Guðmundur Franklín býður sig fram til forseta og ætlar að stöðva orkupakka

Guðmundur Franklín Jónsson vill verða næsti forseti Íslands. Hann ætlar að berjast gegn orkupökkum og spillingu. Guðmundur Franklín bauð sig líka fram 2016 en dró þá framboð sitt til baka.

Hér sést Guðmundur Franklín Jónsson flytja ræðu sína fyrr í dag.
Hér sést Guðmundur Franklín Jónsson flytja ræðu sína fyrr í dag.
Auglýsing

Guð­mundur Frank­lín Jóns­son hefur ákveðið að bjóða sig fram til for­seta Íslands. Í ræðu sem hann flutti í gegnum Face­book í morgun kom fram að það væri gert eftir nokkra íhugun og mikla hvatn­ingu. Fram­boð hans muni í meg­in­þáttum snú­ast um að efla for­seta­emb­ætt­ið, nýta mál­skots­rétt­inn og leggja hans af mörkum til að berj­ast gegn spill­ingu. Hann bauð sig líka fram til for­seta árið 2016 en dró þá fram­boð sitt til baka nokkrum vikum síðar og lýsti yfir stuðn­ingi við Ólaf Ragnar Gríms­son, sem hætti stutt­lega við að hætta við að sækj­ast eftir end­ur­kjöri. Ólafur Ragnar dró svo fram­boð sitt til baka og var ekki í fram­boði þá um sum­ar­ið.

Guð­­mundur Frank­lín stofn­aði og var for­­maður í stjórn­­­mála­­flokknum Hægri græn­um, sem bauð fram í þing­­kosn­­ing­um 2013, en var nokkuð frá því að ná inn á þing. Flokk­­ur­inn var lagður niður 2016 og rann inn í Íslensku þjóð­­fylk­ing­una. Guð­mundur Frank­lín gaf kost á sér í próf­kjöri Sjálf­stæð­is­flokks­ins fyrir þing­kosn­ing­arnar 2016 en hlaut ekki braut­ar­gengi. Í fyrra tók hann virkan þátt í bar­áttu­hópnum Orkan okk­ar, sem lagð­ist gegn sam­þykkt hins svo­kall­aða þriðja orku­pakka.

Hann hefur starfað sem hót­el­stjóri á Hot­el ­Klipp­en í Gudhjem á Borg­und­ar­hólmi í Dan­mörku frá árinu 2013 og því ekki búið á Íslandi árum sam­an.

Ætlar að berj­ast gegn næstu orku­pökkum

Í ræð­unni í dag sagði Guð­mundur Frank­lín að hann teldi það mik­inn mis­skiln­ing að hlut­verk for­seta Íslands ætti að ein­skorð­ast við að brosa framan í erlenda erind­reka og flytja ávarp við hátíð­leg til­efni. „Emb­ættið á alls ekki að vera til skrauts heldur á for­set­inn að vinna með virkum hætti í þágu þjóð­ar­innar og leita allra leiða við að þjón­usta hana og styðja. Þjóðin er hér algert lyk­il­at­riði en hvorki Alþingi né aðrir emb­ætt­is­menn eiga nokkurn tím­ann að vera teknir fram fyrir hag hennar enda eru þeir einnig í þjón­ustu­hlut­verki gagn­vart henni. Það þarf að breyta hugs­un­ar­hætt­inum á Íslandi því allt of lengi hefur það við­geng­ist að spill­ingin fái að grass­era og ráða­menn standi aðgerða­lausir hjá.“Guðmundur Franklín Jónsson birti þessa mynd á Facebook-síðu sinni fyrr í aprílmánuði og því ljóst að hann hefur verið með framboð í undirbúningi í nokkurn tíma.

Hann sagði að þjóðin hefði ítrekað þurft að kyngja því að stórar upp­hæðir væru hafðar út úr þjóð­ar­bú­inu. „Okkur hefur svo liðið eins og við getum ekk­ert gert, sama hvað við kjósum þá endi þetta alltaf eins. Þessu skulum við breyta. Við þurfum ekki að sætta okkur við þetta. Það er til fólk sem styður ekki spill­ingu og mun ekki sætta sig við hana. Það er til fólk sem er til­búið til að breyta þessu og gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koll­varpa þessum illu öfl­um. Ég er einn af þeim. Ég get ekki horft upp á þetta lengur og ég segi hér með spill­ing­unni stríð á hend­ur.“ 

Auglýsing
Í nið­ur­lagi ræð­unnar sagði Guð­mundur Frank­lín að hann heiti því að ef hann verði for­seti þá muni orku­pakki fjögur og fimm ekki fara í gegn hjá for­set­anum heldur fái þjóðin að kjósa um þá. „Eins heiti ég því að ESB verði aldrei sam­þykkt án und­an­geng­innar þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu. Ég ætla mér að berj­ast fyrir þjóð­ina og hætta ekki fyrr en þjóðin fær að eiga sínar auð­lindir og sinn auð sjálf. Ég ætla að tryggja að hún sé vel upp­lýst í öllum málum og fái að taka sem mestan þátt í mál­efnum sem hana varð­ar. Mitt fram­boð er gegn spill­ingu, með auknu gagn­sæi, með beinu lýð­ræði og fyrir þjóð­ina. Þetta er það sem ég stend fyrir sem for­seta­fram­bjóð­andi og sem mann­eskja.“

Tveir þegar í fram­boði

Guð­mundur Frank­lín er þriðji ein­stak­ling­ur­inn sem til­kynnt hefur um for­seta­fram­boð. 

Guðni Th. Jóhann­es­­son til­­kynnti í nýársávarpi sínu sem hann flutti í beinni útsend­ingu á fyrsta degi árs­ins að hann ætli að sækj­ast eftir end­ur­kjöri. 

Guðni var kjör­inn for­­seti sum­­­arið 2016 og tók við emb­ætt­inu í ágúst sama ár. Hann hefur mælst nær for­­dæma­­laust vin­­sæll for­­seti á sama tíma og van­­traust til stjórn­­­mála hefur mælst mik­ið.

Axel Pétur Axels­son hefur einnig til­kynnt um fram­boð. Í sam­tali við Frétta­blaðið fyrr í apríl sagði hann að það „fyrsta sem ég mun gera ef ég verð for­seti er að reka alla rík­is­stjórn­ina eins og hún leggur sig.“ Þess ber að geta að á Íslandi er þing­ræði og for­seti hefur því ekki valdi til að reka rík­is­stjórn.

Þurfa 1.500 með­mæl­endur

Alþingi sam­þykkti í síð­ustu viku bráða­birgða­á­kvæði í lögum um fram­boð og kjör for­seta Íslands sem gerir fram­bjóð­endum til emb­ætt­is­ins heim­ilt að safna raf­rænum með­mæl­um, í ljósi þess ástands sem ríkir vegna COVID-19. Hver fram­bjóð­andi þarf að safna að minnsta kosti 1.500 með­mæl­endum frá kosn­inga­bærum mönn­um. Ákvæðið fellur úr gildi í byrjun næsta árs. 

Tak­ist nýjum fram­bjóð­endum að fá 1.500 með­mæl­endur þá mun verða kosið til for­seta 27. júní næst­kom­and­i. ­Með­mæl­endur þurfa að vera sam­kvæmt ákveð­inn­i ­skipt­ingu milli lands­fjórð­unga, og skila þarf und­ir­skriftum inn til dóms­mála­ráðu­neyt­is­ins, ásamt sam­þykki for­seta­efn­is og vott­orðum yfir­kjör­stjórna um að við­kom­andi sé kosn­ing­ar­bær. Að hámarki má safna þrjú þús­und með­mæl­end­um.

Áætlað er að for­seta­kosn­ingar muni kosta rík­is­sjóð allt að 400 millj­ónir króna vegna fram­kvæmdar þeirra.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Andrés Ingi Jónsson, þingmaður utan flokka, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Ekki að leggja til 30 kílómetra hraða alls staðar
Andrés Ingi Jónsson þingmaður utan flokka leggur til að hámarkshraði í þéttbýli verði alla jafna 30 kílómetrar á klukkustund, nema gild rök séu fyrir hærri hraða. Með frumvarpi um þetta vill þingmaðurinn fara að fordæmi Hollendinga og Spánverja.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Lady Brewery hreyfingin býður fólki í leyniklúbb
Farandsbrugghúsið Lady Brewery ætlar að koma upp tilraunaeldhúsi þar sem íslensk náttúra í bjórgerð verður rannsökuð. Safnað er fyrir verkefninu á Karolina fund.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Helga Vala Helgadóttir leiddi lista Samfylkingarinnar í Reykjavík norður fyrir síðustu kosningar.
Samfylkingin fer „sænsku leiðina“ í Reykjavík og heldur ekki prófkjör
Það verður ekkert prófkjör hjá Samfylkingunni í Reykjavík fyrir næstu alþingiskosningar. Uppstillingarnefnd hefur verið falið að stilla upp listum og leita eftir tilnefningum frá flokksfélögum.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Dæmi um fyrirsagnir frétta dagblaðanna á árunum 1985 og 1986.
Neituðu að kryfja lík alnæmissjúklinga
Í bók Gunnhildar Örnu Gunnarsdóttur, Berskjaldaður, er að finna frásögn hjúkrunarfræðings af hræðslunni og fordómunum innan sem utan Borgarspítalans á níunda og tíunda áratugnum, þegar HIV-faraldurinn braust út.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur.
Eftirlitsaðilar fái heimildir til að skoða leiguhúsnæði
„Það sem maður situr svolítið eftir með í kjölfar brunans á Bræðraborgarstíg er að þar sem um íbúðarhúsnæði var að ræða er ábyrgðin [á eldvörnum] samkvæmt lögum og reglugerðum fyrst og fremst eigandans,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Schengen-samstarfið hefur átt undir högg að sækja vegna veirufaraldursins. Víða hefur innri landamærum svæðisins verið lokað. Þessi mynd er frá pólska landamærabænum Cieszyn í sumar, þar sem landamæralokun Tékka var mótmælt.
Sótt að Schengen
Árið 2020 hefur tekið á Schengen-samstarfið. Landamæralokanir vegna faraldursins, flóttamannamál og hryðjuverkaárásir hafa vakið upp spurningar um hvaða stefna skuli mörkuð og líklegt er að samstarfið taki einhverjum breytingum.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Mette Frederiksen forsætisráðherra komst við er hún ræddi við fjölmiðla eftir að hafa heimsótt minkabú í síðustu viku og rætt við bændur sem höfðu misst frá sér ævistarfið.
Minkaklúðrið
Danska ríkisstjórnin hefur sætt mikilli gagnrýni vegna minkamálsins svonefnda, þar sem margt hefur farið úrskeiðis. Nú síðast þegar ekki var fylgt tilmælum varðandi urðun hræjanna. Algjört klúður í eitt og allt segja danskir fjölmiðlar.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Fimm manns sem voru gestkomandi á heimili Víðis og eiginkonu hans síðasta laugardag eru smituð af kórónuveirunni.
Ellefu urðu útsett fyrir smiti á heimili Víðis
Auk Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns og eiginkonu hans eru fimm manns í nærumhverfi hjónanna, sem voru gestkomandi á heimili þeirra síðasta laugardag, smituð af kórónuveirunni. Víðir segir hjónin hafa verið verulega slöpp í gær, en skárri í dag.
Kjarninn 28. nóvember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent