Þrjár umsóknir um starf forstjóra Menntamálastofnunar bárust mennta- og menningarmálaráðuneytinu, frá einum karli og tveimur konum.
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins.
Umsóknarfrestur rann út þann 20. apríl síðastliðinn. Ráðgert er að skipað verði í embættið til fimm ára frá 4. ágúst 2020.
Auglýsing
Umsækjendur eru:
- Alda Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri
- Arnór Guðmundsson, forstjóri Menntamálastofnunar
- Íris Ösp Bergþórsdóttir, mannauðsstjóri