Carlsberg og Coca Cola vilja nota „plastflöskur“ úr plöntum

Á meðan plastflöskum skolar upp í fjörur um allan heim og valda skaða á lífríki er hollenskt fyrirtæki að reyna að finna umhverfisvæna lausn fyrir drykkjarvöruframleiðendur.

Carlsberg ætlar að selja pilsner í pappaflöskum sem að innan eru húðaðar með plastlíku efni úr plöntum.
Carlsberg ætlar að selja pilsner í pappaflöskum sem að innan eru húðaðar með plastlíku efni úr plöntum.
Auglýsing

Hol­lenskt líf­efna­fyr­ir­tæki hefur þróað umbúðir fyrir drykkj­ar­vörur sem brotna niður í nátt­úr­unni á einu ári. Fyr­ir­tækin Coca Cola og Carls­berg hafa þegar lýst yfir áhuga og vilja koma drykkjum sínum í þessar umhverf­is­vænu umbúðir í stað plasts sem fram­leitt er úr olíu og er í margar aldir að brotna nið­ur.

 Hrá­efnið sem fyr­ir­tækið Avantium ætlar að nota er úr plöntum sem rækta á með sjálf­bærum hætti. Bjór­fram­leið­and­inn Carls­berg hefur þegar ákveðið að prófa að tappa pilsner á flöskur sem hafa pappa í ytra byrði en „plast“ unnið er úr sykrum plantna á inn­an.

For­stjóri Avantium von­ast til þess að verk­efnið verði komið það vel á veg í loks árs að hægt verði að fá að því fjár­festa. Þrátt fyrir far­aldur COVID-19 hafa áætl­anir fyr­ir­tæk­is­ins gengið upp síð­ustu vikur og í sumar verður kynnt sam­starf við fleiri stóra fram­leið­endur drykkj­ar­vara.

Auglýsing

Á hverju ári eru fram­leidd um 300 milljón tonn af plasti úr jarð­efna­elds­neyti í heim­in­um. Plastið er m.a.  notað í einnota umbúðir og þær hafa því stórt kolefn­is­spor. Umbúðir hafa marg­vís­leg önnur nei­kvæð áhrif á umhverf­ið. Af þeim er sjón­mengun í nátt­úr­unni og þá leys­ast þær með tím­anum upp og örplast­sagnir enda sem alvar­leg mengun í sjón­um. Það tekur margar aldir fyrir örplast að brotna algjör­lega nið­ur.

Umbúðir Avantium eiga að vera vel vökva­þolnar og rann­sóknir sem gerðar hafa verið á þeim sýna að þær geta brotnað niður á um einu ári. Séu þær skildar eftir utandyra, svo sem á víða­vangi, tekur það þær nokkur ár að brotna nið­ur.

Ef áætl­anir Avantium ganga eftir geta neyt­endur vænst þess að sjá drykki í þessum umhverf­is­vænu umbúðum í hillum versl­ana árið 2023.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Björn Gunnar Ólafsson
Uppskrift að verðbólgu
Kjarninn 26. október 2020
Flóttafólk mótmælti í mars á síðasta ári.
Flóttafólk lýsir slæmum aðstæðum í búðunum á Ásbrú
Flóttafólk segir Útlendingastofnun hafa skert réttindi sín og frelsi með sóttvarnaaðgerðum. Stofnunin segir þetta misskilning og að sótt­varna­ráð­staf­anir mæl­ist eðli­lega mis­vel fyrir. Hún geri sitt besta til að leiðrétta allan misskilning.
Kjarninn 26. október 2020
Aðalbygging Háskóla Íslands
Sögulegur fjöldi nemenda í HÍ
Skráðum nemendum í Háskóla Íslands fjölgaði um tæplega 2 þúsund á einu ári. Aldrei hafa jafnmargir verið skráðir við skólann frá stofnun hans.
Kjarninn 26. október 2020
Frystitogarinn Júlíus Geirmundsson. Einnig kallaður Júllinn.
Lögreglurannsókn hafin vegna COVID-smita á frystitogaranum
Ákveðið hefur verið að hefja lögreglurannsókn vegna atburða í kjölfar smitanna á Júlíusi Geirmundssyni. Enginn hefur stöðu sakbornings þessa stundina.
Kjarninn 26. október 2020
Kristbjörn Árnason
Þetta er ekki bara harka og grimmd, heldur sérstök heimska.
Leslistinn 26. október 2020
Heiðar Guðjónsson forstjóri Sýnar
Sýn vill ekki upplýsa um hugsanlega kaupendur farsímainnviða
Fjarskiptafyrirtækið segir að trúnaður ríki yfir samningaviðræðum um kaup á óvirkum farsímainnviðum kerfisins en að frekari upplýsingar verði gefnar fljótlega.
Kjarninn 26. október 2020
Þórður Snær Júlíusson
Þegar samfélagslegt skaðræði skreytir sig með samfélagslegri ábyrgð
Kjarninn 26. október 2020
Arnar Gunnar Hilmarsson, háseti á Júlíusi Geirmundssyni, sagði frá aðbúnaðinum um borð í viðtali við RÚV.
Frásögn hásetans „alveg í takt“ við upplifun annarra háseta
Varaformaður Verkalýðsfélags Vestfirðinga segist ekki vita hvað yfirvélstjóranum á Júlíusi Geirmundssyni gangi til með því að segja það „bull“ sem hásetarnir upplifðu um borð.
Kjarninn 26. október 2020
Meira úr sama flokkiErlent