Carlsberg og Coca Cola vilja nota „plastflöskur“ úr plöntum

Á meðan plastflöskum skolar upp í fjörur um allan heim og valda skaða á lífríki er hollenskt fyrirtæki að reyna að finna umhverfisvæna lausn fyrir drykkjarvöruframleiðendur.

Carlsberg ætlar að selja pilsner í pappaflöskum sem að innan eru húðaðar með plastlíku efni úr plöntum.
Carlsberg ætlar að selja pilsner í pappaflöskum sem að innan eru húðaðar með plastlíku efni úr plöntum.
Auglýsing

Hol­lenskt líf­efna­fyr­ir­tæki hefur þróað umbúðir fyrir drykkj­ar­vörur sem brotna niður í nátt­úr­unni á einu ári. Fyr­ir­tækin Coca Cola og Carls­berg hafa þegar lýst yfir áhuga og vilja koma drykkjum sínum í þessar umhverf­is­vænu umbúðir í stað plasts sem fram­leitt er úr olíu og er í margar aldir að brotna nið­ur.

 Hrá­efnið sem fyr­ir­tækið Avantium ætlar að nota er úr plöntum sem rækta á með sjálf­bærum hætti. Bjór­fram­leið­and­inn Carls­berg hefur þegar ákveðið að prófa að tappa pilsner á flöskur sem hafa pappa í ytra byrði en „plast“ unnið er úr sykrum plantna á inn­an.

For­stjóri Avantium von­ast til þess að verk­efnið verði komið það vel á veg í loks árs að hægt verði að fá að því fjár­festa. Þrátt fyrir far­aldur COVID-19 hafa áætl­anir fyr­ir­tæk­is­ins gengið upp síð­ustu vikur og í sumar verður kynnt sam­starf við fleiri stóra fram­leið­endur drykkj­ar­vara.

Auglýsing

Á hverju ári eru fram­leidd um 300 milljón tonn af plasti úr jarð­efna­elds­neyti í heim­in­um. Plastið er m.a.  notað í einnota umbúðir og þær hafa því stórt kolefn­is­spor. Umbúðir hafa marg­vís­leg önnur nei­kvæð áhrif á umhverf­ið. Af þeim er sjón­mengun í nátt­úr­unni og þá leys­ast þær með tím­anum upp og örplast­sagnir enda sem alvar­leg mengun í sjón­um. Það tekur margar aldir fyrir örplast að brotna algjör­lega nið­ur.

Umbúðir Avantium eiga að vera vel vökva­þolnar og rann­sóknir sem gerðar hafa verið á þeim sýna að þær geta brotnað niður á um einu ári. Séu þær skildar eftir utandyra, svo sem á víða­vangi, tekur það þær nokkur ár að brotna nið­ur.

Ef áætl­anir Avantium ganga eftir geta neyt­endur vænst þess að sjá drykki í þessum umhverf­is­vænu umbúðum í hillum versl­ana árið 2023.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Intenta segist í stakk búið til að taka við verkefnum sem Capacent sinnti áður
Ingvi Þór Elliðason, ráðgjafi og framkvæmdastjóri Intenta, sem fyrrverandi starfsmenn Capacent stofnuðu skömmu fyrir gjaldþrot fyrirtækisins, segir Intenta með þekkingu og getu til að taka við verkefnum sem Capacent sinnti áður.
Kjarninn 4. júní 2020
Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur aðsetur í Húsi verslunarinnar
Tæp tíu prósent útistandandi sjóðfélagalána LIVE í greiðsluhléi
Sjóðfélagalán í greiðsluhléi nema samtals um ellefu milljörðum króna. Til samanburðar námu útistandandi sjóðfélagalán Lífeyrissjóðs verzlunarmanna við lok árs 2019 rúmum 120 milljörðum. Ávöxtun sjóðsins á fyrstu fjórum mánuðum ársins áætluð 3,5 prósent.
Kjarninn 3. júní 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Twitter tekur á rugli og Síminn sektaður
Kjarninn 3. júní 2020
Ástþór Ólafsson
Árið 1970 og upp úr
Kjarninn 3. júní 2020
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins.
Sjálfstæðisflokkurinn áfram nærri kjörfylgi í nýrri könnun Gallup
Afar litlar breytingar urðu á fylgi flokka á milli mánaða, samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup. Sjálfstæðisflokkurinn er áfram nærri kjörfylgi sínu og stuðningur við ríkisstjórnina mælist tæp 60 prósent á meðal þeirra sem taka afstöðu.
Kjarninn 3. júní 2020
Sex sakborningar í málinu, þeirra á meðal Bernhard Esau og Sacky Shanghala fyrrverandi ráðherrar í ríkisstjórn Namibíu, verða í gæsluvarðhaldi til 28. ágúst.
Namibísk yfirvöld hafa óskað liðsinnis Interpol vegna Samherjamálsins
Sex menn sem hafa verið í haldi namibískra yfirvalda vegna rannsóknar á Samherjaskjölunum verða áfram í haldi til 28. ágúst. Rannsókn málsins hefur reynst flókin og haf namibísk yfirvöld beðið Interpol um aðstoð.
Kjarninn 3. júní 2020
Fólk hefur flykkst á markaði víðsvegar um Indland eftir að útgöngubanni var aflétt.
Smitum á Indlandi fjölgar ört
Stjórnvöld á Indlandi eru að hefjast handa við að aflétta umfangsmesta útgöngubanni sem sett var á í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Sjúkrahús í Mumbai hafa vart undan við að sinna sýktum en fellibylurinn Nisarga herjar nú á nágrenni borgarinnar.
Kjarninn 3. júní 2020
Samtök ferðaþjónustunnar telja að um 250 þúsund ferðamenn gætu komið hingað til lands það sem eftir lifir árs.
Ferðamenn greiði kostnað af skimun
Með greiðslu ferðamanna fyrir sýnatöku má stuðla að því að þeir sem sækja landið heim séu efnameiri ferðamenn sem eyði meiru og dvelji lengur, segir í greinargerð fjármálaráðuneytisins um hagræn áhrif þess að aflétta ferðatakmörkunum til Íslands.
Kjarninn 3. júní 2020
Meira úr sama flokkiErlent