Tvö ný COVID-19 smit greindust í gær, eitt á sýkla- og veirufræðideild Landspítala og eitt hjá Íslenskri erfðagreiningu. Þetta kemur fram á vefnum covid.is. Alls voru 109 sýni tekin til greiningar á sýkla- og veirufræðideildinni og 399 hjá Íslenskri erfðagreiningu.
Smitin eru því í heildina orðin 1.797 talsins, en virkt smit er nú 131 á landinu öllu. Sjö manns eru á sjúkrahúsi og enginn þeirra er á gjörgæslu. 715 einstaklingar eru í sóttkví þessa stundina.
18.957 einstaklingar hafa lokið sóttkví en 47.573 sýni hafa verið tekin. Af þeim sem greinst hafa með COVID-19 á Íslandi eru tíu látin.
Auglýsing