Ekkert nýtt smit greindist í gær en 318 sýni voru tekin til greiningar, 278 hjá Íslenskri erfðagreiningu og 40 á sýkla- og veirufræðideild Landspítala.
Þetta kemur fram kemur í uppfærðum tölum á vefnum covid.is.
Auglýsing
Þegar mest var um virk smit, þann 5. apríl síðastliðinn, var fjöldi þeirra 1.096. Einungis þrír einstaklingar eru á sjúkrahúsi vegna sjúkdómsins, enginn þeirra á gjörgæslu. 743 manns eru í sóttkví sem stendur.
Samtals hafa 1.799 manns greinst með COVID-19 á Íslandi, en 1.750 þeirra er batnað. Tíu manns hafa látist eftir að hafa smitast af sjúkdómnum.