Kostnaður vegna hlutabótaleiðar og uppsagnarstyrkja gæti orðið 60 milljarðar

Sviðsmyndagreining gerir ráð fyrir að halli á ríkissjóði verði um 330 milljarðar króna í ár. Þar af mun hlutabótaleiðin og styrkir til fyrirtækja til að greiða laun starfsmanna á uppsagnarfresti kosta 60 milljarða króna.

Fjöldi þeirra sem eru atvinnulausir að hluta eða öllu leyti hefur margfaldast á örfáum vikum.
Fjöldi þeirra sem eru atvinnulausir að hluta eða öllu leyti hefur margfaldast á örfáum vikum.
Auglýsing

Í sviðs­mynda­grein­ingu sem Við­skipta­ráð og Sam­tök atvinnu­lífs­ins hafa látið vinna gerir grunn­s­viðs­myndin ráð fyrir að halli á rekstri rík­is­sjóðs í ár verði 330 millj­arðar króna. Þar af verði áhrif efna­hags­sam­dráttar á rekstur hans nei­kvæð um 230 millj­arða króna og að aukin útgjöld í fjár­auka­lögum gæti orðið 40 millj­arðar króna.

Þá reikna Við­skipta­ráð og Sam­tök atvinnu­lífs­ins með að kostn­aður vegna hluta­bóta­leið­ar­innar svoköll­uðu og þeirrar ákvörð­unar stjórn­valda að greiða hluta launa starfs­manna sumra fyr­ir­tækja í upp­sagn­ar­fresti muni kosta skatt­greið­endur um 60 millj­arða króna á yfir­stand­andi ári. 

Hluta­bóta­leiðin var kynnt til leiks sem grund­vall­ar­að­gerð stjórn­valda til að takast á við yfir­stand­andi efna­hags­á­stand í mars síð­ast­liðn­um. Hún átti að hafa það mark­mið að við­halda ráðn­ing­ar­sam­bandi hjá fyr­ir­tækjum sem eru nú með litlar eða engar tekj­ur. Sam­kvæmt lög­unum um leið­ina átti Atvinn­u­­leys­is­­trygg­inga­­sjóður að greiða frá 25 pró­­sent og allt að 75 pró­­sent af launum þeirra sem gera slíka samn­inga. Upp­haf­lega átti hluta­bóta­leiðin að gilda til 1. jún­í. 

Auglýsing
Ákveðið var að fram­lengja hana í lok síð­asta mán­að­ar. Hún verður með óbreyttu sniði út júní en eftir það verður hún í boði með breyttu sniði – hámarks­­greiðslur úr opin­berum sjóðum verða þá 50 pró­­sent af greiddum launum í stað 75 pró­­sent – og nán­­ari skil­yrðum út ágúst. 

­Sam­hliða því að þessi ákvörðun var kynnt, þann 28. apr­íl, var greint frá því að fyr­ir­tækjum sem orðið hafa fyrir umfangs­­miklu tekju­tapi verði gef­inn kostur á að sækja um stuðn­­ing úr rík­­is­­sjóði vegna greiðslu hluta launa­­kostn­aðar á upp­­sagn­­ar­fresti til að tryggja rétt­indi launa­­fólks og koma í veg fyrir fjölda­gjald­­þrot fyr­ir­tækja. Frum­varp vegna þessa er ekki komið fram og því liggur opin­ber kostn­að­ar­grein­ing á úrræð­inu ekki fyr­ir. 

Næstu daga var á fimmta þús­und manns sagt upp í hóp­upp­sögn­um. Sem stendur þiggja hátt í 60 þús­und manns bætur frá Vinnu­mála­stofnun vegna þess að þau eru atvinnu­laus að öllu leyti eða hluta. Stofn­unin greiddi út um tólf millj­arða króna um síð­ustu mán­aða­mót, sem er meira en hún greiddi út í bætur allt árið 2018, þegar sam­an­lagðar greiðslur voru ell­efu millj­arðar krónaStyrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Janet Yellen, tilnefndur fjármálaráðherra Bandaríkjanna.
Yellen sýnir á spilin
Janet Yellen, tilnefndur fjármálaráðherra Bandaríkjanna, vill þrepaskiptara skattkerfi og auka ríkissjóð til að aðstoða launþega í yfirstandandi kreppu. Hún er líka harðorð í garð efnahagsstefnu kínverskra stjórnvalda og vill takmarka notkun rafmynta.
Kjarninn 24. janúar 2021
Magga Stína syngur Megas ... á vínyl
Til stendur að gefa út tónleika Möggu Stínu í Eldborg, þar sem hún syngur lög Megasar, út á tvöfaldri vínylplötu. Safnað er fyrir útgáfunni á Karolina Fund.
Kjarninn 24. janúar 2021
Helga Dögg Sverrisdóttir
Bætum kynfræðsluna en látum lestrargetu drengja eiga sig
Kjarninn 24. janúar 2021
Ný útlán banka til fyrirtækja umfram uppgreiðslur voru um átta milljarðar í fyrra
Ný útlán til atvinnufyrirtækja landsins á nýliðnu ári voru innan við tíu prósent þess sem þau voru árið 2019 og 1/27 af því sem þau voru árið 2018.
Kjarninn 24. janúar 2021
Býst við að 19 þúsund manns flytji hingað á næstu fimm árum
Mannfjöldaspá Hagstofu gerir ráð fyrir að fjöldi aðfluttra umfram brottfluttra á næstu fimm árum muni samsvara íbúafjölda Akureyrar.
Kjarninn 24. janúar 2021
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra.
Áfram gakk – En eru allir í takt?
Fulltrúar atvinnulífsins taka vel í skýra stefnumörkun utanríkisráðherra í átt að eflingu utanríkisviðskipta. Þó er kallað eftir heildstæðari mennta- og atvinnustefnu sem væri grundvöllur fjölbreyttara atvinnulífs og öflugri útflutningsgreina.
Kjarninn 24. janúar 2021
Pylsuvagn á Ráðhústorginu árið 1954.
Hundrað ára afmæli Cafe Fodkold
Árið 1921 hafði orðið skyndibiti ekki verið fundið upp. Réttur sem íbúum Kaupmannahafnar stóð þá, í fyrsta sinn, til boða að seðja hungrið með, utandyra standandi upp á endann, varð síðar eins konar þjóðareinkenni Dana. Og heitir pylsa.
Kjarninn 24. janúar 2021
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
„Birtingarmynd af eindæma skilningsleysi stjórnvalda“
Þingmaður Samfylkingarinnar segir að félags- og barnamálaráðherra hafi tekist að hækka flækjustigið svo mikið varðandi sérstakan styrk til íþrótta- og tómstundastarfs barna frá tekjulágum heimilum að foreldrar geti ekki nýtt sér styrkinn.
Kjarninn 23. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent