Telur markmið um breyttar ferðavenjur með borgarlínu „nokkuð metnaðarlaust“

Í verk- og matslýsingu á fyrstu lotu borgarlínu er reiknað með að um 58 prósent ferða á höfuðborgarsvæðinu árið 2040 verði farnar á einkabílum. Á sama tímabili er reiknað með að íbúum fjölgi um 40 prósent. Miðað við þetta mun umferðarþungi aukast.

Borgarlínan mun liggja um sérakreinar og fá forgang á umferðarljósum til að greiða fyrir umferð og lágmarka tafir.
Borgarlínan mun liggja um sérakreinar og fá forgang á umferðarljósum til að greiða fyrir umferð og lágmarka tafir.
Auglýsing

Það er álit Land­verndar að borg­ar­línan sé á heild­ina litið jákvæð fyrir höf­uð­borg­ar­svæðið til þess að draga úr loft­mengun og þörf­inni á því að brjóta nýtt land undir byggð og umferð­ar­mann­virki. Hins vegar finnst stjórn sam­tak­anna það mark­mið að 58 pró­sent ferða á höf­uð­borg­ar­svæð­inu verði árið 2040 farnar á einka­bílum „nokkuð metn­að­ar­laust“ með til­liti til þess að spáð er íbúum svæð­is­ins muni fjölga um 40 pró­sent eða um að minnsta kosti 70 þús­und á tíma­bil­inu. „Að fara úr 75 pró­sent ferða [...] sem farnar eru í einka­bíl og í 58 pró­sent er sam­dráttur um 22 pró­sent. Miðað við þetta mun umferða­þungi lík­lega aukast mikið á tíma­bil­inu miðað við það sem nú er með til­heyr­andi svifryks­meng­un, losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda, hávaða­mengun og öðrum óbeinni lýð­heilsu­á­hrifum af umferð einka­bíla og pláss­frekum umferð­ar­mann­virkj­u­m.“

Stjórn Land­verndar telur því að ganga þurfi lengra í mark­miðum um að draga úr umferð­ar­þunga þannig að hann, hið minnsta, auk­ist ekki frá því sem nú er. Telur stjórn sam­tak­anna rétt­ara að setja mark­mið um heild­ar­fjölda ferða með einka­bíl en ekki hlut­fall ferða þannig að það sé ljóst hvert mark­miðið er og vænt­an­leg áhrif af aðgerð­inni.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í umsögn Land­verndar um til­lögu að verk- og mats­lýs­ingu aðal­skipu­lags­breyt­inga í Reykja­vík og Kópa­vogi sem aug­lýst er í sam­ráðs­gátt stjórn­valda.

Auglýsing

Í lýs­ing­unni er farið yfir áherslur í fyr­ir­hug­uðum breyt­ingum á aðal­skipu­lagi sveit­ar­fé­lag­anna tveggja vegna fyrstu lotu borg­ar­línu sem til stendur að liggi milli Ártúns­höfða í Reykja­vík og Hamra­borgar í Kópa­vogi sam­kvæmt því sem fram kemur í sam­göngusátt­mála rík­is­ins og sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem skrifað var undir í sept­em­ber 2019, og til­lögu að upp­færðri sam­göngu­á­ætlun 2020-2034. Und­ir­bún­ingur og fram­kvæmdir fyrstu lotu taka til tíma­bils­ins 2020-2023 í aðgerð­ar­á­ætlun til­lögu að sam­göngu­á­ætl­un. Aðrar lotur koma síð­ar, í sam­ræmi við fram­kvæmda­á­ætlun sátt­mál­ans og verða sam­bæri­legar aðal­skipu­lags­breyt­ingar gerðar fyrir þær þegar þar að kem­ur.

Tillaga að legu fyrstu lotu borgarlínu samkvæmt. samgöngusáttmála.

Borg­ar­línan er hrað­vagna­kerfi sem verður „hryggjar­stykki almenn­ings­sam­gangna á höf­uð­borg­ar­svæð­in­u,“ segir í verk- og mats­lýs­ing­unni. „Borg­ar­línan verður drif­kraft­ur­inn í að þróa höf­uð­borg­ar­svæðið í átt að sjálf­bæru kolefn­is­hlut­lausu borg­ar­sam­fé­lagi þar sem ungir sem aldnir fá raun­hæft val um vist­væna ferða­máta með aðgengi­legum almenn­ings­sam­göng­um, hjóla- og göngu­stíg­um. Hún verður þunga­miðjan og umhverfis hana munu byggj­ast ný og sjálf­bær hverf­i.“

­Borg­ar­línan mun liggja um sér­a­kreinar og fá for­gang á umferð­ar­ljósum til að greiða fyrir umferð og lág­marka taf­ir. Hún verður knúin vist­vænum inn­lendum orku­gjafa. Tíðni verða á að verða mik­il. Algeng tíðni vagna á anna­tímum verður 5-7 mín­útur en þar sem þörf er á meiri afkasta­getu getur hún farið í um 2 mín­út­ur.

Stefnt er að því að bið­stöðvar verði yfir­byggðar og vand­að­ar, með far­miða­sjálf­sölum og upp­lýs­inga­skiltum sem sýna í raun­tíma hvenær næsti vagn kem­ur.

Fyrsta lota borg­ar­lín­unn­ar, milli Ártúns og Hamra­borg­ar, verður alls um 13 kíló­metrar og á henni 25 stoppi­stöðv­ar. Sam­kvæmt fyrstu hug­myndum mun hún liggja frá Ártúns­höfða, yfir Elliða­árn­ar, fylgja Suð­ur­lands­braut, Lauga­vegi, Hverf­is­götu, þaðan um mið­bæ­inn, BSÍ, Land­spít­ala, Vatns­mýr­ar­veg að Háskól­anum í Reykja­vík, um fyr­ir­hug­aða Foss­vogs­brú, Bakka­braut og Borg­ar­holts­braut að Hamra­borg.

Stokkar á Miklu­braut og yfir Elliða­ár­voga

Engar breyt­ingar verða gerðar á stofn­vega­kerfi innan Kópa­vogs í þess­ari fyrstu lotu en gera þarf breyt­ingar á stofn­brautum í Reykja­vík, m.a. að gera stokk á Miklu­braut við Snorra­braut til að tengja Land­spít­al­ann við borg­ar­lín­una sem og stokk, sem kall­aður er Sæbraut­ar­stokk­ur, yfir Elliða­ár­voga.

„Stokka­lausnir greiða götu borg­ar­línu, þar sem hún þarf að þvera stofn­brautir og bæta almennt skil­yrði fyrir vist­væna ferða­máta,“ segir í lýs­ing­unni „Þá er megin mark­mið með gerð stokka að bæta umhverf­is­gæði í aðliggj­andi byggð og tengja betur saman hverfi sem eru aðskilin með umferð­ar­þungum stofn­braut­u­m.“

Umsagn­ar­frestur við verk- mats­lýs­ing­una er til 9. júní.

Í fram­hald­inu er stefnt að því að kynna drög að aðal­skipu­lags­breyt­ingum í Kópa­vogi og Reykja­vík í haust. Á fyrstu mán­uðum næsta árs á að aug­lýsa til­lög­urnar og að ári er stefnt að því að skipu­lags­breyt­ing­arnar verði sam­þykkt­ar.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent