Hollenskt lífefnafyrirtæki hefur þróað umbúðir fyrir drykkjarvörur sem brotna niður í náttúrunni á einu ári. Fyrirtækin Coca Cola og Carlsberg hafa þegar lýst yfir áhuga og vilja koma drykkjum sínum í þessar umhverfisvænu umbúðir í stað plasts sem framleitt er úr olíu og er í margar aldir að brotna niður.
Hráefnið sem fyrirtækið Avantium ætlar að nota er úr plöntum sem rækta á með sjálfbærum hætti. Bjórframleiðandinn Carlsberg hefur þegar ákveðið að prófa að tappa pilsner á flöskur sem hafa pappa í ytra byrði en „plast“ unnið er úr sykrum plantna á innan.
Forstjóri Avantium vonast til þess að verkefnið verði komið það vel á veg í loks árs að hægt verði að fá að því fjárfesta. Þrátt fyrir faraldur COVID-19 hafa áætlanir fyrirtækisins gengið upp síðustu vikur og í sumar verður kynnt samstarf við fleiri stóra framleiðendur drykkjarvara.
Á hverju ári eru framleidd um 300 milljón tonn af plasti úr jarðefnaeldsneyti í heiminum. Plastið er m.a. notað í einnota umbúðir og þær hafa því stórt kolefnisspor. Umbúðir hafa margvísleg önnur neikvæð áhrif á umhverfið. Af þeim er sjónmengun í náttúrunni og þá leysast þær með tímanum upp og örplastsagnir enda sem alvarleg mengun í sjónum. Það tekur margar aldir fyrir örplast að brotna algjörlega niður.
Umbúðir Avantium eiga að vera vel vökvaþolnar og rannsóknir sem gerðar hafa verið á þeim sýna að þær geta brotnað niður á um einu ári. Séu þær skildar eftir utandyra, svo sem á víðavangi, tekur það þær nokkur ár að brotna niður.
Ef áætlanir Avantium ganga eftir geta neytendur vænst þess að sjá drykki í þessum umhverfisvænu umbúðum í hillum verslana árið 2023.