Róbert Spanó kjörinn forseti Mannréttindadómstóls Evrópu

47 ára Íslendingur er orðinn forseti Mannréttindadómstóls Evrópu.

Róbert Spanó.
Róbert Spanó.
Auglýsing

Íslend­ing­ur­inn Róbert Spanó var í dag kjör­inn for­seti Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu. Hann tekur við emb­ætt­inu 18. maí næst­kom­andi. Frá­far­andi for­seti dóm­stóls­ins er Lin­os-A­lex­andre Sicili­anos frá Grikk­landi sem lauk níu ára skip­un­ar­tíma­bili sínu í ár.

Róbert var kjör­inn vara­for­seti dóm­stóls­ins fyrir rúmu ári síð­an, eða 1. apríl 2019. 

Hann var áður for­­seti sinnar dóm­­deildar frá því í maí 2017 og sat meðal ann­­ars í dómnum sem dæmdi íslenska rík­­inu í óhag í Lands­rétt­­ar­­mál­inu svo­­kall­aða. Róbert sat í yfir­deild Mann­rétt­inda­dóm­stóls­ins sem hlust­aði á mál­flutn­ing í mál­inu í febr­úar síð­ast­liðnum og mun sitja þar áfram eftir að hann tekur við sem for­seti.

Auglýsing
Róbert fædd­ist í Reykja­vík þann 27. ágúst árið 1972.Hann útskrif­að­ist með gráðu í lög­fræði frá Háskóla Íslands árið 1997 og með masters­gráðu með áherslu á Evr­ópu­rétt og sam­an­burð­ar­lög­fræði frá Oxfor­d-há­skóla árið 2000.

Róbert vann sem vara­dóm­ari í hér­aðs­dómi árin 1997-1998 og var lög­fræði­ráð­gjafi og síðan aðstoð­ar­maður Umboðs­manns Alþingis frá 1998 til 2004. Hann var útnefndur Umboðs­maður Alþingis til bráða­birgða árið 2009 á meðan Tryggvi Gunn­ars­son starf­aði í rann­sókn­ar­nefnd um banka­hrun­ið. Róbert gegndi stöðu umboðs­manns til árs­ins 2013.

Árið 2009 var Róbert for­maður nefndar sem falið var að taka íslensk umferð­ar­lög til heild­ar­end­ur­skoð­unar og semja frum­varp til nýrra umferð­ar­laga.

Róbert var skip­aður laga­pró­fessor við Háskóla Íslands í nóv­em­ber árið 2006. Í sept­em­ber 2007 var hann kjör­inn vara­for­seti laga­deildar skó­lands og var síðar for­seti deild­ar­innar frá 2010 til 2013.

Róbert hóf níu ára tíma­bil sem dóm­ari við Mann­rétt­inda­dóm­stól Evr­ópu þann 1. nóv­em­ber árið 2013. Hann hefur skrifað mikið um mann­rétt­inda­lög, stjórn­lög, laga­túlkun og með­ferð saka­mála.

Mann­rétt­inda­sátt­mál­inn lög­festur hér 1994

Ísland gekkst undir Mann­rétt­inda­sátt­­mál­a Evr­ópu að þjóða­rétti árið 1953 en sam­­kvæmt tví­­eðl­is­­­kenn­ingu þjóða­réttar hafði hann því ekki bein laga­­leg áhrif hér á landi í rúm 40 ár eða fram að lög­­­fest­ingu árið 1994. Í kjöl­far lög­­­fest­ing­­ar­innar var mann­rétt­inda­kafla stjórn­­­ar­­skrár­innar breytt árið 1995 í sam­ræmi við sátt­­mál­ann. Mann­rétt­inda­­dóm­stól Evr­­ópu er síðan ætlað að tryggja að aðild­­ar­­ríki Evr­­ópu­ráðs­ins virði þau rétt­indi sem kveðið er á um í sátt­­mál­an­­um.

Dómar Mann­rétt­inda­­dóm­stóls­ins eru þó ekki bind­andi að íslenskum lands­lögum og hafa þannig ekki bein og milli­­liða­­laust rétt­­ar­á­hrif að íslenskum rétti. Sam­­kvæmt athuga­­semdum með frum­varpi að stjórn­­­skip­un­­ar­lög­unum 1995 var þó reiknað með að dómar Mann­rétt­inda­­dóm­stóls­ins myndu hafa leið­sagn­­ar­­gildi við skýr­ingu mann­rétt­inda­á­­kvæða. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðmundur Árni óskar eftir viðræðum um myndun nýs meirihluta með Framsókn
Samfylkingin bætti við sig um níu prósentustigum af fylgi í Hafnarfirði og er nú með jafn marga bæjarfulltrúa og Sjálfstæðisflokkur, sem tapaði einum. Framsókn er samt með öll tromp á hendi og getur valið með hvorum flokknum myndaður verður meirihluti.
Kjarninn 16. maí 2022
Nýtt valdajafnvægi á Norður-Írlandi – Sögulegur kosningasigur en snúin staða
Í fyrsta skipti í hundrað ára sögu Norður-Írlands er lýðveldisflokkur með flestu sætin á þinginu í Stormont. Óljóst er hins vegar hvort kosning um sameiningu Írlands sé í sjónmáli.
Kjarninn 15. maí 2022
Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í Reykjavík.
Vinstri græn vilja ekki taka þátt í meirihlutaviðræðum
Oddviti Vinstri grænna í Reykjavík segir niðurstöðu kosninganna vonbrigði. Flokkurinn ætlar ekki að sækjast eftir því að sitja áfram í meirihluta. Oddviti Viðreisnar vonast hins vegar til að starfa áfram í meirihluta.
Kjarninn 15. maí 2022
„Börn eiga fyrst og fremst að leika sér og hlæja – ekki þjást og gráta“
Myndlistarmaðurinn Jón Magnússon safnar fyrir prentun á myndlistarbókinni „Á meðan ...“ sem er til styrktar starfi Unicef í Úkraínu.
Kjarninn 15. maí 2022
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, og Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins.
Skýrt ákall um breytingar en erfitt að draga heildstæða ályktun
Formenn ríkisstjórnarflokkanna segja niðurstöður sveitarstjórnarkosningar skýrar en túlka hana með mismunandi hætti. Formaður Framsóknarflokksins segir flokkinn í borginni, sem vann mikinn kosningasigur, fara í meirihlutaviðræður af yfirvegun.
Kjarninn 15. maí 2022
Einar Þorsteinsson, ddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík, sem vann stóran sigur, segir borgarstjórastólinn ekki vera markmið í sjálfu sér.
Borgarstjórastóllinn ekki markmið í sjálfu sér
Oddvitar stærstu flokkanna í Reykjavík eru varkárir í yfirlýsingum um nýtt meirihlutasamstarf en telja rétt að fráfarandi meirihlutaflokkar stilli saman strengi. Oddviti Framsóknarflokksins segir borgarstjórastólinn ekki vera markmið í sjálfu sér.
Kjarninn 15. maí 2022
Ótvíræður sigurvegari kosninganna, ekki bara í Reykjavík heldur á landsvísu, er Framsóknarflokkurinn.
Sigrar og töp sveitarstjórnarkosninganna
Framsóknarflokkurinn vann sveitarstjórnarkosningarnar, ekki bara í Reykjavík heldur á landsvísu. Sjálfstæðisflokkur mátti þola nokkur erfið töp en vann sigra inn á milli. Vinstri grænum gengur ekkert ná fótfestu í stærstu sveitarfélögum landsins.
Kjarninn 15. maí 2022
Danska kvennasveitin Reddi komst ekki áfram á úrslitakvöld Eurovision á laugardag. Danmörku var eina Norðulandaþjóðin sem komst ekki áfram í úrslit og Danir velta fyrir sér hvað fór úrskeiðis.
Gangtruflanir í dönsku Eurovision vélinni
Í annað skipti í röð mistókst Dönum að komast í úrslit Eurovision söngvakeppninnar. Danskir Eurovision sérfræðingar segja ekki nóg að flytjendur standi sig vel, lagið þurfi að höfða til áhorfenda og dómara.
Kjarninn 15. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent