„Í fjármálakreppunni 2008 voru seðlabankar í fremstu víglínu. Það var í samræmi við eðli kreppunnar. Núverandi kreppa er annars konar og nú verða ríkisstjórnir og opinber fjármál að taka sér stöðu fremst. Seðlabankar hafa samt sem áður komið með mikið framlag til að örva eftirspurn með lækkun vaxta og víðtækum eignakaupum. Áhrifin koma aðallega fram að loknu lokunartímabilinu.“
Þetta skrifar Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri, í grein sem birtist í síðustu útgáfu Vísbendingar sem barst áskrifendum fyrir helgi. Már lét af störfum í Seðlabanka Íslands í ágúst í fyrra eftir að hafa gegnt stöðu seðlabankastjóra í tíu ár.
Með gjaldeyrisskiptasamningum Seðlabanka Bandaríkjanna hafi tekist að vinda að hluta ofan af áhlaupi á dollarafjármögnun utan Bandaríkjanna. „Hingað til hefur tekist að forða fjármálakreppu. Auk aðgerðanna skiptir þar miklu að viðnámsþróttur banka var byggður upp með auknum eiginfjár og lausafjárkröfum eftir fjármálakreppuna 2008.“
Hægt er að gerast áskrifandi að Vísbendingu hér.