Almenningur hefur trú á sóttvarnaraðgerðum – og að þær muni skila árangri

Samkvæmt nýjum niðurstöðum könnunar á þátttöku og afstöðu Íslendinga til aðgerða almannavarna bendir allt til þess að mikill meirihluti almennings hafi fylgt tilmælum strax í upphafi.

Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn, Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Alma Möller landlæknir.
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn, Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Alma Möller landlæknir.
Auglýsing

Mik­ill meiri­hluti almenn­ings fylgdi til­mælum almanna­varna strax í upp­hafi. Trú almenn­ings á aðgerð­irnar og að þær myndu skila árangri var sömu­leiðis mjög sterk, jafn­vel á meðan far­ald­ur­inn var í fullum vexti. Þetta gerð­ist jafn­vel þótt sektir og lög­reglu­af­skipti hafi verið sjald­gæf og að mun meiri áhersla hafi verið á að höfða til borg­ara­legrar skyldu en beit­ingu við­ur­laga.

Þetta kemur fram í nýjum nið­ur­stöðum könn­unar á þátt­töku og afstöðu Íslend­inga til aðgerða almanna­varna, sem Félags­vís­inda­stofnun Háskóla Íslands hefur unnið að í sam­starfi við fræða­fólk á Félags­vís­inda­sviði Háskóla Íslands.

Enn fremur segir að sam­hliða opinni upp­lýs­inga­gjöf hafi verið lögð áhersla á ávinn­ing sam­fé­lags­ins af aðgerð­un­um, frekar en á ávinn­ing ein­stak­linga. Slag­orð aðgerð­anna, „við erum öll Almanna­varn­ir“ sé dæmi um hvernig send hafa verið skila­boð um að yfir­völd og almenn­ingur séu á sama báti. Útbreidd þátt­taka almenn­ings í sótt­varn­ar­að­gerðum sé lík­leg til að hafa átt veiga­mik­inn þátt í hægum vexti far­ald­urs­ins.

Auglýsing

Mik­il­vægar spurn­ingar um hegðun almenn­ings á tímum óvissu og hættu

Í grein á Vís­inda­vef Háskóla Íslands, þar sem nið­ur­stöð­urnar eru kynnt­ar, er ferlið rak­ið. „Þegar fyrsta smitið af COVID-19 sjúk­dómnum greind­ist á Íslandi föstu­dag­inn 28. febr­úar höfðu almanna­varnir stjórn­valda skipu­lagt sam­hæfða aðgerð­ar­á­ætlun til að hægja á útbreiðslu far­ald­urs­ins hér­lend­is. Fyrst um sinn fólu aðgerð­irnar í sér að ein­angra smit­aða ein­stak­linga og setja þá sem sýndu ein­kenni eða höfðu verið á áhættu­svæðum erlendis í 14 daga sótt­kví. Tveimur vikum síð­ar, 13. mars, var sett á sam­komu­bann og þann 24. mars var sam­komu­bannið hert veru­lega; ekki máttu fleiri en 20 manns safn­ast saman og lík­ams­rækt­ar- og sund­stöðum var lok­að, auk ýmissa ann­arra tak­mark­ana. Enn fremur fylgdu leið­bein­ingar og til­mæli til almenn­ings ekki aðeins um hand­þvott heldur var almenn­ingur beð­inn um að tak­marka sam­skipti og halda tveggja metra fjar­lægð milli ein­stak­linga sem ekki búa saman á heim­il­i.“

Sam­kvæmt höf­und­un­um, sem eru þau Ari Klængur Jóns­son, verk­efna­stjóri á Félags­vís­inda­stofn­un, Guð­björg Andrea Jóns­dótt­ir, for­stöðu­maður Félags­vís­inda­stofn­un­ar, Jón Gunnar Bern­burg, pró­fessor í félags­fræði við HÍ, Magnús Þór Torfa­son, lektor við við­skipta­fræði­deild HÍ, Sig­rún Ólafs­dótt­ir, pró­fessor í félags­fræði við HÍ og Ævar Þór­ólfs­son, verk­efna­stjóri á Félags­vís­inda­stofn­un­Þess­ir, vekja þessir tímar upp mik­il­vægar spurn­ingar um hegðun almenn­ings á tímum óvissu og hættu. Ljóst hafi verið frá upp­hafi að sam­komu­bannið og leið­bein­andi til­mælin yrðu íþyngj­andi fyrir ein­stak­linga, fyr­ir­tæki og atvinnu­líf. Engu að síður hafi aðgerð­irnar falið í sér þá for­sendu að unnt væri að fá mik­inn meiri­hluta almenn­ings til þess að breyta dag­legu lífi sínu í einu vet­fangi á grund­velli vís­inda­legra vænt­inga um árangur opin­berra aðgerða í for­dæma­lausu óvissu­á­standi.

„Afar mik­il­vægt er að kort­leggja hegðun og afstöðu almenn­ings með til­liti til þess­ara aðgerða, á meðan far­ald­ur­inn hefur gengur yfir. Sú vit­neskja verður ekki síst verð­mæt eftir að far­ald­ur­inn hefur gengið yfir og vís­inda­fólk fer í þá vinnu að meta árangur aðgerð­anna,“ segir í grein­inni.

Könn­unin var send til 400 ein­stak­linga á hverjum degi og þannig var hægt að greina hvernig afstaða Íslend­inga breytt­ist yfir tíma. Þegar greinin var skrif­uð, mánu­dagur 20. apr­íl, virt­ist fyrsta bylgja COVID-19 vera í rén­um. Hápunktur í aukn­ingu smita var í sein­ustu viku mars­mán­aðar en hápunktur virkra smita var 5. apr­íl. Nið­ur­stöður segja til um þróun í þátt­töku í og afstöðu almenn­ings til sótt­varn­ar­að­gerð­anna dag­ana 1. til 19. apr­íl.

Aðgerð­irnar taldar trú­verð­ugar

Fram kemur hjá grein­ar­höf­undum að til þess að hámarka trú­verð­ug­leika aðgerða og efla áhrif þeirra hafi þeir sér­fræð­ingar sem að aðgerðum stóðu mætt á dag­lega blaða­manna­fundi og sagt frá stöð­unni, farið yfir þær for­sendur sem þeir störf­uðu eftir og setið fyrir svörum fjöl­miðla­fólks sem oft spurði gagn­rýnna spurn­inga.

Nið­ur­stöður benda til þess að aðgerð­irnar hafi fengið afar mik­inn trú­verð­ug­leika, jafn­vel á meðan far­ald­ur­inn var ennþá í veru­legum vexti. Allt frá 1. apríl hefur mik­ill meiri­hluti svar­enda, yfir 95 pró­sent, haft þá trú á að sótt­varn­ar­að­gerðir myndu „mjög lík­lega“ eða „frekar lík­lega“ skila þeim árangri að hægja veru­lega á far­aldr­in­um. Eins og við mætti búast eykst fjöldi þeirra sem segja það „mjög lík­legt“ eftir að far­ald­ur­inn byrjar að réna undir lok tíma­bils­ins, en þá skoðun hafa 70 pró­sent svar­anda í nýj­ustu mæl­ing­unni frá 19. apr­íl.

Hve líklegt eða ólíklegt telur þú vera að núverandi sóttvarnaraðgerðir (þ.e. smitrakning, sóttkví, einangrun og samkomubann) dugi til þess að hægja verulega á útbreiðslu COVID-19-smita á Íslandi?

Meiri­hluti almenn­ings tók til­mæli almanna­varna alvar­lega

Í grein­inni segir að það að fólk hafi trú á aðgerð­unum teng­ist óneit­an­lega því hvort að fólk álíti það mik­il­vægt að fylgja til­mæl­unum og upp­lifun þess á hvort aðrir geri slíkt hið sama. Nið­ur­stöður benda sterk­lega til þess að mik­ill meiri­hluti almenn­ings hafi tekið til­mæli almanna­varna alvar­lega, en tæp­lega 90 pró­sent svar­enda hafa fylgt þessum til­mælum að frekar miklu eða öllu leyti allt tíma­bilið sem skoðað er.

Að hve miklu eða litlu leyti fylgir þú sjálf(ur) tilmælum Embættis landlæknis og almannavarna ríkislögreglustjóra?

Ein­stak­lingar lík­legri til þess að taka þátt þegar þeir telja að þátt­taka ann­arra sé útbreidd

Enn fremur segja grein­ar­höf­undar að ítrekað hafi sann­ast í rann­sóknum í félags­vís­indum að ein­stak­lingar séu jafnan miklu lík­legri til þess að taka þátt í atferli eða starf­semi þegar þeir telja að þátt­taka ann­arra sé útbreidd. Þegar ein­stak­lingar telja marga aðra vera að taka þátt verði þeir lík­legri til þess að líta svo á að þátt­takan sé ekki aðeins sjálf­sögð og eðli­leg heldur sið­ferði­lega rétt. Nið­ur­stöð­urnar sem koma fram á mynd­unum hér að neðan eru eft­ir­tekt­ar­verðar í þessu til­liti, sam­kvæmt grein­ar­höf­und­um.

Fyrri myndin sýnir að milli 71 og 85 pró­sent svar­enda hafi þá upp­lifun að þeir aðilar sem þeir eru í mestum sam­skiptum við fylgi til­mælum almanna­varna að mjög miklu eða öllu leyti. En mikið dregur úr þessu hlut­falli þegar svar­endur eru spurðir um hegðun allra ann­arra í sam­fé­lag­inu; en ein­ungis á milli 34 og 47 pró­sent svar­end­anna töldu að Íslend­ingar almennt væru að fara eftir til­mæl­unum að miklu eða öllu leyti.

Að hve miklu eða litlu leyti telur þú að þeir sem þú ert vön/vanur að vera í hvað mestum samskiptum við fylgi tilmælum Embættis landlæknis og almannavarna ríkislögreglustjóra?

Að hve miklu eða litlu leyti telur þú að Íslendingar almennt fylgi tilmælum Embættis landlæknis og almannavarna ríkislögreglustjóra?

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Védís Hervör Árnadóttir, Ásdís Kristjánsdóttir og Anna Hrefna Ingimundardóttir.
Ásdís Kristjánsdóttir ráðin aðstoðarframkvæmdastjóri SA
Þrjár konur hafa tekið við nýjum stöðum innan Samtaka atvinnulífsins.
Kjarninn 29. maí 2020
Ólafur Marteinsson
Ólafur Marteinsson nýr formaður SFS
Mjótt var á munum í kosningum til formanns stjórnar Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Kjarninn 29. maí 2020
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að von sé á góðum tíðindum frá Noregi líka.
Danmörk opnuð fyrir Íslendingum 15. júní og von á góðum fréttum frá Noregi
Danmörk opnar landamæri sín fyrir Íslendingum, Norðmönnum og Þjóðverjum 15. júní. Fyrst um sinn verður ferðamönnum þó bannað að gista í Kaupmannahöfn og þeir beðnir um að sýna fram á að þeir hafi sex nátta dvöl bókaða í landinu.
Kjarninn 29. maí 2020
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata.
Tímasetning kosninganna ekki einkamál ríkisstjórnarinnar
Þingmaður Pírata telur að nú sé kominn tími til að ríkisstjórnin greini frá því hvenær kosningar verða á næsta ári, það sé mikilvægt lýðræðismál. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir sjálfsagt að meirihlutinn starfi saman til loka október 2021.
Kjarninn 29. maí 2020
Arngrímur Brynjólfsson
„Við gerðum bara gott úr þessu“
Skipstjórinn á Heinaste sem var handtekinn og settur í farbann í Namibíu um síðustu jól segist hafa viljað vera þar í landi á öðrum forsendum. Hann hafi þó ekki látið það trufla sig en hann og eiginkona hans notuðu tækifærið og ferðuðust um landið.
Kjarninn 29. maí 2020
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra lagði frumvarpið fram í mars.
Frumvarp ráðherra mun gera framkvæmd upplýsingalaga „flóknari og óskilvirkari“
Úrskurðarnefnd um upplýsingamál gagnrýnir frumvarp forsætisráðherra um breytingar á upplýsingalögum í umsögn sem birtist í gær. Verði frumvarpið að lögum muni það valda enn tíðari og lengri töfum á afgreiðslu erinda á grundvelli upplýsingalaga.
Kjarninn 29. maí 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Heimajarðgerð
Kjarninn 29. maí 2020
Alma Möller landlæknir og Kári Stefánsson forstjóri ÍE á upplýsingafundi almannavarna.
Ríkið hefur ekki greitt Íslenskri erfðagreiningu neitt fyrir skimanir
Íslensk erfðagreining hefur ekkert fengið greitt frá íslenskum yfirvöldum fyrir skimanir sínar gegn veirunni. Kári Stefánsson forstjóri fyrirtækisins verðmat framlag fyrirtækisins til samfélagsins á þrjá milljarða króna í Kastljósi á miðvikudagskvöld.
Kjarninn 29. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent