Wuhan-dagbókin veldur titringi í Kína

Virtur kínverskur rithöfundur hóf að birta dagbókarfærslur um daglegt líf í heimaborg sinni Wuhan í janúar. Dagbókin vakti gríðarlega athygli en nú eru margir Kínverjar ósáttir við skrifin.

Fang fang
Auglýsing

Þekktur kín­verskur rit­höf­und­ur, Fang Fang, hefur síðust­u daga þurft að þola harða gagn­rýni frá löndum sínum vegna Wuhan-dag­bók­ar­inn­ar ­sem hún birti á net­inu er hún var inni­lokuð í heima­borg sinni Wuhan, þar sem kór­ónu­veiran á upp­tök sín.

Fang Fang hlaut fyrst í stað mikið lof frá Kín­verjum og tugir millj­óna þeirra lásu dag­bók­ar­færslur hennar þar sem hún lýsti líf­inu í borg­inni. En nú, eftir að stjórn­völd í Banda­ríkj­unum og víðar eru farin að beina spjótum sínum að Kín­verjum og saka þá um hylm­ingu og slök við­brögð við veiru­far­aldr­in­um, hafa margir snú­ist gegn henni. „Bravó  Fang Fang. Þú ert að gefa vest­rænum ríkj­u­m skot­færi til að ráð­ast á Kína,“ skrif­aði einn les­andi dag­bók­ar­innar á kín­verska ­sam­skipta­for­ritið Weibo.

Auglýsing

Til stendur að gefa dag­bók Fang Fang út á mörgum tungu­mál­u­m á næst­unni. Hún er 64 ára og hlaut árið 2010 virt­ustu bók­mennta­verð­laun Kína.

Fang fór að birta dag­bók­ar­færslur þann 23. jan­úar eftir að alls­herjar útgöngu- og ferða­bann var sett á í Wuh­an. Í einni færsl­unni lýst­i hún því hvernig íbú­arnir reyndu að hjálp­ast að og styðja hver annan og hversu dá­sam­legt var að upp­lifa hvers­dags­lega hluti eins og sól­ar­geisla að lýsa upp íbúð­ina.

En Fang fjall­aði einnig um hápóli­tísk mál eins og yfir­full ­sjúkra­húsin sem vís­uðu veikum frá. Þá sagði hún frá skorti á and­lits­grímum og dauðs­föllum í sinni eigin fjöl­skyldu.

„Vinur minn sem er læknir sagði: Stað­reyndin er sú að við læknar höfum vitað um hríð að sjúk­dóm­ur­inn smit­ast frá manni til manns, við létum okkar yfir­menn vita en samt var­aði eng­inn almenn­ing við,“ skrif­aði Fang í einni færsl­unni.

Í Kína er fjöl­miðla­frelsi veru­lega ábóta­vant og stjórn­völd hafa frá upp­hafi far­ald­urs­ins reynt að stjórn­a  fréttum og færslum á net­inu um hið raun­veru­lega ástand sem skap­að­ist. Því þyrsti marga Kín­verja í upp­lýs­ingar og sóttu því í að lesa dag­bók­ar­færsl­ur ­Fang Fang.

Auglýsing

En eins og fyrr segir hafa nú margir landa hennar snú­ist ­gegn henni og sagt hana fram­leiða fall­byssu­fóður fyrir óvini kín­verska ­rík­is­ins. „Hversu mikið græðir þú á því að selja dag­bók­ina?“ spyr einn les­and­i og sakar Fang um að reyna að auðg­ast á hörm­ungum íbúa Wuh­an.

Fang hefur svarað fyrir sig á Weibo og seg­ist ver­a ­fórn­ar­lamb nettrölla. Í við­tali við kín­versku vef­síð­una Caixin seg­ist hún hafa ­fengið líf­láts­hót­anir og að heim­il­is­fang hennar hafi verið birt á net­inu.

Banda­ríska útgáfu­fyr­ir­tækið HarperColl­ins ætlar að gefa dag­bók­ina út í Banda­ríkj­unum í sum­ar. Það hefur farið fyrir brjóstið á mörgum Kín­verj­u­m hvernig bókin er kynnt. „Hinn blá­kaldi raun­veru­leiki hins hræði­lega ástands varð til þess að Fang Fang hóf að tjá sig af miklu hug­rekki gegn mis­mun­un, ­spill­ingu, mis­notkun og kerf­is­bundnum póli­tískum vanda­málum sem hindr­uð­u við­brögð við far­aldr­in­um,“ segir á vef­síðu útgáfu­fyr­ir­tæk­is­ins um Wu­han-dag­bók­ina.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flestir Íslendingar breyttu ekki áfengisnotkun sinni í faraldrinum
Fimmtán prósent Íslendinga drukku oftar eða mun oftar en venjulega í mars og apríl en flestir breyttu þó ekki áfengisnotkun sinni á þessu tímabili.
Kjarninn 6. júní 2020
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Björn Leví: Höfum hjakkað í sama farinu
„Á undanförnum árum höfum við verið að hjakka í sama farinu. Við höfum verið að nýta okkur þennan enn eina hvalreka sem ferðaþjónustan hefur verið,“ segir þingmaður Pírata.
Kjarninn 6. júní 2020
Leikhópurinn Lotta: Bakkabræður
Bakkabræður teknir í samfélagssátt
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Bakkabræður í uppsetningu Leikhópsins Lottu.
Kjarninn 6. júní 2020
Heil vika án nýrra smita
Nýgreind smit síðasta sólarhringinn: Núll. Greind smit síðustu sjö sólarhringa: Núll. Í dag eru tímamót í baráttu Íslendinga gegn COVID-19. Í baráttunni gegn litla gaddaboltanum, veirunni sem virðist ekki hafa tekist að finna líkama að sýkja í viku.
Kjarninn 6. júní 2020
Jói Sigurðsson, sem sést hér fyrir miðju á myndinni og Þorgils Sigvaldason, sem stendur lengst til hægri, fengu hugmyndina að CrankWheel árið 2014.
Hafa tekist á við vaxtarverki vegna heimsfaraldursins
CrankWheel er íslenskt nýsköpunarfyrirtæki sem hefur vaxið nokkuð að undanförnu vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins, enda gerir tæknilausn fyrirtækisins sölufólki kleift að leysa störf sín af hendi úr fjarlægð.
Kjarninn 6. júní 2020
180⁰ Reglan
180⁰ Reglan
180° Reglan – Viðtal við Christof Wehmeier
Kjarninn 6. júní 2020
Víða í Bandaríkjunum standa yfir mótmæli í kjölfar morðsins á George Floyd.
Vöxtur Antifa í Bandaríkjunum andsvar við uppgangi öfgahægrisins
Bandarískir ráðamenn saka Antifa um að bera ábyrgð á því að mótmælin sem nú einkenna bandarískt þjóðlíf hafi brotist út í óeirðir. Trump vill að hreyfingin verði stimpluð sem hryðjuverkasamtök en það gæti reynst erfitt.
Kjarninn 6. júní 2020
Hugmyndir um að hækka vatnsborð Hagavatns með því að stífla útfall þess, Farið, eru ekki nýjar af nálinni.
Ber að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu Hagavatnsvirkjunar
Íslenskri vatnsorku ehf. ber að sögn Orkustofnunar að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu fyrirhugaðrar Hagavatnsvirkjunar í frummatsskýrslu. Þá ber fyrirtækinu einnig að bera saman 9,9 MW virkjun og fyrri áform um stærri virkjanir.
Kjarninn 6. júní 2020
Meira úr sama flokkiErlent