Wuhan-dagbókin veldur titringi í Kína

Virtur kínverskur rithöfundur hóf að birta dagbókarfærslur um daglegt líf í heimaborg sinni Wuhan í janúar. Dagbókin vakti gríðarlega athygli en nú eru margir Kínverjar ósáttir við skrifin.

Fang fang
Auglýsing

Þekktur kín­verskur rit­höf­und­ur, Fang Fang, hefur síðust­u daga þurft að þola harða gagn­rýni frá löndum sínum vegna Wuhan-dag­bók­ar­inn­ar ­sem hún birti á net­inu er hún var inni­lokuð í heima­borg sinni Wuhan, þar sem kór­ónu­veiran á upp­tök sín.

Fang Fang hlaut fyrst í stað mikið lof frá Kín­verjum og tugir millj­óna þeirra lásu dag­bók­ar­færslur hennar þar sem hún lýsti líf­inu í borg­inni. En nú, eftir að stjórn­völd í Banda­ríkj­unum og víðar eru farin að beina spjótum sínum að Kín­verjum og saka þá um hylm­ingu og slök við­brögð við veiru­far­aldr­in­um, hafa margir snú­ist gegn henni. „Bravó  Fang Fang. Þú ert að gefa vest­rænum ríkj­u­m skot­færi til að ráð­ast á Kína,“ skrif­aði einn les­andi dag­bók­ar­innar á kín­verska ­sam­skipta­for­ritið Weibo.

Auglýsing

Til stendur að gefa dag­bók Fang Fang út á mörgum tungu­mál­u­m á næst­unni. Hún er 64 ára og hlaut árið 2010 virt­ustu bók­mennta­verð­laun Kína.

Fang fór að birta dag­bók­ar­færslur þann 23. jan­úar eftir að alls­herjar útgöngu- og ferða­bann var sett á í Wuh­an. Í einni færsl­unni lýst­i hún því hvernig íbú­arnir reyndu að hjálp­ast að og styðja hver annan og hversu dá­sam­legt var að upp­lifa hvers­dags­lega hluti eins og sól­ar­geisla að lýsa upp íbúð­ina.

En Fang fjall­aði einnig um hápóli­tísk mál eins og yfir­full ­sjúkra­húsin sem vís­uðu veikum frá. Þá sagði hún frá skorti á and­lits­grímum og dauðs­föllum í sinni eigin fjöl­skyldu.

„Vinur minn sem er læknir sagði: Stað­reyndin er sú að við læknar höfum vitað um hríð að sjúk­dóm­ur­inn smit­ast frá manni til manns, við létum okkar yfir­menn vita en samt var­aði eng­inn almenn­ing við,“ skrif­aði Fang í einni færsl­unni.

Í Kína er fjöl­miðla­frelsi veru­lega ábóta­vant og stjórn­völd hafa frá upp­hafi far­ald­urs­ins reynt að stjórn­a  fréttum og færslum á net­inu um hið raun­veru­lega ástand sem skap­að­ist. Því þyrsti marga Kín­verja í upp­lýs­ingar og sóttu því í að lesa dag­bók­ar­færsl­ur ­Fang Fang.

Auglýsing

En eins og fyrr segir hafa nú margir landa hennar snú­ist ­gegn henni og sagt hana fram­leiða fall­byssu­fóður fyrir óvini kín­verska ­rík­is­ins. „Hversu mikið græðir þú á því að selja dag­bók­ina?“ spyr einn les­and­i og sakar Fang um að reyna að auðg­ast á hörm­ungum íbúa Wuh­an.

Fang hefur svarað fyrir sig á Weibo og seg­ist ver­a ­fórn­ar­lamb nettrölla. Í við­tali við kín­versku vef­síð­una Caixin seg­ist hún hafa ­fengið líf­láts­hót­anir og að heim­il­is­fang hennar hafi verið birt á net­inu.

Banda­ríska útgáfu­fyr­ir­tækið HarperColl­ins ætlar að gefa dag­bók­ina út í Banda­ríkj­unum í sum­ar. Það hefur farið fyrir brjóstið á mörgum Kín­verj­u­m hvernig bókin er kynnt. „Hinn blá­kaldi raun­veru­leiki hins hræði­lega ástands varð til þess að Fang Fang hóf að tjá sig af miklu hug­rekki gegn mis­mun­un, ­spill­ingu, mis­notkun og kerf­is­bundnum póli­tískum vanda­málum sem hindr­uð­u við­brögð við far­aldr­in­um,“ segir á vef­síðu útgáfu­fyr­ir­tæk­is­ins um Wu­han-dag­bók­ina.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eggert Þór Kristófersson er forstjóri Festi.
Festi ætlar að greiða út 657 milljóna króna arðinn í september
Festi hagnaðist um 525 milljónir króna á síðasta ársfjórðungi þrátt fyrir þær takmarkanir sem voru í gildi vegna COVID-19. Félagið frestaði arðgreiðslu vegna síðasta árs í apríl, en ætlar nú að greiða hana í næsta mánuði.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Útgáfufélag Fréttablaðsins tapaði 212 milljónum í fyrra
Rekstrartekjur útgáfélagsins sem á Fréttblaðið, Hringbraut, DV og tengda miðla drógust saman á síðasta ári og tap varð á rekstrinum.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Trump sagði öruggt að opna bandaríska skóla því börn væru „næstum ónæm“ fyrir COVID-19.
Trump fer enn og aftur á svig við skilmála samfélagsmiðla
Donald Trump sagði í símaviðtali við Fox and Friends í gær að börn væru „næstum ónæm“ fyrir kórónuveirunni. Facebook-færslu frá forsetanum með ummælunum var eytt og Twitter frysti aðgang tengdan forsetanum.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Þórólfur Matthíasson
Af sykurpúðum
Kjarninn 6. ágúst 2020
Alma Möller, landlæknir.
Alma: Tækifærið er núna
Hópsýkingar munu halda áfram að koma upp hér á landi. „Við verðum að vera undir það búin að horfa upp á þetta næstu mánuði alla vega,“ segir sóttvarnalæknir. Landlæknir sagði að núna væri tækifærið til að kveða niður það smit sem hér er í gangi.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason og Alma Möller.
„Þannig mun okkur takast að koma okkur út úr þessu COVID-fári“
Sóttvarnalæknir hefur sent heilbrigðisráðherra minnisblað þar sem hann leggur til að landamæraskimun verði haldið áfram með sama hætti og verið hefur. Hann ítrekar mikilvægi persónulegra sóttvarna, skimunar og að beita einangrun og sóttkví.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Fordæma aðgerðir Icelandair í kjaraviðræðum
Norræna flutningamannasambandið sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem það fordæmir aðgerðir Icelandair í nýlegum kjarasamningaviðræðum. Samtökin segja þrýsting á stéttarfélög í formi hótana ekki leysa rekstrarvandann sem upp er kominn vegna COVID-19.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Rannsóknir hafa sýnt, án nokkurs vafa, að andlitsgrímur geta komið í veg fyrir COVID-19-smit á milli einstaklinga. Grímurnar gera þó mest gagn við ákveðnar aðstæður og þær þarf að nota á réttan hátt.
„Stutta svarið er já“ – grímur geta komið í veg fyrir smit
Rannsóknir hafa sýnt, án nokkurs vafa, að andlitsgrímur geta komið í veg fyrir COVID-19-smit á milli einstaklinga. Þetta skrifar Jón Magnús Jóhannesson, deildarlæknir á Landspítala, í nýju svari á Vísindavefnum.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiErlent