Hvert fyrirtæki má að hámarki taka við 100 milljónum í „ferðagjöf“ frá ríkinu

Allir sjálfráða Íslendingar munu fá fimm þúsund króna gjöf til að eyða innanlands í sumar. Gjöfin verður afhent í gegnum smáforrit og hægt verður að framselja hana til annarra.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Auglýsing

Staf­ræn ávísun upp á fimm þús­und krón­ur, sem allir sjálf­ráða lands­menn munu fá senda, verður fram­selj­an­leg til ann­arra en einn ein­stak­lingur mun ein­ungis mega geta greitt fyrir með 15 slíkum ávís­un­um, eða fyrir 75 þús­und krón­ur. Ávís­an­irn­ar, eða ferða­gjaf­irnar eins og þær eru kall­aðir í frum­varpi sem Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir, ferða­mála-, iðn­að­ar- og nýsköp­un­ar­ráð­herra, hefur lagt fram frum­varp á Alþingi, gilda út þetta ár.

Hvert og eitt fyr­ir­tæki mun að hámarki tekið við 100 millj­ónum króna í formi ferða­gjafa og fyr­ir­tæki sem metið var í  rekstr­ar­erf­ið­leikum 31. des­em­ber 2019 getur að hámarki tekið við sam­an­lagt 25 millj­ónum króna.  

Útfærð í formi smá­forrits

Um er að ræða aðgerð sem kynnt var 21. mars síð­ast­lið­inn, þegar rík­is­stjórnin opin­ber­aði fyrsta aðgerð­ar­pakk­ann sinn. Í henni felst að senda á öllum ein­stak­lingum 18 ára og eldri með íslenska kenni­tölu star­fræna fimm þús­und króna gjöf útgefna af stjórn­völd­um. 

Frum­varp­inu var hins vegar fyrst dreift á Alþingi á föstu­dag, rúmum tveimur mán­uðum eftir að málið var kynnt. 

Auglýsing
Í því kemur fram að lands­menn muni geta notað ferða­gjöf­ina hjá öllum fyr­ir­tækjum sem eru með gilt leyfi hjá Ferða­mála­stofu, sem eru með gilt leyfi til að reka veit­inga­staði, gisti­staði eða stunda skemmt­ana­hald og hjá þeim fyr­ir­tækjum sem eru með gilt starfs­leyfi frá heil­brigð­is­nefnd. Auk þess má nýta hana hjá öku­tækja­leig­um, söfnum og fyr­ir­tækjum sem bjóða sýn­ingu „gegn end­ur­gjaldi þar sem áhersla er á íslenska menn­ingu, sögu eða nátt­úru.“

Í grein­ar­gerð með frum­varp­inu segir að ferða­gjöfin sé „ útfærð í formi smá­forrits í far­síma sem verður hægt að nota á ein­faldan hátt til greiðslu. Einnig verður boðið upp á notkun greiðslukóða gegnum inter­net­ið. Mið­stöð verk­efn­is­ins verður vef­svæðið Fer­da­lag.is sem hýsir jafn­framt hvatn­ing­ar­á­tak um ferða­lög innan lands sem Ferða­mála­stofa ann­ast.[...]Smá­forritið býður upp á ein­falda lausn við milli­færslu ferða­gjaf­ar, gef­anda og mót­tak­anda að kostn­að­ar­lausu.“

Áætl­aður kostn­aður rík­is­sjóðs vegna ferða­gjaf­ar­innar er 1,5 millj­arðar króna.

Vill skala hug­mynd­ina upp

Sig­urður Ingi Jóhanns­son, for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins og sam­göngu- og sveit­­ar­­stjórn­­­ar­ráð­herra, sagði í nýlegu við­tali við Kjarn­ann að ein leið til að örva eft­ir­spurn eftir ferða­þjón­ustu í sumar væri að skala upp hug­mynd­ina um ferða­gjöf­ina og eyða hærri fjár­hæð en 1,5 millj­arði króna í hana. 

 „Tækn­i­­lausnin liggur fyr­ir, útfærslan er ein­­föld. Það væri hægt að skala þetta upp og búa til veru­­lega eft­ir­­spurn eftir ferða­­þjón­ust­unni á Íslandi og flétta það síðan saman við opnun landamæra sem verður þó háð því hvernig öðrum löndum tekst að eiga við plág­una.“

Hægt er að lesa við­talið við Sig­­urð Inga í heild sinni hér.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ásgeir Haraldsson
Landspítali háskólasjúkrahús?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Noregur er einn stærsti raforkuframleiðandi í heimi.
Noregur gæti neyðst til að takmarka útflutning á rafmagni
Stjórnvöld í Noregi segja til greina koma að draga úr áformuðum útflutningi á rafmagni til meginlands Evrópu. Orkuskortur blasir við vegna þess að uppistöðulón hafa ekki fyllst. Óvenjulegum þurrkum er um að kenna.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti.
Fordæmalaus húsleit í Mar-a-Lago
Bandarískir alríkislögreglumenn framkvæmdu í gær húsleit á heimili Donalds Trump í Flórída og höfðu þaðan með sér einhver gögn. Aldrei fyrr hefur verið farið í löggæsluaðgerð af þessu tagi gegn fyrrverandi forseta Bandaríkjanna.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Hygge
Hvað þýðir danska hugtakið hygge? Er það stig sem nær hærra en bara að hafa það kósí? Nær eitthvað íslenskt orð yfir það? Eða er um að ræða sérstaka danska heimspeki?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Hygge
Kjarninn 9. ágúst 2022
Rúmlega þriðjungur heimila á ekkert eftir í veskinu í lok mánaðar
Næstum átta af hverjum tíu í lægsta tekjuhópnum ná ekki að leggja neitt fyrir, ganga á sparnað eða safna skuldum í yfirstandandi dýrtíð. Hjá efsta tekjuhópnum geta næstum níu af hverjum tíu enn lagt fyrir, sumir umtalsvert.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent