Mun fleiri unnu heima í fjarvinnu á þessu ári – Verkföll og COVID-19 höfðu þar mikil áhrif

Árið 2020 verður seint sagt venjulegt ár og má það meðal annars sjá í hagtölum. Fleiri unnu heima í fjarvinnu á þessu ári en á sama tíma á því síðasta. Þeir sem voru heima í fjarvinnu unnu þó fleiri stundir á viku.

Tölva og sími Mynd: Jessica Lewis from Pexels
Auglýsing

Fyrsti árs­fjórð­ungur á íslenskum vinnu­mark­aði var um margt óvenju­leg­ur, að því er fram kemur á vef Hag­stofu Íslands. „Segja má að það sem hafi ein­kennt hann öðru fremur hafi verið tak­mark­anir á vinnu fólks, bæði vegna verk­falls­að­gerða og síðan sam­komu­banns um miðjan mars­mán­uð. Þess­ara áhrifa gætir að ein­hverju leyti í mæl­ingum á vinnu­afl­in­u.“

Á fyrsta árs­fjórð­ungi 2020 vann að jafn­aði 39 pró­sent launa­fólks á aldr­inum 25 til 64 ára aðal­starf sitt venju­lega eða stundum í fjar­vinnu heima. Þar af var launa­fólk sem vann aðal­starf sitt venju­lega í fjar­vinnu heima 5,1 pró­sent en 33,3 pró­sent launa­fólks vann stundum í fjar­vinnu, sam­kvæmt Hag­stof­unn­i. 

Þetta er nokkur aukn­ing frá fyrra ári þegar 31,7 pró­sent launa­fólks á aldr­inum 25 til 64 ára sinnti í fjar­vinnu heima. 4,3 pró­sent gerðu það venju­lega og 27,4 pró­sent stund­um. Fjar­vinna heima tekur aðeins til vinnu sem teng­ist aðal­starfi ein­stak­linga en ekki til heim­il­is­starfa eða ann­arra starfa heima við. Hag­stofan dregur þá ályktun að trú­legt sé að áhrifa COVID-19 gæti nokkuð í þess­ari aukn­ingu.

Auglýsing

Mynd: Hagstofan

Fleiri stundir hjá þeim sem vinna heima í fjar­vinnu

Þegar vinnu­stundir á fyrsta árs­fjórð­ungi eru skoð­aðar sést að launa­fólk á aldr­inum 25 til 64 ára vann 39,5 klukku­stundir að jafn­aði í hverri viku. Þeir sem voru eitt­hvað í fjar­vinnu heima unnu 41,4 klukku­stundir og þeir sem aldrei eru í fjar­vinnu heima unnu 38,1 klukku­stund. Til sam­an­burðar vann launa­fólk á aldr­inum 25 til 64 ára að jafn­aði 40,9 klukku­stundir á fyrsta árs­fjórð­ungi 2019 en þeir sem unnu í fjar­vinnu heima 42,9 klukku­stundir og þeir sem sögð­ust aldrei vinna fjar­vinnu heima 39,7 klukku­stund­ir.

Á fyrsta árs­fjórð­ungi 2020 unnu launa­menn, sem eitt­hvað vinna fjar­vinnu heima, að jafn­aði 9,8 klukku­stundir eða 23,8 pró­sent af unnum stund­um. Á fyrsta árs­fjórð­ungi 2019 vann launa­fólk, sem eitt­hvað vinnur í fjar­vinnu heima, 6,7 stundir að jafn­aði eða 15,9 pró­sent af unnum stund­um.

„Fólk og fyr­ir­tæki geta hugsað á skap­andi hátt“

­Miklar breyt­ingar hafa orðið á högum manns­ins um heim allan eftir að COVID-19 far­ald­­ur­inn braust út. Sam­komu­­bann hefur orðið til þess að fólk hefur þurft að finna leiðir til að sinna vinnu að heiman og má sjá að dregið hefur út losun gróð­­ur­húsa­­loft­teg­unda í kjöl­far­ið.

Guð­­mundur Ingi Guð­­bands­­son, umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra, sagði í sam­tali við Kjarn­ann í byrjun maí að ef fyr­ir­tæki eða stofn­­anir væru í þeirri stöðu að starfs­­menn þeirra þyrfti ekki að mæta alla daga á vinn­u­­stað­inn þá skyldi nýta það tæki­­færi.

„Eitt af því sem við þurfum að gera er að draga úr umferð. Það er alveg ljóst. Ég held að við getum lært eftir þennan tíma að fólk getur unnið heima einn dag í viku, jafn­­vel tvo daga í viku, á sumum vinn­u­­stöð­­um. Fólk og fyr­ir­tæki geta hugsað á skap­andi hátt hvernig hægt sé að skipu­­leggja starfið til þess að þetta sé mög­u­­legt. Og þannig myndi draga var­an­­lega úr losun gróð­­ur­húsa­­loft­teg­unda frá vega­­sam­­göng­um,“ sagði hann.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fasteignamat íbúðarhúsnæðis lækkar víða miðsvæðis í Reykjavík
Fasteignamat Þjóðskrár á íbúðarhúsnæði lækkar víða miðsvæðis í Reykjavík frá yfirstandandi ári. Mikill munur er á þróun fasteignamatsins á milli hverfa höfuðborgarsvæðisins. Hæsta fermetraverðið á landinu er í Vesturbæ Reykjavíkur og Skerjafirði.
Kjarninn 2. júní 2020
Frá og með 15. júní býðst komufarþegum að fara í sýnatöku í stað sóttkvíar.
Efnahagsleg áhrif af opnun landsins „hjúpuð óvissu“
Efnahagslegar afleiðingar af því að halda landinu áfram lokuðu yrðu „gríðarlegar“. Alls óvíst er hvenær hægt yrði að aflétta ferðatakmörkunum án áhættu á að veiran berist hingað á ný. Boðið verður upp á sýnatöku við landamæri Íslands frá miðjum júní.
Kjarninn 2. júní 2020
Lýður og Ágúst Guðmundssynir.
Athugasemdir frá Lýð og Ágústi Guðmundssonum
Kjarninn 2. júní 2020
Ásmundur Einar Daðason er með húsnæðismálin á sinni könnu sem félagsmálaráðherra.
Áætlað að 4.000 manns búi í atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu
Samkvæmt nýlegu mati er áætlað að um 4.000 manns búi nú í atvinnu- og iðnaðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra segist ætla að leggja fram frumvarp sitt um hlutdeildarlán á yfirstandandi þingi.
Kjarninn 2. júní 2020
Guðmundur Guðmundsson
Hlutverk vetnis í orku- og loftslagsmálum framtíðarinnar
Kjarninn 2. júní 2020
Með öllu óvíst er hversu hratt ferðaþjónustan mun geta tekið við sér eftir þetta áfall og stutt við efnahagsbatann.
Vísbendingar um að botninum sé náð
Heimili á Íslandi hafa sótt um að taka 13 milljarða króna út úr séreignarsparnaði og um 6.000 heimili hafa fengið greiðslufrest af lánum. Þá hafa vaxtalækkanir skilað sér í lægri afborgunum af lánum, ekki síst til heimila.
Kjarninn 2. júní 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Sóttvarnalæknir: Áhættan virðist ekki vera mikil
PCR-mæling hjá einkennalausum einstaklingum er ekki óyggjandi próf til að greina SARS-CoV-2 veiruna, segir sóttvarnalæknir. 0-4 dögum eftir smit geti niðurstaða úr sýnatöku verið neikvæð hjá þeim sem er smitaður.
Kjarninn 2. júní 2020
Komufarþegum býðst að fara í sýnatöku frá og með 15. júní.
Staðfest: Komufarþegum mun standa sýnataka til boða
Bráðabirgðamat bendir til þess að kostnaður við sýnatöku á Keflavíkurflugvelli fyrstu tvær vikurnar frá rýmkun reglna um komu ferðamanna til landsins yrði um 160 milljónir króna ef 500 manns koma til landsins.
Kjarninn 2. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent