Óvíst að efnahagsleg óvissa verði minni í haust en nú

Frumvarp fjármálaráðherra gerir ráð fyrir að endurskoðuð fjármálastefna og uppfærð fjármálaáætlun verði lögð fram á sama tíma og fjárlög 1. október. Fjármálaráð gerir athugasemd við að stefnumörkunin færist öll á einn tímapunkt.

Bjarni Benediktsson hefur lagt fram frumvarp um breytingu á lögum um opinber fjármál.
Bjarni Benediktsson hefur lagt fram frumvarp um breytingu á lögum um opinber fjármál.
Auglýsing

Fjár­mála­ráð telur það áhyggju­efni að ekki sé víst að hin efna­hags­lega óvissa sem nú ríkir verði minni í haust en hún er núna. Þetta kemur fram í bréfi sem fjár­mála­ráð sendi Bjarna Bene­dikts­syni fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra vegna áforma hans um frestun á fram­lagn­ingu á þings­á­lykt­un­ar­til­lögu um fjár­mála­á­ætlun fyrir árin 2021-2025 og þings­á­lykt­un­ar­til­lögu um end­ur­skoðun fjár­mála­stefnu fyrir árin 2018-2022.

„Fjár­mála­ráð hefur ítrekað kallað eftir því að óvissu verði mætt með gerð sviðs­mynda til að tryggja eftir megni festu í stefnu opin­berra fjár­mála. Nú reynir á slíkt sem aldrei fyrr,“ segir enn fremur í bréfi fjár­mála­ráðs.

Fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra hefur lagt fram frum­varp til laga um breyt­ingu á lögum um opin­ber fjár­mál. Í grein­ar­gerð segir að frum­varpið veiti nauð­syn­legt ráð­rúm í kjöl­far heims­far­ald­urs kór­ónu­veirunnar til þess að und­ir­búa end­ur­skoðun fjár­mála­stefnu fyrir árin 2018-2022, fjár­mála­á­ætlun fyrir árin 2021-2025 og fjár­laga­frum­varp fyrir árið 2021. Auk þess er gert ráð fyrir að end­ur­skoðuð fjár­mála­stefna, fjár­mála­á­ætlun og fjár­laga­frum­varp verði lögð fram sam­hliða á Alþingi 1. októ­ber næst kom­andi.

Auglýsing

Sam­kvæmt núgild­andi lögum ber ráð­herra að leggja fyrir Alþingi til­lögu til þings­á­lykt­unar um fjár­mála­á­ætlun til næstu fimm ára eigi síðar en 1. apr­íl. Jafn­framt ber ráð­herra að leggja fram, eins fljót og kostur er, end­ur­skoð­aða fjár­mála­stefnu „ef grund­vall­ar­for­sendur hennar bresta eða fyr­ir­sjá­an­legt er að þær muni bresta vegna efna­hags­á­falla, þjóð­ar­vár eða ann­arra aðstæðna sem óger­legt er að bregð­ast við með til­tækum úrræð­u­m.“ Slík end­ur­skoðun á fjár­mála­stefnu var síð­ast lögð fram í maí 2019 í kjöl­far falls WOW air.

Í grein­ar­gerð frum­varps­ins segir að nauð­syn­legar for­sendur um þróun efna­hags­mála hafi enn sem komið er ekki skýrst nægi­lega til þess að hægt sé að leggja fram end­ur­skoð­aða fjár­mála­stefnu. Í bréfi sem fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra sendi til Alþingis í mars síð­ast­liðnum kom fram að stefnt yrði að því að leggja fjár­mála­ætlun fyrir Alþingi eftir miðjan maí sem og end­ur­skoðun á gild­andi fjár­mála­stefnu. Eins og áður segir gerir frum­varpið ráð fyrir að það frest­ist til 1. októ­ber. 

Í fylgi­skjali með frum­varp­inu frá fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyti og skrif­stofu opin­berra fjár­mála birt­ast sviðs­myndir um afkomu- og skulda­horfur rík­is­sjóðs og hins opin­bera. Þar segir að nið­ur­stöður grein­ingar ráðu­neyt­is­ins séu á þá leið að hag­kerfið gæti dreg­ist saman um um það bil 8,5 pró­sent í ár ef for­sendur hennar raun­ger­ast. Þar er einnig ítrekað að veru­leg óvissa ríki í efna­hags­horf­um.

Þá er í fylgi­skjal­inu einnig vikið að grein­ingu Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóðs­ins en stofn­unin stytti spá­tíma­bil sitt fyrir grein­ingu sína sem birt var í apr­íl. Stofn­unin hefur gefið út að ný og svart­sýnni spá verði birt í júní næst kom­andi. Þá eru nið­ur­stöður grunn­spár Seðla­bank­ans sagðar í grunn­at­riðum keim­líkar nið­ur­stöðum sviðs­myndar ráðu­neyt­is­ins. Sviðs­myndir bank­ans sýna að hag­vöxtur geti orðið nei­kvæður um sem nemur 5,6 til 10,4 pró­sentum í ár en jákvæður á næsta ári, á bil­inu 3,7 til 5,6 pró­sent. „Hér er um gríð­ar­legan mun að ræða og lita þær efna­hags­horfur mörg ár fram í tím­ann enda er óvíst að hversu miklu leyti fram­leiðslu­getan verður fyrir var­an­legum skaða,“ segir í fylgi­skjal­in­u. 

Fjár­mála­ráð sér ástæðu til þess að gera athuga­semd við að lagt sé til að til­lögur um end­ur­skoð­aða fjár­mála­stefnu og upp­færð fjár­mála­á­ætlun verði lögð fram á sama tíma og fjár­lög. „Stefnu­mörk­unin fær­ist þannig öll á einn tíma­punkt. Spyrja má hvort ekki sé heppi­legra að end­ur­skoðuð fjár­mála­stefna sé lögð fram fyrr til að umfjöllun um hana verði lokið þegar fjár­mála­á­ætlun verður lögð fram,“ segir í svari fjár­mála­ráðs.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stytta af Leopold II í Brussel. Myndin var tekin þann 10. júní 2020.
Þræla- og framkvæmdakóngurinn
Í Tervuren skammt frá Brussel stendur glæsilegt hús. Innandyra má hinsvegar sjá átakanlega sögu um undirokun, þrældóm og grimmdarverk þjóðarleiðtoga sem einskis sveifst til að láta stórveldisdrauma sína rætast.
Kjarninn 5. júlí 2020
Hrina hópuppsagna í tengslum við COVID-19 faraldurinn virðist gengin niður
Stærst þeirra þriggja hópuppsagna sem áttu sér stað í júní er uppsögn PCC á Bakka sem sagði upp nálægt 85 manns af þeim tæplega 150 manns sem starfa hjá fyrirtækinu.
Kjarninn 4. júlí 2020
Tæplega 35 þúsund hafa látist af völdum COVID-19 á Ítalíu
Dánartíðni vegna COVID-19 hærri hjá ómenntuðum en menntuðum á Ítalíu
Kórónuveirufaraldurinn hefur leikið Ítalíu grátt en það var fyrsta Evrópulandið til að glíma við mikla útbreiðslu veirunnar. Í marsmánuði jókst munur á dánartíðni menntaðra og ómenntaðra þar í landi vegna veirunnar.
Kjarninn 4. júlí 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra skrifaði undir reglugerð um útlendinga sem tók gildi 15. júní.
Hægt að senda á brott útlendinga í „ólögmætri dvöl“ þrátt fyrir tilslökun gagnvart öðrum
Skortur á beinum flugum, flugsamgöngum til heimalands eða hár kostnaður við ferðalög eru ekki ástæður sem íslensk stjórnvöld taka gildar fyrir dvöl hérlendis án dvalarleyfis eða áritunar.
Kjarninn 4. júlí 2020
Flennistór mynd af þáttastjórnandanum Tucker Carlson á höfuðstöðvum Fox News.
„Tucker Carlson 2024?“
Áhrifamenn meðal repúblikana og íhaldssamir álitsgjafar í Bandaríkjunum telja raunhæft að Tucker Carlson, þáttastjórnandi á Fox News sem milljónir fylgjast með á hverju kvöldi, gæti náð langt ef hann kysi að fara í forsetaframboð árið 2024.
Kjarninn 4. júlí 2020
Ríkisstjórnin sem vill halda áfram, en mun mögulega ekki geta það
Stjórnmálaflokkarnir vega nú og meta hvenær þeir eru líklegir til að hámarka árangur sinn í kosningum. Og eru fyrir nokkuð löngu síðan farnir að máta sig í næstu ríkisstjórn. Þar virðast, eins og er, aðallega vera tveir skýrir valkostir á borðinu.
Kjarninn 4. júlí 2020
„Keyrt á sama fólkinu sem fær aldrei frídag“
Í nýrri skýrslu Rannsóknamiðstöðvar ferðamála um aðstæður erlends starfsfólks í ferðaþjónustu kemur margt varhugavert fram, m.a. að fólk þurfi að vinna margar vikur í röð og að vikulegur frídagur hafi ekki verið virtur.
Kjarninn 4. júlí 2020
Kortið sýnir útbreiðslu hita í hluta Síberíu 20. júní.
Hitamet staðfest á einum kaldasta stað jarðar
Hæsti hiti: 38°C. Lægsti hiti: -67,8°C. Mismunur: 105,8 gráður. Norðurslóðir eru að hlýna þrisvar sinnum hraðar en önnur svæði í heiminum. Hlýnunin er að eiga sér stað mörgum áratugum fyrr en spár gerðu ráð fyrir.
Kjarninn 3. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent