Óvíst að efnahagsleg óvissa verði minni í haust en nú

Frumvarp fjármálaráðherra gerir ráð fyrir að endurskoðuð fjármálastefna og uppfærð fjármálaáætlun verði lögð fram á sama tíma og fjárlög 1. október. Fjármálaráð gerir athugasemd við að stefnumörkunin færist öll á einn tímapunkt.

Bjarni Benediktsson hefur lagt fram frumvarp um breytingu á lögum um opinber fjármál.
Bjarni Benediktsson hefur lagt fram frumvarp um breytingu á lögum um opinber fjármál.
Auglýsing

Fjár­mála­ráð telur það áhyggju­efni að ekki sé víst að hin efna­hags­lega óvissa sem nú ríkir verði minni í haust en hún er núna. Þetta kemur fram í bréfi sem fjár­mála­ráð sendi Bjarna Bene­dikts­syni fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra vegna áforma hans um frestun á fram­lagn­ingu á þings­á­lykt­un­ar­til­lögu um fjár­mála­á­ætlun fyrir árin 2021-2025 og þings­á­lykt­un­ar­til­lögu um end­ur­skoðun fjár­mála­stefnu fyrir árin 2018-2022.

„Fjár­mála­ráð hefur ítrekað kallað eftir því að óvissu verði mætt með gerð sviðs­mynda til að tryggja eftir megni festu í stefnu opin­berra fjár­mála. Nú reynir á slíkt sem aldrei fyrr,“ segir enn fremur í bréfi fjár­mála­ráðs.

Fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra hefur lagt fram frum­varp til laga um breyt­ingu á lögum um opin­ber fjár­mál. Í grein­ar­gerð segir að frum­varpið veiti nauð­syn­legt ráð­rúm í kjöl­far heims­far­ald­urs kór­ónu­veirunnar til þess að und­ir­búa end­ur­skoðun fjár­mála­stefnu fyrir árin 2018-2022, fjár­mála­á­ætlun fyrir árin 2021-2025 og fjár­laga­frum­varp fyrir árið 2021. Auk þess er gert ráð fyrir að end­ur­skoðuð fjár­mála­stefna, fjár­mála­á­ætlun og fjár­laga­frum­varp verði lögð fram sam­hliða á Alþingi 1. októ­ber næst kom­andi.

Auglýsing

Sam­kvæmt núgild­andi lögum ber ráð­herra að leggja fyrir Alþingi til­lögu til þings­á­lykt­unar um fjár­mála­á­ætlun til næstu fimm ára eigi síðar en 1. apr­íl. Jafn­framt ber ráð­herra að leggja fram, eins fljót og kostur er, end­ur­skoð­aða fjár­mála­stefnu „ef grund­vall­ar­for­sendur hennar bresta eða fyr­ir­sjá­an­legt er að þær muni bresta vegna efna­hags­á­falla, þjóð­ar­vár eða ann­arra aðstæðna sem óger­legt er að bregð­ast við með til­tækum úrræð­u­m.“ Slík end­ur­skoðun á fjár­mála­stefnu var síð­ast lögð fram í maí 2019 í kjöl­far falls WOW air.

Í grein­ar­gerð frum­varps­ins segir að nauð­syn­legar for­sendur um þróun efna­hags­mála hafi enn sem komið er ekki skýrst nægi­lega til þess að hægt sé að leggja fram end­ur­skoð­aða fjár­mála­stefnu. Í bréfi sem fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra sendi til Alþingis í mars síð­ast­liðnum kom fram að stefnt yrði að því að leggja fjár­mála­ætlun fyrir Alþingi eftir miðjan maí sem og end­ur­skoðun á gild­andi fjár­mála­stefnu. Eins og áður segir gerir frum­varpið ráð fyrir að það frest­ist til 1. októ­ber. 

Í fylgi­skjali með frum­varp­inu frá fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyti og skrif­stofu opin­berra fjár­mála birt­ast sviðs­myndir um afkomu- og skulda­horfur rík­is­sjóðs og hins opin­bera. Þar segir að nið­ur­stöður grein­ingar ráðu­neyt­is­ins séu á þá leið að hag­kerfið gæti dreg­ist saman um um það bil 8,5 pró­sent í ár ef for­sendur hennar raun­ger­ast. Þar er einnig ítrekað að veru­leg óvissa ríki í efna­hags­horf­um.

Þá er í fylgi­skjal­inu einnig vikið að grein­ingu Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóðs­ins en stofn­unin stytti spá­tíma­bil sitt fyrir grein­ingu sína sem birt var í apr­íl. Stofn­unin hefur gefið út að ný og svart­sýnni spá verði birt í júní næst kom­andi. Þá eru nið­ur­stöður grunn­spár Seðla­bank­ans sagðar í grunn­at­riðum keim­líkar nið­ur­stöðum sviðs­myndar ráðu­neyt­is­ins. Sviðs­myndir bank­ans sýna að hag­vöxtur geti orðið nei­kvæður um sem nemur 5,6 til 10,4 pró­sentum í ár en jákvæður á næsta ári, á bil­inu 3,7 til 5,6 pró­sent. „Hér er um gríð­ar­legan mun að ræða og lita þær efna­hags­horfur mörg ár fram í tím­ann enda er óvíst að hversu miklu leyti fram­leiðslu­getan verður fyrir var­an­legum skaða,“ segir í fylgi­skjal­in­u. 

Fjár­mála­ráð sér ástæðu til þess að gera athuga­semd við að lagt sé til að til­lögur um end­ur­skoð­aða fjár­mála­stefnu og upp­færð fjár­mála­á­ætlun verði lögð fram á sama tíma og fjár­lög. „Stefnu­mörk­unin fær­ist þannig öll á einn tíma­punkt. Spyrja má hvort ekki sé heppi­legra að end­ur­skoðuð fjár­mála­stefna sé lögð fram fyrr til að umfjöllun um hana verði lokið þegar fjár­mála­á­ætlun verður lögð fram,“ segir í svari fjár­mála­ráðs.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fjöldi fólks sem var á tónleikum í Hörpu á föstudagskvöld verður skimaður í dag.
107 í sóttkví – sjö í einangrun
Á næstu klukkustundum mun það skýrast hvort að tekist hafi að koma í veg fyrir hópsýkingu í kringum tvo einstaklinga sem greindust með veiruna og voru utan sóttkvíar. Nokkrir dagar geta liðið frá smiti og þar til veiran finnst í fólki við sýnatöku.
Kjarninn 8. mars 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Skiptir máli hvernig fæðingarorlofi er háttað?
Kjarninn 8. mars 2021
Drífa Snædal, Sonja Ýr Þorbergsdóttir og Þórunn Sveinbjarnardóttir
Leiðréttum skakkt verðmætamat – Greiðum konum mannsæmandi laun
Kjarninn 8. mars 2021
Sólveig Anna Jónsdóttir
8. mars 2021
Kjarninn 8. mars 2021
Einkaneysla Íslendinga í fyrra var mun meiri en helstu greiningaraðilar gerðu ráð fyrir
Sérfræðingar ofmátu samdráttinn
Síðasta ár fór ekki nákvæmlega eins og sérfræðingar þriggja stærstu bankanna, Seðlabankans, Viðskiptaráðs, ASÍ eða ríkisstjórnarinnar spáðu fyrir um í þeim 15 hagspám sem gerðar hafa verið frá síðustu apríllokum.
Kjarninn 8. mars 2021
Kári Jónasson og Skúli Jóhannsson
Hugmynd um sæstreng frá Straumsvík til Suðurnesja endurvakin
Kjarninn 8. mars 2021
Fasteignafélagið Eik tapaði mikið á rekstri hótels 1919, sem er í eigu þess
6 milljarða samdráttur í rekstri fasteignafélaganna
Fasteignafélögin Reitir, Reginn og Eik högnuðust öll á rekstri sínum í fyrra. Þó var hagnaðurinn töluvert minni en á síðasta ári, en samkvæmt félögunum leiddi heimsfaraldurinn til mikils samdráttar í tekjum.
Kjarninn 8. mars 2021
Steinunn Böðvarsdóttir, sérfræðingur á hagdeild VR
Lýðræði á vinnustöðum mun meira á hinum Norðurlöndunum
Sérfræðingur hjá VR segir starfsfólk hérlendis ekki geta haft jafnmikil áhrif á ákvarðanir sem varða vinnustaði þeirra og starfsmenn á hinum Norðurlöndunum í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
Kjarninn 7. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent