Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra þakkaði heilbrigðisstarfsfólki um allt land fyrir vel unnin störf í baráttunni við COVID-19 á upplýsingafundi almannavarna í dag sem jafnframt var sá síðasti. Í ræðu sinni sagði hún það líka hafa verið verkefni samfélagsins alls að laga sig að breyttum aðstæðum og að þar hafi tekist vel til.
Það markar ákveðin tímamót að reglulegir upplýsingafundir almannavarna hafi nú runnið sitt skeið á enda. Svandís nýtti samt sem áður tækifærið til að minna á að sigur gegn veirunni væri ekki í höfn: „En verkefninu er ekki lokið við þurfum áfram að fara varlega og eftir því sem samfélagið opnast meira verðum við að leggja meiri áherslu á að gleyma ekki einföldu reglunum um að passa okkur sjálf, handþvott, sprittun og hæfilega fjarlægð.“
Undir lok ræðunnar ítrekaði Svandís þakklæti sitt í garð þríeykisins, þeirra Ölmu, Víðis og Þórólfs. Hún færði þeim að lokum þakklætisvott í formi blóma fyrir þeirra „einstaka framlag á sannarlega fordæmalausum tímum.“
28. febrúar kom fyrsta smitið og allt breyttist. Fréttir og vangaveltur – rakningarteymið – spálíkanið -...
Posted by Svandís Svavarsdóttir on Monday, May 25, 2020