Róbert Spanó kjörinn forseti Mannréttindadómstóls Evrópu

47 ára Íslendingur er orðinn forseti Mannréttindadómstóls Evrópu.

Róbert Spanó.
Róbert Spanó.
Auglýsing

Íslend­ing­ur­inn Róbert Spanó var í dag kjör­inn for­seti Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu. Hann tekur við emb­ætt­inu 18. maí næst­kom­andi. Frá­far­andi for­seti dóm­stóls­ins er Lin­os-A­lex­andre Sicili­anos frá Grikk­landi sem lauk níu ára skip­un­ar­tíma­bili sínu í ár.

Róbert var kjör­inn vara­for­seti dóm­stóls­ins fyrir rúmu ári síð­an, eða 1. apríl 2019. 

Hann var áður for­­seti sinnar dóm­­deildar frá því í maí 2017 og sat meðal ann­­ars í dómnum sem dæmdi íslenska rík­­inu í óhag í Lands­rétt­­ar­­mál­inu svo­­kall­aða. Róbert sat í yfir­deild Mann­rétt­inda­dóm­stóls­ins sem hlust­aði á mál­flutn­ing í mál­inu í febr­úar síð­ast­liðnum og mun sitja þar áfram eftir að hann tekur við sem for­seti.

Auglýsing
Róbert fædd­ist í Reykja­vík þann 27. ágúst árið 1972.Hann útskrif­að­ist með gráðu í lög­fræði frá Háskóla Íslands árið 1997 og með masters­gráðu með áherslu á Evr­ópu­rétt og sam­an­burð­ar­lög­fræði frá Oxfor­d-há­skóla árið 2000.

Róbert vann sem vara­dóm­ari í hér­aðs­dómi árin 1997-1998 og var lög­fræði­ráð­gjafi og síðan aðstoð­ar­maður Umboðs­manns Alþingis frá 1998 til 2004. Hann var útnefndur Umboðs­maður Alþingis til bráða­birgða árið 2009 á meðan Tryggvi Gunn­ars­son starf­aði í rann­sókn­ar­nefnd um banka­hrun­ið. Róbert gegndi stöðu umboðs­manns til árs­ins 2013.

Árið 2009 var Róbert for­maður nefndar sem falið var að taka íslensk umferð­ar­lög til heild­ar­end­ur­skoð­unar og semja frum­varp til nýrra umferð­ar­laga.

Róbert var skip­aður laga­pró­fessor við Háskóla Íslands í nóv­em­ber árið 2006. Í sept­em­ber 2007 var hann kjör­inn vara­for­seti laga­deildar skó­lands og var síðar for­seti deild­ar­innar frá 2010 til 2013.

Róbert hóf níu ára tíma­bil sem dóm­ari við Mann­rétt­inda­dóm­stól Evr­ópu þann 1. nóv­em­ber árið 2013. Hann hefur skrifað mikið um mann­rétt­inda­lög, stjórn­lög, laga­túlkun og með­ferð saka­mála.

Mann­rétt­inda­sátt­mál­inn lög­festur hér 1994

Ísland gekkst undir Mann­rétt­inda­sátt­­mál­a Evr­ópu að þjóða­rétti árið 1953 en sam­­kvæmt tví­­eðl­is­­­kenn­ingu þjóða­réttar hafði hann því ekki bein laga­­leg áhrif hér á landi í rúm 40 ár eða fram að lög­­­fest­ingu árið 1994. Í kjöl­far lög­­­fest­ing­­ar­innar var mann­rétt­inda­kafla stjórn­­­ar­­skrár­innar breytt árið 1995 í sam­ræmi við sátt­­mál­ann. Mann­rétt­inda­­dóm­stól Evr­­ópu er síðan ætlað að tryggja að aðild­­ar­­ríki Evr­­ópu­ráðs­ins virði þau rétt­indi sem kveðið er á um í sátt­­mál­an­­um.

Dómar Mann­rétt­inda­­dóm­stóls­ins eru þó ekki bind­andi að íslenskum lands­lögum og hafa þannig ekki bein og milli­­liða­­laust rétt­­ar­á­hrif að íslenskum rétti. Sam­­kvæmt athuga­­semdum með frum­varpi að stjórn­­­skip­un­­ar­lög­unum 1995 var þó reiknað með að dómar Mann­rétt­inda­­dóm­stóls­ins myndu hafa leið­sagn­­ar­­gildi við skýr­ingu mann­rétt­inda­á­­kvæða. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fasteignamat íbúðarhúsnæðis lækkar víða miðsvæðis í Reykjavík
Fasteignamat Þjóðskrár á íbúðarhúsnæði lækkar víða miðsvæðis í Reykjavík frá yfirstandandi ári. Mikill munur er á þróun fasteignamatsins á milli hverfa höfuðborgarsvæðisins. Hæsta fermetraverðið á landinu er í Vesturbæ Reykjavíkur og Skerjafirði.
Kjarninn 2. júní 2020
Frá og með 15. júní býðst komufarþegum að fara í sýnatöku í stað sóttkvíar.
Efnahagsleg áhrif af opnun landsins „hjúpuð óvissu“
Efnahagslegar afleiðingar af því að halda landinu áfram lokuðu yrðu „gríðarlegar“. Alls óvíst er hvenær hægt yrði að aflétta ferðatakmörkunum án áhættu á að veiran berist hingað á ný. Boðið verður upp á sýnatöku við landamæri Íslands frá miðjum júní.
Kjarninn 2. júní 2020
Lýður og Ágúst Guðmundssynir.
Athugasemdir frá Lýð og Ágústi Guðmundssonum
Kjarninn 2. júní 2020
Ásmundur Einar Daðason er með húsnæðismálin á sinni könnu sem félagsmálaráðherra.
Áætlað að 4.000 manns búi í atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu
Samkvæmt nýlegu mati er áætlað að um 4.000 manns búi nú í atvinnu- og iðnaðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra segist ætla að leggja fram frumvarp sitt um hlutdeildarlán á yfirstandandi þingi.
Kjarninn 2. júní 2020
Guðmundur Guðmundsson
Hlutverk vetnis í orku- og loftslagsmálum framtíðarinnar
Kjarninn 2. júní 2020
Með öllu óvíst er hversu hratt ferðaþjónustan mun geta tekið við sér eftir þetta áfall og stutt við efnahagsbatann.
Vísbendingar um að botninum sé náð
Heimili á Íslandi hafa sótt um að taka 13 milljarða króna út úr séreignarsparnaði og um 6.000 heimili hafa fengið greiðslufrest af lánum. Þá hafa vaxtalækkanir skilað sér í lægri afborgunum af lánum, ekki síst til heimila.
Kjarninn 2. júní 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Sóttvarnalæknir: Áhættan virðist ekki vera mikil
PCR-mæling hjá einkennalausum einstaklingum er ekki óyggjandi próf til að greina SARS-CoV-2 veiruna, segir sóttvarnalæknir. 0-4 dögum eftir smit geti niðurstaða úr sýnatöku verið neikvæð hjá þeim sem er smitaður.
Kjarninn 2. júní 2020
Komufarþegum býðst að fara í sýnatöku frá og með 15. júní.
Staðfest: Komufarþegum mun standa sýnataka til boða
Bráðabirgðamat bendir til þess að kostnaður við sýnatöku á Keflavíkurflugvelli fyrstu tvær vikurnar frá rýmkun reglna um komu ferðamanna til landsins yrði um 160 milljónir króna ef 500 manns koma til landsins.
Kjarninn 2. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent