Trump ætlar að banna alla nýja innflytjendur

Donald Trump Bandaríkjaforseti ætlar að gefa út tilskipun sem bannar tímabundið öllum útlendingum sem vilja búa og starfa í Bandaríkjunum að gera það. Tilgangurinn er að verja bandarískt vinnuafl frá samkeppni erlendis frá.

Donald Trump á blaðamannafundi sem haldinn var í Hvíta húsinu í gær.
Donald Trump á blaðamannafundi sem haldinn var í Hvíta húsinu í gær.
Auglýsing

Don­ald Trump, for­seti Banda­ríkj­anna, greindi frá því á Twitter í nótt að hann ætl­aði sér að loka Banda­ríkj­unum fyrir fólki ann­ars­staðar að sem hefði hug á því að flytja til lands­ins, til dæmis til að starfa. Þetta seg­ist hann ætla að gera til að verja banda­rískt vinnu­afl fyrir sam­keppni erlendis frá þegar að efna­hagur lands­ins fer að jafna sig af áhrifum sem hann hefur orðið fyrir vegna útbreiðslu kór­ónu­veirunn­ar. 

Trump skrif­aði á Twitter að hann hygð­ist skrifa undir for­seta­til­skipun um að fresta öllum inn­flutn­ingi fólks til Banda­ríkj­anna til að ná fram þessu mark­miði sínu.

Ljóst má vera að til­skip­unin mun ekki hafa nein telj­andi áhrif til skamms tíma þar sem að 150 lönd í heim­inum hafa þegar sett ein­hvers­konar skorður á ferða­lög og 50 lönd hafa algjör­lega lokað landa­mærum sínum tíma­bund­ið. Auk þess eru miklar hömlur á allt efna­hags­legt gang­verk víð­ast hvar í heim­inum sem dregur nær alveg úr líkum þess að fólk sé að flytja sig á milli landa í leit af störf­um.

For­set­inn sætti þó strax mik­illi gagn­rýni vegna yfir­lýs­ing­ar­innar fyrir að vera að nýta sér neyð­ar­á­stand til að inn­leiða póli­tíska hug­mynda­fræði sem hann aðhyllist og berst fyr­ir, en yfir­stand­andi aðstæður kalli ekki á. Í umfjöllun The New York Times er sagt að yfir­lýs­ingin séu nýjasta til­raun Trump til að inn­sigla Banda­ríkin frá umheim­in­um. 

Auglýsing
Búist sé við að form­leg til­skipun um að banna afgreiðslu nýrra grænna korta, sem veita land­vist­ar­leyfi, eða atvinnu­leyfa gætu sam­kvæmt upp­lýs­ingum blaðs­ins verið lögð fram í næstu viku. Áætl­unin gangi út á að rík­is­stjórn Trump þyrfti ekki lengur að sam­þykkja umsókn frá neinum erlendum rík­is­borg­arar sem vildi búa eða starfa í Banda­ríkj­unum um óskil­greinda fram­tíð. Með því myndi hið lög­lega inn­flytj­enda­kerfi Banda­ríkj­anna verða tekið úr sam­bandi á sama hátt og Trump hefur lengi barist fyrir að kerfi ólög­legra inn­flytj­enda í Banda­ríkj­unum verði. Ekki liggur fyrir enn sem komið er á hvaða laga­grund­velli Trump ætlar sér að ráð­ast í þessar aðgerð­ir.

Umfang vega­bréfs­á­rit­ana sem veittar hafa verið til útlend­inga sem vilja flytja til Banda­ríkj­anna hefur dreg­ist veru­lega saman í valda­tíð Trump. Árið 2016, þegar hann var kjör­inn, voru 617.752 slíkar veitt­ar. Í fyrra voru þær 462.422 og höfðu því dreg­ist saman um fjórð­ung.

Í takti við áherslur hans frá upp­hafi

For­seta­tíð Trump hefur ein­kennst mjög af auknum þjóð­ern­is­legum áherslum og ríkum vilja hans til að tak­marka flæði inn­flytj­enda til lands­ins. Hug­mynda­fræðin gengur út á að setja Banda­ríkin í fyrsta sætið (e. „Amer­ica fir­st“) og að gera Banda­ríkin stór­kost­leg að nýju (e. „Make Amer­ica Great Aga­in“). Á meðal helstu kosn­inga­lof­orða hans voru að byggja múr við landa­mæri Mexíkó til að ná fram því mark­miði. Sá múr hefur ekki verið reist­ur. Auk þess hefur Trump staðið í fjölda deilna við við­skipta­lönd Banda­ríkj­anna um gild­andi við­skipta­samn­inga þeirra á milli sem honum hefur fund­ist halla á sína lands­menn. Þar ber hæst að nefna nágrann­anna Mexíkó og Kanada ann­ars vegar og Kína hins veg­ar. Skýr vilji for­set­ans hefur verið að fram­leiðsla af ýmsum toga flytj­ist í auknum mæli heild­rænt aftur til Banda­ríkj­anna, enda hefur hann notið mik­illar hylli í þeim ríkjum þar sem iðn­aður var áður und­ir­stöðu­at­vinnu­vegur en mörg störf hafa horfið til ann­arra landa sam­hliða alþjóða­væð­ing­unni.

Á dag­legum blaða­manna­fundi vegna útbreiðslu kór­ónu­veirunn­ar, þar sem Trump fer iðu­lega mik­inn um ýmis mál­efni, í gær tal­aði for­set­inn meðal ann­ars um að hann vildi að vörur yrðu full­gerðar aftur í Banda­ríkj­un­um. Þ.e. að snúið yrði af þeirri braut alþjóða­væð­ingar að íhlutir yrðu fram­leiddir þar sem það er hag­stæð­ast og getan til þess er mest, en þess í stað yrðu þeir allir fram­leiddir innan landamæra Banda­ríkj­anna.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent