða yfir meira en 30 prósent í félagi þá eru tök hans á því orðin svo mikil að þær aðstæður geta skapast að hann geti tekið ákvarðanir, og hrint þeim í framkvæmd, sem þjóna hagsmunum fjárfestisins, ekki félagsins eða annarra hluthafa. Því er um lykilskilyrði í lögunum sem ætlað er að vernda minni hluthafa fyrir því að stórir fjárfestar geti valdið þeim skaða. 

Tíu dögum síðar, 20. mars, hafði staðan í heiminum breyst hratt. Þann dag sendi Samherji Holding Fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands erindi þar sem félagið óskaði eftir að fá undanþágu frá yfirtökuskyldunni sem hafði myndast. Sú undanþágubeiðni var rökstudd vegna þeirra „sér­stöku aðstæðna sem hefðu skap­ast á fjár­mála­mark­aði vegna útbreiðslu Covid-19. Í lögum um verð­bréfa­við­skipti er fjár­mála­eft­ir­lit­inu veitt heim­ild til að veita slíka und­an­þágu ef sér­stakar ástæður mæla með því.“

Þremur dögum síðar seldi Samherji 2,93 prósent hlut í Eimskip. Sú sala gerði það að verkum að atkvæðavægi Samherja í Eimskip fór niður í 29,99 prósent, eða í hæsta mögulega fjölda atkvæða sem halda má á án þess að mynda yfirtökuskyldu. Ekki liggur fyrir keypti þann hlut. 

Vísuðu í tvö ólík fordæmi

Daginn eftir að Samherji seldi sig undir viðmiðunarmörk ákvað Eimskip að fella afkomuspá sína fyrir árið 2020 úr gildi vegna óvissunnar sem væri uppi vegna COVID-19. 

Um síðustu mánaðamót ákvað Fjármálaeftirlitið svo að samþykkja beiðni Samherja Holding um að sleppa við yfirtökuskyldu. Virði bréfa í Eimskip voru í lok þess dags voru 2,2 prósent minna en það var þegar yfirtökuskyldan skapaðist. Síðan að undanþágan var veitt hefur verðið haldið áfram að falla og var í lok viðskipta á í gær var það 5,5 prósent lægra en 10. mars. Alls hefur um þriðjungur af virði Eimskips þurrkast út frá áramótum.

Kjarninn spurði Fjármálaeftirlit Seðlabankans hvort að ákvörðun sem þessi, að hleypa fjárfesti undan yfirtökuskyldu, ætti sér fordæmi. Í svari þess segir að áður hafi verið veitt tvívegis undanþága frá yfirtökuskyldu, en að þau mál séu ekki að öllu leyti sambærileg við mál Samherja. Bæði þau mál snerta Icelandair og snúast um sitt hvorn endann á endurskipulagningarferli þess þjóðhagslega kerfislega mikilvæga fyrirtækis eftir bankahrunið haustið 2008.

Fjármálaeftirlitið sagðist enn fremur ekki hafa upplýsingar um „huglæga afstöðu annarra hluthafa“ í Eimskip til ákvörðunar þess að heimila Samherja að losna undan yfirtökuskyldunni.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra var bólusett í Laugardalshöllinni í gær. Bólusetningar ganga nú mjög hratt fyrir sig á Íslandi og samhliða dregur úr takmörkunum.
Fjöldatakmarkanir hækkaðar í 50 manns frá og með næsta mánudegi
Opnunartími veitingastaða verður lengdur um klukkustund, leyfilegur fjöldi í verslunum tvöfaldast, fleiri mega vera í sundi og fara í ræktina. Grímuskylda verður hins vegar óbreytt.
Kjarninn 7. maí 2021
Skálað á kaffihúsi í Danmörku.
Ýta við ferðaþjónustunni með 32 milljarða króna „sumarpakka“
Danska ríkisstjórnin ætlar að setja 1,6 milljarða danskra króna, um 32 milljarða íslenskra, í „sumarpakka“ til að örva ferðaþjónustu landsins.
Kjarninn 7. maí 2021
Kvótinn um 1.200 milljarða króna virði – Þrjár blokkir halda á tæplega helmingi hans
Miðað við síðustu gerðu viðskipti með aflaheimildir þá er virði þeirra langtum hærra en bókfært virði í ársreikningum útgerða. Í næstu viku munu örfáir eigendur útgerðar selja tæplega 30 prósent hlut sinn í henni.
Kjarninn 7. maí 2021
Páll Magnússon er formaður allsherjar- og menntamálanefndar.
Nefnd búin að afgreiða fjölmiðlastyrki og umsóknarfrestur verður til loka maímánaðar
Meirihluti allsherjar- og menntamálanefndar hefur skilað áliti um stuðningskerfi til fjölmiðla. Þar er lagt til að þrengja skilyrði fyrir stuðningi úr ríkissjóði og gildistími laganna er færður í eitt ár.
Kjarninn 7. maí 2021
Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, og verk Libiu og Ólafs áður en það var tekið niður af gafli Hafnarborgar.
Bæjarstjóri hafnar því að hafa gerst sek um ritskoðun þegar listaverk var fjarlægt
Fulltrúar minnihlutans í Hafnarfirðii segja fjarlægingu listaverks Libiu Castro og Ólafs Ólafssonar af gafli Hafnarborgar síðastliðinn sunnudag „alvarlega aðför að tjáningarfrelsi“ og vilja að bæjaryfirvöld biðji tvíeykið afsökunar.
Kjarninn 7. maí 2021
Svæðið fyrir og eftir að Rio Tinto hafði farið yfir það með stórvirkum vinnuvélum.
Hluthafar Rio Tinto hafna starfskjarastefnu sem ofurlaun forstjórans fyrrverandi byggðu á
Fyrstu viðbrögð Rio Tinto og forstjóra þess, þegar upp komst að fyrirtækið hefði eyðilagt 46 þúsund ára gamla steinhella, voru að segjast ekki hafa vitað að þeir væru heilagir í hugum frumbyggjanna. Þessar afsakanir voru hluthöfum ekki að skapi.
Kjarninn 6. maí 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra.
Telur ásakanir um meint brot Samherja ekki hafa skaðað orðspor íslenskra fyrirtækja
Fjármála- og efnahagsráðherra segist aldrei hafa fengið símtal, ábendingu eða umkvörtun frá nokkrum einasta aðila sem heldur því fram að ásakanir um lögbrot Samherja séu að valda einhverjum verulegum vandræðum fyrir íslenskan útflutning.
Kjarninn 6. maí 2021
Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans.
Landsbankinn hagnaðist um 7,6 milljarða króna á þremur mánuðum
Hlutdeild Landsbanka Íslands á íbúðalánamarkaði hefur stóraukist milli ára og er nú 26,8 prósent. Hún hefur aldrei verið hærri. Eigið fé bankans er nú 261,4 milljarðar króna.
Kjarninn 6. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent