Carlsberg og Coca Cola vilja nota „plastflöskur“ úr plöntum

Á meðan plastflöskum skolar upp í fjörur um allan heim og valda skaða á lífríki er hollenskt fyrirtæki að reyna að finna umhverfisvæna lausn fyrir drykkjarvöruframleiðendur.

Carlsberg ætlar að selja pilsner í pappaflöskum sem að innan eru húðaðar með plastlíku efni úr plöntum.
Carlsberg ætlar að selja pilsner í pappaflöskum sem að innan eru húðaðar með plastlíku efni úr plöntum.
Auglýsing

Hol­lenskt líf­efna­fyr­ir­tæki hefur þróað umbúðir fyrir drykkj­ar­vörur sem brotna niður í nátt­úr­unni á einu ári. Fyr­ir­tækin Coca Cola og Carls­berg hafa þegar lýst yfir áhuga og vilja koma drykkjum sínum í þessar umhverf­is­vænu umbúðir í stað plasts sem fram­leitt er úr olíu og er í margar aldir að brotna nið­ur.

 Hrá­efnið sem fyr­ir­tækið Avantium ætlar að nota er úr plöntum sem rækta á með sjálf­bærum hætti. Bjór­fram­leið­and­inn Carls­berg hefur þegar ákveðið að prófa að tappa pilsner á flöskur sem hafa pappa í ytra byrði en „plast“ unnið er úr sykrum plantna á inn­an.

For­stjóri Avantium von­ast til þess að verk­efnið verði komið það vel á veg í loks árs að hægt verði að fá að því fjár­festa. Þrátt fyrir far­aldur COVID-19 hafa áætl­anir fyr­ir­tæk­is­ins gengið upp síð­ustu vikur og í sumar verður kynnt sam­starf við fleiri stóra fram­leið­endur drykkj­ar­vara.

Auglýsing

Á hverju ári eru fram­leidd um 300 milljón tonn af plasti úr jarð­efna­elds­neyti í heim­in­um. Plastið er m.a.  notað í einnota umbúðir og þær hafa því stórt kolefn­is­spor. Umbúðir hafa marg­vís­leg önnur nei­kvæð áhrif á umhverf­ið. Af þeim er sjón­mengun í nátt­úr­unni og þá leys­ast þær með tím­anum upp og örplast­sagnir enda sem alvar­leg mengun í sjón­um. Það tekur margar aldir fyrir örplast að brotna algjör­lega nið­ur.

Umbúðir Avantium eiga að vera vel vökva­þolnar og rann­sóknir sem gerðar hafa verið á þeim sýna að þær geta brotnað niður á um einu ári. Séu þær skildar eftir utandyra, svo sem á víða­vangi, tekur það þær nokkur ár að brotna nið­ur.

Ef áætl­anir Avantium ganga eftir geta neyt­endur vænst þess að sjá drykki í þessum umhverf­is­vænu umbúðum í hillum versl­ana árið 2023.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rannsókn á Lindsor-málinu í Lúxemborg lokið og því vísað til saksóknara
Tæpum tólf árum eftir að aflandsfélagið Lindsor Holding fékk lán frá Kaupþingi til að kaupa verðlítil skuldabréf, meðal annars af starfsmönnum bankans í Lúxemborg, er rannsókn á málinu lokið þar í landi.
Kjarninn 4. ágúst 2020
83 nú með COVID-19
Þrjú ný tilfelli COVID-19 greindust hér á landi í gær, tvö hjá sýkla- og veirufræðideild Landspítala og eitt hjá Íslenskri erfðagreiningu. 83 eru því með virk smit af kórónuveirunni og í einangrun.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Ketill Sigurjónsson
Lokun álversins í Tiwai Point og veikleikar stóru íslensku orkufyrirtækjanna
Kjarninn 4. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: Ekki lengur aðeins sóttvarnamál
Baráttan við kórónuveiruna er ekki lengur aðeins sóttvarnamál heldur einnig pólitískt og efnahagslegt. „Það eru fleiri sem þurfa að koma að borðinu,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.
Vill stytta kynningarferli áformaðra friðlýsinga
Umhverfis- og auðlindaráðherra ætlar að stytta þann tíma sem þarf til að kynna áformaðar friðlýsingar og flytja heimild ráðherra til að veita undanþágur frá ákvæðum friðlýsinga til Umhverfisstofnunar.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Kristbjörn Árnason
Eigingirni - spilling - vald
Leslistinn 3. ágúst 2020
Guðmundur Hauksson
Jóga er meira en bara teygjur og stellingar
Kjarninn 3. ágúst 2020
Inga Dóra Björnsdóttir
Heimsmaðurinn Halldór Kiljan Laxness, sem aldrei varð frægur og ríkur í Ameríku
Kjarninn 3. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiErlent