Bjarni: Hlutabótaleiðin heppnaðist sérlega vel

Fjármála- og efnahagsráðherra segir að hlutabótaleiðin verði framlengd því hún hafi heppnast vel og sé mikilvæg fyrir heimilin.

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra.
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra.
Auglýsing

Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, segir á Face­book í dag að hann telji að hluta­bóta­leiðin hafi heppn­ast sér­lega vel.

„Hluta­starfa­leiðin var úrræði stjórn­valda til að forða upp­sögnum hjá fyr­ir­tækjum sem urðu fyrir tekju­falli vegna COVID-19. Það var eng­inn munur gerður á litlum eða stórum fyr­ir­tækj­um, við vildum ein­fald­lega hvetja fyr­ir­tæki til að við­halda ráðn­ing­ar­sam­band­inu ef það gat verið val­kostur að lækka starfs­hlut­fall tíma­bund­ið. Greiðslur frá rík­is­sjóði fara til starfs­manna, ekki fyr­ir­tækja og fyr­ir­tæki gátu ekki notið starfs­krafta þeirra nema að því marki sem þau sjálf greiddu laun­in,“ skrifar hann.

Ráð­herr­ann segir að þessa dag­ana sé smá­sölu­verslun að taka aftur við sér og að störfin séu örugg­ari. „Við náðum mark­miði okk­ar. Fólk upp­lifði lítið tekju­tap þrátt fyrir að það hafi ekki haft fulla vinnu. Þetta tryggði fram­færsl­una, rekstur heim­ila fór ekki úr skorð­um. Einka­neysla er að taka við sér aft­ur. Vinnu­tengd rétt­indi eru óhreyfð.“

Auglýsing

Kæmi á óvart ef ekki mætti birta nöfn fyr­ir­tækja sem tóku þátt í aðgerð­inni

­Tölu­verð gagn­rýni hefur verið á reglu­verkið í kringum leið­ina og gerir Bjarni sér það að umtals­efni í færsl­unni. „Ef dæmi eru um að fyr­ir­tæki sem ekki urðu fyrir tekju­falli eða dreifðu pen­ingum út til eig­enda sinna á sama tíma og þau nýttu úrræðið finnst mér alveg ljóst að það var ekki í sam­ræmi við til­gang lag­anna. Við þurfum að finna þau til­vik með eft­ir­liti, en þau eru örugg­lega und­an­tekn­ing. Alvar­leg und­an­tekn­ing og ekki lýsandi fyrir það sem við vorum að standa saman um. Slíkar und­ar­tekn­ingar rjúfa mik­il­væga sam­stöð­u.“

Hann segir að í ljós komi hvort Íslend­ingar hafi reist sér slíkar skorður í per­sónu­vernd­ar­lögum að ekki sé hægt að birta lista yfir fyr­ir­tæki sem gerðu samn­inga um lægra starfs­hlut­fall. Vinnu­mála­stofnun gaf út þá yfir­lýs­ingu í gær að ekki væri hægt að birta lista yfir þau fyr­ir­tæki sem nýtt hafa hluta­bóta­leið­ina.

„Ég vænti nið­ur­stöðu í það mál innan fárra daga og það kæmi á óvart að ekki mætti birta nöfn fyr­ir­tækja sem tóku þátt í þess­ari aðgerð. Ég heyri vanga­veltur um að eitt kunni að eiga við stór fyr­ir­tæki annað um lít­il. Sjáum til. Hver sem nið­ur­staðan verður vil ég segja að í mínum huga snýst þetta ein­fald­lega um gagn­sæi.

Fyr­ir­tæki sem urðu fyrir tekju­falli vegna þessa far­ald­urs breyttu rétt með því að segja ekki upp fólki heldur nýta þetta úrræði frek­ar. Við vorum bein­línis að biðja þau um að bíða og sjá hvernig myndi spil­ast úr efna­hags­legu stöð­unni. Við óskuðum eftir því að fólki yrði ekki sagt upp ef þessi leið gat verið val­kost­ur,“ skrifar hann.

Hluta­bóta­leiðin verður fram­lengd

Bjarni seg­ist þess vegna ekki sjá hvers vegna þetta ætti að vera við­kvæmt mál frá sjón­ar­hóli fyr­ir­tækj­anna. Það sem kunni að hafa áhrif hér er almenn­ings­á­lit­ið. Og því sé aftur oft og tíðum stjórnað af fjöl­miðlaum­fjöll­un.

„Við skulum ekki láta það ger­ast að úrræði sem við vorum sam­mála um að skipti miklu fyrir fjöl­skyldur og heppn­að­ist vel í fram­kvæmd fái á sig óorð vegna fárra und­ar­tekn­inga­til­vika. Þau til­vik er nú rætt um í fjöl­miðl­um. Ég sé fáar sögur sagðar af öllum þús­und­unum sem nutu góðs af úrræð­inu, fjöl­skyldum sem komust í skjól og þurftu ekki að fást við áhyggjur og kvíða vegna atvinnu­miss­is.

Hluta­starfa­leiðin hafði mikla þýð­ingu þegar mest þurfti á að halda: Á meðan við beittum ströngum úrræðum eins og sam­komu­banni sem olli lokun margra fyr­ir­tækja og hruni í tekjum ann­arra sem reyndu að hafa opið,“ skrifar hann.

Bjarni endar færsl­una með því að greina frá því að hluta­bóta­leiðin verði fram­lengd því hún hafi heppn­ast vel og sé mik­il­væg fyrir heim­il­in. „Hún er enn­fremur tákn­ræn fyrir sam­stöð­una sem við þurfum svo mikið á að halda. Stöndum áfram saman um mik­il­vægar aðgerðir til að lág­marka skaða sam­fé­lags­ins af þessum far­aldri.“

Hluta­starfa­leiðin var úrræði stjórn­valda til að forða upp­sögnum hjá fyr­ir­tækjum sem urðu fyrir tekju­falli vegna...

Posted by Bjarni Bene­dikts­son on Sat­ur­day, May 9, 2020


Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fasteignamat íbúðarhúsnæðis lækkar víða miðsvæðis í Reykjavík
Fasteignamat Þjóðskrár á íbúðarhúsnæði lækkar víða miðsvæðis í Reykjavík frá yfirstandandi ári. Mikill munur er á þróun fasteignamatsins á milli hverfa höfuðborgarsvæðisins. Hæsta fermetraverðið á landinu er í Vesturbæ Reykjavíkur og Skerjafirði.
Kjarninn 2. júní 2020
Frá og með 15. júní býðst komufarþegum að fara í sýnatöku í stað sóttkvíar.
Efnahagsleg áhrif af opnun landsins „hjúpuð óvissu“
Efnahagslegar afleiðingar af því að halda landinu áfram lokuðu yrðu „gríðarlegar“. Alls óvíst er hvenær hægt yrði að aflétta ferðatakmörkunum án áhættu á að veiran berist hingað á ný. Boðið verður upp á sýnatöku við landamæri Íslands frá miðjum júní.
Kjarninn 2. júní 2020
Lýður og Ágúst Guðmundssynir.
Athugasemdir frá Lýð og Ágústi Guðmundssonum
Kjarninn 2. júní 2020
Ásmundur Einar Daðason er með húsnæðismálin á sinni könnu sem félagsmálaráðherra.
Áætlað að 4.000 manns búi í atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu
Samkvæmt nýlegu mati er áætlað að um 4.000 manns búi nú í atvinnu- og iðnaðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra segist ætla að leggja fram frumvarp sitt um hlutdeildarlán á yfirstandandi þingi.
Kjarninn 2. júní 2020
Guðmundur Guðmundsson
Hlutverk vetnis í orku- og loftslagsmálum framtíðarinnar
Kjarninn 2. júní 2020
Með öllu óvíst er hversu hratt ferðaþjónustan mun geta tekið við sér eftir þetta áfall og stutt við efnahagsbatann.
Vísbendingar um að botninum sé náð
Heimili á Íslandi hafa sótt um að taka 13 milljarða króna út úr séreignarsparnaði og um 6.000 heimili hafa fengið greiðslufrest af lánum. Þá hafa vaxtalækkanir skilað sér í lægri afborgunum af lánum, ekki síst til heimila.
Kjarninn 2. júní 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Sóttvarnalæknir: Áhættan virðist ekki vera mikil
PCR-mæling hjá einkennalausum einstaklingum er ekki óyggjandi próf til að greina SARS-CoV-2 veiruna, segir sóttvarnalæknir. 0-4 dögum eftir smit geti niðurstaða úr sýnatöku verið neikvæð hjá þeim sem er smitaður.
Kjarninn 2. júní 2020
Komufarþegum býðst að fara í sýnatöku frá og með 15. júní.
Staðfest: Komufarþegum mun standa sýnataka til boða
Bráðabirgðamat bendir til þess að kostnaður við sýnatöku á Keflavíkurflugvelli fyrstu tvær vikurnar frá rýmkun reglna um komu ferðamanna til landsins yrði um 160 milljónir króna ef 500 manns koma til landsins.
Kjarninn 2. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent