Mun fleiri unnu heima í fjarvinnu á þessu ári – Verkföll og COVID-19 höfðu þar mikil áhrif

Árið 2020 verður seint sagt venjulegt ár og má það meðal annars sjá í hagtölum. Fleiri unnu heima í fjarvinnu á þessu ári en á sama tíma á því síðasta. Þeir sem voru heima í fjarvinnu unnu þó fleiri stundir á viku.

Tölva og sími Mynd: Jessica Lewis from Pexels
Auglýsing

Fyrsti árs­fjórð­ungur á íslenskum vinnu­mark­aði var um margt óvenju­leg­ur, að því er fram kemur á vef Hag­stofu Íslands. „Segja má að það sem hafi ein­kennt hann öðru fremur hafi verið tak­mark­anir á vinnu fólks, bæði vegna verk­falls­að­gerða og síðan sam­komu­banns um miðjan mars­mán­uð. Þess­ara áhrifa gætir að ein­hverju leyti í mæl­ingum á vinnu­afl­in­u.“

Á fyrsta árs­fjórð­ungi 2020 vann að jafn­aði 39 pró­sent launa­fólks á aldr­inum 25 til 64 ára aðal­starf sitt venju­lega eða stundum í fjar­vinnu heima. Þar af var launa­fólk sem vann aðal­starf sitt venju­lega í fjar­vinnu heima 5,1 pró­sent en 33,3 pró­sent launa­fólks vann stundum í fjar­vinnu, sam­kvæmt Hag­stof­unn­i. 

Þetta er nokkur aukn­ing frá fyrra ári þegar 31,7 pró­sent launa­fólks á aldr­inum 25 til 64 ára sinnti í fjar­vinnu heima. 4,3 pró­sent gerðu það venju­lega og 27,4 pró­sent stund­um. Fjar­vinna heima tekur aðeins til vinnu sem teng­ist aðal­starfi ein­stak­linga en ekki til heim­il­is­starfa eða ann­arra starfa heima við. Hag­stofan dregur þá ályktun að trú­legt sé að áhrifa COVID-19 gæti nokkuð í þess­ari aukn­ingu.

Auglýsing

Mynd: Hagstofan

Fleiri stundir hjá þeim sem vinna heima í fjar­vinnu

Þegar vinnu­stundir á fyrsta árs­fjórð­ungi eru skoð­aðar sést að launa­fólk á aldr­inum 25 til 64 ára vann 39,5 klukku­stundir að jafn­aði í hverri viku. Þeir sem voru eitt­hvað í fjar­vinnu heima unnu 41,4 klukku­stundir og þeir sem aldrei eru í fjar­vinnu heima unnu 38,1 klukku­stund. Til sam­an­burðar vann launa­fólk á aldr­inum 25 til 64 ára að jafn­aði 40,9 klukku­stundir á fyrsta árs­fjórð­ungi 2019 en þeir sem unnu í fjar­vinnu heima 42,9 klukku­stundir og þeir sem sögð­ust aldrei vinna fjar­vinnu heima 39,7 klukku­stund­ir.

Á fyrsta árs­fjórð­ungi 2020 unnu launa­menn, sem eitt­hvað vinna fjar­vinnu heima, að jafn­aði 9,8 klukku­stundir eða 23,8 pró­sent af unnum stund­um. Á fyrsta árs­fjórð­ungi 2019 vann launa­fólk, sem eitt­hvað vinnur í fjar­vinnu heima, 6,7 stundir að jafn­aði eða 15,9 pró­sent af unnum stund­um.

„Fólk og fyr­ir­tæki geta hugsað á skap­andi hátt“

­Miklar breyt­ingar hafa orðið á högum manns­ins um heim allan eftir að COVID-19 far­ald­­ur­inn braust út. Sam­komu­­bann hefur orðið til þess að fólk hefur þurft að finna leiðir til að sinna vinnu að heiman og má sjá að dregið hefur út losun gróð­­ur­húsa­­loft­teg­unda í kjöl­far­ið.

Guð­­mundur Ingi Guð­­bands­­son, umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra, sagði í sam­tali við Kjarn­ann í byrjun maí að ef fyr­ir­tæki eða stofn­­anir væru í þeirri stöðu að starfs­­menn þeirra þyrfti ekki að mæta alla daga á vinn­u­­stað­inn þá skyldi nýta það tæki­­færi.

„Eitt af því sem við þurfum að gera er að draga úr umferð. Það er alveg ljóst. Ég held að við getum lært eftir þennan tíma að fólk getur unnið heima einn dag í viku, jafn­­vel tvo daga í viku, á sumum vinn­u­­stöð­­um. Fólk og fyr­ir­tæki geta hugsað á skap­andi hátt hvernig hægt sé að skipu­­leggja starfið til þess að þetta sé mög­u­­legt. Og þannig myndi draga var­an­­lega úr losun gróð­­ur­húsa­­loft­teg­unda frá vega­­sam­­göng­um,“ sagði hann.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jón Ásgeir Jóhannesson.
Segir peningamarkaðssjóði ekki svikamyllu heldur form af skammtímafjármögnun
Fyrrverandi aðaleigandi Glitnis neitar því að peningamarkaðssjóðir bankanna hafi verið notaðir til að „redda“ eigendum þeirra fyrir hrun. Ríkisbankar þurftu að setja 130 milljarða króna inn í sjóðina en samt tapaði venjulegt fólk stórum fjárhæðum.
Kjarninn 21. janúar 2021
Jón Ásgeir segir Guðlaug Þór hafa tekið á sig sök í styrkjamálinu
Stjórnendur FL Group tóku ákvörðun um að veita háan styrk til Sjálfstæðisflokksins í lok árs 2006 og kvittun fyrir greiðslunni var gefin út eftir á. Þetta segir Jón Ásgeir Jóhannesson. Hann telur Geir H. Haarde hafa staðið á bakvið málið.
Kjarninn 21. janúar 2021
Norðurlöndin og Eystrasaltslöndin biðja AGS um að meta áhættu á peningaþvætti
Ríkisstjórn Íslands, ásamt ríkisstjórnum hinna Norður- og Eystrasaltslandanna, hefur beðið Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um að greina ógnir og veikleika í tengslum við peningaþvætti í löndunum.
Kjarninn 21. janúar 2021
Stórt hlutfall lána í frystingu er líkleg útskýring lágs hlutfalls fólks á vanskilaskrá
Vanskil aldrei verið minni en í fyrra
Samkvæmt Creditinfo voru vanskil með minnsta móti í fyrra. Líklegt er að það sé vegna fjölda greiðslufresta á lánum í kjölfar faraldursins.
Kjarninn 21. janúar 2021
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Telur greinargerð ráðherra og kynningar á bankasölu ekki standast stjórnsýslulög
Stjórnarþingmenn í fjárlaganefnd taka undir með félögum sínum í efnahags- og viðskiptanefnd og vilja selja allt að 35 prósent í Íslandsbanka. Formaður Flokks fólksins segir að verið sé að einkavæða gróðann eftir að tapið var þjóðnýtt.
Kjarninn 21. janúar 2021
Um 60 prósent Garðbæinga geta ekki nefnt að minnsta kosti þrjá bæjarfulltrúa á nafn
Um 20 prósent íbúa Garðabæjar telja að ákvarðanir við stjórn sveitarfélagsins séu teknar ólýðræðislega. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 60 prósent fylgi í sveitarfélaginu en ánægja með meirihluta hans og bæjarstjóra er minni.
Kjarninn 21. janúar 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 31. þáttur: Keisari undirheimanna
Kjarninn 21. janúar 2021
Óli Björn Kárason er formaður efnahags- og viðskiptanefndar.
Vilja selja allt að 35 prósent hlut í Íslandsbanka
Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar vill selja rúmlega þriðjung í Íslandsbanka í hlutafjárútboði í sumar. Hann vill setja þak á þann hlut sem hver fjárfestir getur keypt. Stjórnarandstaðan er sundruð í afstöðu sinni.
Kjarninn 21. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent