Þórólfur: Einum kafla lokið í stríðinu við COVID

Sóttvarnalæknir segir að nú þurfi að gera upp faraldurinn og þá vinnu sem unnin hefur verið hér. Í framhaldinu gæti sú reynsla gagnast öðrum þjóðum.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Auglýsing

„Þetta er fal­legur dagur sem von­andi er fyr­ir­boði góðra tíma,“ ­sagði Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir við upp­haf upp­lýs­inga­fund­ar al­manna­varna í dag. Aðeins eitt nýtt smit greind­ist á land­inu í gær. Sagð­i Þórólfur far­ald­ur­inn „klár­lega kom­inn nið­ur“ og að lítið smit væri í gang­i ­meðal almenn­ings. Þá hefði álag á heil­brigð­is­kerfið minnkað mjög mik­ið.

„Ég held að þetta þýði að við munum sjá örfá smit á næst­unn­i en það verður ekki hægt að úti­loka hóp­sýk­ing­ar,“ sagði Þórólfur og að þess vegna þurfum við að halda áfram að taka sýni og vera vak­andi.

„Nú er einum kafla lokið í stríð­inu við COVID hér,“ sagð­i Þórólf­ur. „En stríðið er nokkrir kaflar og við erum ekki komin að land­i.“

Auglýsing

Nýr kafli felst í því að koma í veg fyrir að far­ald­ur­inn blossi upp aft­ur, „og við þurfum að fara var­lega næstu mán­uði ef ekki á illa að fara“. Áskor­unin verði að aflétta tak­mörk­unum hægt, við­hafa við­un­and­i ­ferða­tak­mark­anir næstu miss­eri, við­halda sótt­vörn­um, vernda við­kvæma hópa og kanna mótefna­stöðu almenn­ings þegar það verður tíma­bært.

„Annar þáttur er svo að gera upp þennan far­aldur og þá vinn­u ­sem hefur verið innt af hendi af mjög mörgum aðil­u­m,“ sagði Þórólf­ur. Miklar ­upp­lýs­ingar hefðu feng­ist síð­ustu vikur og mikil reynsla og þekk­ing skap­ast. Það mun gagn­ast okkur í fram­tíð­inni, m.a. ef önnur bylgja far­ald­urs kemur upp hér á landi.

En að sögn Þór­ólfs mun þessi þekk­ing einnig gagn­ast öðrum ­þjóð­um. Mik­il­vægt sé að fara í þá vinnu núna að draga þetta saman og deila ­reynsl­unni með öðr­um.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Icelandair Group er efst á lista, enda með meira en eitt og hálft prósent íslenska vinnumarkaðarins í hlutastarfi í mars og apríl.
Fyrirtækin sem fengu mest út úr hlutabótaleiðinni í mars og apríl
Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um hlutabótaleiðina má finna niðurbrot á því hversu mikið fé rann frá Vinnumálastofnun til starfsmanna fyrirtækja sem nýttu hlutabótaleiðina í mars og apríl. Kjarninn tók það helsta saman.
Kjarninn 28. maí 2020
Samkeppniseftirlitið sektar Símann um 500 milljónir
Samkvæmt Samkeppniseftirlitinu hefur Síminn brotið gegn skilyrðum í sáttum sem fyrirtækið hefur á undanförnum árum gert við eftirlitið. Það telur að brotin séu alvarleg og sektar Símann vegna þessa um 500 milljónir króna. Síminn ætlar að áfrýja.
Kjarninn 28. maí 2020
Skúli Eggert Þórðarson er ríkisendurskoðandi.
Talin hafa breytt launaseðlum til að ná hærri greiðslum úr ríkissjóði vegna hlutabótaleiðar
Ríkisendurskoðun telur að leiða megi líkum að því að ákveðinn hópur sem nýtti sér hlutabótaleiðina hafi breytt áður uppgefnum launum til hækkunar svo þeir myndu fá hærri greiðslur úr ríkissjóði. Hækkunin í heild nemur 114 milljónum króna.
Kjarninn 28. maí 2020
Oddný G. Harðardóttir vill að uppsagnarstyrkjum verði breytt.
Vill banna þeim sem átt hafa í fjárhagslegum tengslum við skattaskjól að fá uppsagnarstyrk
Oddný G. Harðardóttir hefur lagt fram breytingartillögu við frumvarp um stuðning úr ríkissjóði vegna greiðslu launakostnaðar í uppsagnarfresti. Kallar eftir aðgerðum fyrirtækja í loftslagsmálum, endurgreiðslu styrkja og þaki á laun stjórnenda.
Kjarninn 28. maí 2020
Svört skýrsla um hlutabótaleiðina sýnir grun um misnotkun
Ríkisendurskoðun gagnrýnir framkvæmd hlutabótaleiðarinnar harðlega í skýrslu sem hún hefur unnið. Of margir sem áttu ekki í bráðum rekstrarvanda hafi nýtt sér hana til að sækja fjármuni í ríkissjóð og misbrestur hafi verið á eftirliti.
Kjarninn 28. maí 2020
Smári McCarthy, þingmaður Pírata.
Hægt sé að lesa á milli línanna og sjá hvaða fyrirtæki uppsagnarstyrkir séu hugsaðir fyrir
Þingmaður Pírata telur líklegt að sagan muni dæma frumvarp um að greiða 27 milljarða króna í styrkti til fyrirtækja til að hjálpa þeim að segja upp fólki, sem mistök. Stöðugleika þorra launamanna sé fórnað fyrir hagsmuni nokkurra fyrirtækjaeigenda.
Kjarninn 28. maí 2020
Framhaldsskólinn var styttur úr fjórum árum í þrjú.
Vísbendingar um lægri meðaleinkunn í HÍ eftir styttingu framhaldsskólanáms
Andlegri heilsu nemenda, aðallega stúlkna, hefur hrakað frá því að framhaldsskólanámið var stytt um eitt ár. Sú þróun hófst þó talsvert fyrr en námstímanum var breytt, segir í skýrslu menntamálaráðherra um áhrif styttingarinnar á ýmsa þætti.
Kjarninn 28. maí 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Apple gleraugu á leiðinni
Kjarninn 28. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent