Bjarni: Hlutabótaleiðin heppnaðist sérlega vel

Fjármála- og efnahagsráðherra segir að hlutabótaleiðin verði framlengd því hún hafi heppnast vel og sé mikilvæg fyrir heimilin.

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra.
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra.
Auglýsing

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir á Facebook í dag að hann telji að hlutabótaleiðin hafi heppnast sérlega vel.

„Hlutastarfaleiðin var úrræði stjórnvalda til að forða uppsögnum hjá fyrirtækjum sem urðu fyrir tekjufalli vegna COVID-19. Það var enginn munur gerður á litlum eða stórum fyrirtækjum, við vildum einfaldlega hvetja fyrirtæki til að viðhalda ráðningarsambandinu ef það gat verið valkostur að lækka starfshlutfall tímabundið. Greiðslur frá ríkissjóði fara til starfsmanna, ekki fyrirtækja og fyrirtæki gátu ekki notið starfskrafta þeirra nema að því marki sem þau sjálf greiddu launin,“ skrifar hann.

Ráðherrann segir að þessa dagana sé smásöluverslun að taka aftur við sér og að störfin séu öruggari. „Við náðum markmiði okkar. Fólk upplifði lítið tekjutap þrátt fyrir að það hafi ekki haft fulla vinnu. Þetta tryggði framfærsluna, rekstur heimila fór ekki úr skorðum. Einkaneysla er að taka við sér aftur. Vinnutengd réttindi eru óhreyfð.“

Auglýsing

Kæmi á óvart ef ekki mætti birta nöfn fyrirtækja sem tóku þátt í aðgerðinni

Töluverð gagnrýni hefur verið á regluverkið í kringum leiðina og gerir Bjarni sér það að umtalsefni í færslunni. „Ef dæmi eru um að fyrirtæki sem ekki urðu fyrir tekjufalli eða dreifðu peningum út til eigenda sinna á sama tíma og þau nýttu úrræðið finnst mér alveg ljóst að það var ekki í samræmi við tilgang laganna. Við þurfum að finna þau tilvik með eftirliti, en þau eru örugglega undantekning. Alvarleg undantekning og ekki lýsandi fyrir það sem við vorum að standa saman um. Slíkar undartekningar rjúfa mikilvæga samstöðu.“

Hann segir að í ljós komi hvort Íslendingar hafi reist sér slíkar skorður í persónuverndarlögum að ekki sé hægt að birta lista yfir fyrirtæki sem gerðu samninga um lægra starfshlutfall. Vinnumálastofnun gaf út þá yfirlýsingu í gær að ekki væri hægt að birta lista yfir þau fyrirtæki sem nýtt hafa hlutabótaleiðina.

„Ég vænti niðurstöðu í það mál innan fárra daga og það kæmi á óvart að ekki mætti birta nöfn fyrirtækja sem tóku þátt í þessari aðgerð. Ég heyri vangaveltur um að eitt kunni að eiga við stór fyrirtæki annað um lítil. Sjáum til. Hver sem niðurstaðan verður vil ég segja að í mínum huga snýst þetta einfaldlega um gagnsæi.

Fyrirtæki sem urðu fyrir tekjufalli vegna þessa faraldurs breyttu rétt með því að segja ekki upp fólki heldur nýta þetta úrræði frekar. Við vorum beinlínis að biðja þau um að bíða og sjá hvernig myndi spilast úr efnahagslegu stöðunni. Við óskuðum eftir því að fólki yrði ekki sagt upp ef þessi leið gat verið valkostur,“ skrifar hann.

Hlutabótaleiðin verður framlengd

Bjarni segist þess vegna ekki sjá hvers vegna þetta ætti að vera viðkvæmt mál frá sjónarhóli fyrirtækjanna. Það sem kunni að hafa áhrif hér er almenningsálitið. Og því sé aftur oft og tíðum stjórnað af fjölmiðlaumfjöllun.

„Við skulum ekki láta það gerast að úrræði sem við vorum sammála um að skipti miklu fyrir fjölskyldur og heppnaðist vel í framkvæmd fái á sig óorð vegna fárra undartekningatilvika. Þau tilvik er nú rætt um í fjölmiðlum. Ég sé fáar sögur sagðar af öllum þúsundunum sem nutu góðs af úrræðinu, fjölskyldum sem komust í skjól og þurftu ekki að fást við áhyggjur og kvíða vegna atvinnumissis.

Hlutastarfaleiðin hafði mikla þýðingu þegar mest þurfti á að halda: Á meðan við beittum ströngum úrræðum eins og samkomubanni sem olli lokun margra fyrirtækja og hruni í tekjum annarra sem reyndu að hafa opið,“ skrifar hann.

Bjarni endar færsluna með því að greina frá því að hlutabótaleiðin verði framlengd því hún hafi heppnast vel og sé mikilvæg fyrir heimilin. „Hún er ennfremur táknræn fyrir samstöðuna sem við þurfum svo mikið á að halda. Stöndum áfram saman um mikilvægar aðgerðir til að lágmarka skaða samfélagsins af þessum faraldri.“

Hlutastarfaleiðin var úrræði stjórnvalda til að forða uppsögnum hjá fyrirtækjum sem urðu fyrir tekjufalli vegna...

Posted by Bjarni Benediktsson on Saturday, May 9, 2020

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Frá fundi Norðurskautsráðsins í Rovaniemi í Finnlandi árið 2019 þegar Ísland tók við formennsku í ráðinu. Rússar taka við keflinu á fundi ráðsins sem fram fer í Reykjavík í maí.
Ísland lætur af formennsku í Norðurskautsráðinu
Sjálfbær þróun og umhverfismál eru grundvallarstef norðurslóðasamvinnu en mega þessi mjúku mál sín einhvers þegar Rússar eru að efla hernaðarlega uppbyggingu og Bandaríkjamenn bregðast við með aukinni viðveru, m.a. á Íslandi?
Kjarninn 16. maí 2021
Um það bil helmingur Dana afþakkar fjölpóst.
100 þúsund tonn af auglýsingapésum
Mánaðarlega fá Danir samtals átta til níu þúsund tonn af auglýsingapésum inn um bréfalúguna. Stór hluti pésanna fer ólesinn í ruslið. Nú ræðir danska þingið breytingar á reglum þannig að borgararnir þurfi að biðja um að fá pésana.
Kjarninn 16. maí 2021
Tony Blair segist vera með lausnir á vanda Verkamannaflokksins og raunar annarra stjórnmálaafla frá miðjunni og til vinstri.
Tony Blair segir að Verkamannaflokkurinn þurfi að fara alveg á byrjunarreit
Fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands segir að sinn gamli flokkur eigi sér ekki viðreisnar von ef hann haldi áfram á sömu braut. Algjörrar endurræsingar sé þörf, bæði í efnahagsmálum og umræðum um samfélagsmál, þar sem þeir róttækustu vaði uppi.
Kjarninn 15. maí 2021
Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra.
„Við eigum að færa þessa verslun heim í hérað – frá Búrgundí í Bústaðahverfið“
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins spyr hvers vegna íslensk stjórnvöld viðhaldi einokunartilburðum varðandi áfengissölu.
Kjarninn 15. maí 2021
Davíð Helgason, stofnandi og fyrrum forstjóri Unity.
Vorblað Vísbendingar er komið út
Vísbending hefur gefið út sérstakt vorblað þar sem nýsköpun er í brennidepli. Blaðið er opið öllum, en í því má meðal annars finna viðtal við Davíð Helgason, stofnanda Unity.
Kjarninn 15. maí 2021
Þótt almennt atvinnuleysi hafi dregist saman fjölgar í hópi langtímaatvinnulausra
Þeir sem hafa verið atvinnulausir í meira en tólf mánuði fjölgaði um 288 í síðasta mánuði þrátt fyrir að stjórnvöld hafi ráðist í átak til að draga úr atvinnuleysi hópsins. Atvinnuleysi hjá þeim sem hafa verið án vinnu skemur en sex mánuði dregst saman.
Kjarninn 15. maí 2021
Jarðfræði á mannamáli
Eigendur Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal skrifa reglulega hraunmola á Kjarnann. Þetta er sá sjötti. Markmiðið er að útskýra hin ýmsu fyrirbæri íslenskrar eldvirkni á einfaldan og áhugaverðan hátt.
Kjarninn 15. maí 2021
Hjarðónæmi sífellt fjarlægari draumur
Fjölmargar hindranir þyrfti að yfirstíga svo hjarðónæmi gegn COVID-19 verði að veruleika. Nýju og meira smitandi afbrigðin breyta jöfnunni og hækka nauðsynlegt hlutfall bólusettra til að ónæmi samfélags náist.
Kjarninn 15. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent