Bjarni: Hlutabótaleiðin heppnaðist sérlega vel

Fjármála- og efnahagsráðherra segir að hlutabótaleiðin verði framlengd því hún hafi heppnast vel og sé mikilvæg fyrir heimilin.

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra.
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra.
Auglýsing

Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, segir á Face­book í dag að hann telji að hluta­bóta­leiðin hafi heppn­ast sér­lega vel.

„Hluta­starfa­leiðin var úrræði stjórn­valda til að forða upp­sögnum hjá fyr­ir­tækjum sem urðu fyrir tekju­falli vegna COVID-19. Það var eng­inn munur gerður á litlum eða stórum fyr­ir­tækj­um, við vildum ein­fald­lega hvetja fyr­ir­tæki til að við­halda ráðn­ing­ar­sam­band­inu ef það gat verið val­kostur að lækka starfs­hlut­fall tíma­bund­ið. Greiðslur frá rík­is­sjóði fara til starfs­manna, ekki fyr­ir­tækja og fyr­ir­tæki gátu ekki notið starfs­krafta þeirra nema að því marki sem þau sjálf greiddu laun­in,“ skrifar hann.

Ráð­herr­ann segir að þessa dag­ana sé smá­sölu­verslun að taka aftur við sér og að störfin séu örugg­ari. „Við náðum mark­miði okk­ar. Fólk upp­lifði lítið tekju­tap þrátt fyrir að það hafi ekki haft fulla vinnu. Þetta tryggði fram­færsl­una, rekstur heim­ila fór ekki úr skorð­um. Einka­neysla er að taka við sér aft­ur. Vinnu­tengd rétt­indi eru óhreyfð.“

Auglýsing

Kæmi á óvart ef ekki mætti birta nöfn fyr­ir­tækja sem tóku þátt í aðgerð­inni

­Tölu­verð gagn­rýni hefur verið á reglu­verkið í kringum leið­ina og gerir Bjarni sér það að umtals­efni í færsl­unni. „Ef dæmi eru um að fyr­ir­tæki sem ekki urðu fyrir tekju­falli eða dreifðu pen­ingum út til eig­enda sinna á sama tíma og þau nýttu úrræðið finnst mér alveg ljóst að það var ekki í sam­ræmi við til­gang lag­anna. Við þurfum að finna þau til­vik með eft­ir­liti, en þau eru örugg­lega und­an­tekn­ing. Alvar­leg und­an­tekn­ing og ekki lýsandi fyrir það sem við vorum að standa saman um. Slíkar und­ar­tekn­ingar rjúfa mik­il­væga sam­stöð­u.“

Hann segir að í ljós komi hvort Íslend­ingar hafi reist sér slíkar skorður í per­sónu­vernd­ar­lögum að ekki sé hægt að birta lista yfir fyr­ir­tæki sem gerðu samn­inga um lægra starfs­hlut­fall. Vinnu­mála­stofnun gaf út þá yfir­lýs­ingu í gær að ekki væri hægt að birta lista yfir þau fyr­ir­tæki sem nýtt hafa hluta­bóta­leið­ina.

„Ég vænti nið­ur­stöðu í það mál innan fárra daga og það kæmi á óvart að ekki mætti birta nöfn fyr­ir­tækja sem tóku þátt í þess­ari aðgerð. Ég heyri vanga­veltur um að eitt kunni að eiga við stór fyr­ir­tæki annað um lít­il. Sjáum til. Hver sem nið­ur­staðan verður vil ég segja að í mínum huga snýst þetta ein­fald­lega um gagn­sæi.

Fyr­ir­tæki sem urðu fyrir tekju­falli vegna þessa far­ald­urs breyttu rétt með því að segja ekki upp fólki heldur nýta þetta úrræði frek­ar. Við vorum bein­línis að biðja þau um að bíða og sjá hvernig myndi spil­ast úr efna­hags­legu stöð­unni. Við óskuðum eftir því að fólki yrði ekki sagt upp ef þessi leið gat verið val­kost­ur,“ skrifar hann.

Hluta­bóta­leiðin verður fram­lengd

Bjarni seg­ist þess vegna ekki sjá hvers vegna þetta ætti að vera við­kvæmt mál frá sjón­ar­hóli fyr­ir­tækj­anna. Það sem kunni að hafa áhrif hér er almenn­ings­á­lit­ið. Og því sé aftur oft og tíðum stjórnað af fjöl­miðlaum­fjöll­un.

„Við skulum ekki láta það ger­ast að úrræði sem við vorum sam­mála um að skipti miklu fyrir fjöl­skyldur og heppn­að­ist vel í fram­kvæmd fái á sig óorð vegna fárra und­ar­tekn­inga­til­vika. Þau til­vik er nú rætt um í fjöl­miðl­um. Ég sé fáar sögur sagðar af öllum þús­und­unum sem nutu góðs af úrræð­inu, fjöl­skyldum sem komust í skjól og þurftu ekki að fást við áhyggjur og kvíða vegna atvinnu­miss­is.

Hluta­starfa­leiðin hafði mikla þýð­ingu þegar mest þurfti á að halda: Á meðan við beittum ströngum úrræðum eins og sam­komu­banni sem olli lokun margra fyr­ir­tækja og hruni í tekjum ann­arra sem reyndu að hafa opið,“ skrifar hann.

Bjarni endar færsl­una með því að greina frá því að hluta­bóta­leiðin verði fram­lengd því hún hafi heppn­ast vel og sé mik­il­væg fyrir heim­il­in. „Hún er enn­fremur tákn­ræn fyrir sam­stöð­una sem við þurfum svo mikið á að halda. Stöndum áfram saman um mik­il­vægar aðgerðir til að lág­marka skaða sam­fé­lags­ins af þessum far­aldri.“

Hluta­starfa­leiðin var úrræði stjórn­valda til að forða upp­sögnum hjá fyr­ir­tækjum sem urðu fyrir tekju­falli vegna...

Posted by Bjarni Bene­dikts­son on Sat­ur­day, May 9, 2020


Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent