Landsframleiðsla gæti dregist saman um 530 milljarða ef höggið verður „mjög þungt“

Viðskiptaráð og Samtök atvinnulífsins hafa látið vinna sviðsmyndir um stöðu efnahagsmála sem eru mun svartsýnni en þær sem Seðlabankinn og stjórnvöld hafa birt. Samdrátturinn í ár gæti orðið allt að 18 prósent.

Ekki er reiknað með því að margir ferðamenn, ef einhverjir, komi til Íslands það sem eftir lifir ársins 2020.
Ekki er reiknað með því að margir ferðamenn, ef einhverjir, komi til Íslands það sem eftir lifir ársins 2020.
Auglýsing

Sam­dráttur í lands­fram­leiðslu á Íslandi gæti orðið allt að 18 pró­sent í ár sam­kvæmt sviðs­mynda­grein­ingu sem Við­skipta­ráð og Sam­tök atvinnu­lífs­ins hafa unn­ið. Þar er um að ræða svart­sýn­ustu sviðs­mynd­ina sem teiknuð er upp, og miðar við að hag­kerfið verði fyrir „mjög þungu högg­i“. Umreiknað í millj­arða króna myndi það þýða að lands­fram­leiðsla myndi drag­ast saman um 530 millj­arða króna á þessu ári. Ef þessi versta sviðs­mynd yrði að veru­leika myndi atvinnu­leysi á árinu 2020 verða 13 pró­sent. 

Í grunn­s­viðs­mynd þeirra, sem gerir ráð fyrir „miklu högg­i“, er gert ráð fyrir að sam­drátt­ur­inn verði 13 pró­sent, að atvinnu­leysi verði tíu pró­sent að jafn­aði á árinu og að hall­inn á rík­is­sjóði verði 330 millj­arðar króna á árinu 2020. 

Í bjart­sýn­ustu sviðs­mynd­inni, sem gerir ein­ungis ráð fyrir „tals­verðu högg­i“, er gengið út frá því að lands­fram­leiðsla drag­ist saman um átta pró­sent í ár og að atvinnu­leysið verði að með­al­tali sjö pró­sent. Miðað við þá sviðs­mynd myndi íslenska hag­kerfið fá 222 millj­örðum krónum minna fyrir vörur og þjón­ustu sem það fram­leiðir í ár en það fékk í fyrra. Sviðsmyndirnar þrjár.

Mun dekkri en opin­beru sviðs­mynd­irnar

Miðað við tveggja pró­senta árlegan hag­vöxt í kjöl­far krepp­unnar mun það taka fjögur til tíu ára að vinna upp fram­leiðslutapið sem Ísland verður fyr­ir. Ef hag­vöxt­ur­inn í fram­hald­inu yrði fimm pró­sent tæki það Ísland tvö til fjögur ár að kom­ast á sama stað og við vorum árið 2019. 

Sviðs­myndir Við­skipta­ráðs og Sam­taka atvinnu­lífs­ins eru mun dekkri en þær grein­ingar sem Seðla­banki Íslands, Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóð­ur­inn og fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neytið hafa birt um stöðu hag­kerf­is­ins. Síð­asta birta grein­ing Seðla­bank­ans, sem birt var í apr­íl, gerði í versta falli ráð fyrir um sex pró­sent sam­drætti á árinu.

Auglýsing
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur reiknað með um sjö pró­senta sam­drætti. Grein­ing fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins, sem unnin var 20. apr­íl, var dekkst þeirra allra og skil­aði þeirri nið­ur­stöðu að hag­kerfið gæti dreg­ist saman um níu pró­sent í ár, eða aðeins meira en jákvæð­asta sviðs­mynd Við­skipta­ráðs og Sam­taka atvinnu­lífs­ins gerir ráð fyr­ir. 

Fátt bendir til ferða­vilja

Í inn­gangi grein­ingar Við­skipta­ráðs og Sam­taka atvinnu­lífs­ins segir að myndin af efna­hags­legum áhrifum COVID-19 far­ald­urs­ins séu smátt og smátt að skýr­ast. „Sú mynd er dökk og hefur almennt versnað eftir því sem hag­tölur inn­an­lands og erlendis birt­ast. Full­komin óvissa ríkir einnig um hvenær erlendir ferða­menn snúa aftur til lands­ins.“Þau ríki sem verða fyrir mestum áhrifum af stoppi í ferðaþjónustu.

Þar segir enn fremur að óvissan um fram­haldið sé mikil um þessar mundir og að dekkstu sviðs­myndir séu mögu­leg­ar. Framundan sé einn versti sam­dráttur í íslenskri hag­sögu.

Það er meðal ann­ars grund­vallað á því að fá ríki séu útsett­ari fyrir áfalli í ferða­þjón­ustu eins og Ísland. „Stjórn­völd hafa hins vegar lítið svig­rúm til við­bót­ar, við blasir einn mesti halla­rekstur rík­is­sjóðs í a.m.k. 40 ár. Seðla­bank­inn hefur hins vegar enn svig­rúm til að þoka stýri­vöxtum áfram niður líkt og önnur vest­ræn ríki hafa gert.“

Grunn­s­viðs­myndin gerir ráð fyrir að ferða­þjón­ustan nái sér ekki á strik það sem eftir lifir árs en sú svart­sýnni að það muni taka enn lengri tíma og að engir ferða­menn komi til Íslands það sem eftir lifir árs­ins 2020. Í grein­ing­unni kemur fram að tíð­indi gær­dags­ins um til­slak­anir á komum ferða­manna til lands­ins, sem í fel­ast að þeir geti farið í sýna­töku til að sleppa við sótt­kví, breyti ekki stóru mynd­inn­i. 

Í grein­ing­unni er meðal ann­ars vísað í kann­anir sem gerðar hafa verið á ferða­vilja almenn­ings. Í könnun sem banda­ríska frétta­stofa CBS News lét gera kom fram að 85 pró­sent aðspurðra myndu ekki telja sig vera örugga um að fara í flug­vél ef útgöngu­hömlum yrði aflétt. Í könnun sem UN World Tourism Org­an­ization gerði á heims­vísu reikn­uðu 34 pró­sent aðspurðra að eft­ir­spurn erlendra ferða­manna myndi taka við sér í októ­ber til des­em­ber 2020. Í sömu könnun sögðu 39 pró­sent svar­enda að það myndi taka fram á árið 2021.Kannanir um ferðavilja og skipting ferðamanna sem heimsóttu Ísland.

Telja ár eftir hið minnsta

Þessi staða rímar við það sem kom fram í könnun sem Mask­ína gerði fyrir Sam­tök atvinnu­lífs­ins meðal for­svars­manna aðild­ar­fyr­ir­tækja sam­tak­anna, og birt var í gær. Á meðal nið­ur­staðna þar voru að meiri­hluti fyr­ir­tækja í land­inu telja að kreppan vegna útbreiðslu veirunnar sem veldur COVID-19 muni standa í allt eitt ár hið minnsta. Alls segj­­ast 30 pró­­sent for­svar­s­­manna aðild­­ar­­fyr­ir­tækja Sam­­taka atvinn­u­lífs­ins að þeir telji að hún muni standa lengur en það en 25 pró­­sent þeirra telja að hún muni standa í allt að eitt ár.

Auglýsing
Ein­ungis einn af hverjum fimm telja að kreppan gangi yfir á skemur en fjórum mán­uð­­um. Að jafn­­aði er búist við að kreppan standi yfir í tólf mán­uði.

Á meðal ann­­arra nið­­ur­­staðna sem könn­unin leiddi fram eru að 70 pró­­sent fyr­ir­tækj­anna sem hún náði til hafa urðu fyrir tekju­missi í apr­íl­mán­uð­i. ­Þrjú af hverjum fjórum fyr­ir­tækjum hafa gripið til ein­hverra aðgerða til að bregð­­ast við þess­­ari stöðu. Í þeim hefur til að mynda falist að lækka starfs­hlut­­fall eða stytta opn­un­­ar­­tíma.

Fjórð­ungur þeirra hefur þegar sagt upp starfs­­fólki vegna ástands­ins og í ferða­­þjón­ust­u­­geir­an­um, sem hefur farið verst út úr stöð­unni, hefur tæp­­lega helm­ingur fyr­ir­tækja gripið til upp­­­sagna.

Rúm­­lega 40 þús­und starfs­­menn starfa hjá fyr­ir­tækj­unum sem svör­uðu könn­un­inni. Upp­­sagnir náðu til rúm­­lega þrjú pró­­sent starfs­­manna þeirra. Það svarar til um 5.600 upp­­­sagna í við­­skipta­hag­­kerf­inu í heild. 

Miðað við svörin sem feng­ust er fyr­ir­liggj­andi að önnur eins bylgja af upp­­­sögnum sé framund­an. Rúm­­lega 20 pró­­sent fyr­ir­tækja áforma frek­­ari upp­­sagnir og SA áætlar að þær muni ná til um 5.500 manns. Lang­flestar upp­­sagn­­irnar verða hjá fyr­ir­tækjum í ferða­­þjón­ust­u. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efsta lagið á Íslandi á nær öll verðbréf í beinni eigu einstaklinga hérlendis
Á sex ára tímabili hefur verðbréfaeign Íslendinga vaxið um 192 milljarða króna, eða um 52 prósent. Af þeirri upphæð hefur 175 milljarðar króna farið til þeirra tíu prósenta landsmanna sem mest eiga, eða 91 prósent.
Kjarninn 27. september 2020
Vörur Gaza Company byggja hvort tveggja á íslenskum og palenstínskum hefðum í saumaskap.
Gjöf frá Gaza
Markmið verkefnisins Gjöf frá Gaza er að hjálpa palestínskum konum að halda fjárhagslegu sjálfstæði sínu svo þær geti framfleytt sér og fjölskyldum sínum. Nú má kaupa vörur Gaza Company á Karolinafund og styðja þannig við verkefnið.
Kjarninn 27. september 2020
Eggert Gunnarsson
Stórihvellur
Kjarninn 27. september 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir
Nokkur orð um stöðuna
Kjarninn 27. september 2020
Halldór Benjamín var gestur í Silfrinu í dag.
Segir algjöran skort hafa verið á samtali
Halldór Benjamín Þorbergsson sagði í Silfrinu í morgun að verkalýðshreyfingin hefði hafnað því að eiga í samtali um útfærsluatriði Lífskjarasamnings. Kosning fyrirtækja innan SA um afstöðu til uppsagnar kjarasamninga hefst á morgun.
Kjarninn 27. september 2020
Tuttugu ný smit innanlands – fjölgar á sjúkrahúsi
Fjórir einstaklingar liggja nú á sjúkrahúsi vegna COVID-19 og fjölgar um tvo milli daga. Einn sjúklingur er á gjörgæslu.
Kjarninn 27. september 2020
Framundan er stór krísa en við höfum val
„Okkar lærdómur af heimsfaraldrinum er sá að við höfum gengið of hart fram gagnvart náttúrunni og það er ekki víst að leiðin sem við vorum á sé sú besta,“ segir Stefán Gíslason, umhverfisstjórnunarfræðingur.
Kjarninn 27. september 2020
James Albert Bond er hér til vinstri ásamt Daniel Craig sem hefur farið með hlutverk njósnarans James Bond síðustu ár.
Bond, James Bond
Margir kannast við eina frægustu persónu hvíta tjaldsins, James Bond njósnara hennar hátignar. Sem ætíð sleppur lifandi, þótt stundum standi tæpt. Færri vita að til var breskur njósnari með sama nafni, sá starfaði fyrir Breta í Póllandi.
Kjarninn 27. september 2020
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar