Hvert fyrirtæki má að hámarki taka við 100 milljónum í „ferðagjöf“ frá ríkinu

Allir sjálfráða Íslendingar munu fá fimm þúsund króna gjöf til að eyða innanlands í sumar. Gjöfin verður afhent í gegnum smáforrit og hægt verður að framselja hana til annarra.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Auglýsing

Staf­ræn ávísun upp á fimm þús­und krón­ur, sem allir sjálf­ráða lands­menn munu fá senda, verður fram­selj­an­leg til ann­arra en einn ein­stak­lingur mun ein­ungis mega geta greitt fyrir með 15 slíkum ávís­un­um, eða fyrir 75 þús­und krón­ur. Ávís­an­irn­ar, eða ferða­gjaf­irnar eins og þær eru kall­aðir í frum­varpi sem Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir, ferða­mála-, iðn­að­ar- og nýsköp­un­ar­ráð­herra, hefur lagt fram frum­varp á Alþingi, gilda út þetta ár.

Hvert og eitt fyr­ir­tæki mun að hámarki tekið við 100 millj­ónum króna í formi ferða­gjafa og fyr­ir­tæki sem metið var í  rekstr­ar­erf­ið­leikum 31. des­em­ber 2019 getur að hámarki tekið við sam­an­lagt 25 millj­ónum króna.  

Útfærð í formi smá­forrits

Um er að ræða aðgerð sem kynnt var 21. mars síð­ast­lið­inn, þegar rík­is­stjórnin opin­ber­aði fyrsta aðgerð­ar­pakk­ann sinn. Í henni felst að senda á öllum ein­stak­lingum 18 ára og eldri með íslenska kenni­tölu star­fræna fimm þús­und króna gjöf útgefna af stjórn­völd­um. 

Frum­varp­inu var hins vegar fyrst dreift á Alþingi á föstu­dag, rúmum tveimur mán­uðum eftir að málið var kynnt. 

Auglýsing
Í því kemur fram að lands­menn muni geta notað ferða­gjöf­ina hjá öllum fyr­ir­tækjum sem eru með gilt leyfi hjá Ferða­mála­stofu, sem eru með gilt leyfi til að reka veit­inga­staði, gisti­staði eða stunda skemmt­ana­hald og hjá þeim fyr­ir­tækjum sem eru með gilt starfs­leyfi frá heil­brigð­is­nefnd. Auk þess má nýta hana hjá öku­tækja­leig­um, söfnum og fyr­ir­tækjum sem bjóða sýn­ingu „gegn end­ur­gjaldi þar sem áhersla er á íslenska menn­ingu, sögu eða nátt­úru.“

Í grein­ar­gerð með frum­varp­inu segir að ferða­gjöfin sé „ útfærð í formi smá­forrits í far­síma sem verður hægt að nota á ein­faldan hátt til greiðslu. Einnig verður boðið upp á notkun greiðslukóða gegnum inter­net­ið. Mið­stöð verk­efn­is­ins verður vef­svæðið Fer­da­lag.is sem hýsir jafn­framt hvatn­ing­ar­á­tak um ferða­lög innan lands sem Ferða­mála­stofa ann­ast.[...]Smá­forritið býður upp á ein­falda lausn við milli­færslu ferða­gjaf­ar, gef­anda og mót­tak­anda að kostn­að­ar­lausu.“

Áætl­aður kostn­aður rík­is­sjóðs vegna ferða­gjaf­ar­innar er 1,5 millj­arðar króna.

Vill skala hug­mynd­ina upp

Sig­urður Ingi Jóhanns­son, for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins og sam­göngu- og sveit­­ar­­stjórn­­­ar­ráð­herra, sagði í nýlegu við­tali við Kjarn­ann að ein leið til að örva eft­ir­spurn eftir ferða­þjón­ustu í sumar væri að skala upp hug­mynd­ina um ferða­gjöf­ina og eyða hærri fjár­hæð en 1,5 millj­arði króna í hana. 

 „Tækn­i­­lausnin liggur fyr­ir, útfærslan er ein­­föld. Það væri hægt að skala þetta upp og búa til veru­­lega eft­ir­­spurn eftir ferða­­þjón­ust­unni á Íslandi og flétta það síðan saman við opnun landamæra sem verður þó háð því hvernig öðrum löndum tekst að eiga við plág­una.“

Hægt er að lesa við­talið við Sig­­urð Inga í heild sinni hér.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stytta af Leopold II í Brussel. Myndin var tekin þann 10. júní 2020.
Þræla- og framkvæmdakóngurinn
Í Tervuren skammt frá Brussel stendur glæsilegt hús. Innandyra má hinsvegar sjá átakanlega sögu um undirokun, þrældóm og grimmdarverk þjóðarleiðtoga sem einskis sveifst til að láta stórveldisdrauma sína rætast.
Kjarninn 5. júlí 2020
Hrina hópuppsagna í tengslum við COVID-19 faraldurinn virðist gengin niður
Stærst þeirra þriggja hópuppsagna sem áttu sér stað í júní er uppsögn PCC á Bakka sem sagði upp nálægt 85 manns af þeim tæplega 150 manns sem starfa hjá fyrirtækinu.
Kjarninn 4. júlí 2020
Tæplega 35 þúsund hafa látist af völdum COVID-19 á Ítalíu
Dánartíðni vegna COVID-19 hærri hjá ómenntuðum en menntuðum á Ítalíu
Kórónuveirufaraldurinn hefur leikið Ítalíu grátt en það var fyrsta Evrópulandið til að glíma við mikla útbreiðslu veirunnar. Í marsmánuði jókst munur á dánartíðni menntaðra og ómenntaðra þar í landi vegna veirunnar.
Kjarninn 4. júlí 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra skrifaði undir reglugerð um útlendinga sem tók gildi 15. júní.
Hægt að senda á brott útlendinga í „ólögmætri dvöl“ þrátt fyrir tilslökun gagnvart öðrum
Skortur á beinum flugum, flugsamgöngum til heimalands eða hár kostnaður við ferðalög eru ekki ástæður sem íslensk stjórnvöld taka gildar fyrir dvöl hérlendis án dvalarleyfis eða áritunar.
Kjarninn 4. júlí 2020
Flennistór mynd af þáttastjórnandanum Tucker Carlson á höfuðstöðvum Fox News.
„Tucker Carlson 2024?“
Áhrifamenn meðal repúblikana og íhaldssamir álitsgjafar í Bandaríkjunum telja raunhæft að Tucker Carlson, þáttastjórnandi á Fox News sem milljónir fylgjast með á hverju kvöldi, gæti náð langt ef hann kysi að fara í forsetaframboð árið 2024.
Kjarninn 4. júlí 2020
Ríkisstjórnin sem vill halda áfram, en mun mögulega ekki geta það
Stjórnmálaflokkarnir vega nú og meta hvenær þeir eru líklegir til að hámarka árangur sinn í kosningum. Og eru fyrir nokkuð löngu síðan farnir að máta sig í næstu ríkisstjórn. Þar virðast, eins og er, aðallega vera tveir skýrir valkostir á borðinu.
Kjarninn 4. júlí 2020
„Keyrt á sama fólkinu sem fær aldrei frídag“
Í nýrri skýrslu Rannsóknamiðstöðvar ferðamála um aðstæður erlends starfsfólks í ferðaþjónustu kemur margt varhugavert fram, m.a. að fólk þurfi að vinna margar vikur í röð og að vikulegur frídagur hafi ekki verið virtur.
Kjarninn 4. júlí 2020
Kortið sýnir útbreiðslu hita í hluta Síberíu 20. júní.
Hitamet staðfest á einum kaldasta stað jarðar
Hæsti hiti: 38°C. Lægsti hiti: -67,8°C. Mismunur: 105,8 gráður. Norðurslóðir eru að hlýna þrisvar sinnum hraðar en önnur svæði í heiminum. Hlýnunin er að eiga sér stað mörgum áratugum fyrr en spár gerðu ráð fyrir.
Kjarninn 3. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent