Tæp tíu prósent útistandandi sjóðfélagalána LIVE í greiðsluhléi

Sjóðfélagalán í greiðsluhléi nema samtals ellefu milljörðum króna. Til samanburðar námu útistandandi sjóðfélagalán Lífeyrissjóðs verzlunarmanna við lok árs 2019 rúmum 120 milljörðum. Ávöxtun sjóðsins á fyrstu fjórum mánuðum ársins er áætluð 3,5 prósent.

Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur aðsetur í Húsi verslunarinnar
Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur aðsetur í Húsi verslunarinnar
Auglýsing

Alls 440 sjóð­fé­laga­lán sem sam­tals nema ell­efu millj­örðum króna eru í greiðslu­hléi hjá Líf­eyr­is­sjóði verzl­un­ar­manna vegna kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins. Þetta kom fram í kynn­ingu Guð­mundar Þór­halls­sonar fram­kvæmda­stjóra Líf­eyr­is­sjóðs verzl­un­ar­manna á árs­fundi sjóðs­ins í gær. Þetta er þó ein­ungis brot af útistand­andi sjóð­fé­laga­lán­um. Sam­kvæmt árs­reikn­ingi fyrir árið 2019 námu útistand­andi lán til sjóð­fé­laga alls rúmum 120 millj­örðum króna við lok árs­ins.

Í kynn­ingu Guð­mundar kom einnig fram að 370 umsóknir að fjár­hæð 330 millj­ónir króna hafa borist sjóðnum vegna tíma­bund­innar heim­ildar til úttektar á sér­eigna­sparn­að­i. 

Í frétta­til­kynn­ingu sem send var í kjöl­far fund­ar­ins kemur fram að ávöxtun eigna­safns Líf­eyr­is­sjóðs verzl­un­ar­manna á fyrstu fjórum mán­uðum árs­ins er áætl­aður 3,5 pró­sent. Hrein eign til greiðslu líf­eyris hækk­aði á tíma­bil­inu úr 868 millj­örðum króna í 904 millj­arða króna á tíma­bil­inu. Upp­haf­lega átti aðal­fundur sjóðs­ins að vera hald­inn í mars en hann frestað­ist sökum kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins. 

Auglýsing

Heims­far­aldur kór­ónu­veiru hefur óneit­an­lega haft áhrif á rekstur sjóðs­ins, sam­kvæmt til­kynn­ingu. „Af­koma sjóðs­ins það sem af er ári markast óhjá­kvæmi­lega af Covid-19 heims­far­aldr­inum sem hefur haft mikil áhrif á efna­hag gjör­vallrar heims­byggð­ar­inn­ar. Ísland og íslenskir líf­eyr­is­sjóðir eru þar engin und­an­tekn­ing.“

Þar segir enn fremur að sterk trygg­ing­ar­fræði­leg staða sjóðs­ins geri „sjóðnum kleift að standa styrkur í því efna­hags­lega óvissu­á­standi sem nú ríkir í heim­in­um.“ Trygg­inga­fræði­leg staða sjóðs­ins var 8,6 pró­sent um síð­ustu ára­mót. Trygg­inga­fræði­leg staða tekur til­lit til heild­ar­stöðu sjóðs­ins umfram skuld­bind­ingar hans.

Þá séu eignir sjóðs­ins í góðri áhættu­dreif­ingu. 40 pró­sent heild­ar­eigna í árs­lok hafi verið í erlendum verð­bréfum en 16 pró­sent í inn­lendum hluta­bréf­um. Hlut­fall rík­is­skulda­bréfa af heild­ar­eignum nam 19 pró­sentum og um 14 pró­sent af heild­ar­eignum sjóðs­ins voru bundin í sjóð­fé­laga­lán­um. 

Á árs­fund­inum í gær var farið yfir árs­skýrslu síð­asta árs sem birt var í febr­ú­ar. Síð­asta ár var metár í sögu Líf­eyr­is­sjóðs­ins en eignir hans hækk­uðu um 155 millj­arða á árinu.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Tæplega 35 þúsund hafa látist af völdum COVID-19 á Ítalíu
Dánartíðni vegna COVID-19 hærri hjá ómenntuðum en menntuðum á Ítalíu
Kórónuveirufaraldurinn hefur leikið Ítalíu grátt en það var fyrsta Evrópulandið til að glíma við mikla útbreiðslu veirunnar. Í marsmánuði jókst munur á dánartíðni menntaðra og ómenntaðra þar í landi vegna veirunnar.
Kjarninn 4. júlí 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra skrifaði undir reglugerð um útlendinga sem tók gildi 15. júní.
Hægt að senda á brott útlendinga í „ólögmætri dvöl“ þrátt fyrir tilslökun gagnvart öðrum
Skortur á beinum flugum, flugsamgöngum til heimalands eða hár kostnaður við ferðalög eru ekki ástæður sem íslensk stjórnvöld taka gildar fyrir dvöl hérlendis án dvalarleyfis eða áritunar.
Kjarninn 4. júlí 2020
Flennistór mynd af þáttastjórnandanum Tucker Carlson á höfuðstöðvum Fox News.
„Tucker Carlson 2024?“
Áhrifamenn meðal repúblikana og íhaldssamir álitsgjafar í Bandaríkjunum telja raunhæft að Tucker Carlson, þáttastjórnandi á Fox News sem milljónir fylgjast með á hverju kvöldi, gæti náð langt ef hann kysi að fara í forsetaframboð árið 2024.
Kjarninn 4. júlí 2020
Ríkisstjórnin sem vill halda áfram, en mun mögulega ekki geta það
Stjórnmálaflokkarnir vega nú og meta hvenær þeir eru líklegir til að hámarka árangur sinn í kosningum. Og eru fyrir nokkuð löngu síðan farnir að máta sig í næstu ríkisstjórn. Þar virðast, eins og er, aðallega vera tveir skýrir valkostir á borðinu.
Kjarninn 4. júlí 2020
„Keyrt á sama fólkinu sem fær aldrei frídag“
Í nýrri skýrslu Rannsóknamiðstöðvar ferðamála um aðstæður erlends starfsfólks í ferðaþjónustu kemur margt varhugavert fram, m.a. að fólk þurfi að vinna margar vikur í röð og að vikulegur frídagur hafi ekki verið virtur.
Kjarninn 4. júlí 2020
Kortið sýnir útbreiðslu hita í hluta Síberíu 20. júní.
Hitamet staðfest á einum kaldasta stað jarðar
Hæsti hiti: 38°C. Lægsti hiti: -67,8°C. Mismunur: 105,8 gráður. Norðurslóðir eru að hlýna þrisvar sinnum hraðar en önnur svæði í heiminum. Hlýnunin er að eiga sér stað mörgum áratugum fyrr en spár gerðu ráð fyrir.
Kjarninn 3. júlí 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra.
Menntamálaráðuneytið synjar Kjarnanum um aðgang að lögfræðiálitunum sem Lilja aflaði
Mennta- og menningarmálaráðuneytið neitar að afhenda Kjarnanum lögfræðiálitin sem Lilja D. Alfreðsdóttir aflaði í aðdraganda þess að hún ákvað að stefna skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu til að fá úrskurði kærunefndar jafnréttismála hnekkt.
Kjarninn 3. júlí 2020
Róbert Marshall, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar.
Marshall-aðstoð ríkisstjórnarinnar orðin ótímabundin
Róbert Marshall hefur verið ráðinn ótímabundið í stöðu upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar, en áður hafði hann verið ráðinn tímabundið í stöðuna til þriggja mánaða.
Kjarninn 3. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent