Trump ætlar að banna alla nýja innflytjendur

Donald Trump Bandaríkjaforseti ætlar að gefa út tilskipun sem bannar tímabundið öllum útlendingum sem vilja búa og starfa í Bandaríkjunum að gera það. Tilgangurinn er að verja bandarískt vinnuafl frá samkeppni erlendis frá.

Donald Trump á blaðamannafundi sem haldinn var í Hvíta húsinu í gær.
Donald Trump á blaðamannafundi sem haldinn var í Hvíta húsinu í gær.
Auglýsing

Don­ald Trump, for­seti Banda­ríkj­anna, greindi frá því á Twitter í nótt að hann ætl­aði sér að loka Banda­ríkj­unum fyrir fólki ann­ars­staðar að sem hefði hug á því að flytja til lands­ins, til dæmis til að starfa. Þetta seg­ist hann ætla að gera til að verja banda­rískt vinnu­afl fyrir sam­keppni erlendis frá þegar að efna­hagur lands­ins fer að jafna sig af áhrifum sem hann hefur orðið fyrir vegna útbreiðslu kór­ónu­veirunn­ar. 

Trump skrif­aði á Twitter að hann hygð­ist skrifa undir for­seta­til­skipun um að fresta öllum inn­flutn­ingi fólks til Banda­ríkj­anna til að ná fram þessu mark­miði sínu.

Ljóst má vera að til­skip­unin mun ekki hafa nein telj­andi áhrif til skamms tíma þar sem að 150 lönd í heim­inum hafa þegar sett ein­hvers­konar skorður á ferða­lög og 50 lönd hafa algjör­lega lokað landa­mærum sínum tíma­bund­ið. Auk þess eru miklar hömlur á allt efna­hags­legt gang­verk víð­ast hvar í heim­inum sem dregur nær alveg úr líkum þess að fólk sé að flytja sig á milli landa í leit af störf­um.

For­set­inn sætti þó strax mik­illi gagn­rýni vegna yfir­lýs­ing­ar­innar fyrir að vera að nýta sér neyð­ar­á­stand til að inn­leiða póli­tíska hug­mynda­fræði sem hann aðhyllist og berst fyr­ir, en yfir­stand­andi aðstæður kalli ekki á. Í umfjöllun The New York Times er sagt að yfir­lýs­ingin séu nýjasta til­raun Trump til að inn­sigla Banda­ríkin frá umheim­in­um. 

Auglýsing
Búist sé við að form­leg til­skipun um að banna afgreiðslu nýrra grænna korta, sem veita land­vist­ar­leyfi, eða atvinnu­leyfa gætu sam­kvæmt upp­lýs­ingum blaðs­ins verið lögð fram í næstu viku. Áætl­unin gangi út á að rík­is­stjórn Trump þyrfti ekki lengur að sam­þykkja umsókn frá neinum erlendum rík­is­borg­arar sem vildi búa eða starfa í Banda­ríkj­unum um óskil­greinda fram­tíð. Með því myndi hið lög­lega inn­flytj­enda­kerfi Banda­ríkj­anna verða tekið úr sam­bandi á sama hátt og Trump hefur lengi barist fyrir að kerfi ólög­legra inn­flytj­enda í Banda­ríkj­unum verði. Ekki liggur fyrir enn sem komið er á hvaða laga­grund­velli Trump ætlar sér að ráð­ast í þessar aðgerð­ir.

Umfang vega­bréfs­á­rit­ana sem veittar hafa verið til útlend­inga sem vilja flytja til Banda­ríkj­anna hefur dreg­ist veru­lega saman í valda­tíð Trump. Árið 2016, þegar hann var kjör­inn, voru 617.752 slíkar veitt­ar. Í fyrra voru þær 462.422 og höfðu því dreg­ist saman um fjórð­ung.

Í takti við áherslur hans frá upp­hafi

For­seta­tíð Trump hefur ein­kennst mjög af auknum þjóð­ern­is­legum áherslum og ríkum vilja hans til að tak­marka flæði inn­flytj­enda til lands­ins. Hug­mynda­fræðin gengur út á að setja Banda­ríkin í fyrsta sætið (e. „Amer­ica fir­st“) og að gera Banda­ríkin stór­kost­leg að nýju (e. „Make Amer­ica Great Aga­in“). Á meðal helstu kosn­inga­lof­orða hans voru að byggja múr við landa­mæri Mexíkó til að ná fram því mark­miði. Sá múr hefur ekki verið reist­ur. Auk þess hefur Trump staðið í fjölda deilna við við­skipta­lönd Banda­ríkj­anna um gild­andi við­skipta­samn­inga þeirra á milli sem honum hefur fund­ist halla á sína lands­menn. Þar ber hæst að nefna nágrann­anna Mexíkó og Kanada ann­ars vegar og Kína hins veg­ar. Skýr vilji for­set­ans hefur verið að fram­leiðsla af ýmsum toga flytj­ist í auknum mæli heild­rænt aftur til Banda­ríkj­anna, enda hefur hann notið mik­illar hylli í þeim ríkjum þar sem iðn­aður var áður und­ir­stöðu­at­vinnu­vegur en mörg störf hafa horfið til ann­arra landa sam­hliða alþjóða­væð­ing­unni.

Á dag­legum blaða­manna­fundi vegna útbreiðslu kór­ónu­veirunn­ar, þar sem Trump fer iðu­lega mik­inn um ýmis mál­efni, í gær tal­aði for­set­inn meðal ann­ars um að hann vildi að vörur yrðu full­gerðar aftur í Banda­ríkj­un­um. Þ.e. að snúið yrði af þeirri braut alþjóða­væð­ingar að íhlutir yrðu fram­leiddir þar sem það er hag­stæð­ast og getan til þess er mest, en þess í stað yrðu þeir allir fram­leiddir innan landamæra Banda­ríkj­anna.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eggert Þór Kristófersson er forstjóri Festi.
Festi ætlar að greiða út 657 milljóna króna arðinn í september
Festi hagnaðist um 525 milljónir króna á síðasta ársfjórðungi þrátt fyrir þær takmarkanir sem voru í gildi vegna COVID-19. Félagið frestaði arðgreiðslu vegna síðasta árs í apríl, en ætlar nú að greiða hana í næsta mánuði.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Útgáfufélag Fréttablaðsins tapaði 212 milljónum í fyrra
Rekstrartekjur útgáfélagsins sem á Fréttblaðið, Hringbraut, DV og tengda miðla drógust saman á síðasta ári og tap varð á rekstrinum.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Trump sagði öruggt að opna bandaríska skóla því börn væru „næstum ónæm“ fyrir COVID-19.
Trump fer enn og aftur á svig við skilmála samfélagsmiðla
Donald Trump sagði í símaviðtali við Fox and Friends í gær að börn væru „næstum ónæm“ fyrir kórónuveirunni. Facebook-færslu frá forsetanum með ummælunum var eytt og Twitter frysti aðgang tengdan forsetanum.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Þórólfur Matthíasson
Af sykurpúðum
Kjarninn 6. ágúst 2020
Alma Möller, landlæknir.
Alma: Tækifærið er núna
Hópsýkingar munu halda áfram að koma upp hér á landi. „Við verðum að vera undir það búin að horfa upp á þetta næstu mánuði alla vega,“ segir sóttvarnalæknir. Landlæknir sagði að núna væri tækifærið til að kveða niður það smit sem hér er í gangi.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason og Alma Möller.
„Þannig mun okkur takast að koma okkur út úr þessu COVID-fári“
Sóttvarnalæknir hefur sent heilbrigðisráðherra minnisblað þar sem hann leggur til að landamæraskimun verði haldið áfram með sama hætti og verið hefur. Hann ítrekar mikilvægi persónulegra sóttvarna, skimunar og að beita einangrun og sóttkví.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Fordæma aðgerðir Icelandair í kjaraviðræðum
Norræna flutningamannasambandið sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem það fordæmir aðgerðir Icelandair í nýlegum kjarasamningaviðræðum. Samtökin segja þrýsting á stéttarfélög í formi hótana ekki leysa rekstrarvandann sem upp er kominn vegna COVID-19.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Rannsóknir hafa sýnt, án nokkurs vafa, að andlitsgrímur geta komið í veg fyrir COVID-19-smit á milli einstaklinga. Grímurnar gera þó mest gagn við ákveðnar aðstæður og þær þarf að nota á réttan hátt.
„Stutta svarið er já“ – grímur geta komið í veg fyrir smit
Rannsóknir hafa sýnt, án nokkurs vafa, að andlitsgrímur geta komið í veg fyrir COVID-19-smit á milli einstaklinga. Þetta skrifar Jón Magnús Jóhannesson, deildarlæknir á Landspítala, í nýju svari á Vísindavefnum.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiErlent