Almenningur hefur trú á sóttvarnaraðgerðum – og að þær muni skila árangri

Samkvæmt nýjum niðurstöðum könnunar á þátttöku og afstöðu Íslendinga til aðgerða almannavarna bendir allt til þess að mikill meirihluti almennings hafi fylgt tilmælum strax í upphafi.

Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn, Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Alma Möller landlæknir.
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn, Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Alma Möller landlæknir.
Auglýsing

Mik­ill meiri­hluti almenn­ings fylgdi til­mælum almanna­varna strax í upp­hafi. Trú almenn­ings á aðgerð­irnar og að þær myndu skila árangri var sömu­leiðis mjög sterk, jafn­vel á meðan far­ald­ur­inn var í fullum vexti. Þetta gerð­ist jafn­vel þótt sektir og lög­reglu­af­skipti hafi verið sjald­gæf og að mun meiri áhersla hafi verið á að höfða til borg­ara­legrar skyldu en beit­ingu við­ur­laga.

Þetta kemur fram í nýjum nið­ur­stöðum könn­unar á þátt­töku og afstöðu Íslend­inga til aðgerða almanna­varna, sem Félags­vís­inda­stofnun Háskóla Íslands hefur unnið að í sam­starfi við fræða­fólk á Félags­vís­inda­sviði Háskóla Íslands.

Enn fremur segir að sam­hliða opinni upp­lýs­inga­gjöf hafi verið lögð áhersla á ávinn­ing sam­fé­lags­ins af aðgerð­un­um, frekar en á ávinn­ing ein­stak­linga. Slag­orð aðgerð­anna, „við erum öll Almanna­varn­ir“ sé dæmi um hvernig send hafa verið skila­boð um að yfir­völd og almenn­ingur séu á sama báti. Útbreidd þátt­taka almenn­ings í sótt­varn­ar­að­gerðum sé lík­leg til að hafa átt veiga­mik­inn þátt í hægum vexti far­ald­urs­ins.

Auglýsing

Mik­il­vægar spurn­ingar um hegðun almenn­ings á tímum óvissu og hættu

Í grein á Vís­inda­vef Háskóla Íslands, þar sem nið­ur­stöð­urnar eru kynnt­ar, er ferlið rak­ið. „Þegar fyrsta smitið af COVID-19 sjúk­dómnum greind­ist á Íslandi föstu­dag­inn 28. febr­úar höfðu almanna­varnir stjórn­valda skipu­lagt sam­hæfða aðgerð­ar­á­ætlun til að hægja á útbreiðslu far­ald­urs­ins hér­lend­is. Fyrst um sinn fólu aðgerð­irnar í sér að ein­angra smit­aða ein­stak­linga og setja þá sem sýndu ein­kenni eða höfðu verið á áhættu­svæðum erlendis í 14 daga sótt­kví. Tveimur vikum síð­ar, 13. mars, var sett á sam­komu­bann og þann 24. mars var sam­komu­bannið hert veru­lega; ekki máttu fleiri en 20 manns safn­ast saman og lík­ams­rækt­ar- og sund­stöðum var lok­að, auk ýmissa ann­arra tak­mark­ana. Enn fremur fylgdu leið­bein­ingar og til­mæli til almenn­ings ekki aðeins um hand­þvott heldur var almenn­ingur beð­inn um að tak­marka sam­skipti og halda tveggja metra fjar­lægð milli ein­stak­linga sem ekki búa saman á heim­il­i.“

Sam­kvæmt höf­und­un­um, sem eru þau Ari Klængur Jóns­son, verk­efna­stjóri á Félags­vís­inda­stofn­un, Guð­björg Andrea Jóns­dótt­ir, for­stöðu­maður Félags­vís­inda­stofn­un­ar, Jón Gunnar Bern­burg, pró­fessor í félags­fræði við HÍ, Magnús Þór Torfa­son, lektor við við­skipta­fræði­deild HÍ, Sig­rún Ólafs­dótt­ir, pró­fessor í félags­fræði við HÍ og Ævar Þór­ólfs­son, verk­efna­stjóri á Félags­vís­inda­stofn­un­Þess­ir, vekja þessir tímar upp mik­il­vægar spurn­ingar um hegðun almenn­ings á tímum óvissu og hættu. Ljóst hafi verið frá upp­hafi að sam­komu­bannið og leið­bein­andi til­mælin yrðu íþyngj­andi fyrir ein­stak­linga, fyr­ir­tæki og atvinnu­líf. Engu að síður hafi aðgerð­irnar falið í sér þá for­sendu að unnt væri að fá mik­inn meiri­hluta almenn­ings til þess að breyta dag­legu lífi sínu í einu vet­fangi á grund­velli vís­inda­legra vænt­inga um árangur opin­berra aðgerða í for­dæma­lausu óvissu­á­standi.

„Afar mik­il­vægt er að kort­leggja hegðun og afstöðu almenn­ings með til­liti til þess­ara aðgerða, á meðan far­ald­ur­inn hefur gengur yfir. Sú vit­neskja verður ekki síst verð­mæt eftir að far­ald­ur­inn hefur gengið yfir og vís­inda­fólk fer í þá vinnu að meta árangur aðgerð­anna,“ segir í grein­inni.

Könn­unin var send til 400 ein­stak­linga á hverjum degi og þannig var hægt að greina hvernig afstaða Íslend­inga breytt­ist yfir tíma. Þegar greinin var skrif­uð, mánu­dagur 20. apr­íl, virt­ist fyrsta bylgja COVID-19 vera í rén­um. Hápunktur í aukn­ingu smita var í sein­ustu viku mars­mán­aðar en hápunktur virkra smita var 5. apr­íl. Nið­ur­stöður segja til um þróun í þátt­töku í og afstöðu almenn­ings til sótt­varn­ar­að­gerð­anna dag­ana 1. til 19. apr­íl.

Aðgerð­irnar taldar trú­verð­ugar

Fram kemur hjá grein­ar­höf­undum að til þess að hámarka trú­verð­ug­leika aðgerða og efla áhrif þeirra hafi þeir sér­fræð­ingar sem að aðgerðum stóðu mætt á dag­lega blaða­manna­fundi og sagt frá stöð­unni, farið yfir þær for­sendur sem þeir störf­uðu eftir og setið fyrir svörum fjöl­miðla­fólks sem oft spurði gagn­rýnna spurn­inga.

Nið­ur­stöður benda til þess að aðgerð­irnar hafi fengið afar mik­inn trú­verð­ug­leika, jafn­vel á meðan far­ald­ur­inn var ennþá í veru­legum vexti. Allt frá 1. apríl hefur mik­ill meiri­hluti svar­enda, yfir 95 pró­sent, haft þá trú á að sótt­varn­ar­að­gerðir myndu „mjög lík­lega“ eða „frekar lík­lega“ skila þeim árangri að hægja veru­lega á far­aldr­in­um. Eins og við mætti búast eykst fjöldi þeirra sem segja það „mjög lík­legt“ eftir að far­ald­ur­inn byrjar að réna undir lok tíma­bils­ins, en þá skoðun hafa 70 pró­sent svar­anda í nýj­ustu mæl­ing­unni frá 19. apr­íl.

Hve líklegt eða ólíklegt telur þú vera að núverandi sóttvarnaraðgerðir (þ.e. smitrakning, sóttkví, einangrun og samkomubann) dugi til þess að hægja verulega á útbreiðslu COVID-19-smita á Íslandi?

Meiri­hluti almenn­ings tók til­mæli almanna­varna alvar­lega

Í grein­inni segir að það að fólk hafi trú á aðgerð­unum teng­ist óneit­an­lega því hvort að fólk álíti það mik­il­vægt að fylgja til­mæl­unum og upp­lifun þess á hvort aðrir geri slíkt hið sama. Nið­ur­stöður benda sterk­lega til þess að mik­ill meiri­hluti almenn­ings hafi tekið til­mæli almanna­varna alvar­lega, en tæp­lega 90 pró­sent svar­enda hafa fylgt þessum til­mælum að frekar miklu eða öllu leyti allt tíma­bilið sem skoðað er.

Að hve miklu eða litlu leyti fylgir þú sjálf(ur) tilmælum Embættis landlæknis og almannavarna ríkislögreglustjóra?

Ein­stak­lingar lík­legri til þess að taka þátt þegar þeir telja að þátt­taka ann­arra sé útbreidd

Enn fremur segja grein­ar­höf­undar að ítrekað hafi sann­ast í rann­sóknum í félags­vís­indum að ein­stak­lingar séu jafnan miklu lík­legri til þess að taka þátt í atferli eða starf­semi þegar þeir telja að þátt­taka ann­arra sé útbreidd. Þegar ein­stak­lingar telja marga aðra vera að taka þátt verði þeir lík­legri til þess að líta svo á að þátt­takan sé ekki aðeins sjálf­sögð og eðli­leg heldur sið­ferði­lega rétt. Nið­ur­stöð­urnar sem koma fram á mynd­unum hér að neðan eru eft­ir­tekt­ar­verðar í þessu til­liti, sam­kvæmt grein­ar­höf­und­um.

Fyrri myndin sýnir að milli 71 og 85 pró­sent svar­enda hafi þá upp­lifun að þeir aðilar sem þeir eru í mestum sam­skiptum við fylgi til­mælum almanna­varna að mjög miklu eða öllu leyti. En mikið dregur úr þessu hlut­falli þegar svar­endur eru spurðir um hegðun allra ann­arra í sam­fé­lag­inu; en ein­ungis á milli 34 og 47 pró­sent svar­end­anna töldu að Íslend­ingar almennt væru að fara eftir til­mæl­unum að miklu eða öllu leyti.

Að hve miklu eða litlu leyti telur þú að þeir sem þú ert vön/vanur að vera í hvað mestum samskiptum við fylgi tilmælum Embættis landlæknis og almannavarna ríkislögreglustjóra?

Að hve miklu eða litlu leyti telur þú að Íslendingar almennt fylgi tilmælum Embættis landlæknis og almannavarna ríkislögreglustjóra?

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent