Guðmundur Franklín býður sig fram til forseta og ætlar að stöðva orkupakka

Guðmundur Franklín Jónsson vill verða næsti forseti Íslands. Hann ætlar að berjast gegn orkupökkum og spillingu. Guðmundur Franklín bauð sig líka fram 2016 en dró þá framboð sitt til baka.

Hér sést Guðmundur Franklín Jónsson flytja ræðu sína fyrr í dag.
Hér sést Guðmundur Franklín Jónsson flytja ræðu sína fyrr í dag.
Auglýsing

Guð­mundur Frank­lín Jóns­son hefur ákveðið að bjóða sig fram til for­seta Íslands. Í ræðu sem hann flutti í gegnum Face­book í morgun kom fram að það væri gert eftir nokkra íhugun og mikla hvatn­ingu. Fram­boð hans muni í meg­in­þáttum snú­ast um að efla for­seta­emb­ætt­ið, nýta mál­skots­rétt­inn og leggja hans af mörkum til að berj­ast gegn spill­ingu. Hann bauð sig líka fram til for­seta árið 2016 en dró þá fram­boð sitt til baka nokkrum vikum síðar og lýsti yfir stuðn­ingi við Ólaf Ragnar Gríms­son, sem hætti stutt­lega við að hætta við að sækj­ast eftir end­ur­kjöri. Ólafur Ragnar dró svo fram­boð sitt til baka og var ekki í fram­boði þá um sum­ar­ið.

Guð­­mundur Frank­lín stofn­aði og var for­­maður í stjórn­­­mála­­flokknum Hægri græn­um, sem bauð fram í þing­­kosn­­ing­um 2013, en var nokkuð frá því að ná inn á þing. Flokk­­ur­inn var lagður niður 2016 og rann inn í Íslensku þjóð­­fylk­ing­una. Guð­mundur Frank­lín gaf kost á sér í próf­kjöri Sjálf­stæð­is­flokks­ins fyrir þing­kosn­ing­arnar 2016 en hlaut ekki braut­ar­gengi. Í fyrra tók hann virkan þátt í bar­áttu­hópnum Orkan okk­ar, sem lagð­ist gegn sam­þykkt hins svo­kall­aða þriðja orku­pakka.

Hann hefur starfað sem hót­el­stjóri á Hot­el ­Klipp­en í Gudhjem á Borg­und­ar­hólmi í Dan­mörku frá árinu 2013 og því ekki búið á Íslandi árum sam­an.

Ætlar að berj­ast gegn næstu orku­pökkum

Í ræð­unni í dag sagði Guð­mundur Frank­lín að hann teldi það mik­inn mis­skiln­ing að hlut­verk for­seta Íslands ætti að ein­skorð­ast við að brosa framan í erlenda erind­reka og flytja ávarp við hátíð­leg til­efni. „Emb­ættið á alls ekki að vera til skrauts heldur á for­set­inn að vinna með virkum hætti í þágu þjóð­ar­innar og leita allra leiða við að þjón­usta hana og styðja. Þjóðin er hér algert lyk­il­at­riði en hvorki Alþingi né aðrir emb­ætt­is­menn eiga nokkurn tím­ann að vera teknir fram fyrir hag hennar enda eru þeir einnig í þjón­ustu­hlut­verki gagn­vart henni. Það þarf að breyta hugs­un­ar­hætt­inum á Íslandi því allt of lengi hefur það við­geng­ist að spill­ingin fái að grass­era og ráða­menn standi aðgerða­lausir hjá.“Guðmundur Franklín Jónsson birti þessa mynd á Facebook-síðu sinni fyrr í aprílmánuði og því ljóst að hann hefur verið með framboð í undirbúningi í nokkurn tíma.

Hann sagði að þjóðin hefði ítrekað þurft að kyngja því að stórar upp­hæðir væru hafðar út úr þjóð­ar­bú­inu. „Okkur hefur svo liðið eins og við getum ekk­ert gert, sama hvað við kjósum þá endi þetta alltaf eins. Þessu skulum við breyta. Við þurfum ekki að sætta okkur við þetta. Það er til fólk sem styður ekki spill­ingu og mun ekki sætta sig við hana. Það er til fólk sem er til­búið til að breyta þessu og gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koll­varpa þessum illu öfl­um. Ég er einn af þeim. Ég get ekki horft upp á þetta lengur og ég segi hér með spill­ing­unni stríð á hend­ur.“ 

Auglýsing
Í nið­ur­lagi ræð­unnar sagði Guð­mundur Frank­lín að hann heiti því að ef hann verði for­seti þá muni orku­pakki fjögur og fimm ekki fara í gegn hjá for­set­anum heldur fái þjóðin að kjósa um þá. „Eins heiti ég því að ESB verði aldrei sam­þykkt án und­an­geng­innar þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu. Ég ætla mér að berj­ast fyrir þjóð­ina og hætta ekki fyrr en þjóðin fær að eiga sínar auð­lindir og sinn auð sjálf. Ég ætla að tryggja að hún sé vel upp­lýst í öllum málum og fái að taka sem mestan þátt í mál­efnum sem hana varð­ar. Mitt fram­boð er gegn spill­ingu, með auknu gagn­sæi, með beinu lýð­ræði og fyrir þjóð­ina. Þetta er það sem ég stend fyrir sem for­seta­fram­bjóð­andi og sem mann­eskja.“

Tveir þegar í fram­boði

Guð­mundur Frank­lín er þriðji ein­stak­ling­ur­inn sem til­kynnt hefur um for­seta­fram­boð. 

Guðni Th. Jóhann­es­­son til­­kynnti í nýársávarpi sínu sem hann flutti í beinni útsend­ingu á fyrsta degi árs­ins að hann ætli að sækj­ast eftir end­ur­kjöri. 

Guðni var kjör­inn for­­seti sum­­­arið 2016 og tók við emb­ætt­inu í ágúst sama ár. Hann hefur mælst nær for­­dæma­­laust vin­­sæll for­­seti á sama tíma og van­­traust til stjórn­­­mála hefur mælst mik­ið.

Axel Pétur Axels­son hefur einnig til­kynnt um fram­boð. Í sam­tali við Frétta­blaðið fyrr í apríl sagði hann að það „fyrsta sem ég mun gera ef ég verð for­seti er að reka alla rík­is­stjórn­ina eins og hún leggur sig.“ Þess ber að geta að á Íslandi er þing­ræði og for­seti hefur því ekki valdi til að reka rík­is­stjórn.

Þurfa 1.500 með­mæl­endur

Alþingi sam­þykkti í síð­ustu viku bráða­birgða­á­kvæði í lögum um fram­boð og kjör for­seta Íslands sem gerir fram­bjóð­endum til emb­ætt­is­ins heim­ilt að safna raf­rænum með­mæl­um, í ljósi þess ástands sem ríkir vegna COVID-19. Hver fram­bjóð­andi þarf að safna að minnsta kosti 1.500 með­mæl­endum frá kosn­inga­bærum mönn­um. Ákvæðið fellur úr gildi í byrjun næsta árs. 

Tak­ist nýjum fram­bjóð­endum að fá 1.500 með­mæl­endur þá mun verða kosið til for­seta 27. júní næst­kom­and­i. ­Með­mæl­endur þurfa að vera sam­kvæmt ákveð­inn­i ­skipt­ingu milli lands­fjórð­unga, og skila þarf und­ir­skriftum inn til dóms­mála­ráðu­neyt­is­ins, ásamt sam­þykki for­seta­efn­is og vott­orðum yfir­kjör­stjórna um að við­kom­andi sé kosn­ing­ar­bær. Að hámarki má safna þrjú þús­und með­mæl­end­um.

Áætlað er að for­seta­kosn­ingar muni kosta rík­is­sjóð allt að 400 millj­ónir króna vegna fram­kvæmdar þeirra.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent