Fyrirtæki sem sækja nýtt hlutafé verði undanþegin skilyrðum um arðsúthlutun

Efnahags- og viðskiptanefnd gerði nokkrar breytingartillögur á frumvarpi til laga um stuðning úr ríkissjóði vegna greiðslu launakostnaðar á uppsagnarfresti. Kostnaður aðgerðanna áætlaður 27 milljarðar.

Óli Björn Kárason er formaður efnahags- og viðskiptanefndar.
Óli Björn Kárason er formaður efnahags- og viðskiptanefndar.
Auglýsing

Efna­hags- og við­skipta­nefnd leggur til að nýtt ákvæði um und­an­þágu frá skil­yrði um arðsút­hlutun verði bætt inn í lög um stuðn­ing úr rík­is­sjóði vegna greiðslu hluta launa­kostn­aðar á upp­sagn­ar­fresti. Ákvæðið myndi veita fyr­ir­tækjum sem ráð­ist hafa í hluta­fjár­aukn­ingu und­an­þágu frá þeirri meg­in­reglu að ekki skuli koma til arðsút­hlut­unar fyrr en að fjár­stuðn­ingur sam­kvæmt frum­varp­inu hafi verið að fullu tekju­færður eða end­ur­greidd­ur.



Í nefnd­ar­á­lit­inu seg­ir: „Bent hefur verið á að ástæða kunni að vera til að heim­ila und­an­þágu frá þessu skil­yrði í til­vikum þegar um nýtt hlutafé er að ræða sem orðið hefur til á grund­velli hluta­fjár­aukn­ingar sem ráð­ist er í eftir að fjár­hags­legir erf­ið­leik­ar, sem rekja má beint eða óbeint til heims­far­ald­urs­ins, komu upp­.“ 



Ástæðan fyrir und­an­þág­unni er sögð vera að frum­varpið í núver­andi mynd geti tak­markað mögu­leika atvinnu­rek­enda til að halda velli, enda gæti skil­yrði um arðsút­hlutun haft fælandi áhrif á fjár­festa. 

Auglýsing


Þar segir einnig að und­an­þágu­á­kvæðið skuli túlkað þröngt. Skatt­ur­inn hefur þannig rúmar heim­ildir til að hafna und­an­þágu­beiðn­um. „Þetta getur t.d. átt við ef sýnt þykir að ákvörðun um hluta­fjár­aukn­ingu hafi verið tekin í þeim til­gangi fremstum að kom­ast hjá skil­yrð­inu um arðsút­hlutun eða ef slík ákvörðun var tekin áður en ljóst varð að far­aldur kór­ónu­veiru mundi hafa veru­lega slæmar efna­hags­legar afleið­ingar hér á land­i.“ 



Miðað við 1. apríl í stað 1. mars 

Ein af breyt­ing­ar­til­lögum nefnd­ar­innar snýr að við­mið­un­ar­tíma­bili tekju­falls. Miðað verði við að tekju­fall fyr­ir­tækja hafi verið 75 pró­sent frá 1 apríl í stað 1. mars, og  til upp­sagn­ar­dags. Tölu­verður fjöldi ferða­manna var hér á landi í fyrri hluta mars og í umsögnum til nefnd­ar­innar kemur fram að mars­mán­uður hafi ekki gefið raun­hæfa mynd af því tekju­falli fyr­ir­tækja sem rétt væri að miða við.



Á meðal skil­yrða í frum­varp­inu er að atvinnu­rek­andi hafi ekki keypt eigin hluti frá 15. mars síð­ast­liðn­um. Í áliti nefnd­ar­innar segir að bent hafi verið á að ástæða sé til að veita und­an­þágu frá þessu skil­yrði. Vísað er í umsögn KPMG þar sem kemur fram að skil­yrðið geti talist eðli­legt þegar um veru­legan eign­ar­hlut er að ræða, „enda megi í slíku til­viki gera ráð fyrir að starfs­sam­bandið sé fremur afleið­ing eign­ar­að­ild­ar­innar en öfugt.“



Þar að auki er vikið að kaup­rétt­ar­samn­ingum í umsögn KPMG, þar sem félag hafi skuld­bundið sig til að kaupa hluti starfs­manns við starfs­lok. Þar segir að „í slíku til­viki geti verið óeðli­legt að bann við kaupum á eigin hlutum girði fyrir efndir slíkra samn­inga.“ Nefndin leggur því til að orða­lags­breyt­ing í frum­varp­inu taki af allan vafa um slíkir samn­ing­ar, gerðir fyrir 15. mars, megi vera efndir án þess að það komi í veg fyrir stuðn­ing. Orða­lags­breyt­ingin kemur til vegna þess að í frum­varp­inu er skýrt kveðið á um úthlutun arðs en sam­kvæmt umsögn KPMG geti orða­lagið valdið vafa þegar kemur að lækkun hluta­fjár og kaup eigin hluta.



Breyt­ingar á grein um stuðn­ing vegna orlofs­launa

Nefndin leggur einnig til breyt­ing­ar­til­lögu á grein sem snýr að stuðn­ingi vegna orlofs­launa. „Nefnd­inni var bent á að ekki væri nægj­an­legt að taka fram í ákvæð­inu að stuðn­ing­ur­inn skyldi greið­ast vegna orlofs­launa sem launa­maður kynni að eiga rétt á heldur stæðu efni til að taka fram að orlofs­launin hefðu verið greidd við starfs­lok.” Með því að taka það sér­stak­lega fram verði skýrt að heim­ild til að greiða atvinnu­rek­anda stuðn­ing vegna orlofs­launa virkj­ast þegar starfs­sam­bandi er lok­ið, en sam­kvæmt dóma­fram­kvæmd er óheim­ilt að láta starfs­mann taka orlof á upp­sagn­ar­fresti.



Þá leggur meiri­hlut­inn til að breyta grein frum­varps­ins sem snýr að tekju­færslu. Í álit­inu seg­ir: „Komi til þess að fjár­stuðn­ingur sé umfram það sem dugar til að jafna að fullu tap á yfir­stand­andi rekstr­ar­ári og yfir­fær­an­legt tap frá fyrri árum skal sam­kvæmt ákvæð­inu tekju­færa stuðn­ing­inn á næstu sex árum þar á eft­ir, 10% á ári fyrstu tvö árin og 20% á ári næstu fjögur ár þar á eft­ir. Meiri hlut­inn leggur til að í stað þessa verði miðað við fjögur ár og 25% á ári.“



Áætl­aður kostn­aður 27 millj­arðar

Nefndin tekur einnig fyrir þá grein frum­varps­ins sem snýr að birt­ingu upp­lýs­inga um fjár­stuðn­ing svo að hún sam­ræm­ist betur sjón­ar­miðum um rétt almenn­ings til aðgangs að upp­lýs­ingum um ráð­stöfun opin­bers fjár. Nefndin leggur þannig til að í frum­varp­inu verði kveðið á um skyldu Skatts­ins til birt­ingar upp­lýs­inga um nöfn styrk­þega, í stað þess að talað sé um að Skatt­inum sé heim­ilt að birta upp­lýs­ing­arn­ar. Jafn­framt leggur nefndin til að í frum­varp­inu verði tekið fram að birta skuli upp­lýs­ingar um fjár­hæð stuðn­ings til hvers atvinnu­rek­anda fyrir sig.



Áætl­aður kostn­aður við þennan hluta aðgerð­ar­pakka rík­is­stjórn­ar­inn­ar, þann sem snýr að stuðn­ingi við atvinnu­rek­endur vegna greiðslu á hluta launa­kostn­aðar á upp­sagn­ar­fresti, er 27 millj­arðar króna.



Undir nefnd­ar­á­litið skrifa full­trúar stjórn­ar­flokk­anna sem mynda meiri­hluta nefnd­ar­inn­ar. Auk þeirra skrifar Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, for­maður Mið­flokks­ins, undir með fyr­ir­vara. Aðrir nefnd­ar­menn stjórn­ar­and­stöðu­flokka skrifa ekki undir álit­ið.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent