Trump ætlar að banna alla nýja innflytjendur

Donald Trump Bandaríkjaforseti ætlar að gefa út tilskipun sem bannar tímabundið öllum útlendingum sem vilja búa og starfa í Bandaríkjunum að gera það. Tilgangurinn er að verja bandarískt vinnuafl frá samkeppni erlendis frá.

Donald Trump á blaðamannafundi sem haldinn var í Hvíta húsinu í gær.
Donald Trump á blaðamannafundi sem haldinn var í Hvíta húsinu í gær.
Auglýsing

Don­ald Trump, for­seti Banda­ríkj­anna, greindi frá því á Twitter í nótt að hann ætl­aði sér að loka Banda­ríkj­unum fyrir fólki ann­ars­staðar að sem hefði hug á því að flytja til lands­ins, til dæmis til að starfa. Þetta seg­ist hann ætla að gera til að verja banda­rískt vinnu­afl fyrir sam­keppni erlendis frá þegar að efna­hagur lands­ins fer að jafna sig af áhrifum sem hann hefur orðið fyrir vegna útbreiðslu kór­ónu­veirunn­ar. 

Trump skrif­aði á Twitter að hann hygð­ist skrifa undir for­seta­til­skipun um að fresta öllum inn­flutn­ingi fólks til Banda­ríkj­anna til að ná fram þessu mark­miði sínu.

Ljóst má vera að til­skip­unin mun ekki hafa nein telj­andi áhrif til skamms tíma þar sem að 150 lönd í heim­inum hafa þegar sett ein­hvers­konar skorður á ferða­lög og 50 lönd hafa algjör­lega lokað landa­mærum sínum tíma­bund­ið. Auk þess eru miklar hömlur á allt efna­hags­legt gang­verk víð­ast hvar í heim­inum sem dregur nær alveg úr líkum þess að fólk sé að flytja sig á milli landa í leit af störf­um.

For­set­inn sætti þó strax mik­illi gagn­rýni vegna yfir­lýs­ing­ar­innar fyrir að vera að nýta sér neyð­ar­á­stand til að inn­leiða póli­tíska hug­mynda­fræði sem hann aðhyllist og berst fyr­ir, en yfir­stand­andi aðstæður kalli ekki á. Í umfjöllun The New York Times er sagt að yfir­lýs­ingin séu nýjasta til­raun Trump til að inn­sigla Banda­ríkin frá umheim­in­um. 

Auglýsing
Búist sé við að form­leg til­skipun um að banna afgreiðslu nýrra grænna korta, sem veita land­vist­ar­leyfi, eða atvinnu­leyfa gætu sam­kvæmt upp­lýs­ingum blaðs­ins verið lögð fram í næstu viku. Áætl­unin gangi út á að rík­is­stjórn Trump þyrfti ekki lengur að sam­þykkja umsókn frá neinum erlendum rík­is­borg­arar sem vildi búa eða starfa í Banda­ríkj­unum um óskil­greinda fram­tíð. Með því myndi hið lög­lega inn­flytj­enda­kerfi Banda­ríkj­anna verða tekið úr sam­bandi á sama hátt og Trump hefur lengi barist fyrir að kerfi ólög­legra inn­flytj­enda í Banda­ríkj­unum verði. Ekki liggur fyrir enn sem komið er á hvaða laga­grund­velli Trump ætlar sér að ráð­ast í þessar aðgerð­ir.

Umfang vega­bréfs­á­rit­ana sem veittar hafa verið til útlend­inga sem vilja flytja til Banda­ríkj­anna hefur dreg­ist veru­lega saman í valda­tíð Trump. Árið 2016, þegar hann var kjör­inn, voru 617.752 slíkar veitt­ar. Í fyrra voru þær 462.422 og höfðu því dreg­ist saman um fjórð­ung.

Í takti við áherslur hans frá upp­hafi

For­seta­tíð Trump hefur ein­kennst mjög af auknum þjóð­ern­is­legum áherslum og ríkum vilja hans til að tak­marka flæði inn­flytj­enda til lands­ins. Hug­mynda­fræðin gengur út á að setja Banda­ríkin í fyrsta sætið (e. „Amer­ica fir­st“) og að gera Banda­ríkin stór­kost­leg að nýju (e. „Make Amer­ica Great Aga­in“). Á meðal helstu kosn­inga­lof­orða hans voru að byggja múr við landa­mæri Mexíkó til að ná fram því mark­miði. Sá múr hefur ekki verið reist­ur. Auk þess hefur Trump staðið í fjölda deilna við við­skipta­lönd Banda­ríkj­anna um gild­andi við­skipta­samn­inga þeirra á milli sem honum hefur fund­ist halla á sína lands­menn. Þar ber hæst að nefna nágrann­anna Mexíkó og Kanada ann­ars vegar og Kína hins veg­ar. Skýr vilji for­set­ans hefur verið að fram­leiðsla af ýmsum toga flytj­ist í auknum mæli heild­rænt aftur til Banda­ríkj­anna, enda hefur hann notið mik­illar hylli í þeim ríkjum þar sem iðn­aður var áður und­ir­stöðu­at­vinnu­vegur en mörg störf hafa horfið til ann­arra landa sam­hliða alþjóða­væð­ing­unni.

Á dag­legum blaða­manna­fundi vegna útbreiðslu kór­ónu­veirunn­ar, þar sem Trump fer iðu­lega mik­inn um ýmis mál­efni, í gær tal­aði for­set­inn meðal ann­ars um að hann vildi að vörur yrðu full­gerðar aftur í Banda­ríkj­un­um. Þ.e. að snúið yrði af þeirri braut alþjóða­væð­ingar að íhlutir yrðu fram­leiddir þar sem það er hag­stæð­ast og getan til þess er mest, en þess í stað yrðu þeir allir fram­leiddir innan landamæra Banda­ríkj­anna.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingibjörg Isaksen mun leiða lista Framsóknar í Norðausturkjördæmi í haust.
Ingibjörg Isaksen efst hjá Framsókn í Norðausturkjördæmi – Líneik önnur
Ingibjörg Ólöf Isaksen bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri á Akureyri varð hlutskörpust í póstkosningu Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Hafði hún betur en Líneik Anna Sævarsdóttir þingmaður flokksins, sem varð önnur í kjörinu.
Kjarninn 17. apríl 2021
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra.
Guðmundur Ingi leiðir Vinstri græn í Kraganum
Forvali Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi lauk kl. 17:10 í dag. Umhverfis- og auðlindaráðherra verður oddviti flokksins í kjördæminu í komandi kosningum.
Kjarninn 17. apríl 2021
Búast má við hraðri lækkun atvinnuleysis þegar ferðamenn koma hingað aftur, samkvæmt Hagfræðistofnun HÍ.
Verðbólgan gæti aukist aftur á næsta ári
Erfitt gæti reynst að stöðva þensluna í íslensku efnahagslífi eftir að faraldrinum lýkur, samkvæmt nýrri hagspá Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands.
Kjarninn 17. apríl 2021
Ásta Möller, fyrir miðju, sat á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í áratug með hléum í upphafi aldar. Hún segir ekkert eðlilegra en að varaformaður flokksins sækist eftir oddvitasæti í sínu kjördæmi.
Telur „mikilvægt að veita varaformanni Sjálfstæðisflokksins brautargengi“
Ásta Möller, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nú kjósandi í Norðvesturkjördæmi, segir að enginn eigi neitt gefið í pólitík og styður Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur í komandi prófkjörsbaráttu við Harald Benediktsson.
Kjarninn 17. apríl 2021
Hvað gerist ef þú fellur í glóandi hraun?
Eigendur Icelandic Lava Show skrifa hraunmola vikunnar á Kjarnann. Þessi er númer tvö.
Kjarninn 17. apríl 2021
Flugfélagið Play kynnti sig til leiks í árslok 2019. Síðan kom heimsfaraldur, en nú er komið nýtt fjármagn að borðinu og stefnt að flugi á næstu mánuðum.
Segir að það sé „sérstök orka“ og „rosalegur kraftur“ hjá Play, sem undirbýr flugtak
Birgir Jónsson, nýráðinn forstjóri flugfélagsins Play, segir að honum líði eins og allt sem hann hafi gert hingað til hafi verið uppbygging að því takast á við forstjórastarfið hjá Play. Félagið auglýsir í dag tvær yfirmannastöður lausar til umsóknar.
Kjarninn 17. apríl 2021
Í bréfinu voru skipulagsbreytingar Þjóðskrár sagðar vanhugsaðar og gerðar í litlu samráði við starfsmenn.
Kraumandi óánægja hjá Þjóðskrá – starfsmenn kvörtuðu til ráðherra
Hluti starfsmanna Þjóðskrár sendi á dögunum bréf á samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, þar sem miklar aðfinnslur voru gerðar við skipulagsbreytingar og stjórnunarhætti hjá stofnuninni. Mikilvæg verkefni voru sögð í uppnámi.
Kjarninn 17. apríl 2021
Helgi Seljan fréttamaður.
Siðanefnd RÚV segir Helga Seljan að það sé ekki hægt að áfrýja
Siðanefnd RÚV segist ekki hafa neinar forsendur til þess að endurupptaka úrskurð sinn í máli fréttamannsins Helga Seljan. Úrskurðir nefndarinnar séu endanlegir og þeim verði ekki áfrýjað.
Kjarninn 17. apríl 2021
Meira úr sama flokkiErlent